Fréttablaðið - 28.01.2002, Blaðsíða 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
Vie SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍr.ÍS Fyrstur með fréttirnar
HYUNDAI Mu!ti(SS>
Total IT Solution Provider
Hagkvæm og traust tölva
:;f%TÆKNIBÆR Skipholti 50C
S: 551-6700 www.tb.is
Umboðsaðili HYUNDAI á íslandi
Diplómatar í
fátæktargildru
Það er ekki ofsögum sagt að mis-
jafnt er skipt mannanna kjörum.
Samt kom það harkalega við mann
að lesa í Fréttablaðinu að það skuli
viðgangast að láta íslenskan sendi-
herra hírast í Mósambík fyrir skitna
hálfa milljón á mánuði eða svipað
kaup og sosum 8 röskar skúringa-
konur eða kassastelpur gætu hæg-
lega rifið upp hér heima. Og þessi
ágæti maður verður að láta sér
nægja aðeins fjórða partinn af því
sem öðrum sendiherrum er borgað
fyrir að fara á mis við að njóta land-
kosta í Mósambík.
—*—
MIKILSAMKEPPNIerhér
heima eins og annars staðar um
þægilega og skemmtilega láglauna-
vinnu og þetta mikla framboð á
vinnukrafti gerir það að verkum að
launin haldast lág, því að auðvitað
væri ekkert vit í því að fara að bjóða
há Iaun fyrir létta vinnu sem fullt af
fólki sækist eftir að fá að taka að sér
til að hafa eitthvað fyrir stafni frek-
ar en láta sér leiðast á atvinnuleysis-
bótum.
FYRSTA BOÐORÐ Mammons
fjallar eins og kunnugt er um fram-
boð og eftirspurn og láglaunaliðið
getur að sjálfsögðu aðeins sjálfu sér
um kennt að fá ekki hærra kaup. Það
er náttúrlega ekki við vinnuveitend-
ur að sakast heldur við aðra lág-
launaþræla sem halda kaupgjaldinu
niðri með því að slást innbyrðis um
það áhyggjulausa líf sem fylgir eft-
irsóttum láglaunastörfum.
—♦—
EINA RÖKRÉTTA skýringin á lág-
um launum sendiherrans í Mósam-
bík er sú að mikil eftirspurn sé eftir
því í utanríkisþjónustunni að fá að
fara til Afríku og diplómatar undir-
bjóði hver annan varðandi laun og
staðaruppbót til að sleppa við að
vistast í Tókíó eða London eða Was-
hington eða öðrum hundskinnsútnár-
um. Ef Mósambíkmaðurinn hefði
boðist til fara til Tókíó hefði hann
getað fengið 2 millur á mánuði og
gerst jafnoki 33 skúringakvenna í
stað þess að vera aðeins 8-kerlinga-
maki í launum. Það er hins vegar
varla forsvaranlegt að íslenskur
diplómat skuli ekki bera úr býtum
nema hálfa milljón á mánuði - og
þessi eymdarkjör minna helst á
þrælahald. Það væri mannúðarmál
að kalla þrælana strax heim og
reyna að lagfæra kjör þeirra. ■
KLJUFÐU UTGJOLDIN!
..
EUROPAY
/ s l a n d
Sími 550 1500
Með Greiðsludreifingu gefst korthöfum EUROCARD færi á að dreifa útgjöldum
eins kortatímabils á allt að tólf mánuði. Ef hringt er fyrir eindaga getur korthafi skipt
mánaðarreikningnum í allt að tólf greiðslur. Fyrsta greiðsla getur aldrei verið minni en 1/12 og
þarf að greiðast á eindaga. Eftirstöðvar færast á kortareikninginn næstu ellefu mánuði. Nýir
korthafar eiga rétt á Greiðsludreifingu strax!
Látum ekki áhyggjur af fjármálunum íþyngja okkur að óþörfu. - Hringdu núna!
Nú geturðu skipt greiðslukortareikningnum i allt að tólf hluta með einu símtali
EUROCARD
MasteiCard.
15-20% afsláttur
HEIMILISTÆKI
Tandurhrein tilboð á þvottavélum,
þurrkurum og uppþvottavélum
Lágmúla 8 • Sími 530 2800