Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 17.08.2001, Qupperneq 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDACUR Enska Úrvalsdeildin að hefjast: Fjórir Islendingar leika með Urvalsdeildarliðum Real Madrid spart á budduna: Anelka enn óborgaður ■ KNATTSPYRNA Real Madrid skuldar Arsenal ennþá fyrir Frakkann Nicolas Anelka. Hann fór til Madrid fyrir tveim- ur árum og kostaði um 22 milljónir punda. Madrid á að borga fjórar milljónir árlega en hefur ekki ennþá borgað fyrstu afborgun. Ef þeir bæta ekki sitt ráð fá þeir átta milljón punda höfuðverk að ári. Anelka gekk í millitíðinni til liðs við Paris St Germain. ■ KNATT5PYRNA Keppni í ensku Úrvals- deildinni hefst um helgina með 11 leikjum. Alls munu fjórir íslenskir leikmenn leika með liðum í ensku Úrvalsdeildinni í vetur. Guðni Bergsson mun leika með Bolton, Eið- ur Smári Guðjohnsen með Chelsea, Hermann Hreiðarsson með Ipswich og Arnar Gunnlaugsson með Leicester. Flestir spá því að Man. Utd. muni standa uppi sem sigurvegari í lok tímabilsins, enda hefur liðið ekki misst neina leikmenn heldur styrkt hópinn með kaupum á tveimur öflug- um leikmönnum, þeim Hollendingn- um Ruud van Nistelrooy og Argent- ínumanninum Sebastian Veron. Þeir kostuðu samanlagt um 48 milljónir punda. Margir athyglisverðir leikir verða á morgun, en þar ber líklega hæst leik Man. Utd. gegn nýliðunum í Fulham, sem unnu 1. deildinna með fádæma yfirburðum á síðasta tíma- bili. Fulham með Jean Tigana við stjórnvölinn hefur styrkt leikmanna- hóp sinn verulega í sumar m.a. með kaupum á hollenska landsliðsmark- verðinum Edwin van der Sar. Aðrir athyglisverðir leikir eru leikir Midd- lesbro og Arsenal, Tottenham og Aston Villa og Liverpool og West Ham. Á sunnudaginn mætast síðan Chelsea og Newcastle. ■ AFTUR Á MEÐAL BESTU Cuðni Bergsson mun leika með Bolton i ensku Úrvalsdeildinni í vetur, en liðið vann sér sæti í deildinni í vor. TVÖ MÖRK GEGN ENGU Roberto Acuna frá Paragvæ reynir að ná boltanum af Brasilíumanninum Roberto Carlos. Undankeppni HM 2002: Brasilía bæt- ir stöðuna knattspyrna Brasilía sigraði Paragvæ með tveimur mörkum gegn engu í undankeppni HM 2002 á miðvikudagskvöld. Fyrra markið skoraði Marcelinho Paraiba, fram- herji Hertha Berlin, eftir aðeins fjórar mínútur. Hann skallaði bolt- ann í mark eftir fyrirgjöf frá Juli- ano Belletti, leikmanni Sao Paulo. Stjarnan Rivaldo bætti síðan sein- na markinu við þegar stutt var eft- ir af leiknum. Hann skallaði einnig í mark, í þetta skiptið eftir fyrir- gjöf frá Denilson, leikmanni Real Betis. Vörn Paragvæ var sterk og leyfði mótherjunum ekki að skapa mörg færi. Þá var Rivaldo heppinn að fá ekki dæmt á sig víti eftir að hafa rekið hendina í boltann þegar hann var að hreinsa í horn. Sigur- inn er þýðingamikill fyrir Brasilíu, sem er ennþá í fjórða sæti í sínum riðli en fjögur efstu liðin komast beint á HM. Úrúgvæ er þremur stigum á eftir í fimmta sæti. Argentína sigraði Ekvador ein- nig með tveimur mörkum gegn engu á miðvikudag. Juan Sebasti- an Veron og Hernan Crespo skor- uðu mörkin. Argentína er enn í fyrsta sæti riðilsins og öruggt inn á HM þar sem liðið getur ekki fall- ið niður í fimmta