Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 28.09.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUPAGUR 28. september 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 9 Átök á Norður-írlandi: 33 lög- reglumenn særðust BELFAST. NORÐUR-ÍRLANDI.AP 33 lög- reglumenn særðust í átökum við mótmælendur á götum Belfast í gær. Að sögn lögreglunnar skutu byssumenn úr röðum mótmælenda yfir 50 skothylkjum að þeim, þar á meðal tveimur úr sjálfvirkum rif- fli. Enginn lögreglumaður varð fyr- ir skotunum. Þeir sem særðust hlutu hins vegar brunasár, sködd- uðust á heyrn eða hlutu skrámur, eftir að sex heimatilbúnum hand- sprengjum og 125 bensínsprengj- Á LEIÐ f SKÓLANN Lítil stúlka úr röðum mótmælenda gengur í skólann. Allt í kring eru bílar sem brennndir voru nóttina áður ( átökum á milli herskárra mótmælenda og lögregl- unnar. um var varpað að þeim. Talið er að mótmælendurnir hafi verið með- limir í Varnarbandalagi Ulster. ■ íslensk lögregla tekur þátt í starfi vegna hryðjuverka: Athugar hryðjuverkamenn hryðiuverk Lögregla á Islandi hefur tekið þátt í samstarfi lögregluyfirvalda í Banda- ríkjunum og Evrópu við að hafa upp á mönnum sem tald- ir eru tengjast hryðjuverkun- um í Bandaríkjunum og fjár- mögnun þeirra. Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, segir að deildin hafi fengið senda alþjóðlega lista með nöfnum yfir eftirlýsta menn, sem talið er að hafi ferðast um Norður- lönd. Fram er komið að einn nánasti samstarfsmaður Osama bin Ladens bjó um hríð í Danmörku. „Það er engin ástæða til að ætla að einhver þessara manna hafi komið hingað til lands eða sé hér á landi,“ sagði Jón. „En það þarf að kanna það og það er verið að kanna það.“ Einnig fylgist embættið með þeirri stefnu- mótun, sem fram fer um þessar mundir, um aukið ör- yggi í millilandaflugi. Bandaríkjamenn hafa þegar ákveðið að vopnaðir lög- reglumenn verði í þarlendum flug- vélum. Jón sagði að ekki væri á döf- inni að íslendingar lýstu einhliða yfir slíkum öryggisráðstöfunum. Hins vegar réðum við þessu ekki einir og sjálfir og vera kynni að lönd, sem íslensk flugfélög fljúga til, ættu eftir að setja slík skilyrði fyrir lendingu á sínu landi. ■ JÓN H.B. SNORRASON Reykjanes: Forseti kennir frönsku nám Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands frá 1980 til 1996, er í hópi þeirra sem munu kenna grunn- skólabörnum á Suðurnesjum frön- sku á tveggja daga námskeiði sem haldið verður í Rcykjanesbæ. Námskeiðið er haldið á vegum Háskóla íslands í samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suður- nesjum og er hluti af átaki skólans til að efla tengsl sín við lands- byggðina í tilefni aldarafmælis skólans fyrr á þessu ári. ■ Sævar Gestsson: Átta mig ekki á þessu stjórn fiskveiða „Ég verð að viður- kenna að ég átta mig ekki á þessu. Það er eins og mennirnir hafi ver- ið í annarlegu ástandi þegar þeir ákváðu þetta“, segir Sævar Gests- son, formaður Sjómannafélags ísafjarðar. „Ég veit ekki hvernig mönnum dettur í hug að leggja til að setja auðlindagjald á sjávarút- veginn til að bjarga landsbyggð- inni. Hvert eru þessir menn eigin- lega að fara? Svo er auðvitað spurningin um hverjir eigi að greiða gjaldið. Á að draga þetta af óskiptu óg láta þannig sjómennina greiða gjaldið?" „Það er verið að rústa smábáta- flotanum", segir Sævar og sér ekki að tillögur