Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 24.08.2001, Qupperneq 10
i rí i i \\\\ \mn Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Einar Karl Haraldsson Fréttastjóri: Pétur Gunnarsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Dreifing: Póstflutningar ehf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS AUSTFIRÐIR Öruggir vegir milli fjarða eru hagsmuna- mál allra íslendinga, segir bréfritari. Göng eru svarið Reykvikingur skrifar: vecir Aurskriðumar á Austurlandi með tilheyrandi einangrun heillar byggðarlaga að sumarlagi, minna á hve vegakerfið milli fjarðanna er brothætt og hættulegt. Þeim sem aka milli fjarðanna utaní snarbrött- um hlíðum skriðufjalla á góðviðris- dögum, verður stundum hugsað til þess hvernig þessir vegir séu í svartaþokum, stórrigningum og vetrarveðrum. Einn vegfarandi sem fundið hefur til hræðslu á þessum vegum sagði: „Plássin á Austfjörðum eru til þess að gera út frá og samgöngur við þau eiga að vera frá sjó en ekki á milli fjarða." Þetta er sjónarmið út af fyrir sig, en varla verður í bráð snúið frá bílasamfélaginu sem Austfirðingar vilja að sjálfsögðu vera hluti af eins og aðrir Islendingar. Auðvitað ligg- ur svarið í göngum gegnum fjöllin. Færeyingar, frændur vorir, eru nú að ráðast í göng sem tengja eiga Klakksvík, þar sem búa sjö þúsund manns, við vegakerfið á eyjunum. Þau eiga að kosta um 3100 milljónir króna. íbúafjöldinn í plássunum á Austurlandi er ekki mikill en á móti kemur að íslendingar eru 6 sinnum fleiri en Færeyingar og geta vel kostað nokkru til svo að hægt sé að akaiiringinn í kringum eyjuna okk- ar á öruggum vegum. ■ 10 FRETTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR Alþjóðleg verndfyrir Palestínumenn Iraun réttri stendur stríð milli ísraelsmanna og Palestínu- manna. Umræður um átökin snú- ast oftar en ekki upp í ásakanir um and-gyðinglega eða and-arabíska ___fordóma. Og jag Yfir 70% um Það hverjir beri ísraelsmanna ábyrgð á sögunni styðja stefnu eða einstökum Sharons for- hermdaryerkum. I sætisráð- Þelm sakbending- herra" um er 0lt errltt að —4-JL. greina raunveru- lega sökudólga, ef allir eru ekki sekir, og einnig þeir sem standa fjarri vettvangi. Nokkrar staðreyndir blasa þó við: Heimurinn lofaði Gyðingum eigin ríki og stóð við það, en hefur ekki staðið við loforð um land und- ir ríki Palestínumanna. Hernám ísraelsmanna á palestínskum land- svæðum hefur staðið í 34 ár og enn er það stefna stjórnvalda að þvin- ga Palestínumenn með hernaðar- yfirburðum til þess að fallast á lausn sem fullnægir væntingum þeirra, en tekur ekki tillit til lög- mætra væntinga landlausrar þjóð- ar. Dæmi um það er sú fráleita hugsýn að Jersúsalem geti verið „sameinuð" ísraelsk höfuðborg sem nái einnig yfir austurhluta borgarinnar, þar sem búa 200.000 Palestínumenn. Yfir 70% ísraelsmanna styðja stefnu Sharons forsætisráðherra. Breska vikuritið The Economist hafði þetta að segja um málið: „Vonsviknir og bitrir eru ísrael- -MáLmapiia. Einar Karl Haraldsson reifar átökín fyrir botni Miðjarðarhafs ar blindir á öll önnur sjónarmið en sín eigin. Þeim er fyrirmunað að setja sig í spor Palestínumanna. Sú stefna forsætisráðherrans að styðja byggðir Gyðinga á hernumd- um svæðum gerir það í raun ókleift að mynda palestínskt ríki.“ í haust fór Mary Robinson, for- stöðumaður Mannréttindastofnun- ar SÞ, um það svæði sem sam- kvæmt alþjóðarétti á að tilheyra palestínsku ríki. í Hebron varð hún vitni af því hvernig 40 þúsund Palestínumönnum er haldið undir smásjá herliðs til þess að 234 land- nemar, sem ganga með alvæpni, geti fengið að búa þar „í friði“. Robinson sagði í lok farar sinnar að sjaldan hefði þjóð svo augsýni- lega þurft á alþjóðlegri vernd að halda eins og Palestínumenn um þessar mundir. ■ Bókhaldslegt tap ekki sama og rekstrartap Margumrætt gengistap þýðir aukningu á skuldum fyrirtækja vegna falls krónunnar gagnvart er- lendum gjaldmiðlum. Fjármagnsgjaldaliðurinn reiknast sem tap í uppgjörunum hvort sem félög- in þurfa að borga af þeim á morgun eða eftir ár. Að vissu leyti ósanngjarnt gagnvart viðkomandi fyrirtækjum, segir Almar Guðmundsson. Leggst þyngst á íjármagnsfrek sjávarútvegsfyrirtæki. ÁRSHLUTAUPPCJÖR „Þetta þýðir ekki að fyrirtækin þurfi að greiða hin- ar auknu skuldir hér og nú, það má ekki gleymast