Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUPACUR | LÖGREGLUFRÉTTIR Leigubifreið ók á ljósastaur á Reykjanesbraut á móts við Stekk í Njarðvík í fyrrinótt. Öku- maður, sem var einn á ferð, kvartaði undan eymslum í skrokknum og var því fluttur til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til læknisskoðunar. Sautján ára piltur hefur játað að hafa smíðað og sprengt röra- sprengju í Hafnarfirði um síðustu helgi. Brot úr sprengjunni höfnuðu í bíl, sem ekið var framhjá þegar sprengjan sprakk. Pilturinn sagðist hafa sprengt sprengjuna í húsa- sundi við Strandgötu til þess að valda sem mestum hávaða en ekki til að meiða eða valda skemmdum. RÚV greindi frá. Fallhlífarmaður í New York: Fastur á kyndli Frels- isstyttunnar new york. ap Maður nokkur sem heldur betur ætlaði að skemmta sér við að svífa í fallhlíf yfir höfn- inni í New York í gærmorgun var- aði sig ekki á kyndli Frelsisstytt- unnar og hékk þar fastur í góða stund þangað til lögregluþjónar komu honum til bjargar. Maðurinn var ómeiddur, en rauð fallhlífin hékk í um það bil hálftíma á kyndlinum eftir að manninum hafði verði bjargað. ■ HANGANDI Á KYNDLINUM Óskemmtileg endalok á svífflugí í fallhlíf. Sjálfstæði Ey stras altsrí kj anna: 10 ára afmælis heimsókn tíiviaiviót Utanríkisráðherrar Eist- lands, Lettlands og Litháens koma hingað til lands á morgun og taka þátt í afmælisdagskrá á vegum ís- lenskra stjórnvalda þar sem þess verður minnst að tíu ár eru um þessar mundir liðin frá því ísland varð fyrst ríkja til að taka upp formlegt stjórnmálasamband við ríkin. Afmælisdagskráin hefst með samráðsfundi utanríkisráðherra ís- lands og Eystrasaltsríkjanna. í kjöl- farið verður athöfn í Höfða þar sem undirritað verður skjal til að minn- ast atburðanna fyrir tíu árum. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ð sögn lögreglunnar á Nes- kaupstað komst farsímasam- band á seinnipartinn í fyrradag en símasambandslaust varð í kjölfar vatnavexta á dögunum. Sagði við- mælandi Fréttablaðsins bagalegt ástandið á Norðfjarðarbrúnni sem hamlaði öllum þungaflutningum og væru menn að bera saman ráð sín hvað gera skuli. —♦-...- Bíll brann til kaldra kola á Vopnafjarðarheiðinni um þrjúleytið í fyrrinótt. Að sögn lög- reglu er talið að skammhlaup hafi valdið því að bíllinn brann en hann hafði staðið mannlaus síðan á sunnudagskvöld þar sem hann bil- aði en eigandi bílsins er staddur í sumarleyfi á Kýpur. Á SLÓÐUM KARADZICS Franskur hermaður á eftirlitsferð í bænum Nevesinje í Bosniu, en þar um slóðir er talið að Radovan Karadzic sé í felum. Bosníu-Serbar: Snúa baki við Mladic og Karadzic nevesinje. bosníu. ap Bosníu-Serbar, sem i eina tíð studdu nánast allir sem einn stríðsherrana Radovan Karadzic og Ratko Mladic, eru nú tvískpitir í afstöðu sinni. Frá því Milosevic, fyrrverandi forseti, var framseldur til stríðs- glæpadómstólsins, hafa æ fleiri talið líklegt að friðargæslusveitir Nató freisti þess að handtaka Karadzic og Mladic, sem voru í forystu Bosníu-Serba í Bosníu- stríðinu á árunum 1992-95. Allar tilraunir í þá átt gætu mætt harðri mótspyrnu í austur- hluta serbneska yfirráðasvæðisins í Bosníu, þar sem talið er að þeir Karadzic og Mladic séu í felum. Á hinn bóginn fer stuðningur við þá félaga óðum dvínandi vestan til í serbneska hlutanum af Bosníu og mælist nú nánast enginn. ■ Upptökur flugturns ganga gegn niðurstöðu Obirtar segulbandsupptökur úr flugturninum í Reykjavík frá því í SkerjaQarðarslysinu stangast á við þá niðurstöðu flugslysanefndar að flugmaður TF-GTI hafi komið of fljótt inn til lendingar. Friðrik Þór Guðmundsson segir upptökurnar leiða til þess að skýrsla RNF hrynji til grunna. SKERIAFJARÐARSLYSIÐ Flugumferð- arstjórinn sem var á vakt þegar Skerjafjarðarslysið varð sagðist hafa þurft að skipa flugvélinni sem fórst að hætta við lendingu vegna Átján sekúnd- þess að flugvélin um síðar virt- sem lent var á ist flugum- undan var of lengi ferðarstjóran- að rýma brautina. um hins vegar Þetta kemur fram verða Ijóst að á óbirtum segul- Dorniervélin bandsupptökum úr frá íslandsflugi flugturninum í væri enn á Reykjavík sem brautinni gerðar voru mín- ^ úturnar eftir flug- slysið. Rannsókn- arnefnd flugslysa segir flugmann vélarinnar sem fórst hafa komið of fljótt inn til lendingar eftir að hafa verið látinn víkja fyrir vél- inni sem síðan lenti heilu og höld- nu. Friðrik Þór Guðmundsson, fað- p^jáesm 169 FLUGTURNINN