Fréttablaðið - 11.03.2002, Side 10
{ H\ I í Al5Í.Aí>H>
FRÉTTABLAÐIÐ
11. mars 2002 MÁNUDAGUR
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjórí: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Cunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjom@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: iP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
grei&lu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Brýtur
alla gíra
Baldur Andrésson skrifar
Okuþórarnir voru próflausir
kjánar, sem keyrðu niður um-
ferðarmerki og út af góðum veg-
um. Á endanum höfðu þeir klesst
afabílinn svo ásjóna hans versn-
aði. Enginn bílagæi vildi þá kaupa
drusluna - enda höfðu ökuþórarn-
ir einnig fórnað bílskúrnum henn-
ar við Austurvöll - keyptir vara-
hlutir reyndust ónýtt pappírs-
drasl.
Sturla var sem afi í sífelldum
vafa um ökuþóra þessa og kippti
ótt og títt í stýrið. Stjórnin sat bíl-
veik og aðgerðarlaus í aftursæt-
inu, öll nema stjórnarformaður-
inn, sem líka teygði sig í stýrið
eins og afinn og voru þá margar
hendur á stýrinu. Nú eru ökuþór-
arinn próflausi burtrekinn grát-
andi. Þeir sem höfðu veðjað á
drusluna fá nú endurgreitt vegna
glæfraaksturs afans og strák-
anna. Afinn situr einn uppi með
óseljanlega vöru og veit ekki sitt
rjúkandi ráð. Hann kann ekki að
stýra og brýtur alla gíra, sem
sannast hefur. Aumingja afi biður
nú um annan bílstjóra! Hver vill
keyra - börnin góð? ■
10
Stálin stinn vegna verndartolla
Leiðarahöfundur Chicago Tribune
segir Bush skaða hagkerfi Banda-
ríkjanna með ákvörðun sinni. Toll-
arnir séu ekkert annað en tilfærsla
fjármuna og starfa. Með ákvörð-
uninni hafi Bush látið tækifæri
fram hjá sér fara til að leggja sitt
af mörkum til að örva heimsvið-
skiptin. „Hann ákvað að störf
þeirra sem framleiða bíla, vinnu-
vélar og ísskápa væru ekki nærri
því eins mikilvæg og það að stinga
dúsu upp í stáliðnaöinn." Blaðið
segir kaldhæðnislegt að þessi
ákvörðun muni alls ekki gera stál-
iðnaðinn ánægðan. „Þessi ákvörð-
un skaðar neytendur og fækkar
störfum. Hún býður heim gagnað-
gerðum ríkja Evrópu, Asíu og Suð-
ur-Ameríku.“
£iic ÍUasIjintiton |Jost
Washington Post segir að Bush geri
grín að eigin yfirlýsingum um
frelsi í viðskiptum. Clinton hafi
staðið fastur á fótunum og ekki lát-
ið undan þrýstingi stáliönaðarins
sem hafi verið í öndunarvél við-
skiptaverndar um áratuga skeið.
„Hagfræðilega er þetta óverjandi.
Fyrir hvert starf sem er bjargað í
stáliðnaði, munu 10 tapast í grein-
um sem nýta stál í framleiðslu. Ein-
hverjir framleiðendur munu flytja
starfsemi úr landi til að forðast toll-
ana.“ Blaðið segir þó ljósan punkt í
svartnættinu. Ákvörðunin muni
Ákvarðun Bush, Bandarikjaforseta um að
leggja á verndartolla á stáliðnaðlnn heima-
fyrir hefur verið umdeild. Ekki aðeins hefur
hún vakið hörð viðbrögð meðal forystu-
manna ríkja sem fyrir tollunum verða.
Heimafyrir er Bush harðlega gagnrýndur
fyrir ákvörðunina.
ekki verða til að bjarga stáliðnaðin-
um eins og hann er. Hins vegar
muni hún seinka nauðsynlegum
umbótum í greininni.
SVENSKA DAGBLADET
Það er auðvelt að skilja aðdraganda
ákvörðunar Bush, segir leiðarahöf-
undur Svenska Dagbladet. Ástæðan
sé að kosningar séu framundan og
Bush þurfi að standa við loforð úr
kosningabaráttunni. Hann hafi hins
vegar aldrei átt að gefa slíkt loforð.
Þekkingu á því að að þetta sé hag-
fræðilega heimskuleg ákvörðun
vanti ekki. Einnig megi efast um að
pólitískt verði þetta Bush til fram-
dráttar. Kjósendur spyrji sig hvers
vegna þeir séu að borga svo hátt
verð fyrir vörur úr stáli. Sú stað-
reynd geti orðið dýrkeypt. Sérstak-
lega í fylkjum þar sem bílaiðnaður
er sterkur. ■
JÓNAS SKRIFAR:
Ótímabær gestur
Nú er ekki rétti tíminn til að taka með viðhöfn á
móti nýjum sendiherra ísraels á íslandi, sem á að
afhenda trúnaðarbréf á miðvikudaginn. Oft hefur
ísrael gengið fram af okkur, en aldrei eins og þessa
síðustu daga, þegar herinn þar í landi gerir árásir
á sjúkrabíla og hindrar umönnun slasaðra.
