Fréttablaðið - 03.12.2001, Síða 2
2
3. til 10. desember 2001
Heimilisblaðið
Er dálítil búkona í mér
Þeir sem muna lengur en nokk-
ur ár, minnast tveggja húsa
sem stóðu á planinu á móti Ráð-
húsinu. Annað þeirra var grænt
tvílyft hús byggt á kjallara en hitt
var rautt, einnig tvílyft en án
kjallara. í daglegu tali gengu hús-
in undir nöfnunum rauða og
græna húsið. AA samtökin höfðu
þessi hús til ráðstöfunar en þau
voru í eigu borgarinnar. Eftir að
bygging ráðhússins hófst urðu
húsin að víkja og annað þeirra
var flutt í Skerjafjörðinn. Þar
hafa þau Edda Heiðrún Bach-
mann leikkona og Jón Axel
Björnsson myndlistarmaður kom-
ið sér vel fyrir. „Við keyptum
húsið fyrir nokkrum árum og
komum því í það horf sem við
vildum,11 segir Edda Heiðrún. Á
aðalhæðinni er stór stofa og mjög
rúmgott eldhús, auk hols þaðan
sem gengið er upp á efri hæðina.
í kjallaranum er vinnustofa Jóns
Axels og þar vinnur hann að list
sinni.
Edda segist vera afar ánægð
með staðsetningu hússins. Það
stendur ofarlega á lóðinni og milli
götunnar og hússins er lítið torg.
„Hér er einstök veðursæld og
fuglakvak og mér finnst húsið
vera baðað sólskini á alla vegu.
Það er alveg sama hvar ég set nið-
ur plöntu, þær vaxa og dafna í öll-
um áttum,“ segir hún. Hún talar
einnig um hve gott sé að ala upp
börn í litla Skerjafirðinum. Þessi
staður er hálfgerð vin í borginni
og mér finnst dásamlegt að þetta
litla „þorp“ okkar skuli fá að
njóta sín eins og það er.
Edda Heiðrún og Jón Axel eiga
þrjú börn frá þriggja til tólf ára.
ENGIR EFRI SKÁPAR
Svartar mósaikflísar ná alveg upp i loft og
þekja veggina I stað skápana. Stálgrindurn-
ar nýtast vel og breyta má röðuninni eftir
því sem hentar.
Pönnukökur
skipuðu öndvegi á
bernskuheimili Eddu
Heiðrúnar Bach-
mann. A hennar eigin
heimili eru þær ekki
síður vinsælar og bak-
ar hún þær gjarnan ef
gesti ber að garði.
MIKIL KAFFIKONA
Edda Heiðrún á veglega kaffikönnu og
gestir er ekki sviknir af því tári.
Þau eldri stunda nám í Melaskóla
og eru sótt og þeim ekið til baka í
skólabíl. Yngsta barnið er í leik-
skóla sem er aðeins nokkrum
skrefum frá heimili Eddu
Heiðrúnar. „Vinnutími okkar er
frábrugðinn því sem tíðkast hjá
flestum fjölskyldum. Jón Axel á
sína vinnustofu heima og minn
vinnutími er að stórum hluta á
kvöldin. Stundum er ég að æfa
verk á daginn og sýna á kvöldin
og þá gefst ekki langur tími til
samveru með fjölskyldunni. Það
kemur líka fyrir að ég er ein-
göngu að sýna eitt til tvö kvöld í
viku og ekki á æfingum og hef þá
meiri tíma aflögu. I heildina vinn
ég samt talsvert mikla aukavinnu
og er í talsetningum og ýmislegu
til að drýgja tekjurnar," segir
hún.
Fyrir viku kom út geisladiskur
Eddu Heiðrúnar sem ber nafnið
„Fagur fiskur í sjó“ og er með
lögum Atla Heimis Sveinssonar.
Edda segir vinnuna við hann hafa
verið ögrandi og skemmtilegt
verkefni sem hún vonast til að
verði vel tekið. „Atli Heimir sem-
ur yndisleg lög sem hann sjálfur
kallar gjarnan eyrnaorma og þar
á meðal er lagið um fuglana eftir
Davíð Stefánsson sem svo margir
þekkja."
Heimili þeirra Eddu Heiðrún-
ar og Jóns Áxels ber þess merki
að þar búa listamenn. Veggir eru
skreyttir myndum hans og píanó-
ið fær sitt rými. Edda segir eldri
börnin vera í tónlistarnámi, ball-
ett og karate og oft hafi þeyting-
urinn verið mikill við að koma
þeim til og frá í tíma en nú séu
þau komin á þann aldur að þau
fari sjálf. Ilún segir ennfremur
að þau hafi gaman af gömlum
hefðum eins og að búa til sinn mat
sjálf og Edda fer gjarnan til berja
á haustin og býr til sultur, saft og
vín. „Heima hjá mér á Akranesi
voru þjóðleg gildi í heiðri höfð og
ég er alin upp við búkonusýsl. Ég
hef til að mynda sérlega gaman af
að baka pönnukökur og þær eru
vinsælar af heimilisfólkinu. Ekki
ILMANDI PÖNNUKÖKUR
Edda Heiðrún er snillingur við baksturinn
og þær eru þunnar og bragðgóðar.
STÓR OG ÞÆGILEG STOFA
Séð yfir stofuna sem er stór og óskipt.
Á veggnum hangir listaverk eftir
eiginmanninn.
það að ég sé að velta fyrir mér
hvort það borgi sig að búa til sult-
ur heldur höfum við svo gaman af
þannig sýsli." Hún segir þau hjón
vera heimakær og séu ekki mikið
á ferðinni heldur njóti samvist-
anna hvort við annað. „Við ferð-
umst hins vegar talsvert um land-
ið okkar á sumrin og höfum mikla
ánægju af.“
Edda Heiðrún er þeirrar skoð-
unar að grunnur þess að njóta
lífsins sé að heimilisfólkið fái að
njóta sín sem einstaklingar í sam-
hentri fjölskyldu. „í dag veltir
fólk sér upp úr allsnægtum á
meðan aðrir líða skort. Við ættum
að staldra við og njóta þess sem
við höfum, rækta vini og vanda-
menn og þau andlegu verðmæti
sem eru allt í kringum okkur.“ ■
ijy>\ ?rm j