Fréttablaðið - 02.01.2002, Qupperneq 12
12
FRETTABLAÐIÐ
2. janúar 2002 MIÐViKUDACUR
MIÐVIKUPAGUR 2. janúar 2002
Nýjar umferðarreglur:
Bannað
að flauta
nýja-pelhí. ap Nú um áramótin
tóku gildi í Nýju-Delhí, höfuðborg
Indlands, nýjar reglur sem banna
ökumönnum að flauta í innan við
hundrað metra fjarlægð frá um-
ferðarljósum. Þessar reglur eru
ekki settar að ástæðulausu, því
ökumenn í borginni hafa stundað
það að flauta grimmt meðan þeir
bíða eftir grænu ljósi, væntan-
lega í þeirri von að flautið flýti
fyrir Ijósaskiptunum. Hávaðinn
hefur verið ærandi, og segja þeir
sem til þekkja þetta bann vera
kærkomið. ■
Útsölur hefjast í flestum verslunum í fyrramálið:
Allt að helm-
ings afsláttur
verslanir Heimilistæki voru með
fyrstu verslunum til að halda út-
sölu þetta árið en hún hófst 27.
desember. Benedikt Benedikts-
son, starfsmaður Heimilistækja,
segir fyrsta daginn hafa verið ansi
magnaðan og mikið að gera.
Helstu innkaupin hefðu verið í
stærri tækjunum, ísskápum,
þvottavélum en einnig hefði verið
góð sala í sjónvarps- og videótækj-
um. Segir hann útsöluna vara með-
an birgðir endast en ekki lengur
en til 12. janúar. Þess má geta að
Sævar Karl byrjar í dag með út-
sölu og verður vafalaust hægt að
gera dágóð kaup á jakkafötum.
ívar Sigurjónsson, markaðs-
stjóri Kringlunnar, segir langflest-
ar verslanir Kringlunnar hefja út-
sölur sínar á morgun. Segir hann
að reikna megi með því að veittur
verði allt frá 30-50% afsláttur sem
síðan farið stigvaxandi eftir því
sem á liði. Fari afslættir þó mjög
eftir verslunum.
Framkvæmdastjóri hjá Línu.Net:
Er ekki að hætta
FRÁ HEIMILISTÆKJUM
Heimilstæki voru með fyrstu verslunum að hefja vetrarútsölur. Langflestar verslanir víðs
vegar um borgina hefja útsölur á morgun.
í Smáralind hefja flestar versl-
anir útsölur á morgun en þess má
geta að útsala Debenhams hófst
28. desember. Hulda Hákonar,
verslunarstjóri hjá Mangó, segir
allar vörur verslunarinnar fara á
útsölu og að veit'tur verði allt upp í
70% afsláttur. Ekki var komið á
hreint hvenær verslunin Zara
myndi hefja útsölu. Sara Chelbat,
verslunarstjóri, segir að reikna
megi þó með því að það gerist
mjög fljótlega. Hún segir ekki enn
komið á hreint hversu mikill af-
sláttur verði veittur en lofaði að
fólk yrði hreint ekki snuðað. ■
borgin Eiríkur Bragason fram-
kvæmdastjóri Línu.Nets segir að
orðrómur um að hann sé að láta af
störfum hjá fyrirtækinu
sé tilhæfulaus með öllu
og allar vangaveltur um
það úr lausu lofti gripn-
ar. Eiríkur segist því
mæta til vinnu á nýbyrj-
uðu ári eins og venju-
lega. Sjálfur sagðist
hann ekki hafa heyrt
neinn ávæning af þess-
um orðrómi.
Sem kunnugt er hafa
verið harðar deilur í
borgarstjórn um
Línu.Net þar sem sjálf-
EIRÍKUR
BRAGASON
Segir að ekkert farar-
snið sé hjá sér.
stæðismenn hafa haldið uppi
harðri gagnrýni á R-listann fyrir
að veita almannafé í þetta fyrir-
tæki sem að stórum hluta
er í eigu Orkuveitu
Reykjavíkur. Andstæðing-
ar sjálfstæðismanna i
borginni segja að eitt af
því sem gert er til að
veikja fyrirtæki sé að
koma af stað orðrómi um
að einhver toppmaður í
því sé að hætta. Af þeim
sökum komi það ekki á
óvart þótt þessum vinnu-
brögðum sé beitt gegn
Línu.Net í ljósi þess sem á
undan hefur gengið. ■
œœíi/iíesisssssst&issmm
Europay á Islandi:
Aukin notk-
un greiðslu-
korta
neysla Tæplega sjö prósent aukn-
ing varð á kortaveltu Iandsmanna í
mat og drykk fyrir þessu jól miðað
við sama tíma í fyrra, samkvæmt
upplýsingum frá Europay en töl-
urnar eru fengnar á tímabilinu 18.