sæti í þeim fjór- um leikjum sem eftir eru. ■ Formúla 1: Schumacher gagnrýndur kappakstur Ron Dennis, fram- kvæmdastjóri McLaren-liðsins í Formúlul, segir að stjórn keppn- innar leyfi Michael Schumacher að komast upp með meira en aðrir ökumenn. Flann geri hluti, sem aðrir fengju ekki að gera. Dennis gagnrýnir helst ökulag Schumacher í upphafi keppni sem hann segir oft vera ansi vafasamt, sérstaklega þegar komið er að fyrstu beygjunni eftir startið. Hann segir að Ayrton Senna heit- inn hafi einnig alltaf fengið að njóta vafans á sínum tíma. „Ég styð ekki svona mismunun en ég skil hana,“ sagði Dennis. „Ég hef ekkert á móti Michael en maður spyr sig að því hvort ekki sé alltof mikil virðing borin fyrir honum." ■ „Þetta er fínt en ég veit ekki hvort ég verð rík“ Margrét R. Olafsdóttir hefur leikið með Philadelphia Charge í bandarísku atvinnumannadeild- inni í knattspyrnu í sumar. Liðið leikur í undanúrslitum keppninnar um helgina en Margrét ákvað að leika frekar með landsliðinu gegn Rússum á morgun. knattspyrna Margrét R. Ólafs- dóttir er nú í þann mund að ljúka sínu fyrsta tímabili með banda- ríska atvinnumannaliðinu Phila- delphia Charge, en þar hefur hún leikið í sumar ásamt Rakel Ög- mundsdóttur. Charge hafnaði í fjórða sæti deildarinnar og vann sér þar með sæti í undanúrslitum, þar sem liðið leikur gegn Atlanta Beat, sem hafnaði í efsta sæti deildarinnar. Undanúrslitaleikur- inn verður um helgina, en í stað þess að taka þátt í honum ákvað Margrét að koma heim og leika með landsliðinu gegn Rússum á morgun. Rakel ákvað hins vegar að leika með Charge. „í rauninni var það bara mitt að ákveða hvort ég kæmi eða ekki,“ sagði Margrét, sem verður fyrirliði í leiknum á morgun. „Að sjálfsögðu var það erfitt, en landslið er landslið og ég tók þá ákvörðun að lokum að koma hing- að.“ Margrét sagði að þjálfari Charge hefði ekki sett neina pres- su sig, heldur hefði hann sagt að þetta væri alfarið undir henni komið og að hann myndi virða ákvörðun hennar, þar sem lands- leikir væru alltaf mjög sérstakir. Margrét sagðist vera mjög ánægð með dvölina úti í Banda- ríkjunum. Sérstaklega það hver- su mörg tækifæri hún hefði feng- ið með byrjunarliðinu í upphafi leiktíðar, en hún byrjaði inni á í fyrstu átta leikjunum. „Það eru tuttugu góðar stelpur í liðinu og barátta á hverri ein- ustu æfingu um að komast í 16 manna hóp. Ég held ég hafi feng- ið mikla reynslu út úr þessu og bætt mig að einhverju leiti. Þetta hefur verið gífurlega gaman.“ Margrét sagðist telja að mögu- leikar Charge á að komast í úr- slitaleikinn væru ágætir. „Við erum að spila á móti Atl- anta sem við höfðum þrisvar leik- ið gegn í sumar. Við höfum gert tvö jafntefli og tapað einum leik fyrir þeim. Þær eru með mjög sterkt lið eins og öll fjögur efstu liðin. Ég er að vonast náttúrlega til þess að við komumst í úrslit þannig að ég geti tekið þátt í úr- slitaleiknum, sem fer fram 25. ágúst.“ Umgjörð bandarísku deildar- innar er mjög góð og um 5.000 til 10.000 áhorfendur mæta á leiki liðanna. „Þetta er allt annað en hérna heima. Áhuginn þarna úti er al- veg gífurlega mikill og það er mikil lífsreynsla að vera þarna úti og sjá þetta allt saman og verða vitni að því sem er að ger- ast þarna.