Fréttablaðið - 02.01.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.01.2002, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 2. janúar 2002 MIÐVIKUDACUR Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra kannast ekki við að vera á förum úr ráðuneyti sínu og gerir ráð fyrir að halda embætti sínu út kjörtíma- bilið. Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra hefur viðrað hug- myndir um upp- ________ stpkkun innan rík- isstjórnarinnar. „Ég hef bara ekk- ert heyrt um þetta og ekki orðið var við umræðu um málið. Hún hefur kannski farið fram ein- hvers staðar annars staðar en í mín eyru. Guðni er nú varaformað- ur flokksins og þannig ofar í skúffu heldur en ég,“ sagði heil- brigðisráðherra, en bætti við að rætt hafi verið um í upphafi ríkisstjórnarsam- starfsins að verkaskipting yrði endurskoðuð um mitt kjörtímabil. „En ég hef ekki séð neinar tillög- ur um slíkt og ekki verið nefnt við mig að færa mig.“ Ferðaskrifstofur báru af því fregnir að íslendingar hefðu streymt sem aldrei fyrr á skíðaslóðir um jólin. Einn þeirra sem hélt utan var utanríkisráðherra íslands, Halldór Ásgrímsson, ekki var hægt að ná í og nýárs vegna þess að hann var staddur á skíð- um í Austurríki. Ráðherra mun hins vegar hafa komið aftur til lands á gamlársdag og haldið upp á áramót á íslandi. Forstjórar í leit að uppáhaldsborði Heimtufrekja fræga fólksins þegar kemur að borðapöntunum á veit- ingahúsum er alþjóðleg segir Bjarni Haukur sem flestir þekkja sem Hellisbúann. Hann leikur nú einleik í Leik á borði sem sýnt er í Is- lensku óperunni. leikrit „Hugmyndin að verkinu spratt upp hjá leikara og leik- ritahöfundi í New York sem unnu fyrir sér með því að starfa á veitingastað, eins og margir í þessum bransa þá þurftu þeir að vinna fyrir saltinu í grautinn á meðan þau voru að reyna að koma sér á framfæri. Upp úr starfsreynslunni fóru þau að reyna að þróa leikrit sem gerist í borðapöntunardeildinni á veit- ingastaðnum. Þannig varð leik- ritið Fully committed til, sem á íslensku hefur hlotið heitið Leik- ur á borði," segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari. Leikritið, sem var frumsýnt sl. sunnudag í íslensku óperunni, er einleikur og það er Bjarni Haukur sem fer með öll hlutverk lejkritsins, en þau eru æði mörg. „Ég leik leikarann, yfirmann hans og alla viðskiptavinina sem eru að reyna að koma sér að á vinsælasta veitingahúsi bæjar- ins í jóíaösinni miðri." Bjarni Haukur er vanur mað- ur er kemur að einleik, stór hluti þjóðarínnar sá hann leika Hellis- búann en ekki segir mikið líkt með þessum tveimur verkum. „Hitt var nær uppistandi, þetta er hefðbundnara leikrit með söguþræði," segir Bjarni Hauk- ur sem sjálfur vann sem þjónn í New York á sínum tíma eftir að hann lauk leiklistarnámi. Þráður verksins hljómar heldur banda- rískur en Bjarni Haukur segir auðvelt að heimfæra hann upp á íslensltar aðstæður. „Ég hef nú sjálfur unnið sem þjónn hér á ís- landi og það er ótrúlegt hvað BJARNI ÞJÓNAR YFIRSTÉTTINNI i leikritinu bregður þjóðkunnum (slendingum fyrir, þ.á.m. Kára Stefánssyni, Árna John- sen og Whatne-systrum. „Við tökum samt skýrt fram í leiksskránni að þetta er auðvitað allt skáldskapur frá rótum," segir Bjarni Haukur. sumt fólk gerir til að fá borð, sumir forstjórar mæta rétt fyrir lokun og vilja fá uppáhaldsborð- ið sitt þrátt fyrir að þar sitji kannski par sem pantaði það fyr- ir þremur mánuðum," segir Bjarni Haukur og bætir við að það hafi verið Gísli Rúnar Jóns- son sem sá um staðfærsluna af alkunnri snilli. Leikhúsgestir munu sjá ýms- um þjóðkunnum íslendingum bregða fyrir í leikritinu, þar á meðal Kára Stefánssyni, Árna Johnsen, Whatne-systrum svo fátt eitt sé nefnt. „Við tökum samt skýrt fram í leiksskránni að þetta er auðvitað allt skáld- skapur frá rótum,“ segir Bjarni Haukur sem vonast til að húmor- inn