nóvember til 17. desember. Þar
kemur fram að meiri fjármunum
hefur verið varið í fatnað sem
jókst um 5,76% frá því í fyrra,
rekstur farartækja fór upp um
5,36% og kaup á byggingarvörum
hækkaði um 11,02%. Ferðakostn-
aður hefur dregist saman um
2,48% og segir Ragnar Önundar-
son, framkvæmdarstjóri Europay,
að svo virðist sem landsmenn hafi
í stórum stíl sleppt haustferðunum
í ár. Hann segir 7,12% minni korta-
notkun í kaupum á heimilis- og raf-
tækjum bera vott um að harðnað
hafi í dalnum en sýnt sé að.fólk
kaupi minna af dýrari tækjum og
ónauðsynjum þegar svo beri undir.
Athygli vekur að umtalsverð
aukning hefur orðið undir liðnum
fjármálafyrirtæki en um er að
ræða 36,52% hækkun miðað við í
fyrra. Ragnar segir fólk í stórum
stíl vera að setja áskriftir á spari-
skírteinum á kortin og bætti því
við að hvergi í heiminum þekktist
það nema á íslandi að kreditkort
væri notuð jöfnum höndum til að
kaupa spariskírteini og pulsu með
öllu. ■
VIÐTAL
Fer ekki aftur inn í íslenska
pólitík með brugðnum brandi
Jón Baldvin Hannibalsson er reiðubúinn að skoða endurkoma sína í íslensk stjórnmál þrýsti núverandi forysta jafnaðarmanna á hann. Þrátt fyrir að
mörg verk hafi verið unnin er sitthvað sem bíður enn úrlausnar segir hann í viðtali við Fréttablaðið um íslensk stjórnmál, veruna í Bandaríkjunum og
hugsanlega endurkomu sína á pólitíska vettvanginn.
stjórnmál Ég lagði frá mér vopnin
og kvaddi íslenska pólitík vegna
þess að mér fannst hún orð-
in Ieiðinleg, nánast endur-
tekning. Með öðrum orðum
stagl. Alþýðuflokkurinn
undir minni forystu klofn-
aði fyrir kosningar 1995.
Það voru menn í mínum eig-
in röðum sem slógu vopnin
úr höndum okkar þannig að
flokkurinn gegndi ekki
lengur því lykilhlutverki að
geta ráðið ríkisstjórn eins
og hafði verið frá 1987. Eft-
ir átta ára setu í ríkisstjórn
var að vísu komið nýtt ís-
land og betra þannig að
Það verður að
segjast eins
og er að ís-
lensk pólitík
er ekkert sér-
staklega að-
laðandi eða
heillandi fyrir
mann sem
veit af reynslu
hvað við er að
fást.
—+—
eg var
sæmilega sáttur við þau verk sem
við unnum. Engu að síður er upp-
Frá Borgarholtsskóla
Innritun í kvöldskóla á vorönn 2002 verður sem hér segir:
föstud. 4. jan. frá kl. 17-19
laugard. 5. jan. frá kl. 10-13
mánud. 7. jan. - fimmtd. 10. jan frá kl. 10-16
föstud. 11. jan. frá kl. 17-19
laugard. 12. jan. frá kl. 10-13
Eftirtaldar greinar verða í boði:
Málmiðngreinar:
Hand- og plötuvinna
Rennismíði
Suður
Vélavinna
Grunn- fag- og tölvuteikningar
Fagbóklegar greinar
Á félagsliðabraut: (nýtt)
Heilbrigðisfræði 103
Félagsfræði 103
Almennar greinar:
Bókfærsla 102
Danska 202
Enska 102 og 202
Félagsfræði 102 / 103
(slenska 102 og 202
Stærðfræði 122
Tölvufræði 102
Innritunargjald er kr. 10.000
Gjald fyrir fagbóklega/ almenna einingu er kr. 1.000,
fyrir verklega námseiningu er kr. 2.000
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans í
síma 535-1700 og einnig hjá kennurum málmdeildar
ísímum 899-0231, 557-4436 og 557-2403
Kennsla hefst mánudaginn 14. janúar skv. stundaskrá.
