Fréttablaðið - 28.01.2002, Side 19
MÁNUPAGUR 28. janúar 2002
BÓK
Saga þriggja kynslóða
Amy Tan hefur skrifað enn
eina söguna þar sem hún
fléttar saman dramatískri ör-
lagasögu frá Kína á fyrri hluta
síðustu aldar, og lífi kínverskra
innflytjenda í Bandaríkjunum.
Sögumaðurinn í Dóttur beina-
græðarans, Ruth, er af annari
kynslóð innflytjenda. Móðir
hennar, LuLing, kom til Banda-
ríkjanna ung. Saga LuLing og
uppruna hennar er afar dra-
matísk og hefur mótað allt líf
þeirra mæðgna. Hún er römmuð
inn í sögu Ruth, samband hennar
við sambýlismann og dætur hans
og móðurina sem þjáist af hríð-
versnandi elliglöpum.
AMY TAN: DÓTTIR BEINAGRÆÐARANS
íslensk þýöing: Anna Maria Hilmarsdóttir
Vaka Helgafell 2001
405 blaðsíður
Bókin er grípandi, eins og
fyrri bækur Amy Tan. Hins veg-
ar finnst mér höfundinum ekki
takast eins vel upp og í fyrri bók-
unum með samtímaþátt sögunn-
ar. Hann er í raun einum of ein-
faldur miðað við það sem lesend-
ur fyrri bókanna geta búist við.
Þó er hér áreiðanlega á ferðinni
bók sem lesendur munu eiga
erfitt með að leggja frá sér.
Steinunn Stefánsdóttir
Menningarsj óður
Umsóknir um styrki
Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði skv. 1. gr. reglugerðar
um sjóðinn nr. 707/1994.
Hlutverk Menningarsjóðs er að veita útgefendum og/eða höfundum fjárhagslegan stuðn-
ing til útgáfu þeirra bóka á íslenskri tungu, sem verða mega til eflingar íslenskri menn-
ingu. Sérstök áhersla skal lögð á að efla útgáfu fræðirita, handbóka, orðabóka og menn-
ingarsögulegra rita. Jafnframt getur sjóðurinn veitt fjárhagslegan stuðning annarri skyldri
starfsemi s.s. vegna hljóðbókagerðar.
Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins. Einnig
eru umsóknareyðublöð á heimasíðu Menningarsjóðs, www.mmedia.is/menningarsj
Umsóknum skal skilað til Menningarsjóðs, menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík, fyrir 1. mars 2002.
FJÖLSKYLDUALBÚM
Ein myndanna á sýningunni sýnir systkinin Stellu og James McCartney í ærslafullum leik.
Ljósmyndasýning í London:
Myndaalbúm
McCartneys opnað
lonpon Ljósmyndasýning sem
spannar þrjátíu ára tímabil úr ævi
Lindu McCartney var opnuð í
London síðastliðinn fimmtudag.
Myndirnar, sem allar voru teknar
af Lindu, hafa aldrei áður verið
birtar opinberlega. Þær sýna eig-
inmann Lindu, bítilinn Paul
McCartney, og börnin þeirra fjög-
ur í mjög svo persónulegu og
afslöppuðu umhverfi auk fjölda
mynda af vinum þeirra hjóna. í
mörgum myndanna er aðalvið-
fangsefni Lindu eiginmaður henn-
ar Paul McCartney. Hjónaband
þeirra stóð yfir í 29 ár þar til Linda
lést eftir harðvítuga baráttu við
brjóstakrabbamein árið 1998. Ná
myndirnar á sýningunni aftur til
upphafsára þeirra þegar Paul var
enn meðlimur í Bítlunum.
Linda McCartney fæddist í
New York og hóf feril sinn sem
ljósmyndari að lokinni skólagöngu.
Voru aðalviðfangsefnin hennar
þær poppstjörnum sem hæst trón-
uðu hverju sinni. Var það í einu
slíku verkefni sem samband komst
á milli hennar og bítilsins Paul
McCartney árið 1967 og giftu þau
EIGINMAÐURINN
Linda tók margar myndir af eiginmanni
sínum Paul McCartney.
sig tveimur árum síðar.
