Fréttablaðið - 03.12.2001, Qupperneq 10
Heiiitilisblaðið
R. Sœngurgjaflr
med nafnl og bœn
3. til 10, desember 2001
Fór létt með að töfra fram veislu í
tBarónsstfg 59 ;
L 551 3584
Textílkjallarinn
FÓTBOLTASPIL
Stórkostlegur
leikur
lyrir alla
fplskylduna
Eg á Moulinextæki sem ég
keypti fyrir nokkrum árum í
Fríhöfninni og nota það mjög mik-
ið. Það stendur á eldhúsborðinu
mínu ævinlega tilbúið til taks og
það er ekki ósjaldan," segir Hlín
Agnarsdóttir leikskáld og rithöf-
undur um spurningu Heimilis-
blaðsins um hvað sé hennar uppá-
haldsheimilistæki.
Hún segist eitt sinn hafa galdr-
að fram fimmtíu manna veislu og
nær eingöngu notað tækið við þá
matseld,- Þá var ég nýlega komin
heim frá Spáni og hafði keypt
tækið á heimleiðinni. Spænskir
tapasréttir voru mér ofarlega í
huga og ég ákvað að bjóða til mín
öllum þeim sem stóðu að sýningu
á leikriti mínu, „Konur skelfa“ í
Borgarleikhúsinu. Þá hafði það
verið sýnt í fimmtíu skipti og mig
langaði að halda upp á það með
þessari veislu. Tapasréttir urðu
fyrir valinu og ég fór létt með að
töfra fram þessa veislu með nýja
Moulinextækinu mínu.“ Hún seg-
ir veisluna hafa tekist vel og síðan
hafi hún mjög oft notað tækið við
matseld einkum þegar hún býður
gestum í mat. „Mér finnst oft að
þetta litla tæki búi yfir töfrum því
Bauð fimmtíu manns
og eldaði allan mat-
inn með hjálp litla
Moulinextækisins
það er svo einfalt í notkun, auð-
velt að þrífa það og síðan ég eign-
aðist það er ég ekki í vandræðum
með að taka á móti fólki. Kannski
að ég fari út í það í ellinni, ef ég
verð blönk, að elda fyrir fólk. Þá
get ég komið í hús vopnuð tækinu
og tekið að mér að töfra fram
veislur með aðstoð þess.“ ■
HLÍN AGNARSDÓTTIR
Hún er á því að þetta litla tæki búi yfir
einhvers konar töfrum, svo einfalt er
það í notkun.
Vitund þeirra sem
halda dýr er að vakna
Ef einhver hefur staðið í þeirri
trú að mannfólkið væri eitt um
að þurfa snyrtingu fyrir jólin, er sá
hinn sami á miklum villigötum.
Dýrin okkar stór og smá við
Kleppsveg 150 er eins og nafnið
ber með sér verslun og hunda-
snyrtistofa. Það er Sóley Halla
Möller sem þar ræður ríkjum og
auk þess að hafa á boðstólum nátt-
úruvænt fóður, vítamín og bætiefni
er einnig snyrtistofa fyrir dýrin.
Sóley Halla lærði í Bretlandi og
hefur unnið við fagið síðastliðin
átta ár. Hún hóf starfsemina í bíl-
skúrnum heima en fyrir tveimur
árum opnaði hún stofuna við
Kleppsveginn. „Ég erum að byrja
að finna fyrir auknu álagi en það
hefur aukist jöfnum höndum ár frá
ári. Það er greinilegt að fólk er far-
Ljósakrónur
Kertastjakar
• íkonar
Fataskápar
-Sðtofhnð munít
Borðstofusett í úrvali
Klapparstíg 40 . Sími 552 7977
Dýrahald er að aukast
og fólk hugsar betur
um dýrin og er að átta
sig á að þau tilheyra
fjölskyldunni.
ið að hugsa betur um hundana sína
og kemur með þá í snyrtingu enda
er það betra fyrir þá,“ segir Sóley
Halla. Hún segir það liggja í aug-
um uppi að hundunum líði mun bet-
ur ef klær séu klipptar reglulega
og þeir snyrtir. „Þeir eru ekkert
frábrugðnir mannfólkinu hvað það
varðar enda er hundurinn einn af
heimilisfólkinu og þannig ber að
líta á hann. í því sambandi er gam-
an að segja frá því að fólk kemur
með hundana sína í snyrtingu fyrir
stórviðburð innan fjölskyldunnar
s.s. afmæli eða brúðkaup. Mjög al-
gengt er að þeir séu snyrtir fyrir
myndatökur og í fermingarmynda-
tökunum hefur fólk hundinn gjarn-
an með á fjölskyldumyndum. Ein-
BÖÐUÐ OG KLIPPT
Sóley Halla leggur lokahönd á snyrtinguna á Cavaliertíkinni Birtu. Hún þarf því ekki að
skammast sín fyrir útganginn um jólin.
