Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDACUR 30. október 2001 FRETTABLAÐIÐ 11 Sveik tugi milljóna króna af gamalmennum: Aldurhnigið svikakvendi sæti tveggja ára fangelsi dómsmál Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær sjötuga konu, Þórunni Sigurveigu Aðalsteins- dóttur, til tveggja ára fangelsis- vistar fyrir milljóna króna fjár- svik. Konan hafði svikið féð af sjö rosknum karlmönnum sem hún hafði komið sér í kynni við sér- staklega í þessu skyni. Sonur kon- unnar var sýknaður í málinu. Þórunn var ákærð fyrir að hafa beitt karlmennina sjö skipulegum blekkingum frá því síðla vetrar 1992 og fram á mitt sumar í fyrra. Þannig hafi hún fengið þá til að lána sér 30 milljónir króna sem hún mátti vita að hún ætti enga möguleika á að endurgreiða. Eftir að ákærur og bótakröfur höfðu verið gefnar út féllu fjórir mannanna frá bótakröfum sínum og var Þórunn því aðeins dæmd til að greiða ríflega 3 milljónir króna auk 325 þúsund króna málsvarn- arlauna. Mennirnir vissu ekki af lán- veitingum hvers annars og gerðu sér ranghugmyndir um greiðslu- getu Þórunnar. Þórunn bar sig upp við mennina í gegnum síma og lýsti fyrir þeim fjárhagskrögg- um sínum og bágindum. Gjarnan voru frásagnirnar kryddaðar með upplognum sögum af veikindum barna hennar. Ákæru á hendur Þórunni og syni hennar varðandi meint fjár- svik tengdum nokkrum öðrum eldri karlmönnum var vísað frá dómi. Mennirnir sjö sem Þórunn hef- ur verið dæmd fyrir að féfletta HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Þórunn Sigurveig Aðalsteinsdóttir blekkti stórfé út úr hópi manna og var í gær dæmd í fangelsi fyrir vikið. Sonur hennar var sýknaður. búa allt í kring um landið eða á Vopnafirði, í Borgarfirði, Húna- vatnssýslu, á Húsavík, Skaga- strönd, í Árnessýslu og Suður- Þingeyjasýslu. ■ LÖCRECLUFRÉTTIR Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dagsins vegna ölvaðs fólks sem átti í slagsmálum, neitaði að fara út af veitingahúsum eða voru að ónáða fólk. Þá voru nokkrir teknir höndum grunaðir um að hafa fíkni- efni undir höndum. Afskipti voru höfð af níu ökumönnum um helg- ina vegna gruns um ölvunarakstur. Þá voru fjörtíu og sex sektaðir vegna hraðaksturs. Brotist var inn í bifreiða- geymslu í Seljahverfi aðfara- nótt sunnudagsins. Þar var farið inn í þrjá bifreiðar með því að brjóta rúður. Stolið var hljómtækj- um og einnig var sprautað glugga- þéttiefni í allar glufur og hurðir bifreiðar. Uppgjör Össurar hf: Hagnaðarmarkmið nást uppcjör Össurar hf. skilaði um 560 milljónum króna í hagnað í níu mánaða uppgjöri, sem birt var í gær. Jón Sigurðsson, forstjóri, segist vera ánægður með upp- gjörið sem sé nokkurn vegin í takt við áætlanir. „Þetta er í megin atriðum eins við stefndum að sem við erum mjög ánægð með þar sem við sett- um okkur ögrandi markmið," seg- ir Jón. „Hagnaður er á áætlun en salan er heldur minni en við gerð- um ráð fyrir. Það munar samt ekki miklu.“ Tekjur félagsins voru tæpir fimm milljarðar og segir Jón að það hafi tekist að halda kostnaðar- hliðinni í skefjum. „Það hefur gengið mjög vel og við erum nokkuð stolt yfir því vegna þess að félagið hefur verið að ganga í gegnum gríðarlega umfangsmikl- ar breytingar. Við höfum slegið saman fimm fyrirtækjum á árinu og það er alltaf mjög erfitt að gera það án þess að kostnaður fari JÓN SIGURÐSSON Uppgjörið er í takt við áætlanir fyrirtækisins úr böndunum. Hann hefur ekki gert það og við náðum því fram sem við ætluðum." Jón segir að hagnaðmarkmið, sem sett voru á árinu, náist en sal- an verði um fjögur til fimm pró- sent minni. ■ LÖCRECLUFRÉTTIR Lögreglan í Reykjavík fékk margar upphringingar að- faranótt sunnudags þar sem til- kynnt var um áflog milli þrigg- ja hettuklædda manna á Klepps- vegi. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að um var að ræða leikþátt í steggjapartíi. Var mönnunum gert að færa sig af akbrautinni. ^iáóvartaöMegW fiórar stjörnur i htnur fJÓ orv99-P^funum (European Ne« Program) eöa hust áefinhefurveriöl ★ NCAP stasti blls- iryggisbúnaaar vi yemur fao ,e fékk nýverió „ viOurkenndu Euro NCAP r Assessment u einkunn sem I sínum fiokki- ! Gijótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 öpið 9-18 virka daga og 10-16 laugardaga Mégane Classic kostar frá 1.680.000 kr. Renault Mcgane cr frábærlega vel búinn bíll sem uppfyllir ströngustu öryggiskröfur - og ekki spillir vcrðið fyrir. Haim cr mcð öllum nýjasta öryggisútbúnaði, m.a. 4 loftpúðum, styrktarbitum, 3ja ])tinkta belti fyrir alla farþega, 3 höfuðpúðum í aftursæti, streklqurum á framsætum. ISOFIX barnabflstólsfestingum, sérstyrktum toppi og botni, krumpusvæði og ABS hemlum. í stuttu máli sagt; ltann tryggir þér og þfnum mcira öryggi á bctra verði. Kontdu og prófaðu! RENAULT - býr til bíla

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.