í REYKJAVÍK „Hann var svo lengi að fara út, Dornierinn. Ég gat ekki réttlætt að púlla honum ekki upp. Ha?" segir flugumferðarstjóri fáum mínútum eftir flugvél af Cessna gerð með sex manns um borð hrapaði í Skerjafjörðinn. ir pilts sem fórst af völdum slyss- Þegar TF-GTI var komin yfir ins, segir segulbandsupptökurnar Tjörnina hafði Mohamad sam- úr flugturninum í Reykjavík fyrir og eftir Skerjafjarðarslysið leiða í ljós að skýrsla Rannsóknarnefnd- ar flugslysa um slysið sé ómark- tæk. Mohamad Daglas, flugmaður Cessnu vélarinnar sem bar ein- kennisstafina TF-GTI, hafði flogið með fimm farþega sína frá Vest- mannaeyjum og var yfir olíutönk- unum í Órfirisey og á lokastefnu til lendingar á Reykjavíkurflug- velli þegar honum barst skipun frá flugturninum um að hætta við aðflugið. Mohamad átti að víkja fyrir stærri og hraðfleygari Dorn- ier farþegavél íslandsflugs sem kom á hæla honum í blindflugi. Mohamad sveigði till austurs og flaug einn hring áður en hann komst á lokastefnu að nýju. band við flugturninn og fékk skipun um að halda aðflugi áfram hjá flugumferðarstjóranum sem síðan skipaði Dorniervélinni að rýma brautina. Þannig virðist ekkert hafa verið bogið við aðflug Cessnunar örfáum hundruðum metra flugbrautinni. Átján sekúndum síðar virtist flugumferðarstjóranum hins veg- ar verða ljóst að Dorniervélin frá íslandsflugi væri enn á brautinni og skipaði TF-GTI að hætta við lendingu en þá var vélin yfir brautarendanum. Flugmaðurinn Iyfti vélinni upp og yfir byggðina í Skerjafirði. Fáum sekúndum síðar steyptist vélin ofan í Skerja- fjörð með alkunnum afleiðingum. í skýrslu Rannsóknarnefndar flugslysa segir um þessa atburða- rás: „Hringurinn sem TF-GTI flaug og flugið á lokastefnunni varð þannig að þegar TF-GTI var að koma til lendingar yfir braut- arendann var ICB-753 (Dornier- vélin) að aka til vinstri út af flug- brautinni“. Nefndin segir með öðrum orðum að Mohamad Da- glas hafi ekki gætt þess að halda nægum aðskilnaði á milli sinnar vélar og þeirrar næstu á undan. Þessi niðurstaða kemur ekki heim og saman við orð flugum- ferðarstjórans sem sjálfsagt er sá einstaki maður sem besta yfirsýn hafði yfir gang mála við Reykja- víkurflugvöll þetta kvöld. Á áður- nefndum segulbandsupptökum kemur fram að átta mínútum eft- ir slysið sagði flugumferðarstjór- inn: „Ég púllaði hann upp. Hérna, Dornierinn var svo lengi að rýma.“ Fjórum mínútum síðar hnykk- ir þetta höfuðvitni Skerjafjarðar- slyssins á stöðumati sínu: „Hann var svo lengi að fara út, Dornierinn. Ég gat ekki réttlætt að púlla honum ekki upp. Ha?“ „Skýrslan er endanlega hrun- in,“ segir Friðrik Þór Guðmunds- son. „Vangaveltur flugslysa- nefndarinnar um að TF-GTI hafi komið of fljótt inn til lendingar vegna ætlaðs eldsneytisskorts eru að engu orðnar. Lykilvitnið, stjórnandi flugumferðarinnar, segir í tvígang að vandamálið hafi verið Dorniervélin en ekki TF- GTI, sem fékk grænt ljós um að halda áfram á stuttri lokastefnu yfir Tjörninni. Við höfum beðið um afrit innanhússathugunar Flugmálastjórnar á flugumferð- arstjórnuninni, sem Þorgeir Páls- son flugmálastjóri staðhæfði að farið hefði fram, en ekki fengið enn. Samgönguráðherra hefur verið greint frá þessum stað- reyndum." gar@frettabladid.is Milosevic: Kominn í mál við dómstólinn haag. hollandi. ap Lögfræðingar Slobodans Milosevic, fyrrverandi Júgóslavíuforseta, fóru fram á það fyrir dómstól í Hollandi í gær að stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna, sem hefur Milosevic í haldi, verði úrskurðaður ólögmæt- ur og þess vegna beri að leysa Milosevic strax úr haldi, enda sé verið að brjóta á honum mannrétt- indi með því að halda honum í fang- elsi á vegum dómstólsins. Verjendur stríðsglæpadómstóls- LÖGFRÆÐINGARNIR Slobodan Milosevic hefur fengið þessa þrjá lögfræðinga til þess að flytja mál sitt gegn stríðsglæpadómstólnum, sem hann hefur kært til hollensks dómstóls ins sögðu hann hins vegar vera utan lögsögu hollenskra dómstóla og þess vegna ætti dómarinn að vísa málinu samstundis frá. Dómarinn tók sér hins vegar frest til 31. ágúst til þess að kveða upp úrskurð sinn. Milosevic var ekki viðstaddur réttarhöldin í gær, en afstaða hans hefur frá upphafi verið sú að stríðs- glæpadómstóllinn sé ólögmætur vegna þess að hann er stofnaður af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna en ekki Allsherjarþinginu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.