Fréttablaðið - 28.01.2002, Side 6
6
FRETTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUDACUB
5PURNINC DAGSINS
Hefurðu orðið vör við hækk-
anir á matvöru að undan-
förnu?
Já, sannarlega hef ég orðið þess vör. IVlér
finnst allt hafa hækkað frá áramótum og
finn það víðar en i matvöruvörslunum
Kristjana Benediktsdóttir afgreiðslustúika í lyfjabúð.
Sambýli fatlaðra
í Kópavogi:
Allir vist-
menn verða
fluttir í nýtt
húsnæði á
næsta ári
samkomulac 20 íbúar fjögurra
sambýla í f jölbýlishúsi við Kópa-
vogsbraut verða allir komnir í
nýtt húsnæði á höfuðborgar-
svæðinu fyrir 1. maí á næsta ári.
Kveðið er á um þetta í samkomu-
lagi sem Jón Kristjánsson, heil-
brigðis- og tryggingamálaráð-
herra, og Páll Pétursson, félags-
málaráðherra, undirrituðu fyrir
helgi.
Aðbúnaður á sambýlunum við
Kópavogsbraut hefur verið
gagnrýndur harkalega að undan-
förnu. Drög að samkomulagi
hafa legið fyrir hjá ráðherrun-
um um nokkurra mánuða skeið.
Undirskrift þess dróst hins veg-
ar fram á fimmtudag þar sem
ekki var búið að ganga frá fjár-
mögnun þess. Meðferð vist-
manna á sambýlunum hefur
heyrt undir heilbrigðis- og
tryggingaráðuneytis en færist
nú undir félagsmálaráðuneyti. í
samkomulaginu segir að haft
verði samráð við íbúana og að-
standendur þeirra um flutning-
inn. Starfsmönnum sambýlanna
hefur öllum verið boðið starf hjá
Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra á Reykjanesi. ■
INNLENT I
Magnús Gunnarsson, bæjar-
stjóri Hafnarf jarðar, hefur
sent sendiráði Þýskalands bréf
þar sem hann óskar eftir stuðn-
ingi við að reisa minnismerki
um fyrstu lúthersku krikjuna á
íslandi. Fyrsta lútherska kirkjan
var reist af þýskum verslunar-
mönnum árið 1537.
Vefrit fjármálaráðuneytisins:
Krónan að ná jafnvægi
efnahagsmál „Miðað við þróun
gengisins undanfarna mánuði
virðist sem gengisvísitalan sé að
ná ákveðnu jafnvægi í kringum
140 stig sem er í samræmi við þá
gengisforsendu sem gengið var út
frá í fjárlögum ársins 2002,“ segir
í nýjasta vefriti fjármálaráðu-
neytisins. Gengishækkunin und-
anfarið, miðuð við stöðuna í októ-
ber og nóvember sl., er sögð
marktæk og hljóti það að hafa já-
kvæð áhrif á þróun verðlags á
næstu mánuðum sem stuðli þan-
nig að því að verðbólgumarkmið
ríkisstjórnarinnar og aðila vinnu-
markaðarins náist.
í ritinu er áréttað að ekki megi
ofureinfalda orsakir verðbólgu,
en tilhneyging hafi verið til að
benda á einhvern einn þátt hag-
kerfisins umfram annan í umræð-
unni undanfarið. „Verðlagsþróun-
in ræðst af fjölmörgum þáttum og
tengist aðstæðum á mismunandi
mörkuðum," segir þar og bent á
að launahækkanir að undanförnu
hafi óhjákvæmilega stuðlað að
verðhækkunum, fyrst vegna auk-
ins framleiðslukostnaðar og síðan
vegna aukins kaupmáttar sem
skapað hafi eftirspurnarspennu.
„Verðlag á innfluttum vörum hef-
ur þegar á heildina er litið fylgt
hefðbundnu mynstri og tekið
breytingum í takt við gengi og
GJALDMIÐILLINN
( vefritinu segir að ekki séu til töfralausnir í verðbólgumálum, en til að halda verðbólgu í
skefjum verði kostnaðarhækkanir að vera í samræmi við það sem gerist í okkar sam-
keppnislöndum.
hækkanir í viðskiptalöndunum,“
segir í ritinu, en þó bent á að inn-
fluttar matar- og drykkjarvörur
hafi hækkað talsvert umfram
gengisbreytingai’. „Aði’ar innflutt-
ar vörur hafa hækkað mun minna
og í sumum tilvikum hefur lítil
sem engin hækkun orðið þrátt
fyrir umtalsverðar gengisbreyt-
ingar." ■
Vaxandi vinsældir
fyrrum forsetafrúar
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, verður sífellt
vinsælli innan öldungadeildar Bandaríkjaþings. Bæði repúblikanar og
demókratar bera henni góða sögu.
