Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 8
8
FRÉTTABLAÐIÐ
28. september 2001 FÖSTUDACUR
Grundartangahöfn:
Vilja öflugri
tollgæslu
sveitarstjórnir Bæjarráð Akraness
og Borgarbyggðar vilja að toll-
gæsla á Grundartangahöfn verði
efld og samþykktu í gær samhljóð-
andi ályktanir þar sem skorað er á
stjórnvöld að tryggja nauðsynlegt
fjármagn. í ályktuninni segir að
komur millilandaskipa á Grundar-
tanga hafi tvöfaldast frá árinu
1995 og útlit sé fyrir að viðkomum
millilandaskipa muni fjölga enn en
nú eru þær um 180 á ári. Einn lög-
reglumaður hefur nú tollaf-
greiðslu á Grundartanga á höndum
auk tilfallandi aðstoðar og telja
bæjarráðin það fyrirkomuiag óvið-
unandi. ■
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
Alls taka um 450 manns þátt í ráðstefn-
unni, þar af um 380 útlendingar frá 85
ríkjum.
Alþjóðaráðstefna FAO
í Reykjavík:
Sú stærsta
hérlendis
hingað til
sjávarútvegsmál í næstu viku hefst
í Reykjavík umfangsmesta alþjóða-
ráðstefna sem haldin hefur verið
hér á landi, segir í sameiginlegri til-
kynningu sjávar- og utanríkisráðu-
neytis. Ráðstefnan er á vegum Mat-
væla- og landbúnaðarstofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO) í boði
íslenskra og norskra stjórnvalda.
Megintilgangur ráðstefnunnar
er að bæta framkvæmd siðareglna
FAO um ábyrgð í fiskimálum og
stefnt að stefnumörkun á því sviði.
Ráðstefnan er talin sérstaklega
mikilvæg í Ijósi þess að þetta er
eina alþjóðaráðstefnan um sjávar-
útvegsmál sem haldin er á vegum
SÞ fyrir ætlaðan leiðtogafund í Jó-
hannesarborg á næsta ári.
Helstu fiskveiðiþjóðir heims
eiga fulitrúa á ráðstefnunni auk
sjávarútvegsráðherra fjölmargra
ríkja, en hún verður sett í Háskóla-
bíói á mánudaginn. Lagt hefur ver-
ið til að Árni M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, verði forseti ráð-
stefnunnar. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR
Kona velti bílnum sínum út af
þjóðveginum um 5 kílómetra
sunnan við Blönduós laust eftir há-
degi í gær. Að sögn lögreglu var
hún ekki á mikilli ferð og í bílbelti.
Bíllinn valt einn hring en ökumað-
urinn slasaðist ekki. Konan var að
borða undir stýri með þessum af-
leiðingum.
—♦—
Lögreglan í Vík segir að áin Súla
sé komin í sitt fyrra horf eftir
hlaupið aðfaranótt þriðjudags.
Engin hætta var á ferðum og stóð-
ust allir vegir hlaupið. Lítil umferð
er á þjóðveginum og allt gengið að
óskum.
—♦—
Tíu ökumenn voru teknir fyrir
of hraðan akstur af Selfosslög-
reglunni á Suðurlandsvegi í gær.
Einn ók á 127 km. hraða, var kærð-
ur en ekki sviptur ökuréttindum.
Annar var tekinn fyrir ölvun við
akstur um miðjan dag.
Fjármál Osama bin Laden rannsökuð:
Atti reikninga í banka sem lokað var 1991
WASHlNGTON.flP Rannsóknarfulltrú-
ar hafa komist að því að Osama
bin Laden hafi verið á meðal þeir-
ra sem áttu reikninga í alþjóða-
bankanum „The Bank of Credit
and Commerce International," í
Washington. Banka þessum var
lokað árið 1991 vegna tengsla
hans við fjársvik, þjófnaði, leyni-
lega vopnasamninga, fjáröflun
fyrir hryðjuverkamenn og pen-
ingaþvott fyrir fíkniefnabaróna.
