Fréttablaðið - 02.01.2002, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS
Strengdirðu nýársheit?
Þau voru nokkur en ætii það helsta hafi
ekki verið að vera duglegur á nýja árinu.
Halldór Smári Elísson, nemi
BSRB mótmælir
hækkunum:
Nær væri
að lækka
gjöld
heilbrigðismái BSRB mótmælir
harðlega hækkun komugjalda í
heilbrigðisþjónustunni og aukinni
hlutdeild sjúklinga í lyfjakostn-
aði. í tilkynningu bandalagsins
segir að með hækkununum hygg-
ist ríkisstjórnin bæta stöðu ríkis-
sjóðs um allt að hálfan milljarð
króna. Þá segir að mjög brýnt sé
að fólk kynni sér reglur um end-
urgreiðslur til tekjulágra fjöl-
skyldna sem jafnframt eru ráð-
gerðar.
„í úttekt BSRB á kostnaðar-
þátttöku sjúklinga í heilbrigðis-
þjónustu kom fram að hlutur sjúk-
linga hefur margfaldast á undan-
förnum áratug. í stað þess að
hækka kostnaðarhlut sjúklinga nú
væri nær að vinda ofan af þessari
þróun og lækka þau gjöld sem
sjúklingum er ætlað að bera,“ seg-
ir í tilkynningu BSRB til fjöl-
miðla. ■
IlögreglufréttirI
Snjóflóð féll á Óshlíðarveg á
gamlársdag og var vegurinn
lokaður milli 17.30 og 21 á
gamlárskvöld. Að sögn varðstjóra
lögreglu á ísafirði féllu spýjur all-
an gamlársdag á veginn og einnig
á Súðavíkurveg sem var lokaður
stutta stund milli kl. 14 og 15.
Um hádegisbil á gamlársdag
valt níu manna bíll á Fljóts-
heiði, miili Bárðardals og Reykja-
dals. Mikil hálka var á veginum
og fór bíllinn niður 6 til 7 metra
kant og endaði á hliðinni. Öku-
maður og farþegar voru útlend-
ingar en sumir búsettir hér á
landi. Tveir farþeganna voru
fluttir á sjúkrahús með sjúkrabíl
en meiðsl þeirra reyndust þó
minniháttar.
FRÉTTABLAÐIÐ
2. janúar 2002 IVIIDVIKUDAGUR
VÞI lækkar gengi Síldarvinnslunnar um 15%:
Klaufaskapur
verðbréfamiðlara
markaður Verðbréfaþing íslands
lækkaði sl. föstudag, síðasta við-
skiptadag ársins 2001, gengi bréfa
Síldarvinnslunnar úr 4,60 krónum
niður í 4,00 vegna gruns um að sam-
svarandi hækkun þann daginn hafi
borið að með óeðlilegum hætti. Á
undanförnum árum hafa oftsinnis
vaknað grunsemdir um að félög
leitist við að lagfæra stöðu sína í
lok uppgjörstímabila, en Finnur
Sveinbjörnsson, framkvæmda-
stjóri VÞÍ, segir ákvörðun sl. föstu-
dags ekki snerta Síldarvinnsluna
sjálfa. Lækkunin á dagslokageng-
inu komi hinsvegar til vegna við-
skipta ónefnds verðbréfamiðlara
sem gengu gegn reglum þingsins.
Finnur vildi hvorki greina frá því
hvaða fjármálafyrirtæki átti í hlut
né viðkomandi f járfesti.
Samkvæmt heimildum blaðsins
gekk miðlarinn að háu sölutilboði á
genginu 4,60 í stað þess að gæta
hagsmuna umbjóðanda síns með
því leita hagstæðara verðs og
hækkaði þannig gengi félagsins um
15%.
FINNUR
SVEIN-
BJÖRNSSON
Ekkert bendir til
þess að Síldar-
vinnslan hafi
viljað fegra árs-
reikning sinn
með ólögmæt-
um hætti.
