Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUPAGUa HIV-veiran: Fimm grein- dust með smit heilbrigðismál Fimm manns greindust með HlV-veiruna hér á landi á fyrri hluta árs, fjórir karl- menn og ein kona. Af þeim fimm sem greindust með HlV-veiruna voru fjórir gagnkynhneigðir. Á sama tíma lést einn sjúklingur af völdum alnæmis. Alls hefur verið tilkynnt um 148 tilfelli HlV-sýkinga hérlendis, þar af hafa 52 greinst með alnæmi og 34 sjúklingar látist af völdum sjúkdómsins. Nýgengi HlV-smits hefur farið vaxandi síðustu átta árin en á sama tíma hefur dregið úr nýgengi alnæmis og dánartala lækkað. ■ Söngvarinn George Michael: Skilaði Lennon-píanói LONDON.flP, Breska poppstjarnan George Michael, hefur nú staðið við loforð sitt um að skila Bítlasafninu í Liverpool aftur hvíta píanóinu sem John Lennon gerði heimsfrægt þegar hann notaði það við upptökur á hinu sígilda lagi „Imagine." Mich- ael keypti píanóið, sem er af gerð- inni Steinway Model Z, á uppboði fyrir ári síðan fyrir um 200 milljón- ir króna og lofaði þá að píanóið skyldi verða sett aftur til sýnis í safninu, þar sem það hafði verið í láni þar til fyrrverandi eigandi þess ákvað að selja það. Michael sagði píanóið ekki eiga það skilið að vera lokað einhvers staðar inni, heldur ætti almenningur að fá að berja það augum. Michael sagði, eftir að hann GEORGE MICHAEL Píanóið var smíðað árið 1970 í Hamborg og keypti Lennon það sama ár. Pianóið var nýlega flutt frá heimili George Michael í lögreglufylgd á Bitlasafnið í Liverpool. keypti píanóið í fyrra, að hann vildi taka upp nýtt lag á það fyrir næstu plötu sína, en ekki er vitað hvort hann hafi látið af því verða. ■ Dómsúrskurður í Japan: 15 Kóreumenn fá 40 milljónir í bætur tókýó.ap. Dómsvöld í Japan úr- skurðuðu í gær að ríkisstjórn landsins skuli greiða tæpar 40 milljónir króna til 15 Kóreumanna sem lifðu af sprengingu um borð í skipi japanska sjóhersins sem varð til þess að hundruð landa þeirra létust þann 24. ágúst 1945. Þetta er fyrsti dómsúrskurðurinn sem kveðinn er upp vegna máls- ins, en skipið var að flytja um 4000 Kóreubúa sem þrælað höfðu í Japan í síðari heimstyrjöldinni til síns heima þegar sprengingin átti sér stað í Maizuru höfninni í Kyoto. Að minnsta kosti 524 Kóreumenn létu lífið ásamt 25 japönskum skipsverjum. Það var árið 1992 sem um 80 Kóreumenn, sem lifðu sprenging- una af eða voru skyldir þeim sem létust, kærðu japanska ríkið fyrir atburðinn og hljóðaði krafan upp á 2,5 milljarða króna í bætur aulc opinberrar afsökunar japanska ríkisins. í dómsúrskurðinum kom fram að aðeins var hægt að sanna að 15 Kóreumenn hefðu verið um borð í skipinu og þar sem ekki er vitað hvað olli sprengingunni þá væri japanska ríkið ekki skyldugt til að biðjast afsökunar. ■ Drífa Hjartardóttir: Þrír til fimm bátar hætta veiðum Tapar af 250 milljónum Hraðfrystihús Hellissands missir 350-400 tonn til trillukarla 1. september. Vestfirðingar eru aldrei ánægðir. Þeir sem seldu allt frá sér eru nú komnir í smábátakerfið. DRÍFA HJART- ARDÓTTIR Líst illa á málið og ætlar að ræða við sjávarútvegs- ráðherra. sjávarútvegur „Mér líst alls ekki nógu vel á þetta því að Vestmann- eyingar hafa haft töluverðan ýsu- kvóta.og það ligg- úr við að það séu jafnvel þrír