Fréttablaðið - 28.01.2002, Side 16
16
FRÉTTABLAÐIÐ
28. janúar 2002 MÁNUDflCUB
HÁSKÓLABÍÓ
INTIMACY
kl. 10.30
cmas
Sýnd kl. 5, 7 og 9
jAMELlE
[K-PAX ~
[regIna
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30
FROM HELL
kl. 5.30. 8
4, 6, 8 0g 10
6 og 10 í
sími 564 0000 - www.smarablo.is
[POMESTIC DIST- kl. 8 og lO.lsl gS iflTLANTIS m/ IsL tall TiTl CT
IK-PAX ~ M. 5.10, 8 ogloToj jj^j jHARKY POTTER m/ Isl tali kL 4 | [g^
jREGÍNA kl. 3.50 og 5.55 | jflTj ÍHARRY POTTER m/ ens. tali kL 4 j
Wavin
Göturennur
Rennur til nota í
gólf, við veggi -
fyrir framan bíl-
skúra o.m.fl.
^ VATNSVIRKINN ehf.
Ármúla 21, Sími: 533-2020
Sí>umúla 34, sími: 568 6076
Gömul dönsk
postulínsstell
kristalsglös - Silfur
Antik er lífsstíll
Antik er fjárfesting
Opið mánud. til föstud. 12-18
og laugardaga 11-16
Skipa-
þjónusta
FRÉTTIR AF FÓLKI
Kryddstúlkurnar töpuðu á
fimmtudag málaferlum
gegn ítölskum vespuframleið-
anda. Fyrirtækið gerði samning
við Spice Girls um að auglýsa
vöru sína þegar Geri var enn í
sveitinni. Eftir að hún hætti
vildi fyrirtækið meina að stúlk-
urnar hefðu brotið samninginn
við sig þar sem þær hefðu vitað
að stúlkan ætlaði að hætta. Fyr-
irtækið heldur því fram að aug-
lýsingaherferðin hafi mislukk-
ast vegna fráhvarf Geri’s. Hún
var á öllum auglýsingaspjöldun-
um en herferðin fór ekki í gang
fyrr en eftir að hún var hætt.
Fyrir vikið þurfa stúlkurnar að
punga út 250 þúsund pundum
(36,4 milljónir ísl.kr.) í skaða-
bætur til fyrirtækisins. Það lít-
ur því út fyrir að Kryddpíurnar
hafi tapað fleiru en vinsældun-
um við það að losa sig við
rauðkuna.
Veitingastaðurinn The Ivy í
London hefur sett söngkon-
una Jennifer Lopez á ævilangan
bannlista. Starfs-
fólkið varð víst
það þreytt á gíf-
urlegum um-
fram- og sér-
kröfum stjörn-
unnar að stjórn-
endur staðarins
sendu henni boð
um að hún væri
ekki velkomin á staðinn aftur.
Staðurinn er þekktur fyrir að
vera í uppáhaldi hjá stjörnum á
borð við David Beckham,
Madonnu, Jack Nicholsson og
Nicole Kidman. Dropinn sem
fyllti mælinn var víst þegar
Lopez hafði hringt þrisvar til
þess að breyta pöntunum sín-
um, sent svo lífverði sína á
undan sér til þess að athuga að
allt væri með felldu en endað
svo með því að hringja á síð-
ustu stundu til þess að tilkynna
að hún ætlaði sér frekar að
snæða á hóteli sínu.
Kvikmynda Dís
A meðal þeirra kvikmynda sem fékk vilyrði til styrks frá Kvikmynda-
sjóði þetta árið var mynd sem gera á eftir metsölubókinni Dís.
Skáldatríóið sem samdi bókina sá einnig um að vinna handritið.
KVIKMYNPIR „Handritið er tilbúið
og þá er náttúrulega hálfur sigur-
inn unninn,“ segir Oddný Sturlu-
dóttir sem er ásamt Birnu Önnu
Björnsdóttur og Silju Hauksdótt-
ur höfundur bókarinnar og kvik-
myndahandritsins Dís. „Vilyrði"
sjóðsins er í raun loforð um að ef
gengur vel að nálgast erlenda
fjárstyrki þá fái kvikmyndafram-
leiðendurnir 1/3 fjármagnsins úr
sjóðnum. „Handritið hoppaði í
raun bara upp úr bókinni. Það var
alveg ótrúlegt í raun. Það var eig-
inlega eins og við hefðu alltaf
haft kvikmynd á bak við eyrað
þegar við vorum að skrifa bók-
ina.“
„Það var ekki meðvitað hjá
okkur, kannski ómeðvitað," íhug-
ar Silja, nánast eins og hún sé að
hugsa upphátt.
Leikstjóri myndarinnar er fé-
lagi þeirra Kristófer Dignus Pét-
ursson og það var vegna hvatn-
ingar hans sem þær ákváðu að
skrifa handritið einar og óstudd-
ar, án þess að hafa nokkra
reynslu í þeim málum.
„Okkur finnst það vera mikill
Akkilesarhæll á bíómyndum sem
gerðar eru eftir bókum að oft er
allt of mikið í myndinni. Við
ákváðum því að skera hana
hressilega niður,“ segir Oddný.
„Klipptum út mikið af atriðum,
persónum og fyrirbærum. Það
var mínútu þögn á hverjum degi
sem við klipptum eitthvað út, til
þess að kveðja þau.“
„Við höfðum mjög gott að því
að fá aðra yfirsjón á bókina rúmu
ári eftir að við skrifuðum hana.
Hún þurfti alveg á því að halda,“
bætir Silja við.
„Það kom okkur á óvart hvað
samtöl eru viðkvæm í kvikmynd-
um. Persóna í bók talar öðruvísi
en persóna í raunveruleikanum.
Okkur fannst samtölin í bókinni
vera eðlileg á sínum tíma. Við lás-
um mjög mikið upp fyrir hverja
aðra þegar við gerðum handritið,
fórum þannig yfir samtölin sam-
an.“
„Svo reyndum við að vera
mjög meðvitaðar, með þvi að hafa
götuslangur. Það var ennþá
kjánalegra. Þá vorum við farnar
að reyna eitthvað sem við vorum
ekki. Eins og sextugir karlmenn
að skrifa unglingabækur," bætir
Silja við.
Auk Kristófers eru þeir Arnar
Knútsson og Árni Þór Vigfússon
framleiðendur myndarinnar.
„Þeir gerðu fjárhagsáætlunina
sem var lengri en handritið," seg-
ir Oddný og hlær sínum hrossa-
hlátri. Nú svitnar þríeykið við
það að finna erlent fjármagn.
En hvernig er það, fá þær að
hafa hendur í hári kvikmyndar-
innar Dís? „Já, þetta er náttúru-
lega svolítið eins og að setja
TVÆR AF ÞREMUR MÆÐRUM DÍSAR
Oddný Sturludóttir og Silja Hauksdóttir
léttar á því. Birna Anna Björnsdóttir hefur
yfirgefið klakann um skeið. Þær hafa oft
gantast með það að gera framhald Dísar
þegar þær sjálfar, og „dóttir" þeirra, eru
orðnar fimmtugar.
barnið sitt í fóstur og vita ekki
hvort það fái að borða eða hvort
sé skipt á því,“ segir Oddný. „Við
þurfum bara að vera hugrakkar
og treysta þessum mönnum.
Þetta er náttúrulega myndin hans
Kristófers, þó svo að þetta sé
bókin okkar. Hann er samt búinn
að lofa okkur að við fáum eitt-
hvað til málanna að leggja og við
treystum þeim vel.“
biggi@frettabladid.is