Fréttablaðið - 02.01.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.01.2002, Blaðsíða 16
16 FRÉTTABLAÐIÐ 2. janúar 2002 MIÐVIKUDAGUR HÁSKÓLABÍÓ "•/ifífiV aio Sýnd ki. 1.45, 3.40 og 6 m/ ísl. tali jHy |HARRY POTTER kL 2,5og8 Sýndkl. 5.40, 8 og 10.30 Imáváhlatúr kl. 2, 4 og 8 lELLING kl. 4.15,6, 8 og 10 j [amelie kL 3, 530,8 og 10.30 (ÓTHERS Idio] Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20 Sýnd kl. 2.30, 5.30, 8 og 10.30 m 51 Sýnd kl. 1.50 og 3.55 m/ ísL talí V,T 520 • Sýnd kL 2,4,6,8 og 10.10 m/.ens. tali jHARRYPOITER m/isltali kUog4|pj 03 KMUv mi, Mt tl ;- «st »•«•» «nurMt>n m IREPLIKATE kl. 6, 8 og 10.10 itTO] jHARRYPOTTERm/ens.tali l,4og8|P| ZOOLANDER kl. 8 og 10.10 j F'Yj iSKÓLALÍF m/ísUali !<L2ogT5Ö1P] FRÉTTIR AF FÓLKI Digranesvegi 10 Kópavogi (fyrir ofan Sparisjóö Kópavogs) s. 533 1111 - fax.533 1115 Andrés Pétur Rúnarsson löggiltur fasteignasali. Einar sölum Gsm 690 0152. Hinnrik sölum. Jónas sölum. ATVINNUHUSN/EDl TIL SÖLU Austurstræti, 500 fm. 180 m. Kaplahraun, 225 fm. 14,3 m. Skipholt, 200 fm. Leiga. Akralind, 900 fm. 81 m. Lyngháls, 2100 fm. Leiga. Stórhöfði, 2300 fm. 179 m. Lyngás, 65 fm.Leiga Brautarholt, 1800 fm. 155 m. Brautarholt, 560 fm. Leiga Vesturvör, 5000 fm. 310 m. Stórholt, 135 fm. 10,5 m. Suðurhraun, 200 fm. ATVINNUHUSNÆÐI TIL SOLU EÐA LEIGU Glæsíleg skrifstofa c. 60 fm. á efstu (9) hæð í stærri turnin- um í Kringlunni. Útsýni yfir alla R.vík. Ármúli, 300 fm. Akralind 2x300 fm. Kothús Garður, 1600 fm. 40 m. Lækjamelur, 1560 fm. 60 m. Gnoðavogur, 62 fm. 6 m. FYRIRTÆKI Blómaverslun. 2,5 m. Bar í miðbænum 14 m. Kaffi og veitingahús Húsgagnaverslun Hafnarf. Gott fyrirtæki fyrir sendif. bílstj. Sólbaðsstofur 5-14 m. Bifreiðav. Bílapartasala. 3,5 m. Matsölustaður. Framköllunarþjónustan Höfum kaupendur og leigj- endur að öllum tegundum af fyrirtækjum, atvinnu og leiguhúsnæði. Söngkonan Gloria lYevi, hin mexíkóska Madonna, fær að yf- irgefa fangaklefa sinn til þess að fæða barn sitt á spítala samkvæmt úrskurði dóms- stóla í Brasilíu. Söngkonan hefur verið í fangelsi þar í tæp tvö ár og varð ófrísk á dul- arfullan hátt innan veggja þess. Hún hefur barist gegn því að verða framseld til Mexíkó þar sem bíða hennar kærur, m.a. fyrir að mis- nota unga stúlku. Kanslari Þýskalands, Gerhard Schröder, og borgaryfirvöld í Berlín heiðruðu minningu leik- og söngkonunnar Marlene Dietrich á hundrað ára af- mælisdegi hennar. Borgarstjóri Berlínar baðst ein- nig afsökunar á slæmum móttök- um sem leikkonan fékk þegar hún snéri aftur til Berlínar eftir seinni heimsstyrjöldina. Haldin var sér- stök minningarathöfn við leiði hennar í Berlín. Kristinn ofsatrúahópur í Banda- ríkjunum stóð fyrir bruna á bókunum um Harry Potter á gaml- ársdag. Halda trú- | arleiðtogar hans j því fram að bæk- urnar „kenni i krökkum að tilbiðja j kölska“. Höfundur l bókanna JK Rowl- l ing varði hugar- ; fóstur sitt og sagð- ist ekki enn hafa hitt það barn sem væri staðráðið í því að verða norn eða galdramaður eftir að hafa lesið bækur sínar. Julia Roberts ætlar að giftast kærasta sínum, kvikmyndatöku- manninum Dan Moder. Pilturinn bað hennar yfir jólahátíðina og gaf hún honum grænt