Fréttablaðið - 08.10.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.10.2001, Blaðsíða 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2001 MÁNUDAGUR SPURNINC DACSINS Ópíumframleiðslan í Afganistan: Norðurbandalagið ræktar mest A VALMÚAAKRINUM Afganskir bændur skoða valmúasprettuna, en úr valmúanum er ópíum unnið. Myndin var tekin árið 1999. Hlakkar þú til opnunar Smáralindar? ,Já, já. Ég reikna með því að kfkja þangað fyrstu dagana." | Hulda Guðvarðardóttir læknaritari VÍN. austurríki. ap Ráðamenn á Vesturlöndum hafa mikið talað um eiturlyfjagróðann, sem tali- banar og bin Laden njóta góðs af. Nú fyrir helgina fullyrti Mo- hammad Amirkhizi, sem er hátt- settur embættismaður hjá Eitur- lyfjaeftirlitsstofnun Sameinuðu þjóðanna, að valmúauppskeran í Afganistan á þessu ári hafi að megninu til fengist á yfirráða- svæðum Norðurbandalagsins. Ársskýrsla stofnunarinnar kemur út í þessari viku. í henni kemur fram að bændur á yfir- ráðasvæðum Norðurbandalagsins hafi framleitt um það bil 150 tonn af valmúa á þessu ári, en úr hon- um er ópíum unnið. Fram á síð- ustu ár hefur ópíumframleiðslan í Afganistan verið um fjögur þús- und tonn. Frá því talibanar lögðu blátt bann við framleiðslunni hef- ur hún minnkað og var á þessu ári komin niður í 200 tonn í landinu öllu. Framleiðslan á yfirráða- svæðum Norðurbandalagsins hef- ur nánast haldist óbreytt. Óttast er að talibanar aflétti banninu í ljósi síðustu atburða til þess að bæta fjárhagsstöðu sína. Einnig sjást merki þess að bænd- ur hafi aukið framleiðslu sína upp á síðkastið, hvort sem það er með vilja talibana gert eða ekki. Bannið hefur komið afar illa við bændur í Afganistan og þar með stóran hluta landsmanna, sem margir hverjir eiga enga aðra tekjulind. ■ Gallar kvótakerfisins meiri en kostirnir Helstu vandkvæði kvótakerfis eru að það byggir ekki upp stofna og brýtur upp félagslegt mynstur. Afnema á framsal veiðileyfa og stjórna sjósókn með takmörkun á Qölda skipa. ÞJÓÐKIRKJAN 471 brottskráður umfram nýskráða fyrstu níu mánuði ársins. Fyrstu níu mánuðir ársins: 632 úr þjóð- kirkjunni trúfélacaskráninc 632 einstak- lingar skráðu sig úr þjóðkirkjunni á fyrstu níu mánuðum ársins en það eru 0,3% þeirra sem tilheyrðu henni 1. desember á síðasta ári. Af þeim kusu 175 að vera utan trúfé- laga, 136 létu skrá sig í Fríkirkj- una í Hafnarfirði, 130 í Fríkirkj- una í Reykjavík, 64 í Óháða söfn- uðinn og 36 í Hvítasunnukirkjuna. Þeir sem skráðu sig úr þjóðkirkj- unni nú eru nokkuð færri en á sama tímabili í fyrra þegar 775 skráðu sig úr henni en örlítið fleiri en 1999 þegar 609 skráðu sig úr kirkjunni. 161 var skráðir í þjóðkirkjuna fyrstu níu mánuði ársins. Alls voru gerðar 1.172 breyt- ingar á skráningu trúfélags í Þjóð- skrá en það er svipaður fjöldi og undanfarin ár. ■ SJÁVARÚTVECUR „Þegar menn byrj- uðu að tala um að taka upp fram- seljanlega kvóta í sjávarútvegi spáði ég fyrir að það myndu viss vandkvæði fylgja slíku kerfi“, segir prófessor Parzival Copes, sjávarútvegshagfræðingur. „Helstu vandkvæðin sem ég sá fyrir voru annars vegar að kvóta- kerfið byggir ekki upp fiskistofna ólíkt því sem menn hafa haldið fram og hins vegar að það brýtur upp það félagslega mynstur sem fyrir er. Af 14 mögulegum vand- kvæðum sem ég spáði hafa 13 gengið eftir. 14. vandkvæðið gekk ekki eftir þar sem ekki var tekið upp kvótakerfi í laxveiðum." Copes segist hlynntur því að taka upp veiðileyfakerfi með tak- mörkuðum fjölda fiskiskipa til að stjórna sókn í fiskistofna. Þannig megi takmarka fjölda skipa, stjór- na notkun veiðarfæra og stýra að- gerðum til að efla sóknargetu skipanna með það að verkum að fiskistofnar verði ekki ofnýttir og útgerð rekin með óhagkvæmum hætti. Ef þörf þykir á að fækka skipum enn frekar segir hann að ríkið geti keypt aðila út úr útgerð- iimi. Þá sé lagt gjald á þær útgerð- ir sem áfram starfa til að standa straum af kostnaði við kaupin, enda skili fækkun