Fréttablaðið - 28.01.2002, Síða 18

Fréttablaðið - 28.01.2002, Síða 18
FRETTABLAÐIÐ 28. janúar 2002 IWÁNUPAGUR Markviss niðurtalning áverði og aukakílóum 10% verðlækkun á þrek- og æfinga tækjum* Hvergi meira urva Þrekhjól mikið úrval. Vönduð hjól frá KETTLER og GRAND SPORT. Stillanleg þyngd og fjölvirkur mælir. Verð frá kr. 16.100, stgr. 14.490 Hjól á mynd TW-2002 Magnetic kr. 28.350, stgr. 26.932 Lyftingabekkur og lóð. Bekkur með fótaæfingum og 50 kg lóðasetti. Tilboð kr. 21.000, stgr. 19.950 Hlaupabönd. Rafdrifið hlaupaband frá Kettler,g 0-12km hraði og fjölnota mælir m/púls. Verð frá kr. 144.000, stgr. 136.800 Elliptical trainer frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi Orbihealth verð frá kr. 22.410, stgr. 21.290 Alls konar æfingatæki AB magaþjálfi frá kr. 3.510 Lærabani kr. 891 Trampólfn, frá kr. 5.310 Púlsmælir, tilboð kr. 4.900 Handlóð mikið úrval, frá kr. 675 parið Armúla 40 • Sími 553 5320 www.markid.is 18 Myrkir músikdagar: Islensk tónlist í forgrunni tónust Strengjakvartettstónleik- ar verða haldnir í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. Á tónleikunum koma fram Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Hávarður Tryggvas- son kontrabassi, Víkingur Olafs- son píanóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Á efniskránni er Strengja- kvartett 1 eftir Eiríku Árna Sigryggsson, Strengjakvartett eftir Þórð Magnússon, Strengja- kvartett 2 eftir Snorra Sigfús Birgisson og A broke of Golden Branches eftir Judith Weir. Tónlistarhátíðin Myrkir mús- íkdagar var fyrst haldin í Reykjavík árið 1980 og fagnar því núna 22 ára áfmæli sínu. Frá upphafi hefur íslensk tónlist ver- ið í forgrunni á dagskrá hátíðar- innar ásamt nýlegum tónverkum erlendis frá. Tónleikar Myrkra músikdaga hafa jafnan verið MYRKIR MUSIKDAGAR Flytjendur í kvöld eru þau Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Zbigniew Dubik fiðluleikari, Helga Þórarinsdóttir víóluleikari, Hávarður Tryggvasson kontrabassi, Víkingur Ólafsson pí- anóleikari og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Á myndina vantar Hávarð Tryggvason kontrabassaleikara og píanóleikarann Víking Ólafsson. haldnir annað hvert ár. Nú hefur orðið sú breyting á að þeir eru haldnir á hverju ári og er það m. a. afleiðing af fjölbreyttu tónljst- arlífi á Menningarárinu 2000. í ár eru þeir helgaðir nýsköpun ís- lenskrar tónlistar og má þar nefna tónleika með Sinfóníu- hljómsveit íslands, raftónleika og flaututónleika. A öllum þess- um tónleikum verða frumflutt ný íslensk verk. ■ MÁNUDAGURINN 28. 1ANÚAR FUNDUR_______________________________ 12.05 Fordómar gegn útlendingum er yfirskrift málþings sem haldið veðrur í Norræna húsinu í dag. Þingið er liður í átaksverkefni Stúdentaráðs og jafnréttisnefndar H.í. sem nefnist Vitundavakning gegn fordómu. Ræðumenn verða: Guðrún Pétursdóttir, Peter Wiess og Eva Maria Engström. 12.30 Einar Falur Ingólfsson, Ijósmynd- ari, flytur fyrirlestur í LHÍ í Laugar- nesi í dag. Fyrirlesturinn nefnist: Henri Cartier Bresson og verður fluttur í stofu 24. LEIKLIST_____________________________ 10.10 Möguleikhúsið v/Hlemmsýnir í dag leikritið Skuggaleikur eftir Guðrúnu Helgadóttur. Uppselt. 20.30 í Listaklúbb Leikhúskjailarans verður í kvöld flutt samfléttuð dagskrá með Ijóðum og tónlist frá Frakklandi. Flytjendur eru Guðrún S. Birgisdóttir, flautuleikari og El- ísabet Waage, hörpuleikari. Jó- hann Sigurðsson, leikari, verður með Ijóðalestur. TÓNLIST______________________________ 20.00 Strengjakvartettstónleikar verða haldnir í kvöld í Salnum, Kópa- vogi. Flytt verða fimm verk. Flytj- endur eru Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Zbigniew Dubík, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla og Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Tónleikarnir er liður í Myrkum músíkdögum. MYNDLIST_____________________________ Hannes Lárusson sýnir í Vestursal Lista- safns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum. Ellefu hús hafa verið reist og nefnist sýningin Hús í hús. Hún stendur til 1. apríl. Afmælissýning Myndhöggvarafélags Reykjavíkur er haldin í miðrými Listasafns Reykjavíkur - Kjarvalsstöðum í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Sex listamenn hafa verið valdir úr röðum félagsins til að sýna á þremur aðskildum sýningum, tveir og tveir í senn. Þeir sem sýna núna eru Níels Hafstein og Sólveig Aðalsteins- dóttir. Sýningin stendur til 24. febrúar. Kristinn Pálmason heldur málverkasýn- ingu