Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.08.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 24. ágúst 2001 FÖSTUDAGUR Meiðsl í herbúðum KH: Sigurður Orn úr leik KNATTSPYRNA Sigurður Örn Jónsson, varnar- maðurinn sterki úr KR, leikur ekki meira með liði sínu á þessari leiktíð. Á heimasíðu KR kemur fram að hann hafi ekki náð sér af hné- meiðslunum sem hafa angrað hann í allt sumar. Þetta er blóð- taka fyrir íslandsmeistarana sem eiga í harðri baráttu á botni deildar- innar en Sigurður hefur verið einn sterkasti leikmaður liðsins undan- farin ár. ■ SIGURÐUR Leikur ekki meira með Is- landsmeisturun um f sumar. Evrópukeppnin: Fylkir áfram knattspyrna Fylkir er komið áfram í Evrópukeppni félagsliða eftir 1-1 jafntefli við Pogon Szczecin í Pól- landi. Fylkir vann fyrri leikinn með tveimur mörkum gegn einu og kemst því áfram á samanlögðum úrslitum 3-2. Pólverjarnir hófu leik- inn af krafti og skor- uðu strax á 6. mín- útu. Kjartan Sturlu- son, markvörður Fylkis, átti stórleik í ; markinu og varði hvað eftir annað meistaralega. Á síð- ustu mínútu leiksins skoraði Pétur Björn Jónsson eftir eina slíka og jafnaði leikinn og Fylkir komið áfram. Skagamenn tóku á móti Club Brugge á Laugardalsvelli í UEFA-keppninni. ÍA tapaði fyrri leiknum í Belgíu með f jórum mörk- um gegn engu og áttu því litla möguleika á að komast áfram. Andri Karvelsson kom Skagamönn- um yfir á 30. mínútu leiksins en þegar 23. mínútur voru eftir kom fyrsta mark Belgana. Þeir bættu síðan fimm mörkum við, sex mörk- um í allt og eru því komnir áfram á samanlagðri markatölu 1-10. ■ KJARTAN STURLUSON Átti stórleik í markinu í gær. !L<fí<G+ 1©C> IiWt> í Hagkaupum Smáranum og þjónustumiðstöð '' ESSO Gagnvegi 24. ágúst milli klukkan 16 -18. www krakkobonki. is Meistaradeild Evrópu: Liverpool mætir Dortmund riðlar Dregið var í riðla í Meist- aradeild Evrópu í gær og lentu bæði Liverpool og Arsenal í riðl- um með þýskum liðum. Liverpool mætir Dortmund og Arsenal mun etja kappi við Schalke. Af ensku liðunum lítur út fyrir að Man. Utd. hafi verið heppnast í drættinum en sterkasta liðið sem þeir mæta er Deportivo la Cor- una. A-riðill er einkar athyglis- verður þar sem spænsku og ítöl- sku meistararnir mætast. Fyrir- fram virðist Bayern Munchen hafa lent í léttasta riðlinum. ■ A-RIÐILL: C-RIÐILL: E-RIÐILL: G-RIÐILL: Real Madrid Arsenal Juventus Manchester United AS Roma Real Mallorca Porto Deportivo la Coruna Lokomotiv Moscow Schalke 04 Rosenborg Olympiakos Anderlecht Panathinaikos Celtic Lille B-RIÐILL: D-RIÐILL: F-RIDILL: H-RIÐILL: Liverpool Lazio Barcelona Bayern Munich Dortmund Galatasaray Lyon Spartak Moskva Dynamo Kiev PSV Leverkusen Feyenoord Boavista Nantes Fenerbahce Sparta Prag MEISTARARNIR Oliver Kahn og félagar hans í Bayern Wlunchen voru heppnir í drættinum í gær. ÍA eða ÍBV meistarar Arnór Guðjohnsen spáir því að IA muni vinna Islandsmeistaratitilinn en Asgeir Elíasson hefur trú á því að Vestmannaeyingar muni hampa titlinum. Báðir telja þeir að