Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN 24. ágúst 2001 FÖSTUPAGUR Mistök í Áslandsskóla: Kanna íjárhag foreldra LANDINN HUNSAR ÁSTIR PRINSINS Langflestir kjósenda á Vísi.is ætla að halda sig fjarri þegar sjón- varpað verður frá brúðkaupi norska krónprinsins. Ætlar þú að horfa á beina sjónvarpssendingu frá brúð- kaupi norska krónprinsins? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is IFB_________________ 17% Nei Spurning dagsins í dag: Á að taka upp skólabúninga í islenskum grunnskólum? Farðu inn á vísi.is og segðu I þína skoðun I ___________ CHB* SKÓlamÁl Foreldrar þeirra 120 barna sem sækju munu Áslandsskóla í Hafnafirði eru m.a. spurðir um fjár- hagsstöðu sína og menntun í bréfi frá rekstraraðila skólans, íslensku menntasamtökunum. Að sögn Sunitu Gandhi, fram- kvæmdastjóra íslensku menntasam- takanna, fylgdu umræddar spurn- ingar með í bréfinu vegna mistaka þess starfsmanns sem setti sending- una saman. „Það átti aðeins að spyr- ja um heimilsfang, tölvupóstföng og öll símanúmer foreldranna þannig að hægt sé að ná til þeirra ef á þarf að halda. Spurningarnar voru á gömlu eyðublaði sem við gerðum með það í huga að tryggja að þau börn sem áhuga hefðu á til dæmis tónlistarnámi gætu átt kost á því óháð efnahag foreldranna. En þá komumst við að því að sveitarfélagið veitir styrki til slíks og þá þurftum við ekki að fá svör við þessum spurn- ingum. Þetta eru ekki notalegar spurningar að spyrja þó tilgangur okkar hafi verið góður,“ segir Sunita. Sunita segir að þó nokkrir for- eldra hafi þegar svarað og að þeir hafi allir svarað spurningunum um- deildu samviskulega. „Það hefur engin kvartað en við erum að senda út bréf þar sem fram kemur að um mistök sé að ræða. Svörin sem þegar hafa borist við þessum spurningum verða eyðilögð,“ segir hún. ■ Trnpl við Um (foftíári, «íif-fercUr1 eö« Netínnj: 1 .VteMBífcyfttt mísWá v« þaö oxamunxnú$ *tm lýjir bc»l nimsfoU þlnuai. O Gnaasdryapró? Q cAs ssmbítntf g (oiraúun Q Máttitspiife5» ðnnta M»b«nlcjt mmwuo Q Hásióhipfófeia Bicíxrrllí* mrontiin 9 rr».-nhi!d«;.wrftin viö hiskóU O AbmA. ..... ............ 1. Núvenadí tt »SffthÍK&U 1 _____________ ) Víœuaúegist racrk» við þá htirHzga «œ lyitt þisoi; Cl slssn O vfóuasadi O Róð U 4. Hveroi* rrrvadir lýs» ihují þinum á »f> vat* tó «áaua» wmafcfonm UtixsiliJ - skóla’ U «!««» 'J tösil a míiiii U œJíjmUáh 5. Ar.níð ca þó vBi «é kowf tr»«:.....................—----------- SPURNINCAR TIL FORELDRA Talsmaður skólans segir það mistök að spyrja um fjárhag. Svörin verði eyðilögð. Innrás ísraelsmanna: Réðust inn í Hebron HEBRQN. VESTURBAKKANUM. AP ísraels- her réðist í gærkvöldi með skrið- dreka inn í palestínska hluta Hebron á Vesturbakkanum eftir að gerður var aðsúgur að ísraelskum landnema- byggðum. Tveir ísraelskir bræður særðust þegar Palestínumenn hleyp- tu af skotum frá hæð í grennd við byggðirnar. Skot hljóp í gegnum hönd annars bróðurins. Hinn fékk skot í brjóstið en mun ekki í lífshættu. ísraelsher hafði ekkert látið hafa eftir sér um málið þegar blaðið fór í prentun í gær en atvikið.er talið eitt hið alvarlegasta síðan ísraelsmenn hófu að skila Palestínumönnum hluta landnemabyggða árið 1995.1 Auglýsingu sett skilyrði: Steríó bann- að hjá Norð- urljósum viðskiptahættir „Þetta eru ekki al- veg viðskiptahættir sem að maður kannast við úr markaðsbókunum," sagði Davíð Jónsson, markaðsstjóri útvarpsstöðvarinnar Steríó 89,5. Forráðamenn stöðvarinnar segja farir sín- ar ekki sléttar við Norðurljós eftir að fyrir- tækið Nanoq hóf að auglýsa teiti sem Steríó var gert að sjá um. Auglýsingastofan AUK gerði aug- lýsingu sem ætlað var að kynna hvað færi fram í teitinu og í auglýs- ingunni kom fram að á staðnum yrði plötusnúður frá Steríó. „Svo fengu Nanoq-menn þau skilaboð frá Norðurljósum þess eðl- is að þeir myndu ekki birta þessa auglýsingu ef það væri kynnt að á staðnum væri plötusnúður frá Ster- íó á staðnum. Það var því annað hvort að sleppa því alfarið að aug- lýsa eða taka það út að við værum að spila á staðnum. Og það var gert og nú heyrist ekki að Steríó muni sjá tónlist fyrir gesti og gangandi,“ sagði Davíð. Jón Axel Ólafsson, markaðs- stjóri hjá Norðurljósum, sagði að fyrirtækið væri með skýrar vinnu- reglur og fælust þær í því að aðrar útvarpsstöðvar væru ekki auglýstar hjá útvarpsstöðvum þeim sem fyr- irtækið rekur. „Þetta á bæði við stöðvar í okk- ar eigu og eins aðrar stöðvar. Við höfum ekkert á móti Steríó - við erum