Fréttablaðið - 11.03.2002, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN
MEIRI UPP-
LÝSINGAR
Átta af hverjum níu
netverjum vilja meiri
upplýsingar um auka-
verkanir lyfja.
Þarf að upplýsa betur um
aukaverkanir lyfja?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
IZEIOL
188%
12%
Spurning dagsins í dag:
Stýrir ný stjórn Símans honum betur en
sú gamla?
Farðu inn á vísi.is og segðu
þína skoðun
Rannsókn á því þegar
Bjarmi VE fórst:
Smásjánni
beint að
stöðugleika
bjarmaslysið Rannsóknarnefnd
sjóslysa beinir nú sérstaklega
sjónum að stöðugleika bátsins
Bjarma VE sem fórst með tveim-
ur mönnum við Vestmannaeyjar
fyrir tæpum tveimur vikum.
Tryggingamiðstöðin hefur óskað
eftir sjóprófum vegna slyssins
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Dagsetning sjóprófanna hafði
ekki verið ákveðin á föstudag. Þau
eiga þó að vera í fyrri hluta þess-
arar viku.
„Við erum sérstaklega að
skoða stöðugleika Bjarma eins og
hann var þegar skipið fór frá
Vestmannaeyjum," segir Guð-
mundur Lárusson, starfsmaður
sjóslysanefndarinnar. Að sögn
Guðmundar beinist rannsóknin að
því hvernig báturinn var fermdur.
Ekkert bendir til annars en að bát-
urinn hafi verið með fullkominn
stöðugleika að öðru leyti. „Enda
var búið að róa honum í ein 30 ár.
Við höfum engar upplýsingar um
það hann hafi verið neitt sérstak-
lega hættulegur rnönnum," segir
Guðmundur.
Útgerðarmaður Bjarma, sem
var að selja bátinn, sagði á dögun-
um í samtali við Fréttablaðið að
annar skipverjanna sem komst af
hafi sagt að svokölluð lensport við
borðstokk bátsins hafi verið lokuð
daginn sem Bjarmi sökk. Guð-
mundur segir að ef rétt sé þá hafi
það einnig haft áhrif á stöðugleik-
ann. „Sjórinn rennur seint út. Ef
það er einhver ágjöf þá hefur það
sitt að segja,“ segir hann. ■
[lögreglufréttirI
Lögreglan í Keflavík hafði af-
skipti af einum ökumanni í
Grindavík aðfaranótt sunnu-
dagsins grunaðan um ölvun við
akstur. Að öðru leyti var rólegt.
Ráðist var á 19 ára afgreiðslu-
stúlku í söluturninum Tvist-
inum á Lokastíg í Reykjavík á
föstudag. Maðurinn hoppaði yfir
búðaborðið, kýldi afgreiðslu-
stúlkuna og dró hana á hárinu.
Tók árásarmaðurinn með sér
peninga úr kassanum auk sígar-
ettna og símakort. Lögreglan
handsamaði hann stuttu síðar.
Hann reyndist vera 22 ára gam-
all fíkniefnaneytandi.
Kallað var á aðstoð slökkvi-
liðsins á höfuðborgarsvæð-
inu að fjölbýlishúsi við Fálka-
götu um tíuleytið á laugardags-
morgun. Kviknað hafði í þvotta-
vél, líklega út frá rafmagni.
Slökkviliðsmenn slökktu eldinn
og reykræstu íbúðina.
Þjóðvegurinn á Suðurlandí var
opnaður um tvöleytið í gær-
dag. Tugir bíla höfðu setið fastir
um nóttina vegna ófærðar. Lög-
reglan í Vík segir fólkið ekki
hafa fundið fyrir vosbúð. Bflarnir
voru iosaði í gærmorgun.
FRÉTTABLAÐIÐ
11. mars 2002 MÁNUDAGUR
Sönnunargögn gegn Árna frá Ríkislögreglustjóra:
Arnaskjölin komin
til Ríkissaksóknara
lögreglumál Fulltrúar Ríkislög-
reglustjóra afhentu Ríkissaksókn-
ara rannsóknargögn sín í máli
Árna Johnsen klukkan eitt á föstu-
dag. Gögnin voru flutt í tveimur
stórum pappakössum og öðrum
minni.
