Fréttablaðið - 19.09.2001, Side 8

Fréttablaðið - 19.09.2001, Side 8
8 FRETTABLAÐIÐ 19. september 2001 IVIIÐVIKUDAGUR LÖCREGLUFRÉTTIR Þrír menn voru handteknir að- faranótt þriðjudagsins vegna tilraunar til innbrots á bílasölu í austurborginni. Fékk lögregla til- kynningu um að tveir menn sæjust við jeppabifreið á bílasölunni. Þeg- ar lögreglan kom á staðinn hljóp annar þeirra í burtu en einn náðist. Lögreglan handsamaði síðan tvo menn sem grunaðir eru um aðild. Okumaður keyrði aftan á bifreið sem var á 90 km hraða og stór- skemmdi bílana. Áreksturinn varð um níuleytið í gærmorgun á móts við Ölfusborgir á Suðurlandsvegin- um og sagðist talsmaður lögregl- unnar á Selfossi aldrei hafa vitað um aðrar eins aðfarir á sínum fjórtán ára ferli sem lögreglu- maður. MACNÚS STEFÁNSSON Magnús er varaformaður utanríkismála- nefndar Alþingis. Magnús Stefánsson: 0T- Island er ekki í stríði utanríkismál Magnús Stefáns- son, þingmaður Framsóknar- flokks, leggur áherslu á að ís- land sé ekki í stríði. Hann segir að NATO hafi skerpt þann skiln- ing, árið 1999, að árás, eins og getið er um í 5. grein stofnsátt- mála NATO, geti einnig átt við um hryðjuverkaárásir. „Ég sé ekkert óeðlilegt við að NATO þjóðirnar vinni saman og örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna var strax gert viðvart," sagði hann, en ítrekaði að ekki yrði farið út í aðgerðir án samráðs allra NATO-þjóðanna. Þær segir hann að verði að skoðast þegar ljóst verður hver stóð að árásunum í Bandaríkjunum og með hvaða hætti þjóðin kæmi_að þeim. Um- ræðan um hvort ísland eigi að koma að því að taka menn af lífi án dóms og laga úti í heimi segir Magnús að bíði betri tíma. ■ Reykjavík: Ibúar eru hræddir við að vera í miðborginni LÖGREGLUMÁL Helmingur fólks finn- ur fyrir óöryggi að vera eitt á ferð eftir miðnætti í miðborg Reykja- vikur og þar af eru konur og þeir sem eldri eru líklegri til að finna fyrir óöryggi. Þetta kemur fram í könnun sem lögreglan í Reykjavík hafði frumkvæði að. Rúmlega 20% svarenda sögðust ekki vera einir á gangi eftir miðnætti af ótta við af- brot og voru konur þar í meiri- hluta. Þá segja 85% þátttakenda sig vera mjög eða frekar örugga eina á gangi í sínu hverfi eftir miðnætti. Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn, sagði það ánægju- legt hve hátt hlutfall borgara vær öruggt í sínu hverfi að næturlagi. „Ég tel að þrátt fyrir að það öryggi lækki verulega þegar kemur að miðbænum, verði að skoða í það í samhengi við hverjir sækja mið- bæinn. I ljós hefur komið að örygg- ið er mest hjá unga fólkinu og þeim sem reglulega sækja miðbæinn.“ Mikill meirihluti svarenda telja afbrot vera mjög eða frekar mikið vandamál á íslandi og þar væru of- beldi og líkamsárásir mesta vanda- málið en fíkniefnabrot fylgdu fast í MIÐBORGIN í könnuninni kom fram að yngra fólkið finnur ekki til óöryggis í miðborg Reykjavíkur eftir miðnætti en það gera konur, þeir sem eldri eru, tekjulágir og þeir sem ekki gegna launuðu starfi. kjölfarið. Töldu 67% svarendur refsingar fyrir fíkniefnabrot vera annað hvort allt of eða helst til of vægar. Spurt var um viðhorf til dauðarefsinga og var yfirgnæfandi meirihluti andvígur því að íslend- ingar tækju upp dauðarefsingu við alvarlegum brotum. ■ Endurskoðunarnefndin Grétar Mar Jónsson: Aldrei vilji klofnaði endanlega Endurskoðunarnefnd um stjórn fiskveiða er margklofin. Meirihluti nefndarinnar mælir með auðlindagjaldi og hafnar fyrningarleið. Starfi nefndarinnar lokið að öðru leyti en því að minnihlutanum gefst færi á að skila minnihlutaálitum. STÖRFUM LOKIÐ Meirihluti endurskoðunamefndar leggur til að auðlindagjald verði innheimt. Hún vill enn fremur halda stjórn fiskveiða að mestu í núverandi mynd og hafnar fyrningarleiðinni, sem hefði haft í för með sér að veiðiheimildír yrðu innkallaðar yfir ákveðið tímabil og úthlutað á ný. stiórn fiskveiða Meirihluti nefnd- arinnar sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að endurskoða stjórnkerfi fiskveiða hefur geng- ið frá tillögum sínum og er starfi nefndarinnar því að mestu lokið. Meirihlutinn leggur til að auð- lindagjald verði lagt á veiðiheim- ildir en að þeim verði áfram út- hlutað með sama hætti og verið hefur. Tillögur þessa efnis voru afgreiddar og undirritaðar á fundi nefndarinnar síðast liðinn þriðjudag. Fyrningarleiðinni er hins vegar hafnað í tillögum meirihlutans. Minnihlutinn mót- mælti afgreiðslunni og óskaði eft- ir því að afgreiðslu tillagnanna yrði frestað um viku en þeim til- mælum var hafnað. Það eina sem