„Við höfum komist að því að
þegar við lokuðum bankanum á
sínum tíma þá varð bin Laden fyr-
ir miklu fjárhagslegu áfalli vegna
þess hversu stóra reikninga hann
átti í bankanum og hversu mikið
hann reiddi sig á það fjármagn
sem streymdi þar í gegn,“ sagði
John Kerry, bandarískur þing-
maður sem stjórnaði rannsókn-
inni á starfsemi bankans.
Á meðal þeirra 1,3 milljóna
manna sem áttu í viðskiptum við
bankann, voru arabíski hryðju-
verkamaðurinn Abu Nidal og kól-
umbískir eiturlyfjabarónar. Töp-
uðu þeir sem áttu þar reikninga,
milljónum dollara þegar yfirvöld
ákváðu að loka bankanum og frys-
ta þar með eignir þeirra. ■
BIN LADEN
Bin Laden varð fyrir miklu
fjárhagslegu áfalli þegar
bankanum var lokað.
Skaut á þingmenn
og ráðherra
Vopnaður maður réðst inn í þinghús í Sviss. Varpaði sprengju
og hóf síðan skothríð.
FYRIR UTAN ÞINGHÚSIÐ
Þingmenn og fréttamenn bíða læknishjálpar utan við þinghúsið í Zug í gær, eftir að sviss-
neskur maður hafði ráðist inn í húsið og skotið með riffli á þingmenn, ráðherra og frétta-
menn.
zug. sviss. ap Maður vopnaður riffli
og sprengjuefnum ruddist í gær-
morgun inn í þinghúsið í borginni
Zug í Sviss. Sprenging kvað við
áður en maðurinn hóf skothríð með
þeim afleiðingum að fjórtán manns
létu lífið samstundis og fjölmargir
særðust. Sameiginlegur fundur 80
manna þings og sjö manna stjórnar
kantónunnar stóð yfir þegar mað-
urinn réðst inn, auk þess sem fjöl-
margir fréttamenn voru í salnum.
Fyrstu fréttir benda til þess að
maðurinn, sem var svissneskur og
bjó í Ziirich, hafi staðið einn að
verki og honum hafi af einhverjum
ástæðum verði í nöp við stjórnvöld
kantónunnar, en þrír ráðherra í
stjórninni voru meðal þeirra sem
létust. Byssumaðurinn lést sjálfur í
árásinni, en hann skildi eftir sig
bréf þar sem hann talar um „dag
reiðinnar gegn mafíunni í Zug.“
„Þetta er hryllileg árás, fjórtán
manns eru látnir, þar af þrír ráð-
herrar og frést hefur að sextán
manns að auki séu særðir,“ sagði
Peter Hess, forseti svissneska þjóð-
þingsins í Bern, sem rauf þingfund
í gærmorgun til þess að skýra frá
atburðunum í Zug. Átta þingmenn
eru alvarlega særðir, sagði Urs
Hurlimann, lögreglustjóri í Zug.
Hann vildi ekki segja neitt um
hverjir létust.
„Maðurinn óð inn á mitt gólf og
skaut á fólk,“ sagði svissneskur
fréttamaður. Fólk fleygði sér á
gólfið til þess að skýla sér. Síðan
heyrðist sprenging og reykur fyllti
herbergið. Sprengingin var það
öflug að dyr rifnuðu af hjörum og
gluggarúður brotnuðu. Ekki var
ljóst hvort maðurinn hafi verið
með bensínsprengju eða hand-
sprengju.
Lögreglan lokaði miðbænum í
Zug. Hún gerði einnig upptæka
bifreið með svissneskum númera-
plötum, en í bifreiðinni fundust
vopn af ýmsu tagi.
Atburðirnir í gær voru verstu
fjöldamorð sem framin hafa verið
í Sviss, en árin 1990-91 voru fram-
in þar þrjú fjöldamorð sem enn
eru fólki í fersku minni.
Sviss skiptist upp í 26 kantónur,
sem eru eins konar fylki og hver
með eigin stjórn og þing. ■
Abyrgðarsjóður launa:
Stefnir í 90%
auknmsu
a milli ara
atvinnulífið Um 74% aukning
hefur orðið í útgreiðslum hjá
Ábyrgðarsjóði launa á fyrstu
átta mánuðum ársins miðað við
sama tíma í fyrra, eða úr 107
milljónum króna í 186 milljónir.
