Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.03.2002, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 14.03.2002, Qupperneq 6
SPURNING DAGSINS Á ísland að ganga í Evrópu- sambandið? Ég er ekki alveg viss. Það eru bæði kostir og gallar við inngöngu. Við verðum til dæmis ekki eins sterk og við höldum og þá er ég aðallega hrædd um sjávarútveginn. Spánverjarnir eru tíl dæmis æstir í miðin. Kristín Halldórsdóttir, meinatæknir og hönnuður. Ökumenn í Húsavík og nágrenni: Aka hratt og óspenntir hraðakstur Mikið hefur verið um hraðakstur og bílbeltaleysi öku- manna í Húsavík og nágrenni und- anfarnar tvær til þrjár vikur. Að sögn lögreglunnar í Húsavík hefur hraðakstur verið mikill úti á vegum og hafa tugir ökumanna verið tekn- ir af þeim sökum. Er þetta meiri hraðakstur en verið hefur áður á þessum árstíma og lýsir lögreglan yfir áhyggjum yfir því. Kennir hún góðum akst- ursaðstæðum á vegum um. Hafa ökumennirnir verið að aka á bilinu 100 til 130 kílómetra hraða. Tölu- vert hefur einnig verið um að öku- menn séu latir við að spenna á sig öryggisbeltin í þéttbýlisstöðum. ■ I INNLENT I Aallra næstu vikum skýrist hvert verður framhald við- ræðna um einkavæðingu Lands- síma íslands, að sögn Olafs Dav- íðssonar, formanns einkavæðingar- nefndar. „Það er bara verið að finna út úr því hvaða erlendu fyr- irtæki það eru sem bankað hafa upp á og hvernig hugsanlega eigi að haga samtölum við þá, en það er ekkert að frétta enn,“ sagði hann. Iopinberri heimsókn Halldórs Ás- grímssonar, utanríkisráðherra, til Þýskalands sem stendur til 14. mars nk., fundar hann með Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, auk annarra fyrir- manna ytra. Hann undirritar jafn- framt samning um lektorsstöðu við Humboldt-háskóla og flytur Hall- dór fyrirlestur í Deutsche Ges- ellschaft fúr Auswartige Politik. IlÖGREGLUFRÉTTIRI Tveir árekstrar urðu í gærmorg- un á Selfossi. Engin meiðsl urðu á fólki og eru bílarnir öku- hæfir. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi er talið að hálka á götum bæj- arins hafi valdið óhöppunum Flutningabíll fór út af vegi í „Taglinu“ rétt fyrir ofan Bíldu- dal um tíuleytið í gærmorgun. Engin slys urðu á mönnum. Aö sögn lögreglunnar á Patreksfirði rann bíllinn til í hálku og endaði 35-40 metrum utan vegar. Karlmaður var handtekinn klukkan rúmlega fjögur í fyrrinótt er hann var að reyna að brjóta upp stöðumæli í vesturbæ Reykjavíkur. Notaði hann til þess sleggju og kúbein. Að sögn lögregl- unnar var hann handtekinn og fluttur í fangageymslu. Mun hann hafa verið í annarlegu ástandi. i DÓMSMÁL i Rúmlega fimmtugri konu voru í gær í Héraðsdómi Reykja- vikur dæmdar 534 þúsund krónur frá Tryggingastofnun vegna of lágs örorkumats. Konan þjáist m.a. af miklum bakverkjum og andlegu álagi vegna þeirra. 6 FRÉTTABLAÐIÐ Frönsk stjórnvöld um forsjárdeiluna: Afhenda skal barnið sam- kvæmt Evrópusamningnum forsjÁrdeila Héraðsdómur í Frakklandi staðfesti lögsögu ís- lenskra dómstóla þegar hann úr- skurðaði að afhenda ætti Lauru Sólveigu Scheefer á grundvelli dóms um bráðabirgðaforsjá sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra. Faðir Lauru fór með hana til Frakklands þrátt fyrir að hafa ekki forræði yfir henni. Hann hef- ur áfrýjað þessari niðurstöðu til áfrýjunardómstóls. Kristrún Kristinsdóttir, lög- fræðingur í dómsmálaráðuneyt- inu, segir bæði löndin eiga aðild að Evrópusamningi um viðurkenningu og fulln- ustu ákvarðana varðandi forsjá barna. íslensk stjórnvöld fullnusta franskar ákvarðanir hér og eins fullnusta Frakkar ís- lenskar ákvarðanir í Frakk- landi. í þessu brottnáms- máli barnsins gildir þessi