skipa sér í meiri afla fyrir þau skip sem eftir eru. Eitt þeirra vandkvæða sem Copes sér við framseljanlega kvóta er að nær allur arður verð- ur eftir hjá þeim sem fá kvótanum úthlutað og selja hann svo áfram. Þetta vill hann koma í veg fyrir með því að veiðileyfi verði að skila inn þegar menn hætti veið- um. Þetta sé vissulega erfitt þar sem um stórfyrirtæki er að ræða enda geti þau starfað að eilífu en einyrkjar skili inn veiðiheimild- um þegar þeir hætta enda hafi PARZIVAL COPES: „Stuðningsmenn framseljanlegs kvóta bera kerfið oftast saman við það versta kerfi sem þeir finna. Kerfið verður hins vegar að rökstyðja með eigin kostum. Mín niður- staða er þó sú að gallarnir vegi þyngra en kostirnir." þeir þá haft tækifæri til að sækja sinn arð. Veiðileyfið verði þá út- hlutað að nýju og best sé að farið sé eftir því hversu lengi menn hafa stundað sjóinn. binni@frettabladid.is Kyrmtu þér klúbbirm 9.990 VINTERSPORT Bíldshöfða 20 • 510 8020 • www.intersport.is FIREFLY TWISTER Buxur og úlpa. St. 120- 170 sm. Fleiri litir. Kr. 9.990.- Lögleiðing ólympískra hnefaleika: Hnefaleikafrumvarp flutt þriðja sinni alpingi „Ég væri ekki að leggja frumvarpið fram aftur ef ég teldi ekki góða möguleika á að það yrði samþykkt", segir Gunnar I. Birgis- son sem hefur nú í þriðja sinn lagt fram frumvarp á Alþingi um að ólympískir hnefaleikar verði lög- leiddir. Frumvarpið var fellt þegar það var tekið fyrir á þingi vorið 2000 en endurflutt í fyrra en ekki tekið á dagskrá í vor vegna anna. „Mér finnst það mikil forneskja að leyfa ekki ólympíska hnefaleika miðað við allt annað sem er leyft hérna. fótbolta, tae kwon do, kumite, karate og allt annað. Ólympískir hnefaleikar eru ein af þeim íþróttum þar sem er hvað minnst um meiðsli. Ég væri ekki að flytja þetta mál ef þetta væri eitt- hvað hættulegt. Það virðist henta sumu fólki pólitískt að vera á móti svona löguðu. En við erum mörg sem stöndum að þessu úr öllum flokkum nema Vinstri-grænum." ■ GUNNAR BIRGISSON Flytur frumvarpið þriðja sinni. Féll á einu atkvæði fyrsta sinni en komst ekki á dag- skrá síðasta vetur. Netþjónabú í Reykjanesbæ: Bjartsýnir á framhaldið netþjónabú „Það hefur ekki mikið gerst í þessu máli síðan í sumar, við höfum til að mynda ekkert heyrt í bandarísku fjárfestunum frá 11. september," segir Ólafur Kjartansson hjá Markaðsskrif- stofu Reykjanesbæjar, en eins og komið hefur fram í blaðinu hefur bærinn átt í viðræðum við ýmsa aðila, svo sem Hitaveitu Suður- nesja auk bandarísku fjárfest- anna, um uppbyggingu viðamikill- ar netþjónastarfsemi á Suðurnesj- um. Ólafur segir að þrátt fyrir að framvindu málsins hafi seinkað og hryðjuverkin í Bandaríkjunum ef til vill sett tímaáætlanir úr skorðum séu markaðsmenn í bæn- um bjartsýnir. „Næsta skref er að útbúa sölugögn og kynna fyrir út- völdum aðilum.“ ■ INNLENT Ovenju mikil rigning var á Akureyri á laugardag og að- faranótt sunnudags. Það mikið vatn safnaðist að loka þurfi hluta miðbæjarins meðan starfs- menn bæjarins kepptust við veita burt vatni og bjarga því að vatn flæddi í kjallara. Eitthvað varð um skemmdir vegna vatns- elgsins. —♦— TT'rumgerð Hafmeyjunnar, X1 verks Nínu Sæmundsson, verður sett upp í Smáralind. Af- steypa verksins var sett upp í Tjörninni árið 1959, en var sprengt upp ári síðar. Bresk rannsókn: Hvers vegna þjálfun veld- ur vellíðan heilsa Líkur er á því að visinda- menn hafi nú fundið efni í líkama okkar sem útskýrir hvers vegna líkamsþjálfun veldur vellíðanar- tilfinningu. Að sögn vísinda- manna við Nottingham Tirent há- skólann í Bretlandi gæti efnið „phenylethylamine" átt einhvern hlut að máli. Að því er kemur fram á fréttavef BBC, er það efni sem líkaminn sjálfur framleiðir, en það hefur hingað til verið talið tengjast líkamsorkunni, skap- brigðum og athyglisgáfu. Rann- sóknin birtist í tímaritinu „the British Journal of Sports Med- icine.“ ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.