Fréttablaðið - 08.10.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.10.2001, Blaðsíða 18
18 FRÉTTABLAÐIÐ 8. október 2001 MÁNUDAGUR HVAÐA BÓK ERT ÞÚ AÐ LESA Dagbjört Kjartansdóttir verslunarstjóri Máls og menningar. „Trésmíðí í eilífðinni eftir Gyrði Elíasson. Þetta eru skemmtilegar smásögur" | Islenskar bamabækur á faraldsfæti: Blái hnötturinn til Júgóslavíu útcAfa Réttindastofa Eddu, sem fer með samninga- og kynningar- mál fyrir hönd þeirra höfunda sem koma út á vegum Máls og menningar, Vöku-Helgafells, For- lagsins og Almenna bókafélags- ins, hefur að undanförnu gengið frá fjölda samninga um útgáfu á íslenskum barnabókum erlendis. Höfundarnir sem um ræðir eru Andri Snær Magnason, Guðrún Helgadóttir, Brian Pilkington, Ingibjörg Sigurðardóttir og Ragn- heiður Gestsdóttir. Búið er að gera samninga um útgáfu i ýms- um Evrópulöndum, meðal annars á Norðurlöndunum, og í Austur Asíu. Nýverið var gengið frá samningi við júgóslavneska for- lagið Izdavacka Kuca Draganic um útgáfu á Sögunni af bláa hnett- inum eftir Andra Snæ Magnason. Þá hefur útgáfuréttur af Ástar- sögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur og Brian Pilkington verið seldur til kóreska forlagsins BIR en fyrr í sumar var greint frá því að ítalska forlagið RSC Libri/Fabbri Editori hefði tryggt sér útgáfuréttinn á Ítalíu. Fyrr á þessu ári var gengið frá samning- um um danska útgáfu á bók Guð- rúnar Helgadóttur, Ekkert að marka!, við bókaforlagið Klim í Danmörku. Fyrsta bókin í þessari trílógíu Guðrúnar, Ekkert að þakka!, er væntanleg á markað nú fyrir jólin hjá Klim. Réttindastofa Eddu verður með stóran kynningarbás á bóka- sýningunni í Frankfurt, sem hefst á miðvikudaginn kemur, og hafa nú þegar verið bókaðir fundir með um níutíu forleggjurum frá ýmsum heimshornum þar sem þeim verða kynnt verk eftir meira en sextíu íslenska höfunda. ■ GERA ÞAÐ GOTT Andri Snær Magnason er í hópi íslenskra barnabókahöfunda sem hafa fengið verk sín gefin út erlendis. Nýtt gallerí opnað - Gallerí Skuggi: Hver með sínu nefi á Hverfísgötu mvnpust Nýtt sýningargallerí, Gallerí Skuggi, Hverfisgötu 39, hóf formlega starfsemi sína með opnun myndlistarsýningar Birg- is Andréssonar, Guðmundar Odds Magnússonar, Lilju Bjark- ar Egilsdóttur og AKUSA (Ás- mundar Ásmundssonar og Justin Blaustein). Sýningin ber yfir- skriftina „Hver með sínu nefi“. í tilkynningu frá Gallerí Skugga segir að markmið gallerísins sé að skapa lifandi og metnaðarfull- an vettvang til sýningarhalds innlendra og erlendra myndlist- armanna. Baka til í húsnæði gall- erísins er aðstaða til setu, lesturs og kaffidrykkju og mun galleríið standa fyrir ýmsum uppákomum tengdum listum og umræðu um listir í víðum skilningi. f hverj- um mánuði munu aðstandendur Skugga miðia áhugasömum gest- um merkri skáldsögu/bók úr bók- menntasögunni, eða samtímaum- ræðunni (“Úr bókahillunni") og áhugaverðri kvikmynd (“Skuggasýningin"). Sýningin „Hver með sínu nefi“ stendur til 21. október. Galleríið er opið milli klukkan 13 og 17, frá þriðju- degi til sunnudags. ■ MÁNUDAGURINN 8. OKTÓBER BÍÓ____________________________ 22.30 Fiimundur sýnir Blár, fyrstu myndína í þríleik pólska leik- stjórans Krzysztofs Ki- ewslowski. Miðaverð kr. 500 fyrir Filmundarfélaga og kr. 800 fyrir aðra. Hægt er með einföld- um hætti að gerast meðlimur í Filmundi í miðasölu Háskóla- bíós. FYRIRLESTRAR___________________ 12.30 Anna Lfndal myndlístarmaður heldur opinn fyrirlestur í Lista- háskóla íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 024. Fyrirlesturinn fjall- ar um Tvíæringinn í Istanbul í Tyrklandi 1997 og Kwangju Bienalinn í S-Kóreu árið 2000. SAMKOMUR_______________________ 20.30 Fyrsta dagskrá Listaklúbbsins á þessum vetri verður i Leikhús- kjallaranum í kvöld og er hún helguð breska leikskáldinu Dav- id Hare. Meðal annars mun Melkorka Tekla Ólafsdóttir fjallar um David Hare og ferii hans. Arnar Jónsson Ijær skáld- inu rödd og flytur valin brot úr viðtölum sem varpa lósi á per- sónu hans og skoðanir. Eftir hlé verða pallborðsumræður. Húsið opnar 19.30. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. SÝNINGAR_______________________ Á ferð um landið með Toyota er yfir- skrift sýningar Fókuss, Ijósmynda- klúbbs áhugamanna. Sýningin er í sal- arkynnum nýrra bíla Toyota við Nýbýla- veg í Kópavogi. Ljósmyndir á sýning- unni voru teknar á ferð klúbbsins um Suðurlandshálendið, í Þjórsárdal, Veiði- vötnum, Dómadal, Landmannalaugum, Fjallabaksleið og viðar. Sýningin er opin á opnunartírna söludeildar Toyota. Tilfinningar okkar breytast aldrei Þjóðleikhúsið sýnir þessa dagana á Litla sviðinu leikritið „Hver er hræddur við Virginiu Wolf?