Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2002, Blaðsíða 14
i4________________Heimilisblaðið_ ____4. til 10. mars 2002 Breytingar á heimilislífi kalla á öðruvísi húsagerð HÁVALLAGATA AÐLÖGUÐ AÐ BREYTTUM TÍMA Það einkennir oft góð hús að þau hafa hæfileika til þess að mæta þörfum líðandi stundar. Hér hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að tæplega 70 ára gamalt húsið geti mætt þeim kröfum sem gerðar eru á okkar dögum. Litla eldhúsið er opnað inn I borðstofuna og hún tengd garðinum um laufskála. Stigahúsið og skálinn ásamt eldhúsi, borðstofu eru eitt rými. Hjarta fjölskyldulífsins á nútima heimili. Hér á þessum stað á fjölskyldan sínar gæða- stundir á matmálstímum. Breytingarnar eru teiknaðar á Arkitektastofu Finns og Hilmars um 1985. Gæðastundir fjölskyldunnar eru öðruvísi en áður. Nú eru athafnir sem tengjast eldamennsku og matmálstímum helstu stundirnar sem fjölskyldan á samskipti sín á milli. Eldhúsið er orðið miðpunktur ibúðarinnar og aðalrýmið. Eldhúsið er opið og í tengslum við garðinn og aðrar vistan/erur hússins. Ný tæki eru komin inn í eldhúsið, svo sem sími, sjónvarp og tölva. Hér eru sýndar grunnmyndir af nýlegu húsi í Grafarvogi þar sem tekið er mið af þessum breyttu aðstæðum. Hér er fjölskylduherbergi með snyrtingu og sérútgangi á neðri hæð. Þar geta börn og unglingar athafnað sig án þess að raska lífi fólks annarsstaðar í húsinu. Barnaherbergi eru rúmgóð, nokkurs konar sérbýli þar sem er rými fyrir sjónvarp, tölvu og síma. Stofan víkur fyrir eldhúsinu, en er í góðum tengslum við alla aðra hluta hússins. Húsið er teiknað á Arkitektastofu Finns og Hilmars um 1985. það er afar þægilegt fyrir eina manneskju að athafna sig við mat- seld. Eldamennska og húsverk eru á einni hendi, húsmóðurinnar. Þetta hús er hannað umhverfis fjölskyldu þar sem eiginmaðurinn vinnur utan heimilis. Húsmóðirin vinnur heima að mjög fjölþættu starfi, allt frá ýmiskonar heimilisiðnaði, barnauppeldi, fræðslu og auðvitað því sem var kallað hússtjórn. Fjölskyldan átti gæðastundir við útvarpstækið, spil og upplestur. Barnaherbergin voru stór og gjarnan fleiri en eitt barn í hverju. Húsið er teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni arkitekt um 1935) Hús eru börn síns tíma og húsa- gerð miðast við það samfélag sem hún er sprottin úr. Fyrir tíma rafmagns og hitaveitu voru hús á íslandi byggð þannig að nýta mætti hita af skepnum og eftir að sjón- varpið varð verulegur þáttur í dag- legu lífi var farið að gera ráð fyrir sérstökum sjónvarpsherbergjum í híbýlum. Samfélagið mótar þannig húsagerðina og skoða má hvernig þeir sem teikna húsin, arkitektarn- ir, bregðast við breyttu samfélagi. „Fjölskyldumynstrið hefur ger- breyst á síðastliðnum 20 árum,“ segir Hilmar Þór Björnsson arki- tekt. Breytingarnar felast að mati hans einkum í því að konur eru orðnar fyrirvinnur heimilanna á móti körlunum og þar af leiðandi lítur heim- | iliö öðruvísi út en I áður. „Börnin eru á H stofnunum á daginn B og þegar heirn er I komiö skipta foreldr- I arnir með sér verk- B um.“ Börn og ungling- i ar eru nú í vaxandi B mæli með sjónvarp, Mf|| síma og tölvur inni í I sínu herbergi. Fjöl- skyldan situr ekki I---------- lengur saman við útvarpstækið eða fyrir framan sjónvarpið. „Þetta gamla baðstofulíf er liðið undir lok og gæðastundirnar á heimilinu eru öðruvísi en áður.