Fyrir þá sem ætla að leggja leið
sína til London er sýningin haldin í
HackelBury galleríinu í Suður
Kensington í London og stendur til
1. mars næstkomandi. ■
ViH Vj0
Öldungadeild
Menntaskólans við Hamrahlíð
FJÖLBREYTT TOMSTUNDANAMSKEIÐ!
Stutt tölvunámskeið fyrir eldri borgara
Um er að ræða hnitmiðað námskeið til að gera eldra fólki kleift að bjarga sér m.a. á veraldarvefnum.
Framburðarnámskeið í ensku
Námskeiðið er hentugt þeim sem telja mikilvægt að framburður þeirra sé sem áheyrilegastur og þeim
sem þurfa að halda ræður eða fyrirlestra.
Námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema
Námskeiðið er ætlað foreldrum nemenda í 9. og 10. bekk grunnskólans.
Er þetta stærðfræði?
Fjórir alþýðlegir fyrirlestrar um stærðfræðileg efni:
Endaleysan afhjúpuð, blóm og býflugur, ferðamenn og landkönnuðir, lyklar og leyndarmál.
Gerð dramatískra verka
Rætt verður um gerð dramatískra leikverka fyrir svið eða kvikmynd.
Esperanto
Kynningamámskeið i þessu alþjóðlega máli sem er eina tungumálið sem tryggir jafnrétti viðmælenda
sem eiga mismunandi móðurmál.
Stutt námskeið í japönsku og rússnesku.
Kennt verður tvisvar í viku, klukkutíma í senn í fimm vikur. Takmarkaður nemendafjöldi.
Innritað er í síma 595 5200 mánudaginn 28. janúar til fimmtudagsins 1. febrúar n.k. kl. 0900 - 1800.
Kennsla hefst mánudagin 4. febrúar.
Gert er ráð fyrir að námskeiðsgjald sé greitt við innritun.
Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á heimasíðu okkar. Slóðin er; wwvy. mh.is
Rektor
25. janúar 2002
Stjórn Menningarsjóðs
www.mmedia.is/menningarsj
Finnska listakonan Helena Hietanen
sýnir skúlptúra gerða úr Ijósleiðurum í
i8gallerí. Sýningin stendur til 3. mars.
Safnið er opið þriðjudaga til laugardaga
frá kl. 13-17.
I Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi
sýnir þýski listamaðurinn Bernd Koberl-
ing'oííu- og vatnslitamyndir sem hann
hefur unnið fráárinu 1988, m.a. hér á
landi. Kjarvalsstaðir eru opnir alla daga
10-17 og miðvikudaga 10-19. Sýningin
stendur 3. mars.
arf Oddi aö ráöa starfskraft í söludeild, við símasölu á rekstrarvörum fyrir skrifstofuna
og einnig í verslun okkar að Höfðabakka 3.
Þrjár sýningar eru nú í tengslum við
Gallerí Fold. I Rauðu stofunni er sölu-
sýning á 18 pastelverkum eftir Hring Jó-
hannesson. Verkin eru myndaröð sem
hann vann árið 1990 á sólarströnd. I
Ljósafold stendur yfir kynning á Ijós-
myndum Magnúsar Óskars Magnús-
sonar en á sfðasta ári kom út bókin
Face to Face eftir Magnús. f Baksalnum
sýnir Inger Helene Bóasson Ijósmyndir
en sýninguna nefnir listakonan Litið um
öxl. Safnið er opið daglega frá kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl.
14-17.
S
I
£
Mikilvægt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegu starfi, hafi góða þjónustulund og geti unnið í hópi.
Þá er lögð áhersla á að viðkomandi hafi áhuga á því vöruúrvali sem Oddi býður upp á.
Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum til Prentsmiðjunnar
Odda hf. Höfðabakka 3-7110 Reykjavík eða með tölvupósti til prentsmidjan oddi,
hannes@oddi.is merkt „Af hverju", fyrir 2. febrúar n.k. Öllum Höfðabakka 3-7,110 Reykjavik
Sími 515 5000 • Fax 515 5001
umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Töivupóstur: oddi@oddi.is
Tilkynningar sendist á netfangið
ritstjorn@frettabladid.is