Fréttablaðið - 28.01.2002, Síða 12
FRÉTTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUDflCUR
Fyrirtæki tii sölu, t.d.:
• Langar þig í eigin rekstur. Höfum
til sölu nokkur lítil en góð fyrir-
tæki sem auðvelt er að byrja á.
Jafnvel auðveldara en þú heldur.
• Kristján IX í Grundarfirði. Vinsæl-
asti veitinga- og skemmtistaður-
inn á Snæfellsnesi. Ársvelta 20
MKR.
• Þekkt einingahúsafyrirtæki í góð-
um rekstri. Miklir framtíðarmögu-
leikar. Hentugt fyrir smiði.
• Tvö gistihús miðsvæðis í Reykja-
vík. 7-15 herbergi.
• Lítill sport pub í úthverfi. Mikil
matsala. Auðveld kaup.
• Heildverslun með þekktar heilsu-
vörur. Ársvelta 27 MKR í fyrra en
núverandi eigendur ráða ekki við
ört vaxandi eftirspurn.
• Lítil en mjög efnileg heildverslun
með umhverfisvæn hreinsefni.
• Þekkt austurlenskt veitingahús í
miðbænum. Velta 4 MKR á mán-
uði og vaxandi. Góður hagnaður.
• Lítil heildverslun með kex og
sælgæti. Ársvelta 10 MKR.
• Unglingafataverslun í Kringlunni.
24 MKR ársvelta. Auðveld kaup.
• Mjög góður söluturn í Hafnarfirði
með bílalúgum, grilli og video.
6,5 MKR mánaðarvelta og vax-
andi.
• Falleg lítil blómabúð í Breiðholti.
Mjög einfaldur og öruggur rekst-
ur. Auðveld kaup.
• Stór útivistarverslun í góðum rek-
stri. Ársvelta140 MKR.
• Skyndibitastaður í atvinnuhverfi.
Ársvelta 20 MKR. Þægilegt fyrir
einn kokk.
• Falleg og nýstandsett hár-
greiðsiustofa í Hlíðunum. Mikið
að gera. Lágt verð af sérstökum
ástæðum.
• Heildverslun með tæki og vörur
fyrir byggingariðnaðinn. Ársvelta
100 MKR.
• Góð videósjoppa í Breiðholti
með 4 MKR veltu á mánuði.
Auðveld kaup.
• Stórt og fjölbreytt heilsustúdíó.
Eurowave, Ijósalampar, sogæða-
nudd, leirvafningar og fi. Mjög
góð staðsetning.
• Rótgróið veitingahús við Bláa
Lónið. Góður og vaxandi rekstur
í eigin húsnæði.
• Lítil heildverslun með góða
markaðsstöðu í matvöru óskar
eftir sameiningu við fjársterkt fyr-
irtæki til að nýta góð tækifæri.
• Veitingahús á Akranesi
• Lítið verktakafyrirtæki sem star-
far nær eingöngu á sumrin. Fastir
viðskiptavinir, stofnanir og stór-
fyrirtæki. Hagnaður 7-8 MKR á
ári.
• Verslun, bensínsala og veitinga-
rekstur í Búðardal. Eigið hús-
næði. Mjög góður rekstur. Árs-
velta 160 MKR.
• Efnalaug/þvottahús í stóru hverfi.
Arðbær rekstur og miklir vaxta-
möguleikar fyrir hendi. Mjög
hentugt fyrir fjölskyldu.
• Þekkt bílabónstöð með 15 MKR
ársveltu. Stórir viðskiptavinir í
föstum viðskiptum. Gott hús-
næði, ný tæki.
• Lítil en vaxandi tískuverslun í
góðu hverfi. Þægilegur og örugg-
ur rekstur með ágætan hagnað.
• Góð blómabúð í Grafarvogi. Til
sölu af sérstökum ástæðum.
• Falleg gjafavöruverslun við
Laugaveginn, heildsala og net-
verslun. Mikil tækifæri.
• Ein besta sólbaðsstofa borgar-
innar. Góður hagnaður. Skipti
möguleg á góðu atvinnuhús-
næði.
• Þekkt barnafataverslun við
Laugaveg.. Eigin innflutningur.
• Stór og mjög vinsæll pub í út-
hverfi. Einn sá heitasti í borginni.