vaskinu aldrei lokið. Það voru stór
mál á dagskrá sem við vildum fylg-
ja fram en höfðum ekki get-
að komið fram í ríkisstjórn
fram að því og höfðum því
miður eftir kosningar 1995
ekki fylgi til að koma
fram. Dæmi: Að binda
endi á gjafakvóta og
koma á auðlinda-
gjaldi. Að opna ís-
land með þeirri
framkvæmd okk-
ar sjálfra á
GATT-samning-
unum að lækka
tolla á innfluttum
lífsnauðsynjum. Þriðja:
Jákvæð afstaða til og
praktískur undirbúningur
að endanlegri aðild að Evr-
ópusambandinu. Til dæmis
með því að hefjast handa
á óhjákvæmilegri
breytingu á stjórnar-
skránni sem að
óbreyttu kemur í
veg fyrir að ís-
land stigi stærri
skref til aðildar
að samþjóðleg-
um samtökum
eins og Evrópu-
sambandið er.
Það var fyrir-
sjáanlegt að þessi
mál yrðu ekki
keyrð fram að sinni
og þá nennti ég ekki
að þrasa um aukaat-
riði. Þess vegna tók ég
hatt minn og staf og sé
ekkert eftir því.
Allir menn þurfa að
hlaða batteríin og það
var kominn tími til þess
í mínu tilfelli. í höfuð-
borg heimsins er mjög
andlega örvandi um-
hverfi fyrir menn sem
hafa áhuga á stjórnmál-
um og náið samband við
marga góða hugsuði um
þau mál. Þetta hefur verið
lærdómsríkur og ánægju-
legur tími.
Ræðir endurkomu ef
eftir er leitað
Það verður að hafa í huga að
pólitík lýtur sínum eigin lög-
málum. Það er ekkert gefins í
pólitík. Það er eðlilegt að það
eigi sér stað kynslóðaskipti
eins og á öðrum vettvangi
mannlífsins. Út af fyrir sig er
ósköp eðlilegt að maður sem var
búinn að eyða 20 - 30 árum í pólitík,
búinn að afplána sinn dóm og þola
sætt og súrt, kalli það nóg dags-
verk.
Það verður að segjast eins og er
að íslensk pólitík er ekkert sérstak-
lega aðlaðandi eða heillandi fyrir
mann sem veit af reynslu hvað við
er að fást. Þetta er skítadjobb á
lágu kaupi og ekki aðlaðandi fyrir
fjölskyldur umdeildra manna.
Þetta þekki ég allt af eigin reynslu.
Sá sem hefur yfirgefið flokkapóli-
tík verður að gera sér grein fyrir
því að það eru komnir nýir menn í
hlutverkin. Þess vegna væri rétta
spurningin hvort ég hefði einhvern
hug á því að ryðjast til einhverra
mannaforráða í íslenskri pólitík og
svarið við því er nei. Ég hef svalað
öllum persónulegum metnaði á því
sviði nú þegar. Svarið er því að það
yrði ekki að mínu frumkvæði. Ég
ætla ekki að fara að ýta einhverj-
um til hliðar til þess að berjast fyr-
ir einhverri forystunni. Ég er hins
vegar tilbúinn að hlusta á það ef
þeir sem nú eru á oddinum telja að
ég geti lagt góðum málum lið. Þá
vil ég gjarnan athuga það. En ég
fer ekki inn í íslenska pólitík aftur
að eigin frumkvæði með brugðnum
brandi.
EES-samningurinn gert Is-
lendinga sjálfsánægða?
Ég þekki það af langri reynslu og
sögulegri þekkingu á pólitík að það
skipast oft veður í lofti snögglega
og það er eitt af lögmálunum að
umdeildir menn batna með aldrin-
um. Góður er hver genginn og fjar-
lægðin gerir fjöllin blá og mennina
mikla. Það er bara við því að búast.