FORSETAFRÚR
Hillary Clinton, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna (til vinstri), ásamt núverandi forseta-
frú, Laura Bush, I þinghúsbyggingu Bandaríkjanna, Capitol Hill, sl. fimmtudag.
stjórnmál Hillary Rodham Clint-
on, fyrrverandi forsetafi’ú Banda-
ríkjanna og núverandi öldunga-
deildarþingmaður, nýtur nú vax-
andi vinsælda og virðingar í röð-
um kollega sinna á bandaríska
þinginu. Sem forsetafrú í Was-
hington hafði Hillary það orð á
sér að vera bæði kuldaleg og
hrokafull. Það orðspor fylgdi
henni alla leið á þingið er hún náði
þar kjöri fyrir New York-fylki í
lok ársins 2000. Undanfarið ár
hefur Hillary hins vegar komið
samstarfsmönnum sínum á þing-
inu staðfastlega á óvart með upp-
átækjum sem orðið hafa til þess
að mýkja ímynd hennar og jafn-
framt auðvelda henni að fóta sig
innan veggja Bandaríkjaþings.
Hillary, sem hefur mikla
reynslu af margskonar fjáröflun-
arstarfsemi, hefur á sínu fyrsta
ári í embætti tekist að safna um
130 milljónum króna í hina ýmsu
sjóði. Auk þess hefur hún veitt
þónokkrum félögum sínum innan
Demókrataflokksins peningaað-
stoð fyrir alls um 7 milljónir
króna. Einnig hefur hún tekið
virkan þátt í fjáröflun fyrir kosn-
ingasjóð demókrata víðsvegar um
Bandaríkin. Hefur henni þar tek-
ist að safna um 23 milljónum
króna.
Það eru ekki bara demókratar
sem smám saman eru að hlýna í
viðmóti gagnvart henni, því
repúblikaninn John Ensign, þing-
maður frá Nevada-fylki, er einnig
heillaður af framkomu hennar.
„Hún mætti ekki til starfa á þing-
inu með yfirlætislegt viðhorf,"
sagði hann í viðtali við frétta-
menn dagblaðsins Herald Tribu-
ne. „Hún var mjög hlýleg í alla
staði." Repúblikaninn Craig
Thomas frá Wyomin-fylki hefur
sömu sögu að segja. Segir hann
Hillai’y vera allt aðra konu en þá
sem hann hafði svo oft heyrt talað
um. „Miðað við það sem mörgum
okkar sýnist, hefur henni tekist
afar vel upp.“
Margir stjórnmálasérfræðing-
ar telja að með starfi sínu sé Hill-
ary að leggja grunninn að baráttu
sinni fyrir forsetakjöri árið 2004.
Því hefur hún alltaf staðfastlega
neitað. Aðrir telja að nú sé hún
loks laus úr viðjum skyldu sinnar
sem forsetafrú og sé farin að
njóta sín að fullu aftur, nú sem
sjálfstæð og áhrifarík kona í
bandarísku þjóðlífi.
freyr@frettabladid.is
Verkalýðsfélagið
á Húsavík:
Bæjarstjórn
leggur
verðspilin
á borðið
verðlac Stjórn Vei’kalýðsfélags-
ins á Húsavík hefur óskað eftir
því við bæjaryfirvöld að fá allar
upplýsingar og rökstuðning fyrir
þeim verðlagshækkunum sem
bæjarstjórn
hefur ákveðið.
Aðalsteinn Á.
Baldursson
formaður fé-
lagsins segir
að bæjaryfir-
völd hefðu tek-
ið vel í þessa
ósk félagsins
.Hann gerir
ráð fyrir því
að fulltrúar fé-
lagsins muni
síðan ræða við
bæjaryfirvöld
í framhaldi af
þessu. Hann
segir að þetta
sé liður í verðlagseftirliti félags-
ins. Það snýr ekki aðeins að sveit-
arstjórnum á félagssvæðinu held-
ur einnig að fyrirtækjum og opin-
berum stofnunum.