samningur milli ríkjanna og er hluti af íslenskum og frönsk um réttarreglum. SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR Hún hefur skrifað til Frakklands. usta í nóvember 2001 fól dómsmálaráðherra, Sól- veig Pétursdóttir, ráðu- neytisstjóra að rita frans- ka dómsmálaráðuneytis- stjóranum bréf þar sem mjög ákveðið var farið fram á aðstoð við að fram- fylgja úrskurði um að barnið yrði afhent móður sinni. í svari kom fram að ekki væri hægt að fulln- úrskurðinn meðan málið væri undir áfrýjun. | Vill að bærinn styrki lögguþátt Hallur Helgason segir Islendinga ekki hafa staðið sig í því að „bjóða upp á menningarefni á íslenskum forsendum“ í sjónvarpi. Hann vill bæta úr því með gerð sjónvarpsseríu um lögreglumenn í Hafnarfirði. Hallur biður um 5 til 10 milljónir frá Hafnarfjarðabæ. LÖGREGLUSTÖÐIN í HAFNARFIRÐI Sögusvið nýrrar fyrirhugaðrar sjónvarpsþáttaraðar verður í Hafnarfirði og söguefnið verður líf og störf flokks lögreglumanna sem starfa þar í bænum. Þættimir „gerast bæði inni og úti og að öllu leyti í Hafnarfirði," segir i erindi framleiðandans til bæjarstjórans. sjónvarp í bígerð er að hefja framleiðslu leikinnar sjónvarps- þáttaraðar um lögreglumenn í Hafnarfirði. Þegar hefur verið ákveðið að Steinn Ármann Magn- ússon leiki aðalhlutverkið. Gerð þáttanna á að kosta 31,5 millj- ónir króna. Kvik- myndgerðin Kaldá ehf. stendur að verkefninu. Félag- ið er í eigu Halls Helgasonar, sem áður var leikshús- stjóri hjá Loftkast- alanum. í bréfi sem Hallur hefur sent bæjarstjóra Hafn- arfjarðar kemur fram að þættirnir, sem bera vinnu- héitið Hafnar- fjarðarlöggan, „gerast bæði inni og úti og að öllu leyti í Hafnar- firði". Hallur vill að bæjarsjóður styrki þáttagerðina um 5 til 10 milljónir króna. Llann óskar eftir viðræðum við bæjaryfirvöld um málið. Bæjarráð hefur vísað er- indi Halls til menningarmálar- nefndar bæjarins. „Það er þörf á seríum í léttari kantinum inn í sjónvarpsmiðilinn. Þetta er stórlega vanrækt af ís- lensku sjónvarpsstöðvunum," segiir Hallur í samtali við Frétta- blaðið. Hann segist þegar hafa fengið 2,5 milljóna króna styrk frá Menningarsjóði útvarps- stöðva. Þess utan verði leitað stór- ra fyrirtækja sem kostenda vegna þáttanna. Að sögn Halls er þegar komin beinagrind að þáttunum og æfing- ar hafnar. Ef allt gangi að vonum hefjist sýningar næsta haust. Samningar séu í gildi við Stöð 2. Þó sé ekki endanlega frágengið hvar þættirnir verði sýndir. - „Með því að gei'ast kostandi að gamanþáttaröð sem gerist alfarið í bænum myndi Hafnarfjarðar- bær styrkja ímynd sína sem vina- legt og gott sveitarfélag í huga þjóðarinnar með meiri afgerandi og varanlegri hætti. Samfélags- legur áviriningur af verkefni sem þessu myndi treysta Hafnarfjörð enn frekar í sessi sem forystu- sveitarfélag í þeim efnum,“ segir Hallur í bréfinu til bæjarstjórans. Að sögn Halls myndi Hafnar- fjarðarbær, auk þess að vera beint og óbeint umfjöllunarefni þáttaraðarinnar, fá birtar kynn- ingarstiklur í kring um sýningu þáttanna og í annarri dagskrá. „Auðvelt er að rökstyðja að verð- mæti þess áreitis reiknaðist í mun hærri krónutölu ef tekið er mið af sekúnduverði sem tíðkast hjá sjónvarpsstöðvunum," segir í er- indi Halls. gar@trettabladid.is „Með því að gerast kostan- di að gaman- þáttaröð sem gerist alfarið í bænum myndi Hafnar- fjarðarbær styrkja ímynd sína sem vina- legt og gott sveitarfélag í huga þjóðar- innar." Fyrirspurnir á Alþingi: Ahyggjur af fjarvinnslu ALÞINGI Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðu lýstu vonbrigð- um á þingi í gær með hversu lítið hafi orðið úr fyrirætlunum stjórn- valda um að flytja