á kirkjubjöllurn- ar. Það eina sem stendur í vegi þeirra er eiginkona Moders, en hann stendur víst í skilnaði þessa dagana. Roberts kynntist tilvon- andi eiginmanni sírium við tökur myndarinnar The Mexican. Það er galdur að syngja „O, ó, Regíííínaaaaaaaa'*, var það sem kom upp í hugann þegar frét- tist að uppleysti Sykurmolinn Margrét Ornólfsdóttir og Sjón væru að gera kvikmyndahandrit með þessu nafni. Nú hefur María Sigurðar- dóttir leikstýrt mynd eftir handritinu. Von er á Regínu á föstudag. kvikmynpir „Nei, þetta er alls ekki sama Regína, þetta er skortur hugmyndaflugs," útskýrir Mar- grét Ornólfsdóttir og hlær létti- lega vinalegum en upplýsandi ömmuhlátri. „Þetta er bara svo fallegt nafn, það þýðir líka drottn- ing. Það var einhver annar sem benti mér á þetta með Sykur- molalagið, ég veit ekki hvað það segir um mig.“ Margrét vill eklci kalla Regínu „fyrstu íslensku dans- og söngva- myndina" þar sem henni finnst Stuðmannamyndin „Með allt á hreinu" eiga þann titill. Fjögur ár eru síðan hún fékk hugmyndina að sögunni og fljótlega sótti hún um handritastyrk í kvikmynda- sjóð og fékk úthlutað. „Þegar ég byrjaði að skrifa Regínu, fattaði ég ekki strax að þetta væri barna- mynd. Ég og Sjón ræddum það ekki einu sinni, það skipti engu máli, við vorum bara að skrifa söguna. Ég held að maður eigi ekki að setja sig í einhverjar stell- ingar af því að maður er að skapa fyrir börn. Ef fullorðnir hafa ekki gaman af hlutum, þá hafa börn það ekkert endilega heldur." MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR „Fjögur ár þykja ekki langur tími í kvik- myndabransanum, en þetta er langur meðgöngutímí fyrir tónlistarmann." Myndin fjallar um ævintýri Regínu, ósköp venjulega stelpu í Reykjavík sem uppgötvar að með söng sínum getur hún látið alls konar hluti gerast. Hún hrindir af stað áætlun með Pétri vini sínum sem varðar framtíð þeirra og for- eldra þeirra. En svo flækjast hlut- irnir þegar óheiðarlegi hárkollu- sölumaðurinn ívar blandast í leik- inn. Hann hefur sitthvað grug- gugt í pokahorninu. „Hún er ekki gullgerðamaður, eða eitthvað svoleiðis, en húri get- ur fengið fólk til að gera hluti sem það myndi annars ekki gera. Þetta er hálfgerð dáleiðsla." Auk þess að skrifa handritið í samvinnu við Sjón samdi Mar- grét tónlistina. Hún segir að handritið hafi komið fyrst og svo hafi hún samið lögin út frá þeirri tilfinningu sem átti við hverju sinni. Þannig hafi öll lögin tilgang og verði óhreyfanlegúr hluti af myndinni. Olga Guðrún Árnadótt- ir, sem m.a. gerði barnaplötuna „Eninga Meninga", sá um texta- smíðar laganna. „Hún er föður- systir mín og átrúnaðargoð frá því að ég man eftir mér. Hún gerði barnaplötu fyrir 5 - 6 árum sem hét „Babbídíbú" þar sá ég um upptökustjórn. Okkur gengur vel að vinna saman.“ Aðalhlutverk myndarinnar eru í höndum hinnar 10 ára Sigur- björgu Ölmu Ingólfsdóttur og hinum 8 ára Benedikt Clausen. Þau voru valin úr stórum hópi umsækjanda. Ögn reyndari leik- arar, eins og Baltasar Kormákur, Halldóra Geirharðsdóttir, Stefán Karl, Magnús Ólafsson og Rúrik Haraldsson sjá um aukahlutverk. biggi@frettabladíd.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.