Fasteignaþjónustan
^ 552-6600
Lovísa Kristjánsdáttir. löggiHHjr-fastíianasali
Skútuvogur 12
Mjög gott atvinnuhúsnæði alls 440 fm.
Sala - Leiga
Skiptist í lager með innkeyrsludyrum og góðri lofthæð. Á 2 hæð eru rúm-
góð skrifstofurými sitt hvoru megin við stigapall. Mögulegt er að skipta
eigninni upp. Húsið er vel staðsett við endalóð og hefur mikið
athafnasvæði, þar sem hægt er að setja niður gáma. Malbikað plan.
Eign í góðu ástandi, laus um áramót.
HÁRGREIÐSLAN VERÐUR
AÐ VERA í LAGI
Það má ekki vera flóki I þessu fína hári
sem hver dama gæti verið fullsæmd af..
hverjum kann að þykja það bros-
legt en þeir sem eiga hunda sjá
ekki neitt óeðlilegt við það, Það
sama á við um hirðinguna, snyrt-
ingin er ekki eitthvað pjatt. Hund-
unum líður einfaldlega betur vel
snyrtum og hreinum"
Sóley Halla segist bjóða upp á
böðun, klippingu, snyrtingu á klóm
og innan úr eyrum. Það sé misjafnt
hvað hver hundategund þurfi og
sumir hundar þurfa alls ekki klipp-
ingu; aðeins lítilsháttar snyrtingu á
feldi. „Það fer allt eftir þeim staðli
sem upp er gefinn fyrir hverja teg-
und. Vitaskuld gerum við þó það
sem eigandinn vill og ef hann vill
eitthvað annað þá geri ég það svo
lengi sem það ekki er óþægilegt
fyrir dýrið sjálft. Það eru tísku-
Heimiiisdýrln þtrfa
iika að vera fln
um jóiín
sveiflur í þessu eins og öðru og ég
reyni að fylgjast mjög vel með því
sem er að gerast í útlöndum í þeim
efnum. Hér á stofunni er einnig
hægt að fá alla almenna ráðgjöf um
uppeldi, þrif og næringu. Við not-
um eingöngu náttúruvænar sápur
sem ekki menga umhverfið.“ Sóley
segist ennfremur snyrta ketti og
baða en það sé að aukast að fólk
komi með kisurnar sínar. „Mér
finnst áberandi hvað vitund þeirra
sem eru með dýr á heimilinu er að
vakna um að hirða dýrin sín vel og
fara vel með þau. Betur má þó ef
duga skal og það eru slóðarnir sem
koma óorði á hina sem hugsa vel
um gæludýrin sín. Það er ábyrgð
að taka að sér dýr; þau eiga engan
að nema eiganda sinn og verða al-
gjörlega að treysta á hann. Ef eig-
andinn bregst geta þau ekkert leit-
að.“
VANDASAIMT VERK AÐ KLIPPA
Hann er ósköp lítill þessi litli Chihuahua hundur. Hann heitirTaco Bell
og er aðeins fimm mánaða.
NOTALEGT OG HLÝTT
Honum þykir það ekki slæmt þessum litla
Pommeranian hundi þegar vatnið dynur á
honum.
Hundarnir eru misjafnlega ró-
legir á meðan Sóley Halla fer um
þá höndum. Sumir titra heil reið-
innar býsn en aðrir eru pollrólegir
og taka því sem að höndum ber
með æðruleysi. „Ég nota alltaf þol-
inmæðina og mjúku handtökin því
það borgar sig og ég er á móti því
að nota hörku. Það má vel vera að
það taki styttri tíma en ég er alfar-
ið á móti hörku við uppeldi eða
meðhöndlun hunda. Vissulega ber
að vera ákveðinn en það er allt
annar hlutur. Ég hef tileinkað mér
að nota táknmál sem er komið úr
atferlisfræði úlfa og eru skýr
skilaboð. Það skilja hundarnir og
það er ótrúlegt hvað það virkar
vel.“
Sóley segir það sína skoðun að
fólk leiti ekki nægilega oft til fag-
aðila varðandi dýrin sín. „Þó allt
standi þetta til bóta þá er enn nokk-
uð um að menn ali á gömlum bábilj-
um. Fólk á óhikað leita til okkar og
ég veiti hér alla mögulega ráðgjöf
varðandi meðhöndlun á hundum ef
menn óska.“ ■