Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.08.2001, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 17.08.2001, Qupperneq 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR BESTA PLflTAN RACNAR KJARTANSSON myndlistarmaður í stofunni hjá Rubin „Það hefur enginn loðað jafn lengi við mig og Johnny Cash. Hann er eini mað- urinn i heiminum sem ég ber virðingu fyrir. Ég var að keyra um landið og tók 16 Cash diska með. Best ér American Recordings trílógían, sem Rick Rubin tók nýlega upp. Ég mæli með henni, þá sérstaklega fyrsta hlutanum. Þar er Cash upp á sitt besta, með kassagítar- inn í stofunni hjá Rubin." ■ DAUÐI YFIR HUNDA! Hinn valdasjúki persneski köttur, Mr. Ting- les, brýtur vopnahléð, sem kettir og hund- ar höfðu gert með sér, og hyggst leiða sína tegund til heimsyfirráða. Kettir og hundar frumsýnd: Gereyðingar- stríð í stofunni KVIKMYNPIR Kettir og hundar fjallar um gereyðingastríð milli katta og hunda, sem hefur verið í gangi frá örófi alda að mönnunum óaðvit- andi. Jeff Goldblum leikur prófess- or, sem er að vinna að lyfi gegn hundaofnæmi. Neðanjarðarsamtök katta koma sér upp miðstöð ger- eyðingarstríðsins á heimili hans og konunnar hans, sem Elizabeth Perkins leikur. Sá eini sem getur bjargað bæði hundum og mönnum er litli hvolpurinn Beagle. Leikstjórinn Lawrence Guterm- an er hámenntaður, bæði í eðlis- fræði, hreyfimynda- og kvik- myndagerð. Hans fyrsta verkefni var að leikstýra nokkrum senum í Antz og fljótlega eftir það fór hann að undirbúa Cats & Dogs. Ákveðið var að gera myndina sambland af tölvubrellum og venjulegum leik, með áherslu á að allt væri sem raunverulegast. Það tók tvö og hálft ár að gera myndina. Fjöldi leikara kom að ensku tal- setningu myndarinnar, en hún er að sjálfsögðu einnig sýnd hér á ís- lensku. Þar má nefna Tobey Maguire, Alec Baldwin, Sean Hayes, Susan Sarandon, Michael Clarke Duncan, Jon Lovitz og Charlton Heston. Myndin er sýnd í Bíóhöllinni, Kringlubíó, Háskóla- bíó og Nýjubíóum í Keflavík og Ak- ureyri. ■ www. krakkabonki. is / r r r HASKOLABIO Sam Neill Wílliam H. Macy Téa Leoni Þar sem allir salir eru stórir ALLT A FULLT EFTIR KEPPNINA Jörgen Olsen, 51 árs, og Niels „Noller" Olsen, 47 ára. Myndin er tekin á Tenerife. „Við fórum þangað til að fá hita, sól og smáslökun eftir hasar síðasta árs," segir Jörgen. Olsen bræður á skýi Hinir geðþekku Danir Olsen bræður halda tvenna tónleika á Broad- way um helgina. Vinsældir í kjölfar Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva eru ennþá blússandi. tónleikar Síðan Olsen bræður unnu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra með lag- inu Wings Of Love hafa vinsæld- ir þeirra stóraukist og samnefnd plata selst mikið út um alla Evr- ópu. Þeir gáfu út nýja plötu í vor, Walk Right Back, og eru búnir að vera á tónleikaferðalagi í sumar að kynna hana. „Það var ótrúlegt að vinna keppnina, við þutum upp á him- inhvolfið eins og eldflaug. Við bjuggumst alls ekki við þessu, vorum ánægðir að fá að taka þátt. Tveir gamlir gaurar sem höfðu bara gaman að þessu. Veð- bankarnir sögðu líkurnar á því að við myndum vinna vera 100 á móti einum. Þess vegna græddu margir vina okkar fullt af pen- ing. Danska Lottóið tapaði mikl- um upphæðum vegna þess að Danir veðjuðu auðvitað á okkur.“ Bræðurnir áttu eftir að undr- ast enn meira. Þó fordæmin séu mörg er það ekki sjálfgefið að slá í gegn eftir sigur í keppninni. „Þetta kom okkur í opna skjöldu. Við fórum strax ofarlega á vin- sældarlista í níu Evrópulöndum og erum ennþá í góðum málum.