Breiðablik muni falla en segja ómögulegt að spá fyrir um það hverjir muni fylgja þeim niður í 1. deild. ARNÓR „Ólafur Þórðarson heldur uppi hefð- inni á Skaganum." knattspyrna Arnór Guðjohnsen, þjálfari og leikmaður Stjörnunn- ar, spáir því að ÍA muni standa uppi sem sigurvegari í Símadeild- inni þann. 22. september, en Ás- geir Elíasson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari og núverandi þjálfari Þróttar, segir Vestmannaeyinga vera líklegasta til að hampa Is- landsmeistaratitlinum. „Mótið hefúr verið nokkuð jafnt og ég tel að fjögur lið muni berjast um titilinn, ÍA, ÍBV, Fylkir og FH,“ sagði Arnór. „Ungu strákarnir í Skagaliðinu hafa verið að gera góða hluti í sumar og það er greinilegt að Ólafur Þórðar- son (þjálfari ÍA) heldur uppi hefðinni á Skaganum. Eins og þetta virðist vera að þró- ast núna virðist mér Skaginn vera sigurstranglegastur, en það gæti skorist úr þessu í síðustu umferð- inni.“ Arnór sagði að KR-ingar hefðu valdið sér mestum vonbrigðum. „Þeir eru búnir að vinna síð- ustu tvö ár og því er hungrið kannski ekki til staðar núna. Það lá gífurlega vinna að baki þessum titlum og þeir þurftu að leggja mikið á sig. Það gildir síðan um öll lið að það þýðir ekkert að slappa af. Það eru ekki mörg lið í deild- inni, tímabilið er ekki langt og hlutirnir því fljótir að gerast. Það er því mjög stutt á milli topp- og fallbaráttu á íslandi." Að sögn Arnórs eiga miklar væntingar í Vesturbænum einnig sinn þátt í slæmu gengi liðsins. „Eg hef það á tilfinningunni að leikmennirnir hafi bara ekki þol- að þessa pressu. Þeir byrjuðu illa og hafa ekki náð að rífa sig upp og þegar hlutirnir ganga ekki vel er mjög erfitt að fást við utanaðkom- andi pressu." Um fallbaráttuna sagði Arnór að síðan hann hefði komið heim úr atvinnumennsku hefði aldrei ver- ið minni spenna á botninum en á toppnum. „Breiðablik á þungan róður fyrir höndum. Það virðist ekkert ganga hjá þeim, þannig að ég er svartsýnn fyrir þeirra hönd og held að þeir fari niður. Ég þori hins vegar ekki að spá um það hvaða lið kemur til með að falla með þeim.“ Arnór sagði að KR-ingar væru náttúrlega í mikilli hættu. Fram væri komið með visst sjálfstraust sem gæti fleytt þeim áfram. Vals- menn þyrftu einn sigur í viðbót til að halda sér uppi og hann teldi lík- legt að þeir gerðu það. Þá sagði hann að Keflavík og Grindavík væru ekki laus við falldrauginn, en hann hefði þó enga trú á að Grindavík myndi falla. Ásgeir sagði að mótið væri búið að vera mjög skemmtilegt og spennandi og að allt liti út fyrir að æsispennandi lokaumferðir. „Árangur KR og Grindavík hef- ur kannski komið mest á óvart í sumar, en flestir, þar á meðal ég, reiknuðu með þeim í toppbaráttunni," sagði Ás- geir. „Annað kemur kannski ekki á óvart. Þessi lið sem eru að berj- ast á toppnum eru samt lið sem maður vissi að gætu vel blandað ■ €láeÍ'<£-' MEISTARAEFNI Ásgeir Elíasson sagðist hafa trú á því að ÍBV yrði (slandsmeistari. Arnór Guðjohnsen sagði að Framarar væru komnir með mikið sjálfstraust