• Söluturn á Akureyri. Lottó, video
og grill. Ársvelta 20-24 MKR.
Auðveld kaup.
• Sérverslun á Djúpavogi. Eigið
húsnæði á besta stað. 20 MKR
ársvelta.
• Skyndibitastaðurinn THIS í Lækj-
argötu (áður Skalli). Nýlegar inn-
réttingar og góð tæki.
m
FASTEIGNASALA
• Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin)
• Sími 533 4300 • Gsm 820 8658
Samgönguáætlun 2003 til 2014:
Einbreiðum brúm
útrýmt á þjóðvegi eitt
samgöngur Einbreiðum brúm á
þjóðvegi númer eitt verður út-
rýmt fyrir árið 2014 nái tillögur
stýrihóps um samgönguáætlun
fram að ganga. Umhverfis og ör-
yggismál skipa stóran þátt í áætl-
uninni sem nær frá árinu 2003 til
ársins 2014. „Við viljum miða okk-
ur við það sem best gerist meðal
nágrannaþjóðanna og bendum á
leiðir til að það megi verða,“ segir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem
fór fyrir stýrihópnum og benti á
sívaxandi samstarf við Evrópu-
sambandið og Norðurlandaþjóðir
í öryggismálum. Vilhjálmur taldi
að í dag væri öryggi í samgöngum
á svipuðu róli og hjá þeim þjóðum
sem við miðum okkur við. „En sí-
fellt er verið að herða kröfurnar,"
sagði hann og nefndi auknar kröf-
ur í flugöryggismálum í kjölfar
hryðjuverkanna í Bandaríkjunum
í september sl.
„Það á að fækka og helst út-
rýma alveg einbreiðum brúm. Það
tekst okkur reyndar ekki á þjóð-
vegakerfinu öllu á tímanum en
ætti þó að takast á þjóðvegi eitt
verði okkar tillögum fylgt,“ sagði
hann en áréttaði að Alþingi ætti
eftir að f jalla um tillögurnar. ■
BRUARVINNA
Engar einbreiðar b'ryr verða á þjóðvegi eitt
innan 12 ára gangi samgönguátæun eftir.
Seinna verður unnið að því að útrýma ein-
breiðum brúm á öðrum vegum.
Oddi í Vesturbyggð:
Áætlar 100% aukningu
í útflutningi með flugi
siávarútvegur Sjávarútvegsfyrir-
tækið Oddi í Vesturbyggð var rek-
ið með rúmlega 40 milljón króna
hagnaði í fyrra. Það er álíka og
var árið þar á undan en fyrirtæk-
ið hefur sl. þrjú ár skilað hagnaði.
Sigurður Viggósson fram-
kvæmdastjóri Odda segir að þetta
sé afleiðing af því hagkvæma um-
hverfi sem verið hefur eftir að
tókst að ná tökum á rekstrinum.
Þá hefur afurðaverð verið hátt.
Athygli vekur að í ár er áætlað að
útflutningur fiskafurða með flugi
frá Keflavíkurflugvelli verði um
160 tonn. Það er um 100% aukning
frá fyrra ári. Þessi þáttur í rekstr-
inum hefur numið um 10-15% af
heildartekjum sem að öðru leyti
samanstendur af frystingu og
söltun á bolfiski.
Um 40-50 manns vinna hjá fyr-
irtækinu í landi og um 20 manns á
sjó en Oddi er meðal stærstu fyr-
irtækja á svæðinu. Það fær hrá-
efni til vinnslunnar frá eigin bát-
um, auk þess að vera í beinum við-
skiptum við aðrar útgerðir. Um
20% hráefnisins er keyptur á fisk-
mörkuðum. Sigurður segir að það
séu einkum þrír áhrifavaldar sem
skipta mestu um reksturinn til
næstu framtíðar. Hættulegasti
áhrifavaldurinn er sagður vera
stjórnvöld á hverjum tíma sem
geta umturnað öllum áætlunum
með verkum sínum. Að öðru leyti
sé það afurðamarkaðurinn al-
mennt, þ.e. heimsmarkaðurinn
með matvæli, aflabrögð og gæftir.