Miðað við þróunina er búist við
að útgreiðslurnar geti numið
allt að 300 milljónum í árslok
sem er þá 90% aukning á milli
ára. Á síðasta ári var fjöldi
kröfuhafa 603, þ.e. launafólk
vegna vangoldinna launa en
áætlað er að þessir einstakling-
ar geti orðið allt að 900 - 1000 í
ár. Það er meira 50% auking á
milli ára.
Björgvin Steingrímsson
deildarstjóri sjóðsins segir að
þetta sé vegna þess að gjald-
þrotum í atvinnulífinu hefur
fjölgað og þá ekki síst hjá með-
alstórum fyrirtækjum. Hann
segir að þetta sé til marks um að
það sé farið að halla undan í rek-
stri margra fyrirtækja. Hann
segir að sjóðurinn standi mjög
vel en eigið fé hans er um 900
milljónir króna og því þarf sjóð-
urinn ekki á aukafjárveitingu að
halda þrátt fyrir þessa aukn-
ingu. ■
| LÖGREGLUFRÉTTIR |
Ekki var mikið um útköll lög-
regiunnar í Keflavík í gær en
hún hefur aukið sýnileika sinn
við skóla bæjarins. Lögreglan
hefur sérstakt eftirlit við leik-
skóla og athugar hvort börnin
séu ekki spennt í bílunum. Það
hefur gengið mjög vel.
Makedónía:
U ppreisnars veit-
irnar lagdar niður
SIPKOVICfl. MflKEDÓN-
íu. ap Ali Ahmeti,
leiðtogi NLA, upp-
reisnarsveita al-
banskra íbúa í
Makedóníu, sagði í
gær að sveitirnar
hafi nú formlega
verið lagðar niður.
Einungis fáeinum
klukkustundum
áður höfðu hersveit-
ir Atlantshafs-
bandalagsins form-
lega lokið vopna-
söfnun sinni í
Makedóníu. Vonast en Nató hefur lokið við að safna saman vopnum uppreisn-
er til þess að yfirlýs- armanna. Nató ætlar þó að halda eftir hluta herliðs síns í
Makedóníu.
John Major:
„Reyndum
að drepa
Saddam“
london. ap John Major, fyrrver-
andi forsætisráðherra Bretlands,
viðurkenndi í viðtali við bresku
sjónvarpsstöðina BBC í gær, að
reynt hefði verið að ráða Saddam
Hussein, leiðtoga íraks, af dögum
í Persaflóastríðinu. Bandarísk
stjórnvöld hafa til þessa haldið
því fram að engin sérstök tilraun
hefði verið gerð til að ráða
Saddam Hussein af dögum.
Major var spurður hvort rétt-
mætt væri að drepa leiðtoga á
borð við Osama bin Laden. Hann
svaraði sem svo: „Það hefur ekki
verið venjan hjá okkur hingað til.
Ef þú áttir við Persaflóastríðið,
hvort við höfum reynt að drepa
Saddam Hussein með því að kom-
ast að því hvar hann væri staddur
og varpa sprengju á hann, - auð-
vitað gerðum við það. Við áttum í
stríði þá.“
Major sagði þó að baráttan
gegn hryðjuverkum væri annars
konar stríð en Persaflóastríðið. ■
JOHN MAJOR
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands var
spurður hvort heimilt væri að drepa fólk á
borð við Osama bin Laden.
ing Ahmetis þrýsti á
stjórnvöld í Makedóníu til þess
að standa við sinn hluta friðar-
samkomulags sem undirritað var
í ágúst.
Leiðtogar NATO hafa gefið
loforð um að vera áfram með
þúsund manria herlið í landinu til
þess að draga úr líkum þess að
upp úr sjóði á ný. 4.500 manna
herlið NATO hefur verið í
Makedóníu undanfarnar fjórar
vikur og safnað saman 3.875
vopnum frá uppreisnamönnum.
Vopnin verða eyðilögð. ■