“ Margrét sagði að áhuginn í Philadelphia væri mjög mikill og að liðið fengi alltaf góðan stuðn- ing frá áhorfendum. Þegar hún var spurð að því hvort hún væri orðið þekkt andlit sagði hún að það væri ótrúlegt hvað margir þekktu hana. „Áhorfendur virðast þekkja alla í liðinu og þeir vita jafnvel heilmikið um mann.“ Margrét gerði eins árs samn- ing við Charge, en hún sagðist fastlega gera ráð fyrir því að hún yrði áfram hjá liðinu. Tímabilinu íyki 25. ágúst, eins og áður sagði, og að undirbúningstímabilið hæf- ist síðan í febrúar og ný deildar- keppni í maí. Hún sagðist hins vegar ekki hafa rætt formlega við þjálfarann um áframhaldandi veru sína hjá liðinu. „Hann spurði mig að vísu að því í sumar hver væri mín stefna og hvað ég héldi um mitt fram- ÞJÁLFARINN OG FYRIRLIÐINN Jörundur Áki Sveinsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, er eflaust ánægður með þá ákvörðun Margrétar Ólafsdóttur að leika frekar með landsliðinu gegn Rússum en Philadelphia Charge gegn Atlanta Beat.. hald og ég gaf honum það bara í skyn að ég hefði áhuga á að vera þarna áfram. Eitt ár er bara ekki nóg finnst mér. Ef ég verð ekki áfram hjá Charge held ég að það sé alveg möguleiki á því að ég komist að hjá öðru liði.“ Aðspurð vildi Margrét ekki tjá sig mikið um það hvort það væru miklir peningar spilinu í banda- rísku atvinnumannadeildinni. „Ég veit ekki hvort ég sé að verða rík en þetta er mjög fínt. Það er hægt að segja að þetta sé eins og góð vinna hérna heima og síðan er ég að gera það það sem mér þykir skemmtilegt." trausti@frettabladid.is" Ísland-Rússland í undankeppni HM 2003: Fimm nýliðar í liðinu knattspyrna íslenska kvenna- landsliðið í knattspyrnu leikur sinn fyrsta leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knatt- spyrnu, sem fer fram í Kína árið 2003, gegn Rússlandi á KR-vellin- um á morgun kl. 14. íslendingar leika í 3. riðli en auk þeirra og Rússa eru ítalir og Spánverjar í riðlinum. Jörundur Ákason, þjálfari ís- lenska liðsins, sagðist búast við erfiðum leik, þar sem Rússarnir væru með gríðarlega sterkt lið. ísland hefur þrisvar leikið gegn Rússlandi, tapað tvisvar en einu sinni náð jafntefli. Að sögn Jör- undar er mikið um meiðsli í her- búðum íslenska liðsins og því eru 5 nýliðar í hópnum, þær Erna B. Sigurðardóttir og Eva S. Guð- björnsdóttir úr Breiðabliki, Katrín H. Jónsdóttir og Laufey Jó- hannsdóttir úr Val, og Elín Jóna Þorsteinsdóttir úr KR. ísland leikur tvo leiki í viðbót á þessu ári. Gegn ítölum á heima- velli þann 8. september og gegn Spánverjum á útivelli þann 30. september. Riðlar 1 til 4 í undankeppni HM eru skipaðir liðum í efri styrk- leikaflokki Knattspyrnusambands Evrópu. Sigurvegararnir fara beint í úrslitakeppnina í Kína, en liðin í 2. sæti leika aukaleiki um eitt laust sæti í úrslitakeppninni. Liðin sem enda í neðstu sætunum leika síðan aukaleiki um fall í neðri styrkleikaflokk. ■ NÝTT MÓT (sland leikur sinn fyrsta leik í undankeppni HM í knattspyrnu gegn Rússum. Liðin hafa þrisvar mæst. Tveimur leikjanna lauk með tapi, en einum með jafntefli.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.