Rannsókn Ríkislögreglustjóra
lauk endanlega á þriðjudag í síð-
ustu viku. Afhending gagnanna til
Ríkissaksóknara dróst vegna þess
að starfsmenn Ríkislögreglu-
stjóra þurftu að taka af þeim fjöl-
da afrita, m.a. fyrir lögmenn allra
sem málinu tengjast. Gagna var
aflað hjá opinberum aðilum, fyrir-
tækjum og einstaklingum. Mál-
skjöl eru á annað þúsund talsins.
Þar af eru hundruð skýrslna um
yfirheyrslur og viðtöl við fólk.
Auk Árna eru tólf aðrir ein-
staklingar með stöðu sakborn-
ings í tengslum við mál alþingis-
mannsins fyrrverandi. Ekki hafði
verið hafist handa við að skipta
málum þeirra á einstaka starfs-
menn Ríkissaksóknara síðdegis á
föstudag. ■
í HÚSAKYNNUM RÍKISSAKSÓKNARA
Prjá starfsmenn Rikislögreglustjóra þurfti til að flytja málsgögnin I máli Árna Johnsen til
Ríkissaksóknara
mafssiaiatííMi.ttmmn.'.'aímiem
Fjórir bæir rýmdir
vegna snjóflóðahættu
Snjóflóðið hreif með sér jeppa og vörubíl sem hafnaði á skúrþaki sem
tengist íbúðarhúsnæðinu á Lækjarbakka.
hamfarir „Okkur brá rosalega,
þetta er svo nálægt okkur. Við tök-
um enga áhættu og ætlum ekki að
gista heima í nótt,“ sagði Bergþóra
Ágústsdóttir, húsfreyja á Reyni í
Reynishverfi í Mýrdal í samtali við
Fréttablaðið í gær. Um hálfníuleyt-
ið í gærmorgun féll snjóflóð milli
tveggja húsa á bæjunum Lækjar-
bakka og Reyni í Reynishverfi.
Annað snjóflóð féll síðan um
þrjúleytið sunnan við bæinn
Reyni. Engan sakaði og minnihátt-
ar skemmdir urðu á eignum. Auk
Lækjarbakka og Reyni voru bæ-
irnir Presthús og Garðar einnig
rýmdir. Bergþóra segir íbúa þess-
ara bæja alla verða að heiman.
„Það er búið að spá meiri snjó-
komu og svo eru greinilegar
hengjur í fjöllunum beint fyrir
ofan bæinn.“
Ólafur Steinar Björnsson, bóndi
á Reyni, var að aðstoða nágranna
sinn, Þórólf Gíslason á Lækjar-
bökkum, við snjómokstur þegar
Fréttablaðið hafði samband. Hann
segist sjálfur hafa orðið einskis
var þegar snjóflóðið féll um morg-
unin. Það hafi Guðbergur Sigurðs-
son, annar bóndi á Lækjarbökkum,
hins vegar gert. Guðbergur hafi
verið við gegningar þegar hann
heyrði drunur og sá hvar snjóflóð-
ið féll. Hafi hann umsvifalaust
hringt í neyðarlínuna. Ólafur segir
tvo jeppa og vörubíl hafa hrifist
með snjóflóðinu. Vörubíllinn hafi
hafnað á skúrþaki sem tengist
íbúðarhúsnæðinu á Lækjarbökk-
um. Aðspurður segir hann engar
skemmdir hafa orðið á húsinu. „Ég
geri ráð fyrir því að við verðum
við störf fram á kvöld. Við erum að
AFLEIÐINGAR SNJÓFLÓÐS
Þórólfur bóndi á Lækjarbakka var I óða önn að moka ofan af vörubílnum sem lenti á
skúrþaki við íbúðarhús hans.
reyna að ná bflunum upp og svo
eru menn að moka frá hlöðum til
að koma heyi inn.“ Ólafur segir
mikinn snjó hafa borist sem sé
fastur fyrir. Verði leitað leiða að
útvega snjóblásara í dag, mánu-
dag.
Tvö hús vestast á Víkurbraut-
inni í Vík í Mýrdal voru rýmd um
fimmleytið í gærdag eftir að litlar
snjóspíur höfðu fallið fyrir úr fjall-
inu fyrir ofan götuna. Björgunar-
sveitin Víkverji var í viðbragðs-
stöðu í nótt vegna frekari hættu á
snjóflóðum. Lögreglan í Vík segir
von á sérfræðingum í dag til að
meta ástandið. Þá hafi veginum
fram í Reynishverfi verið lokað
vegna snjóflóðahættu.
kolbrun@frettabladid.ts
EINAR
SVEINSSON
Þótti rétt að selja
hlutinn árið 1998
og einnig rétt að
kaupa hann til
baka núna.
