Fréttablaðið - 28.01.2002, Page 14
14
FRÉTTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUPAGUR
HVERNICFER?
í hvaða sæti lendir ísland
á EM í handknattleik?
ÞORCILS ÓTTAR
MATHIESEN
fyrrverandi landsliðsmaður
„Eigum við ekki að
spá liðinu í þriðja til
fjórða sæti. Mér
finnst þeir vera að
spila mjög
skemmtilega og það
er mjög gaman að horfa á þá.“
ATLI HILMARSSON
fyrn/erandi landsliðsmaður
„Ég ætla að leyfa
mér að skjóta á
fimmta sætið. Mið-
að við það sem ég
hef séð á það mögu-
leika á að ná því og
það er viðunandi sæti.“
íþróttir
aSyn
29. janúar - 3. fefjrúar
www.syn.is
I sima 515 6100 eða 1 Skifunnl
mán- Heklusport
tim ki. 22.30
þri Bolton - Man. Utd.
Enski boltinn kl. 19.50
mið Chelsea - Leeds
Enskl bollinn kl. 19.55
— U
■ i n
Leeds - Liverpool
Enski boltinn kl. 11.30
ítalski boltinn
kl. 13.55
Mlddlesbrough - Charlton
Enski boltinn kl.T5.55
New York • Miaml Heat
NBAkl. 18.00
Superbowi |
Amoríski tótboltinn kl. 22.00
Jókertölur
laugardags
7 15 7 6
B§
26.07.2002
22} 36
Alltaf á *
miðvikudögum
Jókertölur
miðvikudags
5 7 13 7
Handfrjáls búnaður..
.0$ H*Ji ouu FPmHH I vutencinw
EM 2004 í knattspyrnu:
Þjóðverjar ánægðir með Skota
fótbolti íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu lenti í 5. riðli Evrópu-
mótsins í knattspyrnu en dregið
var í Porto £ Portúgal á föstudag-
inn var. ísland var í þriðja styrk-
leikaflokki og lenti í riðli með
Þýskalandi, Skotlandi, Litháen og
Færeyingum. Mikil fengur er í
þýska liðinu en liðið hefur tekið
þátt £ flestum úrslitakeppnum
stórmóta á undanförnum árum.
Þýsk dagblöð eru himinlifandi
yfir að landslið þeirra fái að mæta
Skotum undir stjórn Berti Vogts,
en hann þjálfaði liðið áður en
Rudy Völler tók við þvi. Þau minn-
ast einnig á að kunnugt andlit
stýri íslenska liðinu en Atli Eð-
valdsson, landsliðsþjálfari, spilaði
á árum áður með Dortmund,
Diisseldorf og Uerdingen.
Dagblaðið Edinburgh Evening
News telur að skoska landsliðið
eigi frábæra möguleika á að verða
£ einu af tveimur efstu sætum 5.
riðils £ undankeppni EM 2004. ís-
land, Litháen og Færeyjar séu
þjóðir sem Skotar eigi að sigra.
ísland lék siðast gegn Skotum
árið 1985 i undankeppni HM 1986.
Skotar sigruðu i báðum leikjun-
um. Bæði Litháar og Færeyingar
voru með Skotum í riðli fyrir HM
2002. Skotar sigruðu í heimaleikj-
unum en gerðu jafn-
tefli á útivelli. Það er
því ljóst að ekki má
vanmeta síðasttöldu
þjóðirnar.
„Við teljum okkur
geta unnið ísland og
kannski Skotland. Leik-
urinn gegn Þjóðverjum
verður hins vegar afar
erfiður“, segir Jákup
Boye Johansen, íþrótta-
fréttaritari færeyska
blaðsins Dimmalætting um drátt-
inn í riðlakeppni EM. Jákup sagð-
ist gera ráð fyrir að mikill fjöldi
komi á leikina gegn Þýskalandi,
ÞJÁLFARARNIR
Atli Eðvaldsson, þjálfari
Islands og Rudi Völler,
þjálfari þýska liðsins.
Skotlandi og íslandi. Leikurinn
gegn Þjóðverjum stæði skiljan-
lega upp úr. Þar væru langstærstu
mótherjarnir. ■
5- RIÐILL:
Þýskaland
Skotland
ísland
Litháen
Færeyjar
„Hreint út sagt frábært“
Islenska karlalandsliðid í handknattleik er komið í milliriðil Evrópumótsins. Mætir núverandi
heimsmeisturum á morgun. „Lítur vel út,“ segir þjálfari íslandsmeistara Hauka.“
Liðsmórallinn sterkasta hlið liðsins.
handbolti íslenska karlalandsliðið
í handknattleik sigraði það sviss-
neska með 33 mörkum gegn 22 í
gær og tryggði sér þar með efsta
sæti C-riðils á Evrópumótinu sem
fram fer í Svíþjóð. Aður hafði liðið
gert jafntefli við Spánverja og
sigrað Slóvena. Þrjú lið komast
áfram í milliriðil og mætir það ís-
lenska því franska, þýska og því
júgóslavneska. Fyrsti leikurinn
verður á morgun og verður hann í
beinni útsendingu í Ríkissjónvarji-
inu. Viggó Sigurðsson, þjálfari Is-
landsmeistara Hauka, segir lands-
liði hafa verið að spila frábærlega
það sem af er keppni.