að þessi háu fjár- magnsgjöld eru fremur bók- haldstap heldur en eiginlegt rekstrartap," segir Almar Guðmunds- son, yfirmaður greiningardeildar Islandsbanka, um þær ískyggilegu tölur um tap sem sést hafa í hálfs- ársuppgjörum ís- lenskra sjávarút- vegsfyrirtækja að undanförnu. Hann bendir á að reikningsskilin geti talist ósanngjörn, sérstaklega gagnvart sjávarútvegsfyrirtækj- um, vegna þess að gengistapið auki við skuldahliðina strax, en hafi jákvæð áhrif á tekjur sem Gengistap eins og við höfum upplif- að undanfar- ið er ekki daglegur við- burður haldi áfram að koma inn út árið. Gangi það ekki að nokkru leyti til- baka, fari svo að krónan styrkist ekki, muni það að minnsta kosti falla á lengra tímabil en sex mán- uði. Ef uppgjör sex kunnra sjávar- útvegsfyrirtækja, Samherja, Síld- arvinnslunar, Þormóðs ramma, Gunnvarar, Tanga og Granda fyr- ir fyrstu sex mánuði ársins eru skoðuð kemur í ljós að fjármagns- gjöld umfram fjármagnstekjur nema samtals rúmum 4.500 millj- ónum. Á tímabilinu í fyrra var sama tala nálægt núlli. Saman- lagður hagnaður fyrirtækjanna eftir að fjármagnsgjöld og af- skriftir hafa verið reiknuð af rekstrarhagnaði er neikvæður um 1.700 milljónir. Almar bendir á að rekstrarlega hafi flest félögin skilað viðunandi árangri þrátt SAMHERJI Rekstrartekjur jukust meira en rekstrargjöld. Þorsteinn Már Baldvinsson gerir ráð fyrir hagnaði á ársgrundvelli, „enda erum við að gera betur á flestum sviðum en I fyrra." TAFLAN SÍNIR MUN Á FJÁRMAGNSGJÖLDUM OG HEILDARHAGNAÐI(TAPI) MILLI FYRRI ÁRSHLUTA 2000 OG 2001 Fjármagnsgjöld/tekjur Hagnadur tímabils 2001 2000 2001 2000 Samherji -1.612 -345 126 379 Sildarvinnslan -913 -400 -75 -16 Þormóður rammi-Sæberg -897 -460 115 20 Cunnvör -493 -180 -93 41 Tangi -408 -270 -54 -49 Grandi -305 -82 -99 176 Samtals -4.500 -1.737 -80 551 fyrir að uppgjörin sýni heildar- tap. Þó sé ekki svo að skilja að bókhaldstap skipti engu máli. „Ef ALMAR GUÐ- MUNÐSSON Gengistapið eykur strax skuldir fyrirtaekja en gengur að einhverju leyti tilbaka fari svo að krónan styrk- ist, segir yfir- maður greining- ardeildar ís- landsbanka. Reiknast sem tap í uppgjörum hvort sem fyrirtækin þurfa að greiða af lánunum á morgun eða eftir ár. Laus staða leikskólastjóra Staða leikskólastjóra við Seljaborg við Tungusel er laus til umsóknar. • Leikskólinn Seljaborg er tveggja deilda leikskóli þar sem dvelja 42 börn samtímis. • Hjá Leikskólum Reykjavíkur er rekin metnaóarfull starfsmannnastefna sem miðar aó því að alíir njóti sín í starfi og þroski hæfileika sina. Leikskólakennaramenntun er áskilin og framhaldsmenntun í stjórnun æskileg. Nánari upplýsingar veitir Bergur Felixson framkvæmdarstjóri i síma 563 5800. Umsóknarfrestur ertil 7. september næstkomandi. Umsóknareyðublöð má nálgast á skrifstofu Leikskóla Reykjavfkur og á „vefsvæði www.leikskolar.is | TLe Leikskólar Reykjavíkur það reyndist viðvarandi, þ.e. ef krónan héldi áfram að falla, þá myndi það vissulega enda með því að eigið fé fyrirtækjanna klárað- ist,“ segir hann, en tekur fram að hluthafar og fjárfestar ættu ekki að einblína á það. Mikið gengistap sjávarútvegs- fyrirtækja er afleiðing mikillar skuldsetningar. „Það liggur í hlut- arins eðli að sjávarútvegur er fjármagnsfrek atvinnugrein og þess vegna leggst fall krónunnar hvað þyngst á þau. Það er rétt sem komið hefur fram í uppgjörum flestra fyrirtækjanna að þau muni jafna sig nokkuð á ársgrundvelli veikist krónan ekki meira. Geng- istap eins og við höfum upplifað á árinu er ekki daglegur viðburð- ur,“ segir Almar. matti@frettabladid.is ORÐRETT Nœsta tœkling hjá KR fótbolti „“Við erum búnir að bíða dálítinn tíma eftir þessum sigri, eða í fjórar umferðir," sagði Þor- móður Egilsson fyrirliði KR eftir sigurinn... „Hann sagði ljóst að ástandið væri alvarlegt og menn yrðu að halda áfram og byggja á þessum sigri. „Við erum í þeirri stöðu að vera í bullandi fallhættu og það viljum við auðvitað ekki. Leiðin gat ekki annað en legið upp á við. Framundan er ekkert annað en barátta upp á líf og dauða, Við vissum það fyrir leikinn en nú hugsa menn ekki fram í miðjan september, heldur aðeins um næstu tæklingu," sagði fyrirliðinn sem lék vel í vörninni." Þormóður Egilsson Barátta upp á líf og dauða

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.