hitti í mark. „Okkur hefur vonandi tekist að gera grín að ís- lenskum samtíma." _____________ sigridur@frettabladid.is HRAÐSOÐIÐ ÞORSTEINN NJÁLSSON læknir Duncan Smith kemur á óvart: Hafnar aðild að karlaklúbbi íhaldsmanna FEITUR Nokkur þúsund manns hætta að reykja HVERSU margir reyna að hætia að reykja við áramót? Við höfum engar haldbærar tölur en teljum að það séu nokkur þúsund manns sem reyna að hætta að reykja um áramótin. Fyrir nokkrum árum mátum við það sem svo að 6.000- 7.000 manns reyndu að hætta að reykja um áramótin. Því miður tekst ekki öllum að standa við heitið HVAÐ mælið þið með að fólk geri sem ætlar sér að hætta að reykja? Ég mæli eindregið með því að fólk hætti noti hjálparlínuna okkar 8006030, þar fær fólk aðstoð og hjálp hvernig best sé að hætta að reykja, hvaða lyf standa til boða og hvaða námskeið. Einnig er hægt að fá ýmí- ráð á síðunni okkar reyk- laus.is. Flestir sem hætta að reykja ákveða það bara með sjálfum sér en allar rannsóknir sína að það tryggir betri árangur að undirbúa þetta vel. Rannsóknir sína einnig að lyf bæta árangur um 100%. HVAÐ fellir fólk r bindindinu? Löngunin í tóbak er mjög sterk og mjög lúmsk. Fólk getur t.d. lent í því að vera allt í einu komið með sígar- ettu í hendina við aðstæður sem það er vant að reykja í. Maður þarf að vera búinn að hugsa út allar aðstæð- ur sem geta komið upp áður en mað- ur hættir. Margir falla t.d. þegar þeir fá sér í glas. Svo má ekki gley- ma félagslega þrýstingnum, hann er ótrúlega mikill, hinir reykingamenn- irnir reyna að fá mann til að reykja með sér. Þorsteinn Njálsson er læknir og for- maður tóbaksvarnarnefndar. Heldur er myglað vefrit ungra jafnaðarmanna politik.is. Þegar flett er upp á vefritinu þá blasa við orðin nýtt, nýtt, nýtt en þegar dagsetning pistilsins er skoðuð kemur í ljós að hann var skrifaður 5. nóvember. Pistillinn fjallar einmitt um allar breyting- arnar sem hafa orðið á vefritinu en ekkert virðist hafa verið gert við vefinn síðan pistillinn var skrifaður og verður að telja það heldur slaka frammistöðu hjá vefriti. LANDROVER - RANGE ROVER Öflug varahlutaþjónusta og upplýsingar fyrir allar árgerðir //////////////////////////////////////////< y- Víð óskum öllum viðskiptavinum okkar S sem ogöðrum landsmönnum farsældar y og fríðar á nýju ári ogþökkum um leið ) metso minerals Vélarnarfrá okkur breyta grjóti í gæðaefni. Hvar sem þú ekur á góðum íslenskum vegi, þar hafa þær komið að verki. 7 Verum góð við aýrin - serstak- lega mýsnar!" london. ap Iain Duncan Smith, sem kosinn var leiðtogi breska íhaldsflokksins á nýliðnu ári, kom mörgum flokksbræðrum sínum á óvart þegar hann sagðist ekki vilja gerast meðlimur í hinum virta klúbbi íhaldsmanna, Carlton Club. Ástæðan? Konur geta ekki orðið fullgildir meðlimir í klúbbn- um. Allt frá árinu 1832 hefur hver einasti leiðtogi breska íhalds- flokksins sjálfkrafa orðið meðlim- ur í Carlton Club. Meira að segja Margrét Thatcher gerðist með- limur í klúbbnum, en þótt tak- markanir séu að aðild kvenna að klúbbnum þá eru samt rúmlega hundrað konur í honum. Þær mega drekka í vínstúkum klúbbs- ins og þær mega fara inn í „næst- um því öll“ herbergin. Samt ekki öll, og þær mega af einhverjum ástæðum ekki taka þátt í stjói-n hótels sem klúbburinn rekur. Síðast í nóvember samþykktu meðlimir klúbbsins að leyfa kon- um ekki fulla aðild, þótt margir af hinum ævagömlu klúbbum íhalds- samra karla á Englandi hafi á und- anförnum árum tekið af skarið og hleypt konum inn án nokkurra takmarkana. Duncan Smith ætlar þó að vei'a áfram meðlimur í öðrum klúbbi, sem nefnist Beefsteak Club og m mun ekki vera flokkspólitískur, þótt konum sé heldur ekki hleypt inn þar. ■ „NEI, TAKK. SAWIA OG ÞEGIÐ" Leiðtogi breska (haldsflokksins rýfur ævagamla hefð. FRÉTTIR AF FÓLKI I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.