Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 30. október 2001 ÞRIÐJUDACUR I I í Grjótkastari í Gautaborg: Abdul Haq kom skilaboðum til bandarískra ráðamanna: Fyrst skotinn og síðan dæmdur CAUTABORC. AFTONBLADET TvítUgUr piltur, Hannes Westberg var í gær, dæmdur í átta mánaða fang- elsi fyrir grjótkast í mótmælum í Gautaborg síðastliðið sumar, þeg- ar leiðtogafundur Evrópusam- bandsins var haldinn. Hannes var skotinn í kviðinn þegar hann hljóp með stein í hendi í átt að lögreglu- þjóni. Ungur aldur og það að hann fékk skot í kviðinn var virt honum til refsilækkunnar. Lögfræðingur piltsins segir dóminn koma á óvart. „Ég átti von á að skjólstæðingur minn yrði dæmdur til samfélagsþjónustu, en ekki í fangelsi.“ ■ Innsiglaði aðstoð Bandaríkjanna dauðadóminn? WASHINCTON. ap í gær var í Pakist- an haldin minningarathöfn um Abdul Haq, einn af leiðtogum Norðurbandalagsins í Afganistan. Haq hélt inn á yfirráðasvæði tali- bana á fimmtudaginn í síðustu viku. Talibanar handtóku hann og tóku síðan af lífi, eins og fram hefur komið í fréttum. Haq og fé- lagar hans reyndu að hafa sam- band við bandaríska ráðamenn eftir að þeir tóku eftir hópi tali- bana fyrir framan sig, og sömu- leiðis fyrir aftan sig, þar sem þeir voru fótgangandi í nágrenni borg- arinnar Jalalabad. Haq hringdi fyrst til kaupsýslu- manns að nafni James Ritchie, sem hringdi til bróður síns, Joseph Ritchie. Bróðirinn kom skilaboð- unum áfram til Roberts McFarla- ne, fyrrverandi ráðgjafa Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta, en Farlane hefur lengi stutt Haq. Frá Farlane bárust boðin til banda- rískra ráðamanna. Bandarísk herþota gerði á end- anum árás á lest talibana, en sú árás kom of seint. Joseph Ritchie telur hins vegar að árásin hafi gefið talibönum tilefni til að halda að Haq hafi farið á vegum Banda- ríkjamanna inn fyrir víglínuna. „Strax og Bandaríkjamenn létu til sín taka, þá innsiglaði það senni- lega dauðadóminn," sagði hann. ■ MINNINCARATHÖFN UM HAQ Ættingjar og stuðningsmenn Abduls Haq, sem talibanar tóku af lífi fyrir helgi, héldu minn- ingarathöfn um hann i borginni Peshawar í Pakistan í gær. Hann var grafinn í Afganistan. M6NNTfíF6lflG QVGGINGflRIÐNRÐflRINS NÁMSKEIÐ FYRIR BYGGINGAMENN Eftirtalin námskeið standa til boða fyrir byggingamenn og verða haldin í Reykjavík. Námskeið Tími Verð* Plastkubbahús 3. nóv. 3.000 Lagnaveggir 3. nóv. 3.000 Parketgólf 8. - 10. nóv. 5.000 Verkstjórnun 9. - 10. nóv. 8.000 Málun steinhúsa 15. - 17. nóv. 5.000 Vatnsúðakerfi - sprinkler 16. - 17. nóv. 5.000 Gipsveggir 17. nóv. 3.000 Marmaramálun 22. - 24. nóv. 5.000 Tilboð og verksamningar 22. - 24. nóv. 8.000 Þök og þakfrágangur 22. - 24. nóv. 5.000 ‘Þetta verð er fyrir félagsmenn MFB Upplýsingar um innihald námskeiðanna er hægt að finna á heimasíðu okkar www.mfb.is Skráning og upplýsingar Sími 552-1040 Símbréf 552-1043 gudrun@mfb.is Budduvæn búð Fatnaður - Jólavörur - Gjafavara Snyrtivörur - Ljós - Sælgæti o.fl. ofl. Hagkvæmustu Verslun innkaupin hverju KAYS sinni og alltaf Austurhrauni 3 Gbæ/Hfj. eitthvað á útsölu (5 mín frá Smára) Sími 555 2866 Samfylkingarfundur Kjördæmafélag Samfylkingarinnar í Reykjavík heldur félagsfund laugardaginn 3. nóvember kl. 11:00 í Norræna húsinu. Dagskrá Kosning fulltrúa á landsfund Samfylkingarinnar. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, flytur ávarp. Fjallað verður ennfremur um borgarmálin. Stjórnin Samfylkingin b _ — — — — — — — — — — — . — — — — J Barnaklám hótels ofviða tölvum lög Ríkislögreglustjóri hefur skoðað gríðarleg tölvugögn fyrrverandi hótelstjór júní en þá réðu heimamenn ekki lengur við að yfirfara safn tugþúsunda klá ræða barnaklám og upptökur af baðherbergi á gistiheimilinu r löcreclumál Jónas Vilhelmsson, yf- irlögregluþjónn á Eskifirði, segir að tölvugögn hótelstjórans, sem kærð- ur var í vor af þýskum stúlknakór fyrir að hafa falið myndavél á gisti- heimilinu Tærgesen á Reyðarfirði, innihaldi saknæmt barnaklámefni. s Gögnin voru send tölvudeild ríkislög- reglustjóra til skoð- unar í júní. „Þetta reyndist vera svo viðamikið dæmi að við þurft- um að senda allan pakkann til tölvu- deildar ríkislög- reglustjórans. Hann er ekki kominn til baka ennþá en málið mun þó vera að komast á lokastig hjá þeim,“ seg- ir Jónas. Að sögn Jónasar var m.a. lagt á hald á þrjár eða fjórar tölvur hjá hótelstjóranum og mikið magn af lausum hörðum