Stóru málin sem við jafnaðarmenn
settum á oddinn og börðumst fyrir
voru partur af heilmiklu plani um
að breyta þjóðfélaginu og voru
sum hver dálítið á undan sinni sam-
tíð. Það er að segja samtíminn var
ekki reiðubúinn að fara svona
geyst í hlutina. Þess vegna urðu
menn umdeildir. Kjörfylgi okkar
var nú ævinlega hóflegt þannig að
við gátum ekki keyrt þessi mál
með liðsstyrk heldur urðum við að
semja á báða bóga. Það er auðvitað
tímafrekt, það er orkusóandi og
erfitt og það þýðir að málin komast
sjaldnast heil í höfn þótt eitthvað
þokist í áttina. EES-samningurinn
auðvitað dæmi um svona um-
snúning. Hann er eitt af þremur
stærstu og umdeildustu málum
lýðveldissögunnar. Þeir sem tóku
harðasta afstöðu gegn þessu máli
gerðu það að spurningu um full-
veldi og sjálfstæði og kölluðu mig
sem verkstjórnarmann samnings-
ins jafnvel landráðamann. Nú
heyrast engar deilur um það. Stríð-
inu lauk og þegar rykmökkinn
hafði lægt á vígvellinum vildu þeir
sem viðhöfðu
stærstu orð-
in á móti samningnum alls ekki við
þau kannast. EES-samningurinn er
nánast óumdeildur og ber nær öll-
um saman um það að hann hafi ver-
ið stærsta skrefið sem stigið var í
að breyta íslensku samfélagi til
hins betra. Það er helst að ég hafi
verið gagnrýndur fyrir það að
samningurinn hafi verið svo góður
og skilað íslendingum svo miklu að
hann hafi gert þá sjálfsánægða og
noti hann sem rök fyrir því að ekki
þurfi að stíga lokaskrefin.
Eðlileg og gagnleg umræða
Jón Baldvin hefur verið mjög áber-
andi sem sendiherra og ófeiminn
að svara spurningum fjölmiðla um
bandarísk málefni, jafnvel svo að
sumum hefur þótt nóg um hrein-
skilnina. Hann kannast þó ekkert
við að hafa fengið umvandanir frá
yfirmönnum sínum eins og sagan
hermdi á sínum tíma. „Ég hef svar-
að ýmsu til þegar fjölmiðlar hafa
spurt mig um mál sem hafa verið
efst á baugi í bandarísku þjóðfé-
lagi, kosningar þar, áföll eins og
hryðjuverkaárásina á New York
svo tekin eru dæmi. Ég hef oft ver-
ið beðinn um það af mörgum í ís-
lensku þjóðfélagi að flytja erindi
eða tala um bandarísk málefni,
bandarískt efnahagslíf, bandaríska
utanríkispójitík og bandarísk
stjórnmál. Ég veit ekki til þess að
það sé neitt að því að sendiherra
sem er á annað borð að rýna undir
yfirborð þjóðfélags þeirra ríkja
sem hann starfar í að gera eitthvað
slíkt. Það er kannski ekki algengt
meðal sendiherra en þó misjafnt. í
Bandaríkjunum er mikið gert af
því að biðja sendiherra um að flyt-
ja erindi, í fyrsta lagi til að kynna
land sitt og þjóð en einnig hef ég
iðulega verið beðinn um að flytja
erindi. Sérstaklega er ég beðinn
um að ræða muninn á bandaríska
módelinu og Norðurlanda eða Evr-
ópumódelinu meðal hagfræðinga
og stjórnmálafræðinga. Þetta þyk-
ir eðlilegt og sjálfum finnst mér
þetta í alla staði eðlilegt og af-
skaplega gagnlegt. Auðvitað er
ljóst að sendiherra á að fram-
fylgja stefnu ríkisstjórnar
hverju sinni og það geri ég
að sjálfsögðu í samskiptum
við bandarísk stjórnvöld
um utanríkis- og varnar-
mál.
binni@frettabladid.is
Stór útsala
Hefst miðvikudaginn
2. jan. kl. 8
Yfirhafnir í úrvali
25-30%
afsláttur
fyrstir koma fyrstir fá
allt á að seljast
AoÚHWSIÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Sjélísmyudm verður
eliki vcjin í lulóum!
Stí^um á stokk o£ stren^um heít
► AðhaLdsnámskeió
Gauja Litla í WorLd CLass
Frír prufutími.
I Hópastarf:
VaLkyrjur í vígahug (konur)
Vígamenn í vinahug (karlar)
I Unglinganámskeið:
fyrir 13 tiL 16 ára
í World CLass
Frír prufutími.
I Barnastarf:
fyrir 7 - 9 ára
og 10 - 12 ára
"Kátir krakkar"
í Heilsugarðinum
SAGASPA
Upplýsingar í síma: 561-8585 / 561-8586
IJI-II^'bJíauclýsi