Fréttablaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15 Toyota-bikarinn: Bayern sigraði Boca fótbolti Hinn árlegi leikur um Toyota-bikarinn fór fram í Tókíó í gær. Þýska liðið Bayern Munchen, sigurvegarar Meistaradeildar Evr- ópu, sigraði argentínska liðið Boca Juniors, sigurvegara Libertador- es-bikarkeppninnar í Suður-Amer- íku, 1-0 með marki frá Samuel Kuffour í framlengingu. Um 55 þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum sem var nokkuð harður, en í upphafi fram- lengingarinnar var Marcelo Delgado, framherji Boca, rekinn af velli eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald. ■ KUFFOUR Samuel Kuffour fagnar sigurmarkinu sem hann skoraði á 20. mínútu framlengingarinnar. Leikmannamál: Kjartan gerir árs samning við IBV fótbolti Varnarmaðurinn Kjartan Antonsson skrifaði í gærmorgun undir nýjan eins árs samning við ÍBV. í samtali við Fréttablaðið sagðist Kjartan vera mjög ánægður með að hafa samið við ÍBV, en hann hefur leikið með lið- inu undanfarin fjögur ár. „Mér hefur liðið mjög vel í Eyjum og líst vel á næsta sum- ar,“ sagði Kjartan. „Hópurinn verður svipaður og hann var í sumar og við verðum með sama þjálfara (Njál Eiðsson). Það er líka fullt af ungum strákum að koma upp.“ Á heimasíðu ÍBV kemur fram að Fylkir og Grindavík hafi haft áhuga á leikmanninum. Kjartan sagðist hafa átt í viðræðum við nokkur félög í efstu deild en vildi hins vegar ekki segja hvaða lið það hefðu verið. Bara að þau hefðu verið á höfuðborgarsvæð- inu. Athygli vekur að Kjartan semur bara til eins árs, en hann sagði að ekki lægi fyrir hvað tæki við eftir næsta tímabil. At- KJARTAN ANTONSSON „Wlér hefur liðið mjög vel I Eyjum og líst vel á næsta sumar." vinnumennskan væri alveg inni í myndinni, ef eitthvað tilboð bær- ist. Það myndi bara koma í ljós. ■ ALLARDYCE OG GUÐNI Sam Allardyce, framkvæmdastjóri Bolton (t.v.) vill ólmur halda í Guðna Bergsson, enda hefur hann stýrt vörninni eins og herforingi á þessu keppnistímabili, sem og því síðasta þegar liðið vann sér sæti í Úrvalsdeildinni. Guðni Bergsson: Á heimleið? fótbolti Guðni Bergsson, knatt- spyrnumaður hjá Bolton Wander- es, hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn að hætta hjá liðinu og flytjast heim þegar tímabilinu á Englandi lýkur. Hann hefur átt stórkostlegt tímabil í vetur og verið hjartað í vörn Bolton. „Sem stendur býst ég ekki við því að spila eitt ár í viðbót," sagði Guðni í samtali við Soccernet. „Ég mun hugsa málið til hlítar þegar tímabilinu lýkur en eins og staðan er nú held ég að þetta sé síðasta tímabilið mitt.“ Guðni, sem er 36 ára, ætlaði að hætta eftir síðasta tímabil en sló því á frest þegar Bolton náði að tryggja sæti sitt í ensku úr- valsdeildinni. Nú eru kona hans og börn flutt til íslands og því líkegt að þetta verði síðasta tímabil hans á Englandi en hann hóf feril sinn þar í landi með Tottenham árið 1987. „Þetta hefur gengið vel hing- að til en þar sem fjölskylda mín býr á íslandi er þetta orðið svo- lítið erfitt. Þau koma bara hingað í jólafríinu og það er orðið held- ur einmannalegt að koma að tómum kofanum og ég held að það yrði enn erfiðara á næsta ári.