í Galleríi Sævars Karls. Á sýningunni verða óhlutbundin málverk og tölvuunn- ar sviðsettar Ijósmyndir. Málverkin eru bæði unnin í olíu og akríl með mismun- andi aðferðum. Asa Ólafsdóttír sýnir nú myndverk, ekki þráðlaust, í Gallerf Gorgeir á Korpúlfs- stöðum. Handlitað gamið, sem flæðir lit úr lit, yrjótt og doppótt fær í þessu verki að lifa eigin sjálfstæðu lífí og túlka vetur í þjóðgarði Reykvíkinga. Gallerí Gorgeir er opið á miðvikudögum frá kl. 12-18. Ljóð og tónlist: Frcinskt kvöld í Leikhúskj allaranum listaklúbburinn Samfléttuð dagskrá með frönskum ljóðum sem skáldið Sigurður ljóðum og tónlist frá Frakk- I JWi||l Pálsson hefur valið. Ljóðin landi verður flutt í kvöld í JÉ \—ýl eru eftir þrjá af helstu Listaklúbbi Leikhúskjallarans. skáldrisum Frakka, nítjándu Guðrún S. Birgisdóttir |pP § altiar skáldin Charles flautuleikari og Elísabet Baudelaire og Paul Verlaine Waage hörpuleikari flytja tón- °8 tuttugustu aldar skáldið list eftir Georges Bizet, ‘ Jaques Prévert . Þýðendur Marcel Tournier, Maurice Ra- ljóðanna eru Helgi Hálfdanar- vel, Claude Debussy, Gabriel j f i son, Jón Óskar, Siguröur Páls- Fauré og Jacques Ibert. I (flk^, son og Þorstcinn Gylfason. Jóhann Sigurðarson leik- |lf ^■1 Dagskráin hefst kl. 20.30 en ari les við undirleik Guðrún- L—húsið er að venju opnað kl. ar og Elísabetar, íslenskar þýðingar á 19.30. ■ Læröu aö klippa og hljóðsetja myndbdndin þín i heimilistölvunni! flHi----1. ■ --— Ami mynoDanasinxowi- vél.góðatoiwf? Okkar margreynda og sívinsæla námskeíð í myndbandagerð hefst 5. febrúarnæskomandi. Nanari upplysingar og skráning hjá Iðntæknistofnun í síma 570 7100, og á vefsíðu okkar www.iti.is X NAM SKEIÐ Ekki sama að vera Eva eða Abdullah Málfundur verður haldinn í dag í Norræna húsinu þar sem yfirskrift- ina er Fordómar gegn útlendingum. Eva Maria Engström ræðir um fordóma gegn erlendum stúdentum. EVA MARIA ENGSTRÖM Auk Evu flytja Peter Weiss, lektor við Háskóla íslands og Guðrún Pétursdóttir, starfsmaður Alþjóðahúss, fyrirlestra. Þeir eru liðir í samstarfsverkefni Stúdentaráðs og jafnréttisnefnd H.í. sem bera heitið Vitundavakning gegn fordómum. Fyrirlesturinn hefst kl. 12.05. fordómar „Ég er ljóshærð og með blá augu og hef þvf ekki lent í fordómum hvað útlitið varðar. Það er ekki fyrr en ég fer að tjá mig að að framkoma fólks breyt- ist,“ segir Eva Maria Engström, 23 ára gamall Svíi sem stundar nám í íslensku fyrir erlenda nema við Háskóla Islands. Nám- ið hefur hún stundað í tvö ár og óhætt er að segja að hún hafi náð nokkuð góðum tökum því. Eva ætlar að fjalla um for- dóma gegn erlendum stúdentum við Háskóla íslands á málfundi sem haldin verður í dag í Nor- ræna húsinu undir yfirskriftinni Fqrdómar gegn útlendingum. „Ég ætla að tala um hvernig er að vera útlendingur í Háskólan- um. Segja frá því hvað útlitið ræður miklu um hvernig fólk kemur fram við þig. Það virðist nefnilega skipta miklu máli hvort þú sért hin ljóshærða Eva frá Svíþjóð eða Abdullah frá Tyrklandi. Um leið og hörunds- liturinn dökknar og uppruni fólks er meira framandi því ein- angraðri verður þú hér á landi. Það eru margir erlendir stúdent- ar sem eru að læra íslensku, tala og skilja málið, en fá aldrei tækifæri til að tjá sig við íslend- inga.“ Eva telur að hluti skýringar sé að finna í reynsluleysi íslend- inga gagnvart útlendingum. Ekki sé langur tími liðinn frá því íslendingar opnuðu landið fyrir búsetu fólks af erlendum upp- runa. Svíar hafi haft mun lengri aðlögunartíma, ekki hafi verið laust við svipuð vandamál þar í landi í byrjun. Ástandið sé orðið betra en samt ekki fullkomlega laust við fordóma. „Ef við tökum ísland í heild er áberandi þessi hræðsla að blandast ekki fólki af erlendum uppruna of mikið. Glata niður því sem íslenskt er.“ Aðspurð hvort henni finnist þessi hugsunargangur eðlilegur segir hún hann ekki með öllu óskiljanlegan. Fólksfjöldi á ís- landi sé agnarsmár miðað við önnur lönd. Þrátt fyrir það af- saki það ekki fordóma þeirra sem finna sig knúna til að koma öðruvísi fram við það fólk sem þegar sé flutt hingað til lands. Eva segir ísland land öfgan- na. Hér sé hægt að finna sveita- menninguna annars vegar og stórborgarbraginn í Reykjavík hins vegar, sem hún segir af- skaplega nýtískulega. Eva segist ætla að snúa aftur til Svíþjóðar í vor. „Það er allavega planið. Ég virðist alltaf vera á leiðinni heim fyrir fullt og allt en kem síðan alltaf aftur til íslands." kolbrun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.