endurskoðunar- nefndar breyti nokkru þar um. „Það er búið að stúta 40 daga körlunum sem máttu veiða 40 daga á ári. Ég sagði áður að ef kvóti yrði settur á smábátana yrði það til þess að um 400 manns á Vestfjörðum misstu vinnuna. Ef FURÐULEGT Ég skil ekki hvernig svona tillögur geta komið frá jafn vel menntuðum mönnum. við miðum við fjóra í fjölskyldu snertir það um 1.600 manns. Það er ansi stór hluti af 9.000 Vestfirð- ingurn." ■ Menntaskólinn á ísafirði: Deilaum íbúð Ólínu skólamál Deilur hafa risið innan skólanefndar Menntaskólans á ísa- firði um þá samþykkt skólanefnd- arfundar í ágúst að leigja íbúðar- húsnæði til afnota fyrir skólameist- ara, Ólínu Þorvarðardóttur. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður ís- fii'ðinga og formaður skólanefndar, hefur ritað menntamálaráðherra bréf þar sem hann lýsir því að hann telji fundinn þar sem leigan var samþykkt hafa verið ólöglega boð- aðan og að skólanefnd hafi að auki ekki haft heimild til að leigja hús- næðið. ■ Verð sem þú mátt ekki missa af! SKÁLHOLTSSTÍGUR - ATVINNUHHÚSNÆÐI Á TVEIMUR HÆÐUM í EINU GLÆSILEGASTA TIMBURHÚSI LANDSINS ÁSAMT 7 SÉR ER 902 FM. Eignin skiptist í 124,5 fm kjallara og 101,5 fm á 1. hæð. Gengið er inn á 1. hæð um sameiginlegan inngang með efri hæð / Sameiginleg forstofa með kókosteppi á gólfi. Innri forstofa/hol með kókosteppi á gólfi. / Gangur með furugólfborðum / Gesta wc með furugólfborðum, gluggi. Eldhús með furugólfborðum - gamlar inn- réttingar, borðaðstaða. 3 samliggjandi skiptanlegar stofur með furugólfborðum / Stórt herbergi með furugólfborðum. Kjail- ari: 1 stórt vinnurými með lökkuðu stein- gólfi / Wc. með lökkuðu steingólfi / 2 geymslur / 2 nokkuð stór herbergi með lökkuðu steingólfi / Hús að utan er í góðu ásigkomulagi að sögn seljanda / 7 sér merkt bílastæði á lóðinni fylgja með / Hiti í tröppum upp á 1. hæðina / Nýtt rafmagn og rafmagnstafla, nýjar lagnir/ATH. Hérá eftir fylgir brot af sögu hússins en nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vefnum með því að slá inn eftirfarandi slóða: http://www.mad.is/naepan.html Eftir að starfsemi Me'nningarsjóðs og Menntamálaráðs var lögð niður í byrjun tí- unda áratugar ákvað menntamálaráðu- neytið að Listasafn (slands fengi afnot af húsinu fyrir skrifstofuhald sitt. Um leið var ákveðið að færa húsið í upprunalegt horf. Landshöfðingja- húsið hafði áður verið friðað að ytra byrði „enda hafi húsið bæði sögulegt og listrænt gildi auk þess sem útlit þess eigi verulegan þátt i að móta yfirbragð staðarins" eins og sagði í umsögn húsafriðunarnefnd- ar til menntamálaráðherra þann 14. júní 1990. Umfangsmiklar úttektir á vegum. húsafriðunarnefndar og framkvæmdasýslu ríkisins fóru fram á árunum 1993-1994. Að þeim loknum var síðan ráðist í lagfæringar á ytra byrði hússins á árunum 1995 og 1996. Síðar var horfið frá því að setja skrifstofur Listasafnsins í húsið og ákveðið að selja húsið. ATH. SAGA HÚSSINS ER Á VEFNUM Á: http://www.mad.is/naepan.html LYICII.L. AÐ aÓÐRI CIQN Totli grafík Veró Tiíbcð 11 „9G( i UVofsláttur of i *J/0 imnrsimm innrommun Afsláttartilboó af spegium og plakötum Gíldistími 26. sept. 6. okt. Súper gler. Glampa frítt glært gler Komíð og sjáíð munin Opió 900-1800og laugardaga 1100-16‘ IWIIÐSTOÐIN Síóumitla 34 ® Sími: 533 3331

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.