Fréttablaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 28. nóvember 2001 FRETTABLAÐIÐ 19 _BÆKUR Varstu búinn aðfrétta af..? • • 011 höfum við heyrt flökku- sögur og jafnvel trúað þeim mörgum eins og nýju neti. Rakel Pálsdóttir hefur safnað og flokkað flökkusagnir sam- tímans og gefið út í bók. Sumar þessara sagna eru gamlir kunn- ingjar, aðrar eru minna eða ekkert þekktar hér á landi. Sög- urnar tengir Rakel svo saman með hugleiðingum, eða öllu heldur fræðum sínum sem færð eru í aðgengilegan búning fyrir almenning. Kötturinn í örbylgjuofninum er einstaklega skemmtileg bók. Sögurnar sjálfar eru skráðar á talmáli, eins og þær eru sagðar KÖTTURINN í ÖRBYLGJUOFNINUM OG FLEIRI FLÖKKUSAGNIR ÚR SAMTÍMANUM Höfundur: Rakel Pálsdóttir Bjartur 2001 181 bls. og það er mjög skemmtilegt að sjá hvernig sömu sögurnar lifna við og laga sig að mismun- andi tíma og umhverfi. Mér finnast tengingar Rakelar milli sagnanna og flokkun þeirra auka verulega gildi bókarinnar enda framsetningin mjög lipur. Þetta er bók sem allir sem hafa gaman að lifandi sagnahefð ættu að njóta. Steinunn Stefánsdótti Trausti Þorsteinsson: Fagmennska kennara? fyrirlestur TVausti Þorsteinsson, for- stöðumaður skólaþróunarsviðs kennaradeildar Háskólans á Akur- eyri heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ í dag 16:15. Fyrirlesturinn verður haldinn í sal Sjómannaskóla íslands við Há- teigsveg. í fyrirlestrinum mun Trausti kynna meistaraprófsverk- efni sitt sem nefnist Fagmennska kennara? Markmið verkefnisins var að greina einkenni á fag- mennsku grunnskólakennara og hvernig þau einkenni samræmast stefnumarkandi ákvæðum í lögum og reglugerðum um nám og kennslu. ■ Glerlistakonann Ebba Júliana Lárus- dóttir hefur opnað stuttsýningu í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Verk Ebbu eru aðallega unnin úr flotgleri en hún hefur lagt stund á glerlist frá 1988. Stutt- sýningin stendur til 1. desember 2001. Fimm ungir listamenn sýna nú I List- húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Haf- steinn Michael Guðmundsson, Helgi Snær Sigurðsson, Karl Emil Guð- mundsson, Sírnir H. Einarsson og Stella Sigurgeirsdóttir sýna verk sem unnin eru í ólíka miðla og eru viðfangs- efnin margbreytileg. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa numið við Mynd- lista- og handíðaskólann og eða Listahá- skóla íslands. Sýningin stendurtil 12. desember og er opin virka daga frá kl. 10 til 18 en einnig verður opið um helg- ar desembermánuði. Eyþór Árnason sýnir Ijósmyndir í Gall- eri Geysi. Sýningin heitir „Mynd í myrkri" vegna stemningarinnar sem listamaðurinn einsetti sér að búa til í myndunum. Á sýningunni verða um 19 myndir og mun þær hanga uppi út des- embermánuð. Nú stendur yfir sýning Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, myndlistarmanns og guð- fræðinema, á lágmyndum í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Ása Björk vinnur með mýkt og hörku sem kemur fram í efnisnotkun annars vegar og formi hins vegar. Þar kallast á harka lögmálsins og mildi fagnaðarerindisins. Verkin eru unnin í steypu og marmara- steypu, öll unnin árið 2001. Safnaðar- heimilið er opið þri,- fös. kl. 9-14 og sunnudaga kl. 11-13. Sýningin stendur út nóvember. Á Listasafni Reykjavikur- Kjarvalsstöð- um stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Sýningin stendur til 13. janúar. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir mál- verk í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laugarvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýningunni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengd- ar fólki og mannlífi en einnig málar hún landslagsmyndir. Sýningin er sölu- sýning og stendur fram í desember. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10:00 - 18:00 alla virka daga, en 10:00 - 14:00 laugardaga. Megas í Nýlistasafninu. Til sýnis er sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin stendur til 30. nóvember. Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóðar- bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í sýningaröðinni Fellingar sem er sam- starfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns íslands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistarkvenna. Opnunartimi Kvennasögusafnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar- safni. Á sýningunni eru verk sem span- na allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. Björn Hafberg sýnir um þessar mundir olíumálverk í sýningarsal veitingarstaðar- ins Hornsins. Myndlistarkonan llmur Stefánsdóttir hef- ur opnað sýninguna CommonNonsense í gallerí@hlemmur.is , Þverholti 5, Rvk. Á sýningunni má finna vídeóverk, skúlptúra og Ijósmyndir. Verkin eru öll unnin á árinu 2001, úr Ijósleiðurum og ýmsu fleiru. Sýningin stendur til 2. desember og er galleríið opið frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14 00 - 18 00. Tilkynningar sendist á netfangið ritstjorn@frettabladid.is Kynningarfundur: Lykillinn að velgengni á vinnumarkaði fundur Nýverið kom út bæklingur- inn Lykillinn að velgengni á vinnu- markaði. Kynningarfundur um gripinn verður haldinn í dag. Á fundinum verða flutt fræðsluerindi um undirbúning starfsframa. Kennd verður gerð umsókna, starfsferilsskráa og starfsframaá- ætlana og fjallað um mikilvægi markmiðasetn- ingar og símennt- unar. Lykillinn að velgengni á vinnu- markaði er gefinn út af jafnrétt- isátaki Háskóla íslands og Jafn- réttisstofu og Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur í samvinnu við Hf. Eimskipafélag íslands, Þekk- ingarsmiðju-IMG og ráðstefnuna Konur og lýðræði við árþúsunda- mót. Markmiðið með útgáfu ritsins er að gefa þeim konum sem eru í þann mund að feta sín fyrstu spor á vinnumarkaði góðar leiðbeining- ar um atvinnuleit og vinnumarkað- inn. Bæklingnum verður dreift til kvennemenda í Háskóla íslands auk þess sem hann verður notaður sem kennsluefni á stjórnunar- og starfsframanámskeiðum útgef- anda hans. Einnig má nálgast bæk- linginn á heimasíðum útgefanda hans, www.hi.is/stjorn/jafnrettisn í Bóksölu stúdenta og á skrifstofu jafnréttisnefndar Háskóla íslands. Fundurinn hefst kl. 16 og lýkur kl. 17.30. ■ Dagskrá Hver er lykiliinn að velgengni á vinnumarkaði? Rósa Erlingsdóttir, verkefnisstjóri jafnréttisátaks Háskóla fslands og Jafnréttisstofu. Fyrstu skrefin á vinnumarkaði - Úr skóla í starf. Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri Verzlunarmannafélags Reykjavlkur. Velgengni á vinnumarkaði. Hvernig skapa ég mér tækifæri framtíðar? Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarsmiðju-IMC. Konur og stjórnun. Hjördís Ásberg, forstöðumaður starfsþróunar Hf. Eimskipafélags ís- lands. Fundarstjóri er Hildur Jónsdóttir, jafnréttisráðgjafi Reykjavikurborgar. Léttar veitingar. HILDUR JÓNS- DÓTTIR Jafnréttisráðgjafi Reykjavíkur og fundarstjóri í dag. Kringlan er... ...15 veitingastaðir ...32 þjónustufyrirtæki ... kvikmyndahús ... barnaafþreying ... leikhús ... bókasafn KriKCt(c<K III S [ H J H R T n B SLER www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 Handfrjáls búnaöur.. ...OG HÖLOUM FRIDINN í UMFEROINNI! k Wú Vfv I h - \ 4 J T\ : www.handfrjais.is |gg; ;*vv r* Þingmenn! Sjálfsvirðing þings og þjóðar veltur á ykkur Hundruð manna með fötlun og fjölskyldur þeirra, sem búa við afar erfið lífsskilyrði, eru á biðlistum eftir lögbundinni þjónustu. Nái fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp fram aö ganga lengjast þeir biólistar og allar áætlanir stjórnvalda um lausn máLa þar með að engu gerðar. Standið vörð um gerðar áætlanir svo LífsgrundvöUur fóLksins verði öryggi í stað óvissu. Við styðjum mannréttindabaráttu fatlaðra. KENNARASAMBAND ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.