Þá hefur félagið komið þeim
skilaboðum til annarra sveitarfé-
laga í sýslunni að félagið muni
hafa eftirlit með öllum verðlags-
breytingum sem kunna að verða
hjá þeim og krefjast rökstuðn-
ings fyrir þeim. Það hefur hins
vegar farið lítið fyrir viðbi’ögð-
um þeirra fi’am til þessa. Aðal-
steinn segir að forráðamenn
sumra þeirra hefðu þó látið í það
skína að þau verði að hækka verð
á sinni þjónustu til að geta mætt
þeim kostnaðarhækkunum sem
þau hafa orðið fyrir og þá einkum
vegna launahækkana. Að öðrum
kosti séu þau nauðbeygð til að slá
lán. ■
aðalsteinn á.
BALDURSSON
Segir brýnt að veita
öllum aðhald vegna
verðlagshækkana.
Ný Skref
*** 9oO '
Námskeið um sjálfstraust,
tjáningu og tækifæri
Örugg tjáning er lykillinn að auknum
árangri, betri samskiptum og vellíðan
Námskeið 1:
Fyrri hluti: Þrlðjudagurinn 29 janúar kl. 13-17
Seinni hluti: Fimmtudagurinn 31. janúar kl. 13-17
Námskeið 2:
Fyrri hluti: Þriöjudaginn 5. febrúarkl. 16-20
Seinni hlutí: Fimmtudagurinn 7. febrúar kl. 16-20
Námskeiö 3:
Fyrri hluti: Þriöjudagurinn 12. febrúar kl. 18-22
Seinni hluti: Fimmtudagurinn 14. febrúar ki. 18-22
Leiðbeinendur: Hansína B. Einarsdóttir framkvæmdastjóri
Skref fyrir skref og Mjöll Jónsdóttir verkefnastjóri
Nánari upplýsingar og skráning i sima 581-1314 eða með
tölvupósti - mjoll@step.is
Markmið námskeiðanna
er að þátttakendur verðl
þjálfaðari f að koma fram
fyrir framan hóp,
þeir öðllst aukið
sjálfstraust og aukna
þekkingu á eigin
hæfni og getu.
Skreftnskref
Ármúla 5, Reykjavik
Slmi 581-1314
www.step.is
Samgönguáætlun 2003 til 2014:
Rúmir 218 milljarðar á 12 árum
ÁÆTLUD FRAMLÖC TIL UMFERÐARMÁLA SUNDURLIDUÐ
EFTIR FLOKKUM OC ÁRUM SAMKVÆMT TILLÖGUM
STÝRIHÓPS UM SAMGÖNGUÁÆTLUN.
2003-2006 2007-2010 2011-2014
Flugmál 11.963 11.799 11.771
Siglingamál 6.981 4.713 4.737
Vegamál 53.877 56.269 56.340
Heildarframlög til samgöngumála 2003- -2014: 218.450.000 .000,00 krónur
samcöncur Samkvæmt tillögum
stýrihóps samgönguráðherra um
samgönguáætlun fyrir árin 2003
til 2014 á að leggja ríflega 218
milljarða í samgöngumál á tíma-
bilinu. Áætlunin tekur heildstætt
á samgöngum, hvort heldur sem
er í lofti, láði eða legi. Megin-
markmið áætlunarinnar er að
viðhalda hreyfanleika í sam-
göngukerfinu. Grunnnet sam-
gangna á að ná til allra þéttbýl-
iskjarna með yfir 100 íbúa og að
byggðarlög með yfir 200 íbúa
UMFERÐ
Miklar framkvæmdir verða á næstu árum í
gerð samgöngumannvirkja.
eigi kost á tengingu við almenn-
ingssamgöngur. Miðað er við að
grunnkerfi samgangna sé þannig
byggt upp að flestir landsmenn
komist til og frá höfuðborgar-
svæðinu á innan við 3,5 klukku-
stundum.
Áhersla er lögð á umhverfis-
vernd og öryggi í samgöngum.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður Sambands íslenskra sveit-
arfélaga, og formaður stýrihóps-
ins, segir að lögð hafi verið fram
markmið og leiðir að þeim í
skýrslunni sem kynnt var á mið-
vikudag. Hann segir að megin-
markmið ættu að nást en 3 til 4 ár
gæti vantað upp á að öll markmið
næðust. Framkvæmd samgöngu-
áætlunarinnar er háð samþykki
Alþingis og leggur Sturla Böðv-
arsson, samgönguráðherra, fram
lagafrumvörp þar að lútandi á yf-
irstandandi þingi. ■