fjarvinnslu- verkefni út á land. Jafnframt var lýst áhyggjum af fækkun starfa á landsbyggðinni. í því sambandi var vísað til fækkunar starfa úti á landi hjá íslandspósti og eins hjá ríkisbönkunum. Umræðurnar spunnust í framhaldi af fyrir- spurn Kristjáns L. Möller, þing- manns Samfylkingarinnar. Forsætisráðherra sagði menn hafa fyllst mikilli bjartsýni þegar ný tækni var talin geta valdið því að landið yrði eitt atvinnusvæði. „Þetta hefur ekki gengið eftir,“ sagði hann og taldi að ekkert stórt myndi gerast í málinu, þrátt fyrir viðleitni stjórnvalda, fyrr en at- vinnulífið sæi sjálft árangur og gildi þess að nýta starfskraftinn sem úti á landi væri. ■ KRISTJÁN l. niöller Kristján hefur ítrekað sent ráðu- neytum fyrirspurnir um hvað liði áætlunum um að flytja fjar- vinnsluverkefni út á land. 14. mars 2002 FIMMTUDAGUR Afkoma Delta: Besta ár frá upphafi uppgjör Hagnaður Delta á árinu 2001 var 812 milljónir króna og rekstrartekjur 5.360 milljónir. Hagnaðurinn er í samræmi við spár greiningardeilda íslandsbanka og Búnaðarbanka frá því í haust en rekstrartekjur eru nokkuð lægri. Fram kemur í tilkynningu félagsins til Verðbréfaþings að árið hafi ver- ið það besta frá upphafi. Til marks um þetta er að hagnaður ársins reyndist um helmingi hærri en áætlanir félagsins gerðu ráð fyrir í upphafi. Efnahagur félagsins tvö- faldaðist á árinu eftir miklar fjár- festingar þess erlendis, meðal ann- ars í Pharmamed á Möltu. ■ Grindvíkingar kaupa fisk- iðjusamlag Húsavíkur: Hringnum er lokað landvinnsla Sjávai’útvegsfyrir- tækið Vísir í Grindavík hefur keypt 45% í Fiskiðjusamlagi Húsa- víkur fyrir um 300 milljónir króna. Helstu seljendur voru Trygginga- miðstöðin og Olíufélagið Esso. Fé- lagið rekur ekki útgerð en styrkir stöðu sína með kaupunum sem eitt öflugasta landvinnslufyrirtækið. Vísir er með starfsemi á Suður- nesjum, á Djúpavogi og á Þingeyri. Pétur Hafsteinn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis, sagði að með kaupunum á Húsavík mætti segja að félagið hefði lokað hringnum. Það reki nú landvinnslu í öllum landshlutum. Kvóti sem samstæð- an hefur til umráða fer úr 9.500 þorskígildistonnum í um 11.500. ■ ____________ Opinberar nefndir til uinræðu: Nefndatil- högun end- urskoðuð alþingi Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, segir sjálfsagt að ráðu- neytin í samráði við Ríkisendur- skoðun og aðra aðila sem að mál- um koma endurskoði tilhögun varðandi opinberar nefndir. Óg- mundur Jónasson, þingflokksfor- maður Vinstri-grænna, benti á nýja skýrslu Ríkisendurskoðunar um nefndir, ráð og stjórnir á veg- um ríkisins þar sem fram kemur að 18 prósent nefnda hafi ekkert starfað og ekki skilað neinum ár- angri. Forsætisráðherra upplýsti að farið hefði verið fram á fulltingi Ríkisendurskoðunar við að endur- skipuleggja utanumhald varðandi nefndir og skipan þeirra. ■ Umsókn um innflutning fósturvísa: Ráðherra hugsanlega vanhæfur landbúNAÐUR Innan Nautgripa- ræktarfélags íslands velta menn fyrir sér hvort fara eigi fram á að Guðni Ágústsson, landbúnaðar- ráðherra, verði úrskurðaður van- hæfur til að fjalla um umsókn fé- lagsins á innflutningi fósturvísa NRF-kúakynsins frá Noregi. „Það yrði þá vegna ótímabærra yfirlýs- inga sem hann lét frá sér fara strax eftir kosningu Bændasam- takanna í haust. Þar lýsti hann því nánast yfir að hann myndi segja nei við okkur,“ sagði Jón Gíslason, formaður Nautgriparæktarfé- lagsins. „Þetta er samt ekkert komið formlega af stað og ekki ljóst hvort við munum fai'a fram á þetta, enda veit maður ekkert hver myndi fá málið í staðinn," bætti hann við. ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.