Fréttablaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 8
GARMIN GPS
FRÉTTABLAÐIÐ
22. desember 2001 LAUGARDAGUR
Verð frá kr. 19.900 stgr.
Umboðsmenn um allt land
- Fást i helstu útivistarverslunum
o
R.SIGMUNDSSON
Fiskislóð 16 -101 Reykjavík - Sími 520 0000
www.rs.is • r.sigmundsson©rs.is
• englamyndir í ýmsum
stærðum
• íþróttaplaggöt úr enska
boltanum
• Britney Spears og fleiri
átrúnaðargoð
Borgarminjar:
IR- húsið verður flutt í Arbæjarsafn
borgin Borgaryfirvöld áforma að
koma ÍR-húsinu fyrir í Árbæjar-
safni þar sem ætlunin er að endur-
byggja það. Stefnt er að því að
staðsetja það við torgið nyrst á
safnsvæðinu. Byggingardeild
borgarverkfræðings áætlar að
gerð sökkuls og flutningur hússins
kosti um 7,7 milljónir króna. Gert
er ráð fyrir að viðgerð og endur-
bætur á húsinu verði unnar á safn-
inu á næstu árum innan fjárveit-
inga þess. Hugmyndin er að nota
húsið sem sýningarhús um leiki
barna, íþróttir og tómstundastarf í
borginni. í þeim efnum verður
leitað samstarfs við íþróttafélög
og íþrótta- og tómstundaráð.
Tillaga sjálfstæðismanna um
að húsinu yrði fundin varanlegur
staður í Hljómskálagarðinum náði
hins vegar ekki fram að ganga.
Þeir telja að það mundi nýtast bet-
ur þar en í Árbæjarsafni, enda
mundi tilkoma þess færa líf í garð-
inn og auðga mannlífið í miðborg-
inni. í niðurstöðu starfshóps um
stefnumörkun útivistarsvæða
kemur fram að ekki verði séð að
flutningur ÍR-hússins eða annarra
ótilgreindra gamalla húsa í Hljóm-
skálagarðinn falli að þeim hug-
myndum sem borgaryfirvöld hafa
um garðinn sem mikilvæga um-
gjörð um lífríki Tjarnarinnar með
stórum opnum svæðum. ■
Áætlað er að það kosti um 7,7 milljónir króna að flytja húsið í Árbæjarsafn og gera sökkul
undir það. Húsið hefur um hríð verið geymt við Reykjavíkurhöfn eftir það var flutt úr Tún-
götunni.
Míkíð er um útlendinga í fiskvinnslu og raunar í mörgum umönnunar- og þjónustugreinum.
• alhliða innrömmun
Suðurlströnd 2,170 Seltjarnarnesi
s. 561 4256 • www.xnet.is/hjahirti
„Þetta er einhver sniðugasta og
skemmtilegasta matarbók sem hér
hefur komið út lengi...Hún er af-
skaplega falleg að allri gerð og að-
gengileg.Uppskriftimar koma héð-
an og þaðan.sumar frá meistara-
kokkum.aðrar frá fólki út í bæ sem
kann að meðhöndla góðan fisk.
Eins og gengur virðast sumar fiókn-
ar.aðrar einfaldar en skemmtileg-
astar eru þó líklega „þriðjudags-
fiskbollurnar“ eftir Kristján Guð-
mundsson myndlistarmann".
Egill Helgason, Silfur Egils á Strik.is
Eiguleg bók fyrir Íslendínga á öllum aldri.
F élagar í Eflingu
frá 100 löndum
Erlendir ríkisborgarar frá 99 löndum. Alls um 2 þúsund. Launafólk frá Filippseyjum íjölmenn-
ast af erlendum félagsmönnum. Því næst Júgóslvar og Thailendingar.
fiölmenning Það eru ekki mörg
stéttarfélög sem státa af því að
hafa félagsmenn frá 100 löndum
__________ sé heimalandið
talið með. Svo er
reyndin hjá stéttar-
félaginu Eflingu í
Reykjavík sem
virðist vera eitt
fjölmenningarleg-
asta félag landsins.
Þar eru um 2 þús-
Hins vegar er
Ijóst að ekki
er hægt að
þjónusta alla
á þeirra eigin
móðurmáli.