sem gæti fleytt þeim áfram, þannig að þeir héldu sæti sínu í deildinni. ÁSGEIR „Það lið sem fær smáheppni með sér mun klára mótið." sér í baráttuna, þó menn hafi kannski ekki reiknað með Skagan- um á toppnum á þessum árstíma með ungt lið og nokkuð breyttan mannskap." Að sögn Ásgeirs eiga FH, Fylk- ir, ÍBV og ÍA, öll möguleika á titl- inum. „Það verða allir leikir erfiðir núna. Liðin eru annaðhvort að leika við önnur lið í toppbarátt- unni eða lið í fallbaráttunni. Mér sýnist að það lið sem fær smá hep- pni með sér muni klára mótið og ég hef trú að að Vestmannaeying- ar muni gera það. Þeir eiga bæði ÍA og Fylki eftir á heimavelli." Varðandi fallbaráttuna sagði Ásgeir að erfitt yrði fyrir Breiða- blik að bjarga sér frá falli. „Manni finnst líklegt að þeir þurfi að bíta í það súra epli að fara niður, en það er ómögulegt að spá fyrir um það hvaða lið muni fylg- ja þeim. Eg man þá tíð þegar lið gat fallið með 22 stig og það segir manni að Keflavík er enn í fall- hættu, en þeir ættu að vera búnir að bjarga sér ef þeir vinna einn leik í viðbót. KR-ingarnir eru nátt- úrlega í næstneðsta sæti og þurfa því hagstæðustu úrslitin til að bjarga sér, en þetta á eftir að ráð- ast í síðustu umferðinni." ■ Ólafur Stígsson hefur náð sér vel á strik knattspyrna Þegar þeir Arnór og Ásgeir voru spurðir að því hvaða leikmaður hefði komið þeim mest á óvart í sumar, sagði Arnór að gam- an væri að sjá hvað fyrrum félagi hans hjá Val, Ólafur Stígsson, sem Smiðir oq verkamenn Óskum eftir að ráða metnaða- fulla smiði og verkamenn til fjölbreyttra starfa úti og inni. Uppl. í síma 896 7825. nú leikur með Fylki, hefði náð sér vel á strik í sumar. „Maður sá alltaf að það bjó mik- ið í þessum strák, en hann er búinn að vera óheppinn með meiðsli," sagði Arnór. „Þá hefur Ólafur Ingi Skúlason hjá Fylki einnig verið mjög góður og ekki má gleyma markaskoraranum uppi á Skaga, Hirti Hjartarsyni. Það er geysilega mikilvægt fyrir lið að hafa svona leikmann - týpískan markaskorara. Það er einmitt það sem KR-inga hefur vantað." Ásgeir sagðist ekki hafa séð nægilega marga leiki til að geta dæmt um það hver hefði stað- ið upp úr. Hann sagði að Hjörtur hefði sýnt góða leiki og skorað mik- ið af mörkum, en að það hefði ekki komið sér á óvart. Hann hefði verið að gera það síðustu ár með Borg- nesingum. ■ Símadeild karla: Fjórar umferðir eftir hjá körlunum 15. UMFERÐ: 17. UMFERÐ: KR - Valur 26.8. 18.00 KR - Fram 16.9. 14.00 Keflavík - fBV 26.8. 18.00 Valur - ÍBV 16.9. 14.00 FH - Breiðablik 26.8. 18.00 FH - Grindavík 16.9. 14.00 lA - Fram 27.8. 18.00 Keflavík - Breiðablik 16.9. 14.00 Fylkir - Grindavík 27.8. 18.00 ÍA - Fylkir 16.9. 14.00 16. UMFERÐ: 18. UMFERÐ: fBV - Fylkir 8.9. 14.00 Breiðablik - Valur 22.9. 14.00 Grindavík - ÍA 8.9. 14.00 IBV - ÍA 22.9. 14.00 Valur - Keflavík 8.9. 14.00 Fram - Keflavík 22.9. 14.00 Breiðablik - KR 8.9. 16.00 Fylkir - FH 22.9. 14.00 Fram - FH 9.9. 20.00 Grindavlk - KR 22.9. 14.00

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.