Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 22

Fréttablaðið - 17.08.2001, Síða 22
22 FRETTABLAÐIÐ 17. ágúst 2001 FÖSTUPAGUtt HRADSOÐIÐ ÁGÚST ÞORSTEINSSON, framkvæmdastjóri Þrjú þúsund í Reykjavíkur- maraþoni HVAÐ búist þið við mörgum þátttak- endum í Reykjavíkurmaraþoninu? Við búumst við því að um 3.000 manns taki þátt þegar allt er talið. Um 200 manns taka þátt í maraþon- inu en langflestir taka þátt í skemmtiskokkinu. Þar tekur jafnvel öll fjölskyldan þátt. HVERNIG hefur undirbúningurinn gengið? Þetta er allt að smella saman. Á föstudagskvöld [í kvöld] verðum við með pastaveislu í Laugardagshöll og þá lýkur skráningu í Reykjavíkur- maraþonið. Reynsla okkar er sú að flestir íslendingar skrá sig þá. Þar verða þátttakendum einnig afhent gögn fyrir hlaupið. HVERSU margir útlendingar koma til landsins til að taka þátt? Það hafa um 400 manns skráð sig og hafa þeir aldrei verið fleiri. í fyrra voru þeir um 300 þannig að fjölgun- in er töluverð. Þessi fjölgun hlýtur að sýna að Reykjavíkurmaraþonið hafi fest sig rækilega í sessi. Þess má geta að þrír Kenýubúar munu taka þátt í maraþoninu, einn í hálfmaraþoni og tveir í maraþoni. Þeir eru boðsgestir okkar í ár. HVAÐ hefur Reykjavikurmaraþon ver- ið haldið í mörg ár? Þetta er í átjánda sinn sem Reykja- víkurmaraþon fer fram. í ár verður maraþonið haldið í annað sinn á sama degi og Menningarnótt. ERU einhverjar breytingar í ár? í ár hefur hlaupaleið maraþonsins verið breytt og hálfmaraþoninu að hluta til. Skemmtiskokkið verður hins vegar á sömu slóðum og áður. Eins og fyrr fylgist lögreglan með því að allt gangi vel auk þess sem hjálparsveit og læknar verða á staðn- um ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. HVENÆR hefst hlaupið? Maraþonið verður ræst af stað klukk- an ellefu af Ingibjörgu Sólrúnu Gísla- dóttur, borgarstjóranum í Reykjavík. Klukkan tólf verður 3 km og 7 km hlaupið ræst, klukkan 12:10 hálf- maraþon, tíu km hlaup og línuskauta- hlaupið. Lagt verður upp frá Lækjar- götu og þar lýkur hlaupinu einnig. Ágúst Þorsteinsson er framkvæmdastjóri Reykjavíkurmaraþons. Auk þess að skipuleggja það sér hann um Laugavegshlaupið og fleiri langhlaup hér á landi. Bandaríkin: A1 Gore breytir um stíl nashville. ap. A1 Gore, varafor- seti Bandaríkjanna í tíð Bills Clintons, hefur breytt um stíl í útliti síðan hann lét af embætti. Gore skartaði alskeggi þegar hann mætti til fundar á dögun- um með ungu fólki í Vanderbilt- háskólanum í Nashville í Tennisee. Gore var ávallt rakað- ur og tilhafður í varaforsetatíð sinni. Nokkrum mánuðum eftir að hann tapaði forsetakosning- | FRÉTTIR AF FÓLKlj Það hefur ekki farið fram hjá neinum að Menningarnótt er framundan en undirbúningur hennar er nú í fullum gangi. Finnski áhættuleikarinn Iiro er kominn til landsins og er búinn að kíkja á aðstæður á Hafnar- bakkanum. Þar mun hann flytja áhættuatriði klukkan sjö á Menn- ingarnótt, sem að sögn kunnugra er alveg magnað. Gallerí og söfn eru opin á Menningarnótt nú sem endranær. Myndlistamaðurinn Wfíxtr;; Pétur Gautur heldur eins og t *JL- ingu á Menning- , '^f’ % arnótt. Gestir og _... . I rekið inn nefið og 1 skoðað málverk Péturs Gauts og spjallað við lista- manninn. Undanfarin ár hefur verið mjög góð stemming hjá Pétri Gaut og ekki við öðru að bú- ast í ár. Nokkrir listamenn munu troða upp á vinnustofunni, sem er á horni Niálsgötu og Snorra- brautar. Alfheiður Hanna Frið- riksdóttir söngkona syngur við undirleik Steingríms Þórhallsson- ar, Einar Örn Gunnarsson rithöf- undur les úr verkum sínum og Bjarni Bjarnason sömuleiðis. Ahugasamir um sjónlistir hafa úr nógu að velja á morgun. Fyrir utan gallerí, söfn og vinnu- stofur listamanna, verða gluggar við Laugaveg lagðir undir myndlist. Gallerí Hlemmur hefur haft umsjón um það að boðið verður upp á öðruvísi útstill- ingar í nokkrum gluggum við Laugaveg. í glugga hárgreiðslu- stofunnar Rauðhettu og úlfsins verður og sýnt verk um ferðir halastjörnustúlkunnar. Stúlkan sú á erfitt með svefn, sem er við- eigandi á Menningarnótt, þegar fáir fara snemma í háttinn. Verkið sem er unnið af Sigur- björgu Þrastardóttur, Jean-Marie Babonneau og Ómari Sverriss- syni Næturhrafnar hafa úr ýmsu að velja á Menningarnótt en nokkrum böllum verður slegið upp út um bæinn. Magga Stína og Hringir verða í