„Þetta er búið
að vera hreint út
sagt frábært. Lið-
inu hefur gengið
allt í haginn og það
hefur verið að
spila feikilega vel í
vörn og sókn. Það
hefur allt gengið
upp sem liðið hef- viccó
ur verið að gera. sicurðsson
Bara hreint út sagt Þjálfari (slands-
frábærir leikir.“ meistara Hauka.
Viggó segir að sterkasta hlið
liðsins hafi verið liðsmórallinn.
„Liðið hefur verið jafnt, allir að
standa sig vel. Varnarleikurinn,
ásamt mjög góðri markvörslu, hef-
ur lagt grunninn að velgengninni.
Það hefur gefið okkur mikið af
hraðaupphlaupum sem hefur vant-
að undanfarin ár.“
íslenska liðið tekur þrjú stig
með sér í milliriðil, þ.e. stigin sem
það fékk á móti Spáni og Sviss. Lið-
ið mætir Frökkum á morgun sem
lenti í öðru sæti D-riðils.
„Maður gælir við það að liðið
vinni allavega einn leik af þessum
þremur. Það er góður séns á því.
Við erum búnir að vinna Þjóð-
verja tvisvar í æfingaleik og gera
jafntefli við Frakkana. Okkur hef-
ur líka alltaf gengið vel með
HART BARIST
Ólafur Stefánsson hefur staðið sig feikivel með íslenska landsliðinu. Hér sést hann í leiknum gegn Sviss. Sigfús Sigurðsson fylgist spennt-
ur með framgangi félaga síns. Ólafur er markahæstur íslensku leikamannanna.
Júgóslava á stórmótum, þannig að
maður er hæfilega bjartsýnn.
Miðað við hvað liðið hefur verið
að spila feikilega vel þá lítur þetta
vel út.“ Hann vill nú ekki spá ís-
lenska liðinu Evrópumeistaratitl-
inum en segir að fimmta til sjötta
sæti væri frábær árangur. Liðið
hefur nú spilað þrjá leiki á þrem-
ur dögum og mætti því ætla að
þreytan færi að segja til sín.
Viggó telur hins vegar ekki svo
vera. Liðinu hafi gengið það vel að
hægt hafi verið að dreifa álaginu
á leikmenn.
„Guðmundur hefur getað notað
alla leikmennina og það hvað hefur
gengið^ vel hefur létt mönnum
lund. Ég hef engar áhyggjur af
því.“
kristjan@frettabladid.is
Enska bikarkeppnin:
Þrír sáu
rautt
knattspyrna Þrír leikmenn sáu
rautt þegar Arsenal lagði bikar-
meistara Liverpool að velli 1-0 í
gær. Dennis Bergkamp kom
Arsenal yfir í fyrri hálfleik. Á
fimm mínútna tímabili í seinni
hálfleik fengu þrír leikmenn að
sjá rauða spjaldið. Martin
Keown fékk að fjúka á 67. mín-
útu fyrir brot, Bergkamp f jórum
mínútum síðar og á 72. mínútu
fékk Jamie Carragher rautt
spjald fyrir að kasta mynt upp í
stúku. Ipswich fékk háðulega út-
reið gegn Man. City, tapaði 4-1.
Grannar City, Man. Utd. gekk
ekki jafn vel. Tapaði 2-0 fyrir
Middlesbrough. ■
HART TEKIST Á
Hart var tekist á í leik Arsenal og Liverpool í gær. Þrír leikmenn voru reknir út af. Þrátt fyrir
átök þeirra Ray Parlours og Dietmar Hamanns voru þeir ekki í þeim hópi.
MILLIRIÐLAR EM
Innan sviga eru stig sem liðin taka
með sér úr undanriðlum
1. riðill
Svíþjóð (4)
Danmörk (3)
Tékkland (2)
Úkrafna (O)
Rússland (3)
Portúgal (O)
2. riðill
Island (3)
Spánn (3)
Þýskaland (3)
Frakkland (3)
Slóvenla (O)
Júgóslavía (O)
SUND
• •
Orn Arnarson varð í 5. sæti í
200 metra baksundi á heims-
bikarmóti í Berlín í gær. Hann
náði öðrum besta tímanum í und-
anúrslitum. Örn keppti einnig í
50 metra baksundi á heimsbikar-
mótinu í gær og varð í 7. sæti.