Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20 VÍB SEGJUM FRÉTTIH Fréttavefurinn á vísir.is Fyrstur með fréttirnar AáclegtMVu Kr. 1090 Grensásvegur 10 Sími 553 88 33 Ný lína Compaq Evo Kristínar Helgu Gunnarsdóttur Að búa til mun- aðarleysingja í barnalandi Það er þetta undarlega stríð sem heldur stundum fyrir mér vöku. Ég sprett fram úr á morgnana og opna fyrir heimsfréttaþjónustu BBC - anda léttar þegar ég heyri að hver- gi í mínum vestræna veruleika hafa verið framin ný hryðjuverk. Æ„ æ, segi ég svo þegar ég heyri að eitt- hvað var um að almennir Afganar sæju ekki sólina koma upp í morgun. Ég hristi hausinn og fæ mér ristað brauð. —♦— BANDARÍKJAFORSETI fékk snilldarhugmynd. Hann hvatti bandarísk börn til þess að gefa doll- ara á haus svo bjarga megi munað- arleysingjum í Afganistan. „Eitt af hverjum þremur börnum í Afganist- an er munaðarlaust“, segir forsetinn „ og okkur ber skylda til að hjálpa þeim.“ Ég geri fastlega ráð fyrir að móður og föðurlausum krílum hafi fjölgað í loftárásunum undanfarna daga. Svo gæti jafnvel farið að ann- að hvert barn yrði munaðarlaust í Afganistan þegar upp er staðið. Þó ber að þakka að á föstudögum fá þau frí frá sprengjuregninu til þess að biðja bænirnar sínar og guð veit, eða allah, eða hver sem er að þau þurfa á þeim bænadögum að halda. --4---- RAUÐI KROSSINNstýrirdoll arasjóðnum og kemur gjöfinni til munaðarleysingja sem búa í hinu mikla barnalandi Afganistan þar sem stór hluti þjóðarinnar er undir fimmtán ára aldri. Nær helmingur afganskra harna er vannærður og kannski væri ráð að hafa þetta tvo dollara á haus miðað við líkurnar á að munaðaraleysingjunum fjölgi á næstu vikum og mánuðum. .. A . . HINN GRIMMI ÓÞOKKI bin Laden hefur komið sér upp full- komnum hlífiskildi. Almennir borgarar, að stórum hluta börn, flýja sprengjurnar á yfirborðinu á meðan hann liggur í greni sínu í fjöllunum. Það er óbærilegt að reyna að sættast við þá staðreynd að eiga sem borgari í vestrænu ríki aðild að því að varpa sprengj- um á börn. Þó held ég að ég gæti betur horfst í augu við það ef Sam- einuðu þjóðirnar með öryggisráðið í fylkingarbrjósti skipuleggðu þennan heimshernað gegn hryðju- verkahópum, en ekki þjóð í sárum, full sorgar og haturs. ■ DISKA SPILARI Panasonic á betra verc BT Nvtt vikulegt sérblað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.