til fimm bátar sem verða að hætta veiðum,“ sagði Drífa Hjartardótt- ir, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins á Suðurlandi, um breytingar sjávarútvegsráð- herra á reglum fyrir næsta fisk- veiðiár. Hún bætti því við að aðgerðir ráðherrans kæmu til með að hafa margfeldis áhrif á landvinnsluna. „Þetta er gert á afleitum stað og skiljanlegt að menn séu mjög sárir og reiðir vegna þessa. Ég mun koma mínum skoðunum á framfæri við sjávarútvegsráð- herra vegna þessa máls,“ sagði Drífa og benti á að þetta væru ekki einu atvinnutækifærin sem verið væri að færa frá Suðurlandi þar sem einnig væri verið að færa stóran vinnustað frá Hellu í Mos- fellsbæ og vísaði þar til flutnings kjúklingavinnslu Reykjagarðs frá Hellu. „Það er mikill vandi varðandi fiskveiðarnar yfir höfuð þar sem veiðigetan er gífurleg og eykst ár frá ári en fisknum í sjónum fer frekar fækkandi heldur en fjölg- andi,“ sagði Drífa. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Bifreið fór út af Reykjavegi í Biskupstungum um níuleyt- ið í fyrrakvöld. Fjórir voru í bílnum, hjón með tvö börn, og var farið með þau á heilsu- gæslustöðina í Laugarási en meiðsl þeirra voru talin minni- háttar. Tildrög slyssins voru þau að ökumaður missti stjórn á bifreiðinni í beygju á malar- vegi. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var eitt dekkjanna vindlaust og gæti sprunginn hjólbarði verið orsök slyssins. Svo virðist sem innbrotarfar- aldur í bíla einskorðist ekki við höfuðborgarsvæðið því brotist var inn í sex bíla á Sel- fossi í fyrrinótt. Hljómtækjum og ýmsu lauslegu var stolið, auk þess sem rúður voru brotn- ar og aðrar skemmdir unnar á bílunum. Þjófarnir eru ófundn- ir. Vinnuslys varð í slippnum á Akureyri í fyrradag þegar málningarsprautubrúsi sprakk framan í starfsmann. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið þar sem hann fékk aðhlynningu. sjávarútvegur „Trillui’nar fengu ákveðna hlutdeild í upphafi en það er búið að hleypa þeim frjálsum í __kerfið sýknt og heilagt og þannig hirða þetta af bát- unum hjá okkur,“ sagði Ólafur Rögn- valdsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellissands. Ólaf- ur er einn þeirra manna sem hefur keypt mikinn kvóta dýru verði og nú þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september munu 350-400 tonn - um 250 milljóna króna virði - verða tekin af honum og rétt trillukörlum. „Það er alltaf verið að taka af okkur og þessi 350-400 tonn sem um ræðir eru bara í þorski - bæði ýsa, ufsi og steinbítur er óátalin. Við erum með tvo báta og höfum ekki getað gert út á ýsu þar sem hún er bara meðafli hjá okkur og nú heimta Vestfirðingar restina. Þessir sömu menn eru búnir að selja allt frá sér og eru nú komnir í smá- „Við erum með tvo báta og höfum ekki getað gert út á ýsu þar sem hún er bara meðafli hjá okkur og nú heimta Vest- firðingar rest- ina. Þessir sömu menn eru búnir að selja allt frá sér og eru nú komnir í smá- bátakerfið og ætla að ríða öllu til helvítis þar líka." —♦.........