Fréttablaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 22.12.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 22. desember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Fyrrverandi liðsmaður Svörtu hlébarðanna: Dauðadómi yfir löggu- morðingja aflétt FÍLADHLFÍA.flP Dómstóll í Filadelfíu í Bandaríkjunum hefur aflétt dauðadómi yfir Mumia Abu- Jamal, fyrrverandi liðsmanni Svörtu hlébarðanna. Ekki var veitt leyfi til að hefja ný réttar- höld yfir honum, en Jamal er sak- aður um að hafa myrt lögreglu- þjón í Fíladelfíu fyrir tveimur áratugum siðan. Stuðningsmenn Jamal segja hann vera fórnar- lamb spillts réttarkerfis og að hann eigi að vera látinn laus. And- stæðingar hans segja hann hins vegar lögreglumorðingja sem eigi skilið að deyja. Jamal hefur verið á dauðadeild síðan árið 1981 fyrir morðið. Verður nýr dómur kveð- inn upp yfir honum á næstu mán- uðum. ■ DAUÐADÓMI AFLÉTT Mumia Abu-Jamal á leið í réttarsalinn I Fíladelfíu árið 1995. Jamal er fyrrverandi blaðamaður og liðsmaður Svörtu hlébarð- anna. BSRB: Leggur drög að heilbrigðisvísitölu sjúklingar BSRB er að leggja drög að gerð heilbrigðisvísitölu með því að kanna hvernig kostnaðar- þátttaka nokkurra sjúklinga þró- ast borið saman við annað verð- lag. Grunnurinn að þessari vísi- tölu eru niðurstöður könnunar sem birt var á dögunum þar sem athugað var hver þróunin hafði verið í kostnaði nokkurra einstak- linga vegna sjúkdóma þeirra á síðasta áratug. Ögmundur Jónas- son formaður bandalagsins segir að ætlunin sé að fylgjast með því hver þróunin verður á þeim kostn- aði sem þessir sjúklingar verða að greiða fyrir læknismeðferð og lyf í komandi framtíð. í áðurnefndri könnun kom m.a. fram að kostnað- ur sjúklinga hafði margfaldast og hleypur á tugum þúsunda. Þarna er um að ræða einstak- linga sem þjást m.a. af lungna- þembu, þunglyndi, kransæða- sjúkdómi, hjartabilun, sykursýki, gigt, ofnæmi og eyrnabólgu. Ög- mundur segir að með þess'u sé ætlunin að fylgjast með því hvað það kostar að vera veikur á ís- landi. í því sambandi bendir hann á að menn hafa alltaf verið í nán- ast óskiljanlegum stærðum þar sem kostnaðarhlutfallið hefur verið skoðað út frá vergri lands- framleiðslu. Útkoman af því hef- ur verið prósentutölur sem hann telur að gefi mjög óglögga mynd af veruleikanum, þ.e. tölur en ekki fólk. Tilgangurinn með heil- brigðisvísitölunni sé hins vegar að fá fram í dagsljósið hvað veik- indi kosta einstaklinga í raun og veru. ■ Oðruvísi jólagjafír ©N OFF WliWlHilMB Smiðjuvegi 4 Kópavogi græn gata, Sími 577 3377 wl\ vMi' L«vi I v k 6 000 kr. inneígn flautt Hrinadu núna í 800 1180 09 fádu Rautt jólakaýýaon sendan til þin ókeypis eda kvmdu vid á næsta sélu§t&ð FRI HEIMSENDIIUG! flautt Eins og jólin! j Sölustaðir: BT verslanir I Heimilistæki I Kaliber I Heimskringlan i Euronics

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.