diskum, geisladisk- um, floppydiskum og gömlum fimm tommu tölvudiskum. „Þetta er svo ofboðslega mikið að það trúir því ekki nokkur maður. Þetta er óskilj- anlegt magn; tugþúsundir mynda. „Það tekur ör- ugglega fleira daga bara að prenta þetta út," segir yfir- lögregluþjón- inn á Eskifirði. Við höfðum skoðað mikið og reynt ná gögnum út en þetta er bara alltof mikið fyrir okkar búnað,“ segir hann. Jónas segir ekki nægja að leggja fram tölvudiskana eina og sér fyrir dómi og því þurfi að prenta út þau gögn sem lögreglan telur saknæm. „Það tekur örugglega fleira daga bara að prenta þetta út,“ segir hann. Jónas segir hótelstjórann ekki hafi komist í kast við lögin áður svo neinu nemi og að engar vísbending- ar hafi fundist um að hann hafi reynt að hagnast á myndasafninu: „Eitt af því sem rannsóknin bein- ist að er hvort um einhvers konar klámhring hafi verið að ræða eða ekki. Þess vegna þarf að fara yfir allar aðgerðarskrár búnaðarins og komast inn á netþjóna. En það hefur ekkert slíkt komið í ljós og við höf- um ekki grun um það. Það er enginn annar sem tengist málinu að svo stöddu," segir yfirlögregluþjónn- inn. Jónas segir að fjöldi mynda úr gagnabanka mannsins geti varðað við þá grein hegningarlaga sem kveður á um refsingu fyrir að hafa REYÐARI Vökul augu þýskra unglingsstúlkna sem gi sporið af gegndarlausu klái í vörslu sinni efni sem sýna börn á kynferðislegan hátt. Han staðfestir einnig að hótelstjórinn hafi átt upp- tökur sem gerðar voru með földu ---------:-------£---------- SUNDURSKOTIÐ HÚS Palestínumaður horfir niður af svölum íbúðarhúss sem lentl í skothríð ísraelskra skriðdreka í bænum Betlehem. Israelskar hersveitir: Drógu sig til baka frá tveim- ur bæjum BETLEHEM.VESTURBAKKANUM.AP Að sögn Binyamin Ben-Eliezer, varn- armálaráðherra ísraels, munu ísraelsmenn draga hersveitir sín- ar til baka frá fjórum bæjum á Vesturbakkanum til viðbótar ef Palestínumenn lofa að hætta árás- um sínum og stuðli að meira ör- yggi á svæðinu. Þetta sagði hann eftir að hersveitirnar drógu sig í gær til baka frá bæjunum Bet- lehem og Beit Jalla, þrátt fyrir skotárás sem átti sér stað á sunnu- daginn þegar Palestínumenn skutu fimm Israela til bana. ■ Þurfa ad láta e Tillögur útvarpsstjóra um niðurskurð hjá Rikisútvar farið yrði með þær sem trúnaðarmál. Að óbreyttu st( RÍkisÚtvarpið Tillögur útvarpsstjóra um niðurskurð hjá Ríkisútvarpinu verða ræddar nánar á fundi fram- kvæmdastjórnar stofnunarinnar á mánudaginn kemur. Bjarni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjón- varps og staðgengill útvarpsstjóra, segir að á fyrri fundi framkvæmdastjórn- arinnar hafi verið óskað eftir að farið yrði með bókun út- varpsstjóra sem trúnaðarmál, en hún hefur engu að síður verið til umfjöllunar í fjölmiðlum. Bjarni segir sér þykja mið- ur að starfsmenn skuli hafa þurft að frétta af tillögunum í öðrum miðlum, en þær ganga í stór- um dráttum út á styttri útsendingar- tíma sjónvarps, fækkun dagskrár- liða, niðurskurð í rekstri textavarps og víðar, að ráðningarsamningar verði ekki endurnýjaðir o.fl. þess háttar. Á þessu stigi, segir Bjarni, er ómögulegt að segja til um hvort eða Starfshópur sem mennta- málaráðherra skipaði til að fara yfir fjár- hag og rekstur Ríkisútvarps- ins á að skila niðurstöðum 15. næsta mánaðar. hverjar tillagna útvarpsstjóra ná fram að ganga. „Það á eftir að fara yfir þær og vonandi aðrar nýjar sem lagðar verða fram,“ sagði hann og bætti við að nokkuð flókið væri að endurskipuleggja dagskrána auk þess sem niðurskurður kynni að hafa áhrif á auglýsingatekjur stofn- unarinnar. „Við þurfum að átta okk- ur á hvaða afleiðingar tillögurnar kunna að hafa á reksturinn áður en teknar verða ákvarðanir um aðgerð- ir,“ sagði hann og tiltók að þessi vinna væri í raun liður í fjárhagsá- ætlunargerð stofnunarinnar fyrir næsta ár, því miðað við óbreyttar forsendur stefndi í 3-400 milljón króna hallarekstur. „Þá taka menn sig til og stilla líka upp áætlunum þar sem við getum látið enda ná saman," sagði hann. Menntamálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að hann tjái sig ekki um fjármál Ríkisútvarpsins fyrr en niðurstöður starfshóps sem hann fól að fara yfir fjárhag og rekstur stofnunarinnar skili niðurstöðum sínum. Auður Björg Árnadóttir, deildarsérfræðingur í menntamála- ráðuneytinu, er í forsvari fyrir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.