Þjóðleikhúskjall- aranum og hljómsveitin í svörtum fötum heldur uppi fjörinu í Iðnó. Karl Bretaprins: A leið í hnapphelduna? NÝTT ÚTLIT Al Gore með skegg. unum bárust af því fregnir að hann hefði bætt á sig mörgum kílóum. Kílóin eru kannski fokin en skeggið er komið í staðinn. ■ kóngafólk. Karl Bretaprins og Camilla Parker-Bowles eru á leið upp að altarinu ef marka má grein breska blaðamannsins Peter Oborne í breska tímaritinu The Spectator. í greininni, sem Oborne segir að hann mikil rannsókn liggi á bak við kemur fram að Elísabet drottning hafi þeg- ar veitt Karli blessun sína, með sem- ingi þó. Talsmenn konungshallarinn- ar báru fréttina til baka í samtali við BBC í gær. í frétt BBC af málinu segir einnig að miklar vangaveltur séu um það innan konungsfjölskyld- unnar hvaða titil Parker-Bowles komi til með að bera. Öruggt sé að það verði a.m.k. ekki prinsessan af Wales því það væri óvirðing við minningu Díönu prinsessu. ■ MÁ ÉG GIFTA MIC MAMMA? Karl Bretaprins og móðir hans, Elísabet drottning, stinga saman nefjum. Hornfirsk brot af því besta Hornfirðingar eru sérstakir gestir Menningarnætur í ár. Þeir bjóða íbúum höfuðborgarsvæðisins upp á sýnishorn hornfirskrar menningar og náttúru í tilefni dagsins. HORNFIRÐINGAR ÆTLA AÐ FJÖLMENNA „Það verður varla þverfótað fyrir Hornfirðingum í bænum," segir Gísli sem hér er ásamt Ingu Jónsdóttur, formanni menningarmálanefndar Hornafjarðar. MENNINGARNÓTT „Við ætlum að flytja til Reykjavíkur úrval af því besta sem til er fyrir austan, bæði í menningu og í náttúru," segir Gísli Sverrir Arnason, for- stöðumaður Menningarmiðstöðv- ar Hornafjarðar. „Það er náttúru- lega Vatnajökull sem setur mest- an svip á Hornafjörð og við ætl- um að flytja brot af honum til Reykjavíkur. Nánar tiltekið ætl- um við að veiða tíu tonna ísstykki upp úr Jökulsárlóninu. Það verð- ur flutt til Reykjavíkur aðfara- nótt laugardags og komið fyrir í litlu tilbúnu tjörninni við Ráðhús Reykjavíkur." Skýring tilstandsins er sú að Hornfirðingar hafa verið valdir sérstakir gestir Menningarnætur í ár og í tilefni af því bjóða þeir upp á skemmtidagsskrá í Ráð- húsi Reykjavíkur og víðar á Menningarnótt. Jökulstykkið verður afhjúpað kl. ellefu en formleg dagsskrá Hornfirðinga hefst kl. tvö. „Með- al efnis verður söngur karlakórs- ins Jökuls, sem m.a. mun syngja lög við texta Þórbergs Þórðars- sonar, sem ættaður er úr hérað- inu. Inn í þetta verður fléttað upplestri úr verkum Þórbergs. Klukkan fjögur verður svo opnuð sýning á verkum Svavars Guðna- sonar, sem eru í eigu Hornfirð- inga, í Grófarhúsinu við Tryggvagötu. Við viljum minna á þessa tvo risa í íslenskri menn- ingarsögu sem eiga rætur sínar að rekja í héraðið." Stórbrotin náttúra Horna- fjarðar verður einnig í brennid- epli í Ráðhúsinu, myndband um Vatnajökul verður sýnt og nátt- úrugripir. „Síðan ætlum við að sprella aðeins með söguna. Ingólfur Arnarson, landnámsmaður og Hrollaugur Rögnvaldsson, land- námsmaður í Hornafirði verða á ferðinni um bæinn og ætla að kynna sér menninguna í Reykja- vík,“ segir Gísli. Klukkan átta standa Hornfirð- ingar síðan fyrir æsispennandi keppni í Ráðhúsinu en þá ætlar Albert Eymundsson, bæjarstjóri Hornafjarðar að skora á Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur í Hornafjarðarmanna. Ekki er ljóst hver þriðji þátttakandinn verður, en eins og kunnugir vita þá er Hornafjarðamanni þriggja manna spil. „Bæjarstjórinn okk- ar hefur staðið fyrir mikilli end- urvakningu Hornafjarðarmanna þannig að þetta er viðeigandi keppni." sigridur@frettabladid.is Dagsskrá Menningarnætur hefst með Reykjavíkur- maraþoni klukkan tólf á hádegi. Mörg þúsund manns taka þátt í hlaupinu og ef- laust margir sem gera það fyrst og fremst vegna fé- lagsskaparins, með öðrum orð- um til að sýna sig og sjá aðra. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur mun hafa líkt Reykjavíkurmaraþoninu einhvers staðar við Keflavíkur- gönguna sem herstöðvaand- stæðingar héldu um árabil og halda enn. Munurinn er hins vegar sá að áhugi á göngunni er ekki sérlega mikill í dag, áhug- inn á Reykjavíkurmaraþoni fer hins vegar sívaxandi. Skyldi vera eitthvað samhengi þar á milli? Mörkinni 3, sími 588 0640 Útsalan hefst í dag Opið virka daga 10 til 18 og laugardaginn 18. ágúst 10-16

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.