“ Sam Allardyce, stjóri Bolton, bindur samt vonir við að Guðni spili með Bolton á næsta ári. „Það var erfiðara að sannfæra Guðna fyrir tveimur árum en á síðasta ári. Það að við komumst upp hjálpaði mikið til. Allir heil- brigðir menn vilja fá tækifæri til að leika í úrvalsdeildinni. Svo lengi sem við verðum þar þá verður Guðni með okkur.“ ■ Raðað á styrkleikaflokka fyrir HM: Erflðir útreikningar fótbolti í dag verður raðað niður í styrt 'kaflokka fyrir lokakeppn- ina á HM 2002. Um flókna útreikn- inga er að ræða en tekið verður til til landfræðilegrar stöðu, efnahags og árangurs. Alþjóða knattspyrnu- sambandið, FIFA, ætlar til að mynda ekki að mismuna gestgjöf- unum, þ.e. Japan og Suður-Kóreu, og munu þeir fá jafn sterk lið í sína riðla. Þetta er gert svo þjóðirnar hafi sömu möguleika á að fylla vell- ina og svo komist verði hjá deilum um tekjur. FIFA mun einnig reyna að komast hjá því að raða þjóðum úr sömu heimsálfu í sama riðilinn og mun því blanda saman liðum frá Suður-Ameríku og Evrópu. Fyrir heimsmeistarakeppnina í Frakklandi árið 1998 var liðum rað- að í flokka eftir árangri úr síðustu leikjum og eftir stöðu þeirra á heimslistanum. En í ár verður allt annað upp á teningum og líkti Keith Cooper, starfsmaður FIFA, DAVID BECKHAM Þótt Beckham og félagar hafi unnið Þjóð- verja 5-1 í undankeppninni gæti svo farið að þýska landsliðið verði sett styrkleika- flokk ofar en það enska. þessu við algebru en neitar því að sambandið muni raða í styrkleika- flokka. ■ Evrópumeistaramótið: Halldór fékk brons þolfimi Þolfimikappinn Halldór B. Jóhannsson varð þriðji á Evrópu- meistaramótinu í þolfimi sem fór fram í Zaragoza á Spáni um helg- ina. Jóhanna Rósa Ágústsóttir hafnaði í 18. sæti. Halldór fékk 17,65 í einkunn í undankeppninni en í úrslitakeppn- inni fékk hann 18,60, sem er hæsta einkunn sem hann hefur fengið á ferlinum. Spánverjinn Jonatan Cananda sigraði á mótinu, en hann hlaut 19,20 í einkunn. Frakkinn Grégory Alcan varð í öðru sæti með 18,75 í einkunn. ■ Holland: Van Gaal hættur með landsliðið? fótbolti Louis van Gaal hefur sagt af sér sem landsliðsþjálf- ari Hollands, samkvæmt frétt sem birtist á hollensku sjón- varpsstöðinni NOS. Samkvæmt fréttinni sagði hinn fimmtugi van Gaal af sér eftir 1-1 jafn- tefli Hollands og Danmörku þann 10. nóvember síðastliðinn. Forráðamenn Hollenska knatt- spyrnusambandsins hafa neit- að að tjá sig um málið. Hollenska landsliðið er af mörgum talið vera á meðal þeirra allra bestu í heimi, en van Gaal mistókst samt sem áður að koma því í loka- keppni HM. Portúgal og írland komust upp úr riðlinum, sem Holland lék í. Van Gaal gerði sex ára samning við Hol- lenska knattspyrnusam- bandið í fyrra, en þá tók hann við starfinu af Frank Rijkaard. ■ LÉLEGT Van Gaal mistókst að koma hollenska landsliðinu í loka- keppni HM. Vals og KA í 8 liða úrslitum SS - Bikarsins miðvikudaginn 28. nóv. kl. 20 Fyrir leikinn verður frábær dagskrá að Hlíðarenda!!!! Dagskrá: Kl. 19.00 Pizzur, djús og andlitsmáiun fyrír börnin á aðeins 500 kr. Kl. 19.40 Stebbi Hilmars og Eyjólfur Kristjáns syngja nokkur vel valin lög „live“ inni á leikvellinum. BéLUR Sjóvettlingar kr. 320 Mittisjakki kr. 3.900 VINNUFATALAGERINN SMIÐJUVEGI 4 0PIÐ MÁNUD -FÖSTUDAG KL10-18 LAUGARD 12-16

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.