Island hefur að vísu diplómatískar skyldur
gagnvart ríkjum í stjórnmálasambandi. En hægur
vandi er að fresta um óákveðinn tíma ýmsum
formsatriðum til að sýna milda útgáfu af óánægju
með framvinduna í stefnu ísraels gagnvart
þrautkúgaðri þjóð á hernumdu svæðunum.
Ekki er síður óviðkunnanlegt að halda um
þessar mundir ráðstefnu í Reykjavík um ferðalög
til ísraels. Hvað á sýna ferðamönnum, hvernig ís-
raelsher myrðir sjúkraliða í Betlehem eða allar
hinar hundrað tegundir brota ísraels á Genfar-
sáttmálanum um meðferð hernumins fólks?
íslendingum er þetta einkar sorgleg framvinda,
því að sú var tíðin, að sérstaklega gott samband var
milli þjóðanna. Þá var ástæða til að taka vel á móti
sendiherrum ísraels og mæta á ráðstefnur til að
skipuleggja ferðir fólks um sögustaði biblíunnar.
Sá notalegi tími er liðinn fyrir löngu.
Um langt skeið hefur ísrael verið að breytast í
æxli, sem ógnar heimsfriðnum. í skjóli neitunar-
valds Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, sækir ísrael óþvingað fram með sífellt
fjölbreyttari brotum á Genfarsáttmála, sem ísrael
og Bandaríkin hafa raunar ritað undir.
Þetta er ekki verk einnar ríkisstjórnar ísraels,
heldur hefur æxlið vaxið á löngum tíma. Þjóðin þar
í landi ber ábyrgð á stjórnarskrá sinni, sem heimil-
ar pyndingar, og stjórnmálamönnum sínum, sem
sækja sér fylgi með því að láta skýrt koma fram, að
þeir líti á Palestínumenn sem hunda.
Ástandið hefur hríðversnað, síðan ísraelsmenn
völdu sér Ariel Sharon sem forsætisráðherra, af
því að hann lofaði að sýna Palestínumönnum í tvo
heimana. Það hefur alltaf verið stefna Sharon að
„Þá var ástœða til að taka vel á móti
sendiherrum Israels og mæta á ráðstefnur
til að skipuleggja ferðir fólks
um sögustaði biblíunnar.
Sá notalegi tími er liðinnfyrir löngu. “
efla byggðir ísraelskra landtökumanna og hindra
samningaviðræður með hörðum skilyrðum.
Frá upphafi hefur það líka verið stefna núver-
andi ríkisstjórnar að reyna að kúga Palestínumenn
til hlýðni með því niðurlægja þá sem allra mest og
eyðileggja efnahagslíf þeirra. Nú hefur ofbeldið
verið hert og Sharon segir opinberlega, að drepa
verði Palestínumenn, unz þeir hlýði.
Stefna ríkisstjórnar ísraels og forvera hennar
er ein helzta forsenda hatursins á Vesturlöndum,
sem oft brýst út í löndum íslams og mælist skýrt í
skoðanakönnunum. Alvarlegasta birtingarmynd
þessa haturs eru tilraunir múslima til að fremja
hryðjuverk á Veturlöndum í hefndarskyni.
Hatur múslima á raunar eingöngu að beinast að
Bandaríkjunum, því að þau bera ein fjárhagslega,
hernaðarlega og pólitíska ábyrgð á Israelsríki. I
skjóli ofurvalds Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi
eru Palestínumenn drepnir með bandarískum
vopnum fyrir bandarískt gjafafé.
Því miður gefur Evrópa líka höggstað á sér með
því að taka ísrael inn í evrópskan ríkjahóp á
ýmsum sviðum. ísland hefur gengið skrefinu
lengra með stuðningi við ísrael eða hjásetu í fjöl-
þjóðlegum atkvæðagreiðslum. Þennan óbeina
stuðning íslands þarf að stöðva þegar í stað.
íslendingar mega ekki taka neina óbeina ábyrgð
á krabbameini Miðausturlanda, sem mest ógnar
heimsfriðnum um þessar mundir, og allra sízt láta
ferðaskrifstofur ginna sig til ófriðarsvæða.
iónas Kristjánsson
INNHERJAR
Skýringar
Framsóknar
Það var fyndið að heyra Halldðr
Ásgrímsson formann Fram-
sóknarflokksins útskýra fylgis-
aukningu flokksins í DV könnun-
inni. Hann sagði aukninguna helst
skýrast af Evrópuumræðunni, þar
sem Framsóknarflokkurinn hefði
verið í forystuhlutverki. Ef litið er
til fylgissveiflna flokksins í skoð-
anakönnunum má sjá að fylgi hans
fer upp í hvert sinn sem hann lend-
ir í andófi við Sjálfstæðisflokkinn.