- ÓLAFUR RÖGNVALDSSON Vill ekki fara i trilluútgerð. TRILLUFISKUR SLÆMUR „Þeir menn sem vilja fyrningarleiðina eru sömu menn og vilja leggja sjávarbyggðirnar af," sagði Ólafur Rögnvaldsson, útgerðarmaður á Hellissandi. Hann telur að menn muni reyna að aðlagast breytingum í kvótakerfinu þegar þær ganga í garð 1. september. Hann er ómyrkur í máli þegar hann ræðir um trillukarlana og segir að honum myndi ekki henta að fara í trilluútgerð þar sem hráefnið er ekki hentugt til útflutnings. bátakerfið og ætla að ríða öllu til helvítis þar líka,“ sagði Ólafur og bætti því við að eina lausnin væri að loka kerfinu - rétt eins og ver- ið er að gera núna - til þess að út- gerðarmenn töpuðu ekki meiru. Rekstrargrundvöllur útgerðar- staða muni hverfa á sterkum út- gerðarstöðum haldi sjávarútvegs- ráðuneytið áfram að ganga á afla- heimildir útgerðarfyrii'tækjanna: „Það er verið að lama þessi sveit- arfélög." Er útgerðarmönnum einhver vorkunn þar sem þeir fengu kvót- an geflns ? „Hverjir fengu hann gefins? Við höfum keypt aflaheimildir upp á milljarð. Því miður þá spil- uðum við ekki með kvótakerfinu frá upphafi og hölluðum okkur að Vestfirðingum - illu heilli - en við höfum spilað með kvótakerfinu undanfarin ár þar sem við sjáum að það verður aldrei hróflað við því. Það er ekki hægt að hrófla við því. Þess vegna kaupum við afla- heimildir til þess að styrkja okkur í því og það geta allir gert,“ sagði Ólafur og bætti því við að hann sæi ekki að til væri betra kerfi en kvótakerfið þrátt fyrir galla þess. omarr@frettabladid.is Lúðvík Bergvinsson: Hvað er ráðherrann að gera? sjávarútvegur „Ilvað er ráðherrann að gera akkúrat núna?“ spyr Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Sunnlend- inga fyrir Samfylk- inguna, um breyt- ingar sjávarútvegs- ráðherra, Árna M. Mathiesen, á regl- um fyrir næsta fisk- veiðiár: „Hann virð- ist hafa tekið ákvörðun um að taka tegundir úr kvóta - þær eru aft- ur komnar í kvóta - hann virðist hafa tekið ákvörðun um að afhenda trillukörlum hluta var- anlega og hluta ekki. Ég tel það al- gjörlega nauðsynlegt að fá fyrst LÚÐVÍK BERG- VINSSON Vill að ráðherr- ann skýri aðgerð- ir sínar betur. upp gefið hvað ráðherrann er að gera því hringlandahátturinn er slíkur að engin áttar sig á því hvað hann er að gera.“ Lúðvík sagði að hann hefði heyrt í útgerðarmönnum og þeir hefðu sagt honum að ekki stæði til að skoða ákvarðanir ráðherrans fyrr en eftir 1. september „því þá er fyrst orðið líklegt að þær taki gildi einhvern tíma.“ Lúðvík sagði að Vestmannaey- ingar hefðu áhyggjur af gjörðum Árna og bentu á það að þeir sem byggju til kerfið þyrftu ekki að starfa í því. „Og síðan að hafa þennan ráð- herra sem virðist vanta áttavita því hann veit ekkert hvað hann er að gera,“ sagði Lúðvík. ■ Uppfmning bandarískra vísindamanna : Nikótíndropar í drykki heilsa. Bandarískir vísindamenn hafa nú þróað sérstaka nikótín- dropa sem hægt er að setja í dryk- ki til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Hugmyndin er sú að kæfa niður sígarettuþörf reykingar- fólks á þeim tímapunkti er þeir reykja hvað mest, þ.e. í kaffi- pásum eða á barnum. 1 dropunum, sem hægt er að taka nokkrum sinnum á dag, ku vera meira nikótínmagn en í nikótínplástrum eða tyggigúmmíi, að því er segir á fréttavef BBC. ■ REYKINGAR Brátt geta menn farið að setja nikótíndropa út í bjórinn sinn til þess að þurfa ekki að draga upp sígarettupakkann á barnum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.