Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 18

Fréttablaðið - 17.08.2001, Side 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR HVER ER TILCANGUR LÍFSINS? Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi Tilgangur lífsins er að vera betri maður í dag en i gær. Gallerí Sævars Karls: Óður til frelsisins MYNDiisT Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari opnar í dag sýningu í Galleríi Sævars Karls í Banka- stræti. Verkin á sýningunni eru öll ný af nálinni. Inntak sýningarinnar er óður til frelsisins og er í verkun- um að finna ákveðnar hugmyndir um þörf mannsins til að fljúga bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu. Verkin eru þó fyrst og fremst til að njóta og upplifa á eigin for- sendum. Verk Steinunnar er að finna á söfnum bæði hér heima og erlendis en hún hefur starfað að myndlist í rúma tvo áratugi og sýnt víða um heim á undanförnum árum. Á næst- unni verða settar upp höggmyndir eftir Steinunni í nýjum högg- myndagörðum í Bandaríkjunum. Annar þeirra er í Kaliforníu og hinn í Texas. Garðarnir eru báðir í eigu þekkts listaverkasafnara og opnir almenningi. Sýningin stendur til 30.ágúst. ■ Flugslysið Skerjafirði. Söfnunarsímar Ef hringt er í eftirtalin númer gjaldfærist af reikningi símans, sem hringt er úr, sem hér segir: Sími 907 2007 - 1.000,-kr Sími 907 2008 - 2.000,- kr Sími 907 2009 - 5.000,- kr Bankar. er no. 1175-05-409940 Er skammturinn búinn? Hafðu samband við mig ef þig vantar vörur. Kjartan Sverrisson, sjálfstæður Herbalife dreifingaraðili simi 897 2099 Menningarnóttin mín: Andinn og stemningin skipta mestu MENNiNCflRHÁTip „Það er þrautin þyn- gri að velja og hafna,“ segir Kristín A. Árnadóttir framkvæmdastjóri Þróunar og fjölskyldusviðs Reykja- víkurborgar. „Upplesturinn á Súfist- anum er orðinn fastur punktur hjá mér. Kór íslensku óperunnar ásamt Jóhanni Friðgeiri Valdimarssyni og Sigrúnu Pálmadóttir finnst mér mjög spennandi ásamt samsöngnum sem fylgir í kjölfarið." Hornfirðingar eru gestir menning- arnætur í ár. „Mér er afar hlýtt til þeirra og ætla að mæta á dagskrá þeirra klukkan 14 í Ráðhúsinu." Kristín hefur komið nálægt MEÐ FRÁ UPPHAFI Krístín A. Árna- dóttir merkir við það sem hún vill alls ekki missa af. og stemningin ingarnótt." ■ menningarnóttinni frá upphafi og seg- ist merkja við það sem hún vilji alls ekki missa af, en láti svo hitt ráðast. „Jafnvel þótt mað- ur hafi kynnt sér dagskrána vel, þá er alltaf svo margt sem kemur manni á óvart. Það sem skiptir svo mestu er auðvitað andinn sem alltaf er á menn- Menningamóttin mín: Hárin rísa undir regnhlífinni mennincarhátíð „Ég et’ að hugsa um að hefja Menningarnóttina á því að láta hárin rísa undir regn- hlífinni og horfa ásamt fjöl- skyldu á áhættuatriði heims- þekkts fjöllistamanns," segir Sif Gunnarsdóttir aðstoðarforstöðu- maður menningarmiðstöðvarinn- ar Gerðubergs. Hún segir að í þetta sinn höfði tónlistaratriðin sterkt til sín. „Næst ætla ég að fara á rímnaflæðikeppni á Ing- ólfstorgi enda rímurnar það sem koma skal. Þar á eftir ætla ég að fara á stofutónleika hjá Önnu Pálínu og Aðalsteini. Sif segir að þegar líði á kvöldið verði hún ekki eins skipulögð. „Mig langar hins vegar að hitta Kára Túliníus og kaupa af hon- um ljóð. Svo lang- ar mig líka til að sjá og heyra kór íslensku óperunn- ar sem ég missti af í fyrra og taka þátt í samsöngn- um með þeim. Svo ætla ég ekki að missa af ásláttar- hópnum Böndu sem ég hef séð áður og er æðis- legur. Það ætti enginn að missa af því. Svo endar maöur þetta að sjálfsögðu með flugeldasýning- unni.