Þetta í annað skipti sem Verð-
bréfaþingið lækkar gengi eftirá en
fyrra tilvikið átti sér stað í júní sl.
og varðaði bréf Útgerðafélags Ak-
ureyringa. Þá var Búnaðarbankinn
sakaður um að hafa stuðlað að
óeðlilegri hækkun með því að eiga
viðskipti við sjálfan sig á síðasta
degi fyrri helmings ársins. ■
142 menn í Sádi-Arabíu:
Hýddir
fyrir ad
áreita konur
sakamál 137 sádi-arabískir karlmenn
og 5 karlmenn af erlendu bergi brotn-
ir voru nýverið hýddir í Sádi-Arabíu
fyrir að áreita konur. Þetta kemur
fram í þarlendu dagblaði. Sá sem
hafði yfirumsjón með hýðingunni
„varaði brotamennina við því að þeir
sem endurtaki afbrot sitt eigi yfir
höfði sér fangelsun og (frekari) hýð-
ingu.“ Þess má geta að Amnesty
International-samtökin hafa fordæmt
stöðug mannréttindabrot í Sádi-Arab-
íu í skýrslu þeirra fyrir árið 2001, að
því er segir á fréttavef reuters. ■
Dýrara að vera
veikur á þessu ári
Fyrir helgina voru kynntar hækkanir á komugjöldum til lækna og á hlut-
deild almennings í lyQakostnaði sem tóku gildi nú um áramót. Tekjulágar
fjölskyldur geta sótt um endurgreiðslu til Tryggingastofnunar.
heilbrigðismál Kostnaður fólks
vegna veikinda og sjúkdóma jókst
nú um áramót þegar gildi tóku
reglugerðir sem kveða á um breyt-
ingar á kostnaðarhlutdeild einstak-
linga við læknisþjónustu og aukna
hlutdeild í lyfjakostnaði. Þá tóku
gildi nýjar reglur sem rýmka end-
urgreiðslurétt til tekjulágra föl-
skyldna og lækka kostnað vegna
langveikra barna. Jón Kristjánsson,
heilbrigðisráðherra, kynnti breyt-
ingarnar á blaðamannafundi fyrir
áramótahelgina.
Almenn komugjöld á heilsu-
gæslustöðvar hækkuðu um 150
krónur, úr 700 krónum í 850. Komu-
gjöld fyrir börn, elli- og örorkulíf-
eyrisþega hækkuðu um 50 krónur
og er nú 350 krónur. Sambærilegar
breytingar urðu á gjöldum utan
dagvinnutíma og hjá Læknavakt-
inni. Komugjald til sérfræðilækna
hækkaði um rúm 14 prósent, fór úr
1.800 krónum í 2.100. Það mun gert
til að mæta samningsbundinni 7,77
prósenta hækkun einingaverðs sér-
fræðilæknisþjónustu. Sem áður
greiða sjúklingar 40 prósent kostn-
aðar sem umfram er. Þá hækkaði
grunnkomugjald barna og lífeyris-
heilbrigðisráðherra kynnti breytingarnar fyrir helgi
Jón Kristjánsson sagði að áhrif hækkananna á verðbólguvísitölu ættu ekki að vera mikil
en sagði jafnframt að þau hefðu ekki verið reiknuð nákvæmlega út.
þega úr 600 krónum í 700 og há-
marksgjald fyrir hverja komu til
sérfræðing hækkaði úr 6.000 krón-
um í 18.000 krónur. Þá var hlutdeild
fólks í lyfjakostnaði einnig aukin og
hækkuðu algengustu lyf um 1 til 10
prósent og greiðsluþak lífeyrisþega
fyrir B-merkt lyf var hækkað úr
950 krónum í 1.050 krónui’.
Ráðherra sagði að til að draga úr
áhrifum þessara hækkana á þá sem
verst væru staddir hafi reglur um
HÆKKUN NOKKURRA GJALDA NÚ UM ÁRAMÓT í KRÓNUM OG PRÓSENTUM TALIÐ:
2001 2002 Prósentuhækkun
Almenn komugjöld á heilsugæslustöð 700 kr. 850 kr. 21,4%
- börn og lífeyrisþegar 300 kr. 350 kr. 16,7%
Almennt grunnkomugjald til sérfræðings 1.800 kr. 2.100 kr. 16,7%
- börn og lífeyrisþegar 600 kr. 700 kr. 16,7%
Hámarksgjald fyrir komu til sérfræðings 6.000 kr. 18.000 kr. 300%
ureiosiupaK iiTeyrispega vegna
| ts-merKira lytja ybu Kr. 1 .OÞO kr. 10,5%
endurgreiðslur verið rýmkaðar
með það fyrir augum að koma sér-
staklega til móts við tekjulágar fjöl-
skyldur. T.a.m. fái fjölskyldur með
1,5 milljónir í árstekjur 90 prósent
af lækniskostnaði greiddan fari
hann yfir 10.800 krónur í þrjá mán-
uði. Sótt er um endurgreiðslu til
Tryggingastofnunar. Eins eru gerð-
ar breytingar á komugjöldum lang-
veikra barna og þau lækkuð í að
vera 150 krónur til heilsugæslu-
læknis en 350 krónur til sérfræði-
læknis.