Sigurður segir að það sé því erfitt
um vik að ætla að spá eitthvað um
framtíðina í þessari atvinnugrein
þar sem margir óvissuþættir geta
haft áhrif á reksturinn. ■
SIGURÐUR VIGGÓSSON
Segir að mikið sé unnið þegar menn
séu orðnir samkeppnishæfir við aðra
fiskkaupendur um hráefnið.
Jóhann Ársælsson:
Kerfið verð-
ur lokaðra
fiskveiðistjórn „Þetta er sam-
komulag milli hagsmunaðila í
sjávarútvegi og þeir eru að hugsa
um sína eigin hagsmuni. Það er
svo sem ekkert við það að at-
Guðjón A. Kristjánsson:
Osanngjörn
útfærsla
fiskveiðistiórn Guðjón A. Krist-
jánsson, þingmaður Frjálslynda-
flokksins, segist ekki hafa séð
tillögu útvegs- og sjómanna.
Hann hafi heyrt af þeim í út-
Steingrímur J. Sigfússon:
Lækning
með plástri
fiskveiðistjórn „Með þessu er
ekki verið að hrófla við kerfinu
sjálfu. Það er ekki verið að tak-
marka varanlegt fi-amsal. Ef ég
hef skilið rétt hefur þetta einung-
huga,“ sagði Jóhann Ár- varpsfréttum. „Út af fyrir is áhrif á leigu innan ársins
sælsson, þing- sig er ég ekki á mm og mér sýnist
maður Sam- ósáttur við að þetta gott
* w mif? fylkingarinn- þeir sem hafi ”p>~*% - ■ dæmi um þeg-
. ar. „Sjómenn veiðiheimildir fjgjl Jél ar menn
hafa verið að I4 \ / eigi að veiða JP* : lækna djúp
\ 3$L reyna að kom- i / ■ j# ^ af þeim. Hinn sár með
ast undan því endinn sem p 1 a s t r u m .
að taka þátt í kvótakaupum * m maður hefur heyrt, ég tek «» __j Þegar menn leysa eitt
ÁRSÆLSSON
Ekki verið að laga
neitt í stóru út-
gerðinni.
og þeir laga
sína stöðu svo-
lítið með
þessu. Að vísu
er ekki verið
að laga neitt í stóru útgerðinni.
Þær geta hringlað með kvótann á
milli báta sem þær eiga, innan
sömu útgerðar. Þetta hefur samt
ekkert með deilumálið um stjórn
fiskveiða að gera. Þetta er ekki
sátt við þjóðina um það deilumál.
Þetta er bara sátt þeirra sem eru
að nýta auðlindina."
Jóhann segir einnig að spurn-
ing sé hvort tillögurnar standist
lög. Með Valdimarsdómnum, svo-
nefnda, áttu menn að fá veiðileyfi
sem vildu stunda sjó. Þá var sagt
að menn gætu keypt eða leigt
veiðiheimildir af þeim sem fyrir
væru. „Það er alveg klárt að með
tillögunum geta menn ekki leigt
til sín eitt einasta kíló nema
kaupa fyrst einhverjar veiði-
heimildir á skipið fyrir mikla
peninga. Aðaláhrifin verða að
kerfið verður lokað enn meira og
kyrfilegar en áður.“ ■
GUÐJON A. þafl fram að
kristánsson é hef ekki
Stangast senmlega a r*
við hæstarréttardóm. se<5 Pappinnn,
að menn geti
ekki leigt til
sin eitt tonn ef þeir eiga bara eitt
tonn gengur aldrei upp. Að
mönnum sé meinað að leigja til
sín miðað við hvað þeir eiga
mörg tonn gengur aldrei upp. Að
mínu viti er það mjög ósann-
gjörn útfærsla. Ekki bara gagn-
vart þeim sem eiga og reka fiski-
skip heldur er þetta afar ósann-
gjörn útfærsla gagnvart þeim
byggðarlögum sem á undanförn-
um árum hafa misst svo til allar
veiðiheimildir vegna hins frjálsa
kvótabrasksframsals. Það stang-
ast sennilega á við stjórnarskrá
og hæstarréttadóminn frá því í
desember 1998. Fyrir utan það
tel ég að þetta sé mjög ósann-
gjarnt gagnvart þeim byggða-
lögum og útgerðaraðilum sem
hafa verið að vinna eftir því
kerfi sem er í gildi.“ ■
íhciiviikiiviuh j. vandamál
sigfusson verður til ann-
Þegar menn leysa eitt , „ « •
vandamál verður “°\ , S3®111
annað til. Steingrimur J.