er eftir af starfi nefndarinnar nú er að minnihlutanum gefst færi á að skila minnihlutaálitum en þau geta orðið allt að þrjú talsins. í sinni einföldustu mynd má segja að nefndin hafi klofnað eft- ir línunni á milli auðlindagjalds og fyrningarleiðar. Friðrik Már Baldursson, formaður nefndar- innar, Kristján Skarphéðinsson skrifstofustjóri iðnaðar- og við- skiptaráðuneytis og þingmenn- irnir Tómas Ingi Olrich og Vil- hjálmur Egilsson leggja til að auðlindagjald verði innheimt sem ákveðin upphæð af veiðiheimild- um. Þingmennirnir Árni Steinar Jóhannsson, Jóhann Ársælsson og Kristinn H. Gunnarsson hafa hins vegar allir lýst því yfir að nálgast mætti lausn eftir fyrning- arleið. Leiðinni sem meirihlutinn hef- ur valið að fara segir Jóhann Ár- sælsson að megi helst lýsa sem leið óbreytts ástands. Vilhjálmur Egilsson sagði að menn hefðu lagt sig fram um að ná sátt en að það hefði ekki tekist að þessu sinni. Hann sagðist hins vegar ekki get- að svarað til um hvort það hefði verið ómögulegt frá upphafi. Fréttablaðið leitaði til Krist- jáns Ragnarssonar formanns LÍU og Friðriks J. Arngrímssonar framkvæmdastjóra LIÚ um við- brögð en hvorugur þeirra vildi tjá sig um starf nefndarinnar þar sem þeir höfðu ekki séð álit meirihlutans. binni@frettabladid.is til að ná sátt AUKAATRIÐI Skoðun Crétars Mar Jónssonar er sú að auð- lindagjald sé aukaatriði meðan sumir eiga kvót- ann. fiskveiðistjórnun Tillögur meiri- hluta nefndar um stjórnun fisk- veiða eru að sögn Grétars Mar Jónssonar eins og við var að bú- ast. „Það var aldrei neinn vilji til að ná sátt um fisk- veiðistefn- una, hvorki við fólkið í landinu né sjómenn," segir hann. „ Þ e t t a byggir enn á því að e i g n a r - haldið er hjá kvóta- kóngum og sægreifun- um og það vantar alla tilburði til að koma til móts við fólkið í landinu og ná einhverri sátt um fiskveiði- stjórnun." Grétar Mar segir að ef tillög- urnar nái fram að ganga þýði það að þjóðin búi áfram við gjafakvótakerfi. Nefnd um stjórnun fiskveiða metur kvót- ann á tæpar 400 milljarða króna og sumir meta að hann sé enn meira virði. „Þetta er það sem þjóðin er búin að ríkisstyrkja út- gerðina með. Menn geta farið með þessa peninga út úr sjávar- útveginum og út úr landinu en aðrir þurfa að kaupa eða leigja þetta af þeim.“ Að mati Grétars Mar verður aldrei sátt um leik- reglur sem þessar. Grétar Mar segir að auðlinda- gjald sé algert aukaatriði meðan menn geta átt kvótann, leigt hann og selt. „Ef tekið verður upp veiðileyfagjald ætla útgerð- armenn að taka það af óskiptu og þar af leiðandi að láta sjómenn- ina borga það með sér.“ ■ Hugo Þórísson sálfrceðingur Wilbelm Norðfjörð sálfræðingur AMSKIPTI FORELDRA OG BARNA Nýtt námskeið að hefjast Upplýsingar og skráning í s: 562 1132 og 562 6632 ejiir kl. 16 og nnt helgar Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um: • Þroska bama, sjálfsmynd og samskipti. • Vandamál sem geta komið upp í samskiptum innan fjölskyldunnar. ' Aðferð til þess að kenna börnum að taka ábyrgð. ■ Hvernig hægt er að tala við börn og tryggja að þau vilji hlusta. • Aðferðir til þess að kenna börnum tillitsemí og sjálfsaga. ■ Aðferðir til að komast út úr samskiptum þar sem eru sigurvegarar og taparar. ■ Hugmyndir um hvernig er hægt að hafa jákvæð áhrif á gildismat barna. Sjúkraliðar: Fyrsti sáttafundur eftir verkfallsboðun verkalÝðsmál Ríkissáttasemjari hefur boðað saminganefndir sjúkraliða og ríkisins til sáttafund- ar klukkan 11 í dag, miðvikudag. Þetta er fyrsti fundur þeirra í milli eftir að yfirgnæfandi meirihluti sjúkraliða samþykkti að fara þris- var sinnum í þriggja daga verkfall í næsta mánuöi hafi ekki samist áður. Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags íslands segir að félagsmenn hafi tekið eft- ir því að það hefur ekki enn verið lokað á innkallanir sjúklinga í að- gerðir. Það gæti bent til þess að yf- irstjórn Landsspítala hafi vit- neskju um eitthvað sé að gerast hjá ríkinu til lausnar deilunni. Það mun hins vegar skýrast á sáttafundin- um í dag. Á fundi trúnaðarmanna sjúkra- liða í gær var farið yfir tillögur að gerð vinnustaðasamnings sem Landsspítali- háskólasjúkrahús hefur lagt fram. Engir fjármunir fylgdu þeim tillögum á meðan ósamið er við ríkið. Þá eiga sjúkra- liðar ósamið við sveitarfélögin, sjálfseignarstofnanir og Reykja- víkurborg. ■ KRISTÍN Á. GUÐMUNDSDÓTTIR FORMAÐUR SJÚKRALIÐAFÉLAGS ÍSLANDS Sáttafundur hefur verið boðaður með Launanefnd sveitarfélaga n.k. föstudag

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.