“ ■ LANGAR AÐ KAUPA LJÓÐ Sif Gunnarsdóttir nýtur Menningar- nætur með og án regnhlífar. Vesturport við Vesturgötu: Frumsýning í nýju leikhúsi LEIKARAR í DISKÓPAKKI Nanna Kristín Magnúsdóttir og Víkingur Kristjánsson fara með hlutverkin tvö í Diskópakki leikhús Vesturport nefnist nýtt leikhús á horni Vesturgötu og Norðurstígs sem tekur til starfa á morgun. Að baki Vesturporti stendur ungt leikhúsfólk, leikar- ar, sviðsmyndahönnuðir, ljósa- hönnuðir, tónlistarfólk og hljóð- maður. „Þetta verður mikið menningar- og listahús," segir Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona. „Kannski aðallega fyr- ir okkur, til að þroska okkur sem listamenn. Innan þessarar vegg- ja getum við prófað okkur áfram á annan hátt en við mundum gera á opinberum vettvangi." Aðstandendur Vesturports eru flestir í annarri vinnu þannig að nýja leikhúsið er tómstunda- vettvangur þeirra. „Margir leik- arar eiga hesta og eru á kafi í því en við erum greinilega svona takmörkuð að hobbíið okkar er bara meiri leiklist og öðruvísi leiklist," segir Nanna Kristín sem er fastráðin leikari við Þjóð- leikhúsið. Við opnun Vesturports verður frumsýnt leikritið Diskópakk eftir írska leikskáldið Enda Walsh en aðrar sýningar eru ekki komnar á dagskrá leikhúss- ins. Leikarar í Diskópakki eru Nanna Kristín og Víkingur Kristjánsson. Leikstjóri verks- ins er Egill Heiðar Anton Páls- son en dramatúrg sýningarinnar er Magnús Þór Þorbergsson, ljósahönnuður er Björn Krist- jánsson og Árni E. er DJ sýning- arinnar. Karl Ágúst Úlfsson þýddi verkið. Leikritið er skrifað árið 1996 og fjallar um tvo unglinga sem eru að halda upp á 17 ára afmæl- ið sitt. „Þetta eru krakkar sem hafa þekkst frá fæðingu og hafa lifað sínu lífi saman frá því að þau muna eftir sér. Strax á ung- um aldri tengjast þau sérkenni- legum vinaböndum og búa til sinn eigin heim sem lýtur þeirra lögmálum," segir Víkingur. „Þau líta á umhverfið og fólk í kring- um sig á mjög kaldhæðinn hátt og kannski sannan,“ heldur hann áfram. „Unglingar eru mjög hreinskilnir og segja hlutina ná- kvæmlega eins og þeir eru, hvort sem það er gott eða vont,“ segir Nanna Kristín. „Þetta er leikrit sem ber allar klisjurnar sem sagðar eru um leikrit," seg- ir Víkingur að lokum. Uppselt er á frumsýningu Diskópakks á morgun kl. 18 en leikritið verður sýnt aftur kl. 21. Það verður svo sýnt öll kvöld nema mánudaga kl. 20 fram til 6. september. steinunn@frettabladid.is FÖSTUDACURINN 17. AGUST LEIKHÚS____________________________ 20.00 Stórsöngleikurinn Wake Me Up eftir Hallgrim Helgason er sýndur í Borgarleikhúsinu i kvöld. 20.30 Söngleikurinn Hedwig er sýndur í Loftkastalanum i kvöld. Aðalhlut- verkið er í höndum Björgvins Franz Gíslasonar en Magnús Geir Þórðarson leikstýrir sýningunni. Höfundur er John Cameron Mitchell. 20.30 Light Nights í Iðnó í kvöld. Sýning- in er flutt á ensku. SKEMMTANIR_________________________ Snillingarnir verða i góðum gír á Kaffi Reykjavík í kvöld. I kvöld leikur Á móti sól á Gauki á Stöng. SÝNINGAR___________________________ Forn tré í Eistlandi er yfirskrift sýningar á Ijósmyndum sem eistneski Ijósmynd- arinn Hendrik Relve hefur tekið. I Nor- ræna húsinu eru 18 Ijósmyndir til sýnis í anddyri hússins. Sýningin er sett upp í tengslum við Menningarhátíð Eystra- saltsríkjanna á Norðurlöndum sem stendur yfir frá 1. september til 1. nóv- ember 2001. Sýningin er opin daglega kl. 9 til 17, nema sunnudaga kl. 12 til 17. Sýningin stendur til 23. september. Hans Malmberg, en hann var á sinni tíð í hópi fremstu blaðaljósmyndara Svía. Ljósmyndasýningin fsland 1951 sýnir ís- lendinga við leik og störf jafnt í sveit sem í borg á árunum 1947-1951. Sýn- ingin er í samvinnu Hafnarborgar og Þjóðminjasafns (slands og er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17. Sýningin stendur til 27.ágúst MYNDLIST___________________________ Myndlistarmaðurinn Díana Hrafnsdóttir hefur opnað sýningu á verkum sínum í Selinu, Galleri Reykjavík, Óðinsgötu- megin. Díana sýnir tréristur sem unnar eru á þessu ári og ber sýningin yfirskrift- ina Undir niðri. Sýningin er opin frá kl. 13 til 18 virka daga og kl. 13 til 16 laug- ardaga. Á menningarnótt verður sýning- in opin til miðnættis. Sýningin stendur til 25. ágúst 2001. Margrét Reykdal sýnir málverk f Sverrissal Hafnarborgar, menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, sýning á málverkum Margrétar Reykdal. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga og hún stendur til 27. ágúst. í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6 standa Ljósálfar fyrir Ijósmyndasýningunni Ljós og skuggar. Myndirnar á sýningunni voru allar teknar í sumar í Skuggahverf- inu í Reykjavík. Ljósálfar eru Einar Óli Einarsson, Friðrik Þorsteinsson, Lars Björk, Svavar G. Jónsson og Vilmundur Kristjánsson. Sýningunni lýkur 26. ágúst [ Gula húsinu stendur myndlistarsýning Maríu Pétursdóttur, Gula húsinu tjald- að. Sýningin er innsetning með hljóði en verkið byggir á viðtölum við þrjár kynslóðir fólks sem þekkja sögu hússins eða hafa dvalið þar. Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga frá kl. 14.00 til 18.00 og stendur til 24. ágúst. Max Cole sýnir nú í i8gallerí. Myndir hennar byggjast á láréttum línum sem myndaðar eru með smágerðum lóðrétt- um hreyfingum. Samspil láréttra forma og einsleitra litaflata mynda taktfastan samhljóm. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. september. Thomas Ruppel sýnir i neðra rými i8gallerí. Sýningin er opin alla daga nema sunnudaga og mánudaga frá kl. 13 til 17 og lýkur henni 15. septem- ber. Á Sjóminjasafni fslands í Hafnarfirði stendur nú sýning grænlenska listamanns- ins Johannesar Kreutzmann. Hann sýnir málaðar tréskurðarmyndir. Sýningin er opin milli kl. 13 og 17 og lýkur 2. september. Birtan í rökkrinu nefnist sýning Huldu Vilhjálmsdóttur í Gallerí Horninu í Hafnarstræti. Sýningin stendur til 9. september. Ungur Norðmaður, Stian Rönning, sýnir nú í Gallerí Geysi við Ingólfstorg. Sýning- in hefur yfirskriftina Sérð Þú það sem Ég sé. Hann sýnir Ijósmyndir sem eru teknar á Thailandi, Laos, Noregi og Island á árunum 1999 til 2001. Sýningin stendur til loka ágúst. Þóra Sigurþórsdóttir leirlistarkona sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að Lauga- vegi 20b. Islenskar þjóðsögur og ævintýri er þema sumarsýningar Safns Ásgríms Jónssonar við Bergsstaðastræti 74 í Reykjavík. Á sýningunni eru margar af frægustu þjóðsagnamyndum lista- mannsins og þar má sjá vinnustofu, heimili og innbú hans. Sýningin stend- ur til 1. september. Opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30 til 16.00. Yfirlitssýning Errósafnsins stendur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Sýn- ingin er opin alla daga kl. 10 til 17 en til kl. 19 á miðvikudögum. Hún stendur til 7. október. Stórdansleikur með Hilmari og Pétri á CATALINU Hamraborg 11, Kópavogi Föstudags- og laugardagskvöld Örleikrit á Menningarnótt: Leikið undir berum himni leikhús Á Menningarnótt í Reykjavík verður útileikhús í Öskjuhlíðinni. Það er Leikfélagið Sýnir sem flytur örleikrit eftir félagsmenn. Þetta er hópur fólks sem starfað hefur í áhugaleikfélögum víða um land, eins konar sérsveit í heimi áhuga- leikfélaganna. Fólk sem er burðarás sinna leikfélaga. „Þessi hópur er af- sprengi Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga,“ segir Hrund Ólafsdóttir, félagi í hópnum og höf- undur eins leikritanna. Hópurinn sýndi í Öskjuhlíðinni í vor og hélt því næst í leikför út á land. „Við erum 18 manns í leik- hópnum og við tókum fjölskylduna með, vorum í tjöldum og upplifðum okkur svona eins og alvöru farand- leikhóp." Hrund segir að sýning- unni hafi verið feikilega vel tekið. „Við fengum sérstaklega hlýlegar móttökur í Hrísey og þar fundum við hvað fólk var ánægt með að við skyldum koma til þeirra." Örleikritin eru sjö talsins eftir sex höfunda og eru sjö mismunandi leikstjórar að þeim. Alls standa 30 manns að sýningunni sem er klukk- an 16 á laugardag við tankasár hers- Á BEKK f ÖSKJUHLÍÐINNI Leikfélagið Sýnir bregður á leik í sjö örleik- ritum I Öskjuhlíðinni í tilefni að menning- arnótt í Reykjavík. ins í Öskjuhlíð. Auðveldast er að aka frá Loftleiðahótelinu í átt að Nauthólsvík og leggja á bílastæðið við Flugvallarveginn. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.