Á Síðasta vori var hatrömm barátta
um fiskveiðistjórnunarkerfið þar
sem Kristinn H. Gunnarsson þing-
flokksformaður Framsóknar-
flokksins var í haröri andstöðu við
Sjálfstæðisflokkinn. í kjölfar þess
bætti flokkurinn sig í skoðunar-
könnunum. Þá gaf Halldór þá skýr-
ingu að fólk væri ánægt með
ábyrga efnahagsstefnu ríkisstjórn-
arinnar og flokkurinn væri að njóta
þess. Þetta sagði hann á sama tíma
■og gengið var að hrynja um 30 af
hundraði og fyrirsjáanlegt að verð-
bólgan væri að komast á skrið. Lín-
urnar á milli stjórnarflokkanna
hafa verið að skýrast og auðsjáan-
leg átök á milli þeirra í ýmsum mál-
um. Nýjasta dæmið eru átökin í
Landsímamálinu þar sem Davíð
Oddsson hefur lýst því yfir að hann
vilji skipta um alla stjórn Símans.
Framsóknarþingmenn hafa staðið
upp í hárinu á honum. Nú reynir á
forystu flokksins að draga lærdóm
af þessum niðurstöðum. ■
Úr bréfi Innherja á Vísi.is.
Yfírhafnír í miklu úrvali
fyrir (111911 stúlkuna
ORÐRETT
kr 11.900
og langömmuna
2 fyrir I af eldri vörum
(borgar fyrir dýrari flíkina)
Nýjar vörur
mokkajakkar
stuttir og síðir
með og án hettu
A#Htf5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
HVAD UM TÖL-
FRÆÐINA OG HVAÐ
MEÐ GALLUP?
„Ég hef haft á tilfinn-
ingunni að við vær-
um að bæta okkur og
þessi könnun sýnir
það. Þetta er í fyrsta skipti í lang-
an tíma sem flokkurinn fær góða
könnun.“
Halldór Ásgrímsson í DV. Framsóknar-
flokkurinn mældist með mikla fylgisaukn-
ingu í könnun blaðsins. Fyrir fáum dögum
fékk flokkurinn mun lakari útkomu hjá
Gallup og síðan aðeins verri hjá Frétta-
blaðinu. Þá bar ráðherrann því við að
hann efaðist um könnunina. Sagðist
kunna nokkuð í tölfræði og auk þess tæki
hann helst mark á könnunum Gallup.
HÖGGIN ÞUNGU
„Enron-fyrirtækið
bjó til sjóði um
skuldir sínar til að
sýna sem besta stöðu
út á við. Þetta er
einmitt það, sem R-
listinn hefur verið að gera til að
fegra borgarsjóð."
Björn Bjarnason á heimasíðu sinni.
BOND OG BYGGÐA-
MÁLIN
„Það er ekki flókið
reikningsdæmi að
finna út hversu gíf-
urleg umsvif skapast
í kringum kvik-
myndagerð og þá ekki síður á
landsbyggðinni. Nýjasta verkefn-
ið á þessu sviði er taka nokkurra
atriða nýrrar James Bond mynd-
ar við Jökulsárlón."
Valgerður Sverrisdóttir á heimasíðunni
að ræða árangur starfa sinna.
ENGUM ÖÐRUrVI
BETUR TREYSTANDI
„Það er að mínu mati
mjög mikilvægt að
samgönguráðherra
hafi öfluga forystú á
sviði fjarskipta- og upplýsinga-
tækni og ég hef lagt á það
áherslu í mínu starfi."
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra á
Alþingi.
VIÐTAKANDAMEG-
INN? HVAÐ ER
ÞAÐ?
„Fyrir nokkrum mán-
uðum sendi ungur
eldhugi stórum hópi
þingmanna netpóst, þar sem hann
lýsti sárum vonbrigðum sínum
með 1> óræðislega niðurstöðu á
tilteknu máli. Bréfinu fylgdi níð-
vísa. Ég svaraði unga manninum
að bragði, sem leiddi til þess að
hann áttaði sig á því að viðtak-
andameginn var persóna af holdi
og blóði, en ekki einhver óljós
massi fólks. Afsökunarbréf hans
geymi ég enn og hefur hann síðar
sagt mér að hann lærði sína lex-
íu. Síðan hefur hann ekki sent
netpóst, nema íhuga fyrst áhrif
þess á viðtakandann og ekki síður
afleiðingar fyrir hann sjálfan."
Ásta Möller alþingismaður að greina
frá viðbrögðum sínum vegna bréf sem
henni barst.
ANÆGÐ
„Við verðum vör við aukna bjart-
sýni bæjarbúa og ánægju þeirra
með okkar störf.“
Oktavía Jóhannesdóttur verðandi for-
ystumaður Samfylkingarinnar á Akureyri.
Morgunblaðið.
,% .2.3 ,n ,