“ eftir Edward Albee. Lilja Guðrún Þor- valdsdóttir hefur fengið mikið lof fyrir leik sinn í hlutverki Mörthu, konu í hjónabandi sem hefði ef til vill betur endað fyrir mörgum árum. leikhús „Það eru margar Mörthur til,“ segir Lilja Guðrún hálfsak- leysislega. „Þegar fólk er orðið svona fast í eigin eymd þá er svo erfitt að slíta sig lausan. Þau gætu vafalaust ekki verið án hvors annarrs. Hún myndi ábyggilega bara leita að nýjum George (Pálmi Gestsson) og hann að annarri Mörthu til þess að kljást við. Þau eru náttúrulega að stinga á kýlin og vekja upp gömul sár. Um leið eru þau líka að bera smyrsl á önnur sár. Þetta er líka leikur hjá þeim. En ég er alveg handviss að Martha hefur aldrei gengið svona langt áður, eins og þessa nótt.“ Þar á Lilja við atburði sem gerast eftir að hjónin bjóða heim til sín í eftirpartí, ungum hjón- um, Nick (Rúnar Freyr Gíslason) og Lillu (Inga María Valdimars- dóttir), sem þau hittu fyrr um kvöldið. Leikritið var frumflutt á Broadway árið 1960, hneykslaði suma, heillaði fleiri og tryggði höfundinum Edward Albee sín fyrstu Pulitzer verðlaun af þremur. „Ég var dálítið hrædd um að þetta væri kannski orðið of gam- alt til þess að snerta áhorfendur. En þetta snart mig, tilfinningar okkar breytast aldrei. Mannfólk- ið gerir sömu mistökin aftur og aftur. Þetta þótti svo mikið klám- leikrit að þýðingin var ritskoðuð þegar það var sett upp í fyrsta sinn á hér á landi. Þá var haldinn fundur þar sem formaður út- varpsráðs, menntamálaráðherra, nóbelskáldið og fleiri ákváðu að það væri ekki við hæfi að þýða það beint. En núna setti Jónas [Kristjánsson þýðandij þetta allt inn.“ Margir þeirra sem hafa séð leikritið hafa ef til vill velt því fyrir sér hver sé merkingin á bak við það að bendla rithöfund- inn Virginíu Wolf við verkið. „Skýringin er ósköp hallærisleg. Verkið hét „Who’s afraid of the big bad wolf“ en Disney var búið að kaupa einkaréttinn á titlinum þar sem þeir gerðu teiknimynd eftir ævintýrinu. Þeir bönnuðu Albee að nota það. Þannig að hann breytti þessu svona, og all- ur heimurinn skyldi hvað lá að baki. Það er því svolítið flott hvernig hann reddaði málunum.” biggi@freltabladid.is Handritasýníng í Stofnun Árna Magn- ússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýn- ingin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstudaga til 15. maí. MYNDLIST________________________ Vera Sörensen listamaður opnaði síð- astliðinn laugardag málverkasýningu í sýningarsal Gallerí Reykjavík. Sýningin er virka daga frá kl 13.00 til 18.00 og laugardaga frá 11.00 til 16.00. Krístín Reynisdóttir opnar sýningu á verkum sfnum í Þjóðarbókhlöðunni i dag kl. 13. Þetta er fjórða sýningin í sýningaröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns fslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Sigurbjörn Jónsson hefur opnað sýn- ingu á málverkum f Hafnarborg. Sýn- ingin er opín alla daga nema þriðju- daga frá Id 11 til 17 og stendur til 15. okt Sýningin Mynd og málstaður stendur yfir í Tjarnarsal Ráðhússins. Sýningin stiklar á stóru f sögu herstöðvaand- stöðu frá stríðslokum með áherslu á pólitískar teikningar. Sýningin er opin alla daga og stendur til 7. október. Að- gangur er ókeypis. Jón Valgard Jörgensen opnaði á laugar- dag sfna fimmtu myndlistarsýningu f Fé- lagsstarfi Gerðubeigs. Sýndar em lands- lagsmyndir, fantasíur, portrait teikningar og dýramyndir. Sýningin stendur til 9. nóvem- ber. Opnunartfmar sýningarinnar mán. - fös. kl. 10-17 og um helgar kl. 13-16. Linda Oddsdóttir hefur opnað sína fyrstu einkasýningu á Cafe Presto Hlíðasmára 15. Á sýningunni em eingöngu olfumál- verk sem em unnin á þessu ári. Opnunar- tímar virka daga frá 10 til 23 og um helgar frá 12 til 18. Verði ykkur að góðu í allun október Októberfest í Sjörukránní 1L- 14, októbct kemur fram meðal annars hin „Ðie Stötthammer” frá Munchen. þýskum krasum í veítingatjaklinu daga Id. 18:00. Fjörið heldur áfram í Fjörugarðinum með KOS og Stötthammer. Hugleikur Dagsson listamaður: Kröftug list fyrir augað í Gallerí Nema Hvað mvndust Hugleikur Dagsson, lista- maður og kvikmyndagagnrýn- andi, opnaði um helgina mynd- listasýningu í Gallerí Nema Hvað, Skólavörðustíg 22c. Listamaður- inn er þekktur fyrir skemmtileg- an og ögrandi stfl, og mega gestir eiga von á kröftugri list fyrir aug- að. Sýndar eru ljósmyndir, teikn- ingar, ljóð, innsetningar og o.fl. Sýningin er opin 14 -18 og stend- ur dagana 6.-11. október. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.