Sigfússon,
formaður Vinstri grænna.
„Ég hef ekki verið talsmaður
leiguviðskipta í þessu efni en ég
átta mig á þeirri hugmynd að
draga úr leigubraski og setja því
skorður. Á hinn bóginn er þetta
mjög þungt högg á þá sem hafa
verið að reyna koma undir sig
fótunum og gera út á leigukvóta.“
Steingrímur J. veltir því ein-
nig fyrir sér hvort útgerðir sem
geri út mörg skip megi reikna all-
an kvótann í einn pott og nýta
hann sem heild.
„Spurningin er þá hvort það
megi leigja út frá sér 25% af
heildarkvóta margra fiskiskipa.
Ef sú verður útfærslan hefur
þetta fyrst og fremst áhrif á ein-
yrkja og minni fyrirtæki en kem-
ur ekkert við stóru fyrirtækin.
Þetta atriði þarf að liggja ljóst
fyrir áður en hægt er að taka
endanlega afstöðu." ■
FLUGTURNINN í REYKJAVÍK
Miklar tafir vegna veik-
inda flugumferðarstjóra:
Ahyggjur af
heilsufarinu
flugumferð Talsverð röskun varð á
flugi í gær þar sem 15 af 23 flug-
umferðarstjórum í Reykjavík og
Keflavík tilkynntu veikindi. Að
sögn Heimis Más Pétursson, upp-
lýsingafulltrúa Flugmálastjórnar,
urðu talsvert miklar tafir á milli-
landaflugi. Innanlandsflug gekk þó
vel fyrir sig þar sem flugveður var
gott. Á Egilsstöðum var að vísu
snjókoma svo ekki var leyfð blind-
flugsþjónusta nema til sjúkravélar
sem lenti um tvö leytið í gær.
„Við vitum nú ekki hvað er að
hrjá þessa menn en höfum auðvit-
að áhyggjur af heilsufari starfs-
manna okkar. Við fáum væntalega
að vita hvað er að hrjá fólk.“
Heimir Már segir að lítið sé
hægt að gera þegar svona mál
koma upp. „Við erum með viðbún-
aðaráætlun og það er aldrei þannig
að það er enginn á vakt. Það eru
lágmarkskröfur sem eru gerðar til
þess. Þetta hefur fyrst og fremst
tafir í för með sér. Á alþjóðaflugi,
yfirflugi yfir íslenska svæðið hafa
ekki orðið tafir.“
Aðspurður hvort Flugmála-
stjórn líti svo á að um samantekin
ráð sé að ræða sagði Heimir Már.
„Við getum ekki fullyrt neinn
skapað hlut um það. Við reiknum
með því að fólk sé veikt þegar það
tilkynnir um það. Trúnaðarlæknir
flugmálastjórnar mun væntanlega
skoða það mál.“
En mun hann þá skoða hvern
flugumferðarstjóra fyrir sig?
„Hann hefur það í sínum höndum
hvort hann sinni því.“ ■
---♦--
Tafir hjá Flugleiðum:
Tapa tíu
milljónum
samgöngur „Áætlun Flugleiða fór
gjörsamlega úr skorðum," sagði
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða um röskun á
flugi í gær vegna veikinda flug-
umferðarstjóra. „Þetta olli mikl-
um töfum þegar vélarnar voru að
fara frá íslandi til Evrópu. Það
hafði síðan þær afleiðingar að
þeim seinkaði mikið þegar þær
voru að koma frá Evrópu. Niður-
staðan varð sú að það voru felld
niður þrjú flug. Þetta olli mikilli
röskun og óvíst með framhaldið."
Guðjón áætlar að fjárhagslegt
tjón Flugleiða vegna röskunar sé
um tíu milljónir en það er lítið
sem félagið getur gert.
„Við verðum bara að taka
þessu. Við eigum ekki aðild að
þessari deilu. Ríkið semur við
flugumferðarstjóra. Auðvitað er
þetta ástand óviðunandi fyrir
flugrekendur sem og farþega.
Þetta kostar of mikið.“ ■