--4—
und félagsmenn erlendir ríkis-
borgarar og koma þeir frá 99 lönd-
um. Af einstökum hópum launa-
manna eru Filippseyingar fjöl-
mennastir, eða 260. Pólverjar eru
litlu færri, eða 230 og síðan Thai-
lendingar sem eru 185. Aðrir fjöl-
mennir hópar eru frá Júgóslavíu,
Danmörku, Litháen, Kína,
Vietnam, Bandaríkjunum og Bret-
landi.
Þráinn Hallgrímsson skrif-
stofustjóri Eflingar segir að vax-
andi þjónusta sé við þennan hóp
félagsmanna. Sem dæmi bendir
hann á að í fréttablaði félagsins
séu fastir liðir um almennar upp-
lýsingar bæði á ensku og pólsku.
Þá er í bígerð að gefa út hliðstæð-
an bækling um kjara- og réttinda-
mál eins og Alþýðusamband Vest-
fjarða gaf út ekki alls fyrir löngu
sem er á pólsku, Hann segir að
ákvörðun um hvaða tungumál
verður notast við í þeirra útgáfu
muni væntanlega ráðast af sam-
setningu erlenda launafólksins.
Hins vegar sé ljóst að það verði
ekki hægt að þjónusta alla á þeirra
tungumáli nema þá fjölmennustu.
Að öðru leyti má reikna með því að
enskan verði einna mest notuð fyr-
ir aðra. Þá sé enginn vilji til þess
innan félagsins að deildaskipta því
vegna erlendu ríkisborgaranna,
enda séu þeir með sömu launin og
réttindin og aðrir félagsmenn og
starfi í sama umhverfi og þeir.
Hann segir að það þurfi að
sjálfsögðu að huga að þeim erfið-
leikum sem kunna að skapast
vegna þessa fjölda af ólíkum
tungumálum sem félagsmenn hafa
sem sitt móðurmál og að því sé
unnið innan félagsins. Sem dæmi
má nefna að mörgum félagsmönn-
um þykir hugtakið landnemar
betra samheiti yfir erlent launa-
fólk sem kýs að starfa hérlendis í
skemmri eða lengri tíma fremur
en nýbúar.
grh@frettabladid.is
Umhverfis- og heilbrigðisnefnd:
Hugað að sóknarfærum fyrir Tjörnina
fuglalIf Umhverfi?- og heilbrigð-
isnefnd Reykjavíkurborgar hefur
falið garðyrkjustjóra að leggja
fyrir nefndina heildstæðar tillög-
ur um aðkomu borgarinnar að um-
hirðu, varðveislu og uppbyggingu
fuglalífs við Tjörnina og á vernd-
arsvæði Vatnsmýrarinnar. Tillög-
urnar eiga m.a. að taka til um-
hirðu svæðanna, rannsókna,
mögulegrar uppbyggingu nýrra
stofna og annarra þátta, sem geta
stuðlað að vexti og viðgangi fugla-
lífs við Tjörnina. Markmiðið er að
skoða sóknarfæri fyrir þessa nátt-
úruperlu í hjarta borgarinnar.
Hrannar B. Arnarsson formað-
ur nefndarinnar segir að helstu
ástæður fyrir þessu séu m.a.
áformuð tilfærsla Hringbrautar-
innar sem gæti haft í för með sér
einhverjar aðgerðir vegna að-
gengi fugla á milli friðlandsins í
Vatnsmýrinni og Tjarnarinnar. Þá
hefur vantað stefnumörkun vegna
matargjafa til fugla á Tjörninni
og annað í tengslum við það. Þess
utan sé lífríki hennar í miðbænum
sífellt til umræðu og skoðunar til
að þarna geti áfram þrifist fjöl-
breytt og gróskumikið fuglalíf.
Hann segir að nauðsynlegt að
menn gangi þessu verkefni með
opnum huga og séu óhræddir að
líta á þá möguleika sem hugsan-
lega koma til greina. ■
NAI I UKUrbKLA I MIÖB/fcNUIVl
Borgaryfirvföld vilja skoða með opnum huga hvað sé hægt að gera til að efla llfríki Tjamarinnar.