Jón sagði að breytingarnar ættu
að færa heilbrigðiskerfinu um 500
milljónir króna, þar af færu um 200
til að mæta rekstrarvanda Ríkis-
spítalanna sem orðið hafi fyrir
miklum kostnaði vegna gengis-
breytinga og vegna sameiningar
spítalanna í borginni.
oli@frettabladid.is
Þjóðhagsstofnun:
Sjötíu
milljarðar í
upplýsinga-
tækni
efnahagsmál Upplýsingatækni-
greinar á Islandi munu velta um
70 milljörðum króna á þessu ári
samkvæmt áætlun Þjóðhagsstofn-
unar. Gangi þetta eftir hefur velt-
an í þessum atvinnurekstri aukist
um 8 milljarða frá því á síðasta
ári.
Um 40% veltunnar í upplýs-
ingatækni er hjá heildsölunni en
tæp 30%, eða um 20 milljarðar
eru vegna hugbúnaðargerðar og
ráðgjafar. Hefur síðarnefndi þátt-
urinn vaxið mest allra þátta í
greininni frá því í ársbyrjun 1998,
eða um 370%.
Velta síma- og fjarskiptaþjón-
ustu óx um 42% frá því í byrjun
árs 1998 og er áætluð velta grein-
arinnar á þessu ári um 20 millj-
arðar króna. ■
Lögreglan trúir ekki
á jólasveina:
Eru góðir
ef þeir eru til
svíþjóð Maður nokkur í Smálönd-
um fullyrðir að jólasveinninn hafi
stungið sig með hnífi. Þessu á lög-
reglan bágt með að trúa. Til átaka
á að hafa komið milli mannsins og
jólasveinsins í íbúð hins fyrr-
nefnda. Maðurinn var nokkuð
drukkinn og ævai’eiður þegar
hann kærði jólasveininn. Gert var
að sárum mannsins sem ekki
reyndust alvarleg, en lögreglan
hyggst yfirheyra hann aftur um
atburðinn. Talsmaður lögreglu
segir að það sé bjargföst trú lög-
reglunnar að ef jólasveinninn sé
til, þá sé hann góður og fremji
ekki slík afbrot. ■
Þorrinn í
Nesbuð á NesjavöH-
um er staðurinn
fyrir þorrabiötin.
• Hin landsþekktu
þorrahlaðborð Jóru.
• Gistirými fyrir 120 manns
• Heitir pottar úti við
• Mikil náttúrufegurð
• Sérstakt tilboð á þorramat
og gistingu
VníkttiiMii
Nesbúð, Nesjavöllum,
Sími: 482 3415.
Tíu ár frá falli Sovétríkjanna:
Pútín er maður ársins í Rússlandi
árið 2001 Fyrir nákvæmlega tíu
árum, þann 1. janúar árið 1992,
liðu Sovétríkin undir lok. í kjöl-
farið fylgdi nánast algert hrun
efnahagslífsins í fyrrverandi
sovétlýðveldum, þar á meðal í
Rússlandi þar sem Boris Jeltsín
réð ríkjum lengi vel.
Rússar virðast þó vera að
rétta úr kútnum og stæra sig nú
af 5 prósent hagvexti. Jafnframt
virðast þeir býsna ánægðir með
forseta sinn og arftaka Jeltsíns,
Vladimír Pútín.
Pútín var í það minnsta kosinn
maður ársins í Rússlandi í skoð-
anakönnun sem birt var rétt fyr-
ir áramót. 57 prósent Rússa grei-
ddu honum atkvæði sitt í þeirri
könnun. Sömuleiðis sögðu 50 pró-
sent Rússa að þeir myndu kjósa
Pútín ef forsetakosningar færu
fram núna. Einungis 13 prósent
myndu kjósa Gennadí Sjúganov,
FORSETINN AÐ STÖRFUM
Vladimir Pútín Rússlandsforseti gerði sér ferð til hafnarborgarinnar Primorsk við Eystrasalt
í siðustu viku þar sem hann opnaði nýja höfn fyrir olíuflutningaskip.
leiðtoga Kommúnistaflokksins.
Athygli vekur þó að sá maður,
sem næst á eftir Pútín kom helst
til greina sem maður ársins í
Rússlandi, var George W. Bush
Bandaríkjaforseti. ■