“ Á eftir Broadway spila þeir í Kreml í Moskvu. Síðan tekur m.a. við St. Pétursborg, Singapo- ur, Þýskaland og Svíþjóð. Olsen bræður eru búnir að vera í bransanum frá 1962. „Fyrstu stóru tónleikarnir voru þegar við hituðum upp fyrir The Kinks ‘65. Við slógum í gegn 1971. Þá lékum við báðir í söng- leiknum Hárinu með Eddie Skoller. í kjölfarið fengum við fyrsta plötusamninginn og fór- um til London til að taka upp. Þar unnum við með Peter Knight, upptökustjóra Moody Blues. Úr krafsinu varð fyrsta danska plat- an sem seldist í fleiri en 100 þús- und eintökum. Þetta var rosa- legt. Við vorum algjör poppgoð, keyrðum í eðalvögnum og stelp- urnar öskruðu af aðdáun,“ segir Jörgen og hlær. Bræðrunum skaut aftur upp á yfirborðið í byrjun níunda ára- tugarins. Þá náði lagið Marie Marie miklum vinsældum í Þýskalandi og allri Skandinavíu. Þjóðverjar hafa ekki gleymt þessu því þeir njóta enn mikilla vinsælda í Þýskalandi. „Við höf- um alltaf sungið tvíraddað á ensku vegna þess að breskar hljómsveitir sjöunda áratugar- ins veittu okkur fyrst innblástur. í Þýskalandi syngjum við hins- vegar á þýsku. Útgáfufyrirtækið okkar, EMI, sá til þess að við tök- um upp plötu á þýsku á næst- unni.“ Bræðurnir hafa aldrei áður komið til íslands en hlakkar til. „Við spiluðum að vísu í Færeyj- um um daginn. Það er nú ekki langt á milli ykkar. Það var gam- an, sveitin æðisleg og fólkið skemmtilegt. Annars erum við ánægðir með að spila á tvennum tónleikum á Broadway. Þetta er langt ferðalag þannig að það er um að gera að nýta ferðina." halldor@frettabladid.is Forsýning kl. 12 IBLINKANDE LYGTER kl. 5.45,8 o* 10.151 JCATS AND DOGS m/ensku tali 6,8, 10 og 12.151 THE VIRGIN SUICIDE kl. 6 og 101 IbRIDCETJONES'S DIARY kl. 6, 8, 10 og 12| fflLL SAMMANS Íd 8 j Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 vrr 258 IJURASSIC PARK III_______kl. 4,6,8 og lol;u" jSHREK m/íslensku tali kl. 4 og6i v" |BRIDGET jones DIARIES kl.4,6,8og,0|^l [SHREK m/ensku tali kl. 4.6.8 og 101 R’ýj fPEARL HARBÖR ' FRÉTTIR AF FÓLKll Amerísk bók sem var nýlega gefin út og fjallar um ástar- líf William jjrins greinir illa frá og er algjörlega fyrirliteg sam- kvæmt yfirlýs- ingu úr St. Jámes’s höll. The New York Post birti grein á þriðjudag með fyrirsögninni „Glaumgosinn William er kynlífsvél: bók“. Þar er fjallað um bókina' „Strákarnir hennar Díönu: William og Harry og móðirin sem þeir elskuðu“, sem er eftir Christopher Ander- sen. í bókinni er sagt að William, sem er 19 ára, hafi nú þegar öðl- ast orðstír sem „eins manns jarðýta meðal stúlknanna" og að hann hafi verið duglegur við að hoppa úr einu rúmi í annað þær vikur sem hann vann sjálfboða- starf í Chile á síðasta ári. Skrif- stofa föður hans, Karls prins, í St. James’s höll þar sem allir feðgarnir búa, brást fljótt og reiðilega við útgáfunni. Hún sagði bókina innihalda hlægileg- ar ásakanir. Smáatriði hennar hafa ekki enn komist í fyrirsagn- ir breskra dagblaða og útgefand- inn í New York segir það ekki á döfinni að gefa hana út í Bret- landi. Mikið getur það verið pirr- andi þegar fólk lendir á snekkjunni manns fyrir slysni. Tískukóngurinn Valentino veit það manna best. Hafnarlögreglan í Ibiza fékk upp- hringingu frá honum um helg- ina þar sem hann kvartaði sáran undan því að ókunnug þyrla lækkaði flugið óþægilega nálægt snekkjunni hans og gerði sig líklega til að lenda á þilfarinu. Hann róaðist þó niður þegar það kom í ljós að allt var þetta misskilningur. Flugmaður þyrlunnar er erfingi Barilla pasta auðæfanna og rugl- aðist á snekkju Valentino og snekkju vinar síns Massimo Gatti, sem er ítalskur auðjöfur. „Þær eru líkar ... úr lofti,“ út- skýrði pastaflugmaðurinn skömmustulega. NABBI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.