“ Nú fara börnin einnig mun seinna að heiman en áður tíðkaðist. Þessar breytingar kalla á breytingar á húsaskipan sem að mati Hilmars Þórs hafa lát- ið á sér standa. „Menn eru enn að búa til stássstofu, lítil barnaher- bergi og svo framvegis." Mörg verk sem stunduð voru á heimilum eru nú unnin annars stað- ar. Aðrir þættirn en ekki eins mar- gir, eru komnir inn á heimilin í stað- inn. Á meðfylgjandi listum má sjá ýmsa þætti sem ýmist eru horfnir úr heimilislífi eða hafa bæst við það. Báða listana mætti sjálfsagt lengja talsvert. Ef teikningar af húsum frá síð- ustu áratugum eru skoðaðar og bornar saman má sjá að á 60 ára gamalli teikningu er lítið og lokað eldhús. Gert var ráð fyrir að konan væri ein í eldhúsinu og það sem fram fór þar var ekki til sýnis. Al- gengt var að stofum væri skipt og herbergi eru oft af ágætri stærð enda var á þeim tíma algengara að systkini væru saman í herbergjum. Á sjöunda áratugnum fóru stof- ur að stækka því gert var ráð fyrir að fjölskylda og frændgarður gæti safnast þar saman. Þá var komin upp krafan um sérherbergi barna og því var mætt með litlum her- bergjum þar sem rétt var hægt að koma fyrir rúmi og skrifborði. Á Húsaskipan heldur líklega ekki alveg í við þróun í heimilis- lífi fólks en fylgir henni þó fast á eftir. þessum tíma urðu borðkrókar í eld- húsi einnig vinsælir. Á næsta skeiði komu inn sjón- varpsherbergi, yfirleitt á kostnað stofu sem minnkaði. Annað breytt- ist tiltölulega lítið. Áfram voru borðkrókar í eldhúsi og barnaher- bergi fremur lítil. Enn er mikið byggt eftir þessari hugmynd þótt DÆMI UM ÞÆTTI SEM ERU KOMNIR INN Á HEIMILI BÍÓ Fólk leigir sér myndir og horfir á þær á stórum skjá með miklum hljómgæðum 1 heimabíóum. VEITINGASTAÐIR Hægt er að sækja eða fá sendan heim til sín margs konar mat þan- nig að nú er hægt að fara „út að borða" heima hjá sér. SAMSKIPTI Ekki þarf að hitta fólk sem maður þarf að hafa samskipti við heldur er hægt að nota bæði sima og tölvu. VINNA Tölvutengingar gera að verkum að hægt er að stunda talsverða launa- vinnu inni á heimilum þannig að um leið og ýmislegt handverk hverf- ur út af heimilinu kemur inn annars konar vinna, svo sem hugbúnaðar- vinna og önnur tölvuvinnsla. DÆMI UM ÞÆTTI SEM ERU FARNIR ÚT AF HEIMILUM HANDVERK Hér undir flokkast til dæmis bæði smlðar og saumar. Einnig mætti nefna viðgerðir á öllu milli himins og jarðar, allt frá fatnaði til tækja- búnaðar. VINNSLA MATVÆLA Nánast öll grunnvinnsla matvæla er farin af heimilum þótt enn taki all- margir slátur. UMÖNNUN Hér er átt við umönnun barna sem oft fer að stórum hluta út af heimil- inu þegar barn er á fyrsta ári. Til viðbótar má nefna umönnun aldr- aðra og sjúkra sem áður fór að stór- um hluta fram inni á heimilum. KENNSLA Börnum var að mestu kennt heima fram á siðustu öld. Nú læra þau minna og minna heima hjá sér, meira að segja svokallaður heima- lærdómur fer I mörgum tilvikum fram I skólanum. heimilislíf hafi þróast. Sjónvarps- herbergi hljóta að hverfa að mati Hilmars þar sem, með auknu fram- boði sjónvarpsrása, hefur aukist að fólk hafi mörg sjónvörp, til dæmis börn hvert í sínu herbergi. Það er ljóst að húsaskipan getur aldrei fylgt alveg eftir þróun í fjöl- skyldulífi þótt arkitektar vinni vissulega út frá því samfélagi sem þeir hrærast í. Húsum er auk þess ætlað að standa margar kynslóðir þannig að stór hluti fólk mun alltaf eiga heima í íbúðum sem teiknaðar eru miðað við eldra samfélag. ■ 21» Verð 29.900, -stgr.: Komdu, sjáöu ogsigraðu! SJÓNVÖRP Lágmúla 8 • Sími 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.