bara mjög ánægðir með að fá samkeppni. En þetta er bara vinnu- regla sem við erum með,“ sagði Jón Axel Ólafsson, markaðsstjóri Norðurljósa. ■ [ INNLENT [ Við útsendingu íslands í bítið á Stöð 2 í dag verða í fyrsta skipti sendar út samtímis raun- tímafréttir frá mbl.is, líkt og víða er gert á viðskiptasjónvarps- stöðvum, samkvæmt samningi Norðurljósa og Árvakurs. ■ Kjötumboðið minnt á útflutningsskyldu Landbúnaðarráðuneytið minnir Kjötumboðið á að sinna útflutningsskyldu. Óvíst hvort fyrir- tækinu takist að flytja út um 200 tonn af kjöti sem er of feitt fyrir erlenda markaði. Gerum okkar besta segir framkvæmdastjórinn. landbúnaður Landbúnaðarráðu- neytið hefur sent Kjötumboðinu, áður Goða, bréf þar sem fyrir- tækið er minnt á það að á því hvíli skylda til þess að flytja út um 1150 tonn af kindakjöti. Bréfið er sent þar sem óttast er að Kjötumboðið muni ekki geta sinnt útflutningsskyldu sinni og þar af leiðandi * brotið í bága við Nái fyrirtækið lög sem ætlað er ekki að flytja að koma í veg fyr- út kjötið ætti ir að markaðsað- það þurfa að stæður á innan- borga 195 landsmarkaði krónur fyrir raskist. Þau fyrir- hvert óútflutt tæki sem ekki kíló eða alls eiga þess kost að 39 milljónir. flytja út það kjöt ^ sem þeim ber skylda til er heim- ilt að greiða útflutningsgjald sem notað er til þess að greiða með öðrum sláturleyfishöfum sem eiga útflutningshæf slátur- hús. „Við eigum ekki kjötið sem hentar á markaðina en það kjöt sem við eigum er of feitt. Kjöt- umboðið á eftir að flytja út um 200 tonn af kjöti og við eigum eftir að sjá hversu mikið við get- um uppfyllt af því,“ sagði Krist- inn Geirsson, framkvæmda- stjóri Kjötumboðsins. Nái fyrir- tækið ekki að flytja út kjötið ætti það að þurfa að borga 195 krónur fyrir hvert óútflutt kíló eða alls 39 milljónir. Þó er ekki víst að það fáist. Landbúnaðar- ráðuneytið hefur sagt við for- svarsmenn Kjötumboðsins að vegna þess að þeir eiga útflutn- ingshús sé þeim óheimilt að greiða útflutningsgjaldið standi tonnin 200 útundan. „Ég er ekki viss um að þetta RÁÐUNEYTIÐ SKRIFAR Landbúnaðarráðuneytið taldi sig hafa ástæðu til þess að senda Kjötumboðinu bréf þar sem það er minnt á það að á því hvíli útflutnings- skylda á um 20 prósent af þeirra afurðarframleiðslu. Komi til þess að Kjötumboðið nái ekki að flytja út allt sitt kjöt gæti það þurft að greiða 195 krónur fyrir hvert óútflutt kíló en ráðuneytið hefur sagt að þeim sé það einnig óheimilt. standi sem stafur í bók. Við erum að reyna að flytja þetta út - sem er auðvitað hagkvæmast fyrir okkur - en ef það næst ekki verðum við að grípa til annarra ráða,“ sagði Kristinn. Um þessar mundir liggur fyr- ir Héraðsdóm Reykjavíkur ósk Kjötumboðsins um áframhald- andi greiðslustöðvun til þriggja mánaða. Enn á eftir að taka af- stöðu til málsins þar sem mót- mæli bárust réttinum og því varð að dómtaka málið. Kristinn segist ekki átta sig á þeim kröf- um sem gerðar eru til fyrirtæk- isins en svo virðist sem kröfu- hafinn vilji að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ákvörðun mun liggja fyrir í mál- inu í dag. omarr@frettabladid.is Opið í Austurveri frá 8:00 á morgnana til 2:00 effir miðnæfti Lyf&heilsa Árshlutauppgj ör: Háar viðskiptakröfur Islandssíma árshlutauppciör Tap Íslandssíma- samstæðunnar á fyrri helmingi ársins var 445 milljónir króna sem er 140 milljónir umfram áætlun. Þessar tölur eru í samræmi við greinargerð félagsins til Verð- bréfaþingsins vegna umdeildrar afkomuviðvörunar. Á árinu hefur félagið selt nýtt hlutafé fyrir um 1.700 milljónir, þar fengust 700 milljónir vegna breytanlegs skuldabréfs Landsbankans og milljarður frá fjárfestum í útboð- inu í maí. Eigið fé Íslandssíma þann 30. júní var rúmar 2.300 millj- ónir, sem þýðir rúmlega milljarðs aukningu frá áramótum. Ef tölur um sjóðstreymi eru skoðaðar kemur hinsvegar í ljós að handbært fé var aðeins 299 milljón- ir og heildarfjárfestingar námu 1.050 milljónum á fyrri hluta ársins. Viðskiptakröfur voru 415 milljónir. í umfjöllum Búnaðarbankans um uppgjörið er tekið fram að upphæð viðskiptakrafna verði að teljast mjög há miðað við félag sem er með veltu upp á rúmlega 650 milljónir króna og full ástæða fyrir félagið að leitast við að innheimta kröfurnar. ■ ÍSLANDSSÍIVII Rekstrartekjur Islandssímasamstæðunnar námu 665 milljónum króna á fyrri hluta yf- irstandandi árs og höfðu þrefaldast frá sama tíma í fyrra.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.