Eigendum stærsta líf-
tryggingafélagsins fækkar:
Sjóvá keypti
aftur í Samlífi
líftryggingar Eftir umfangsmikil
viðskipti undir lok síðustu viku
eru eigendur líftryggingafélags-
ins Samlífs orðnir þrír í stað átta.
Sjóvá-Almennar
eiga 55% eftir
kaup á 30% hlut af
fimm lífeyrissjóð-
um og íslands-
banki á 30% eftir
kaup á 15% hlut
Búnaðarbankans.
Tryggingamið-
stöðin á áfram þau
15% sem eftir lig-
gja. Ætla má að
heildarverðmæti
viðskiptanna hafi
verið um 570
milljónir króna.
Samlíf er stærsta líftryggingfélag
landsins með um 40.000 viðskipta-
vini.
Athygli vekur að Sjóvá endur-
heimtir með viðskiptunum hlut
sem félagið seldi lífeyrissjóðun-
um fyrir um fjórum árum. Fyrir
þann tíma voru TM og Sjóvá einu
eigendurnir.
Árni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Sjó-
manna, eins þeirra sjóða sem
seldu, segir fjárfestinguna hafa
skilað góðum hagnaði. Á sínum
tíma hafi verið litið til þess að
nýta Samlíf í tengslum við sér-
eignarsparnað. Nú hafi málin hins
vegar þróast öðruvísi, flestir sjóð-
irnir stofnað eigin séreignardeild-
ir, og ekki sérstakir hagsmunir í
að halda eigninni í Samlífi.
„Þeir aðilar sem nú eiga Samlíf
hafa sýnt félaginu mestan áhuga,“
sagði Einar Sveinsson, fram-
kvæmdastjóri Sjóvár, spurður um
hvort núverandi eignarhald væri
til marks um aukin innbyrðis
tengsl eigendanna. Sjálfur er Ein-
ar er í stjórn íslandsbanka. Aðilar
tengdir Orca-hópnum, stærsta
hluthafa bankans, hafa ráðandi
stöðu í TM. ■
Bretar draga úr fréttaflutningi um stuðning stjórnvalda við Bandaríkin:
Hyggja ekki á aðgerðir í Irak
ÍRAK Bresk stjórnvöld hafa dregið
úr þeim fréttaflutningi að banda-
rísk stjórnvöld hafi óskað þess að
25 þúsund breskir hermenn
tækju þátt í árás gegn Saddam
Hussein íraksforseta. Dagblaðið
The Observer hafði haldið því
fram að hermennina ætti að nýta
í landhernað í her sem á að stey-
pa Hussein af valdastóli.
Talsmaður Downingsstrætis
fullyrti að engar óskir hafi borist
frá Bandaríkjunum og þar af
leiðandi engar ákvarðanir verið
teknar.
John Prescott, aðstoðar for-
sætisráðherra, segir allan frétta-
flutning af klofningi innan þings-
ins varðandi íraksmálið vera inn-
antómt þvaður. Hann viðurkennir
þó að ýmis áhyggjuefni hafi bor-
ið á góma, bæði hjá ríkisstjórn-
inni og öðrum þingmönnum, en
segir þó samhug ríkjandi á milli
ráðuneytanna.
Utanríkisráðuneytið hefur
staðfest að ráðherrann Ben
Bradshaw hafi átt fund með
íröskum stjórnarandstöðuhópum
í London og að það verði fleiri
fundir í vikunni. Talsmaður ráðu-
neytisins viðurkenndi að þar
hefðu verið ræddar hugsanlegar
aðferðir til að ýta undir uppreisn
innan íraks til að steypa Saddam
af stóli og sagði umræðuna „ekki
óvanalega".
Bandaríkin hafa hótað aðgerð-
um gegn írak ef Saddam hleypir
ekki eftirlitsmönnum Sameinuðu
þjóðanna aftur inn í landið. Bæði
Bretar og Bandaríkjamenn eru
með herflugvélar sem vakta tvö
svæði í írak þar sem flugumferð
hefur verið bönnuð. Loftárásir
hafa verið gerðar í hefndar skyni
þegar írakar hafa skotið á her-
sveitirnar. ■
TONY BLAIR
Bretar bera tíl baka fréttir um að óskað hafi verið eftir 25 þúsund hermönnum til átaka
við írak.
f
1