Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 1
Gðátzl Vittin isláigziÆíðl lizza H ÚSIÐ Hoimscnding og sólt Grensásvegi 12 * Simi: 533 2200 Narta í rjómatertu með vinnufélögunum bls 22 AFMÆLl ÍÞRÓTTIR Kristinn kveður á morgun bls 12 HfíU LEIKLIST Strompleikur Laxness í Þjóðleikhúsinu bls 16 FRETTABLAÐIÐ 65. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Föstudagurinn 5. apríl 2002 FÖSTUDAGUR Annir hjá Framsókn stjórnmál Fram- sóknarmenn standa í ströngu um helg- ina. í dag halda þeir miðstjórnar- fund, sveitarstjórn- arráðstefnu á morgun og stjórn- málaskóla fyrir frambjóðendur flokksins á sunnudag. Söngvar skáldsins tónleikar Skólakór Kársness býð- ur til tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld klukkan 20.00. Nokkur verk Halldórs Laxness verða flutt í tali og tónum. |VEÐRIÐ í DAG REYKJAVÍK Suðvestan átt 6 m/s og smáskúrír. Hiti 5 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 3 Skýjað Ql Akureyri ® 5 Skýjað Q5 Egilsstaðir |j| 5 Skýjað Q5 Vestmannaeyjar Q 8 Smáskúrír O4 Uppistand í Borgarleikhúsi crín Jón Gnarr, fyrrum Tvíhöfði, verður með uppistand á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld. Uppi- standið hefst klukkan 20.00. Aðalfundur Granda aðalfundur Aðalfundur Granda verður haldinn í dag klukkan kl. 17.00 í matsai fyrirtækisins í Norð- urgarði. Barist um Islands- meistaratitilinn KÖRFUBOLTi Stúdínur sækja KR- stúlkur heim í öðrum leik úrslita- viðureignar liðanna í úrslitum 1. deildar kvenna í körfubolta. Stúdín- ur unnu fyrsta leikinn og geta tryggt sér titilinn í kvöld. Leikur- inn hefst klukkan 20.00. [KVÖLPIÐ í KVÖLPÍ Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? Meðallestur 25 til 49 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FOLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORCARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. MÓTMÆLI í TEL AVIV Israelskur arabi reynir að koma í veg fyrir að ísraelskur lögreglumaður berji mótmælanda meðan aðrir flýja. Fjöldi ísraelskra araba kom saman fyrir framan bandaríska sendiráðið í Tel Aviv í gær til að mótmæla framgangi ísraela á hernumdu svæðunum og afstöðu Bandaríkjanna til átakanna. Ekkert lát á átökunum á hernumdu svæðunum: Powell sendur til Israels ísrael og palestína George W. Bush Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að Colin Powell utanrík- isráðherra fari til ísraels í næstu viku. Bush hvatti jafnframt ísra- elsmenn til þess að hætta árásum sínum á byggðir Palestínumanna á Vesturbakkanum og draga her- lið sitt til baka. Hann sagði Palest- ínumenn verða að hætta sjálfs- morðsárásum sínum á ísraela. Javier Solana, utanríkisfulltrúi Evrópusambandsins, kom til ísra- els í gær til þess að reyna að hafa áhrif á gang mála. ísraelsmenn leyfðu honum ekki að fara til Ramallah að hitta Jasser Arafat. Anthony Zinni, sendifulltrúi Bandaríkjamanna, fékk þó vilyrði fyrir því að hitta Arafat. í gær bárust fréttir af því að ísraelski herinn hefði ráðist inn í Fæðingarkirkjuna í Betlehem, þar sem hátt á annað hundrað palest- ínskir vígamenn hafa hafst við undanfarið ásamt prestum af ýmsu þjóðerni og almennum borg- urum. „Fréttirnar frá Betlehem eru ægilegar," sagði Aðalsteinn Þor- valdsson í Jerúsalem þegar Fréttablaðið náði tali af honum síðdegis í gær. „Þeir eru byrjaðir að skjóta á Fæðingarkirkjuna og hafa brotið upp suðurinnganginn. Þeir drápu hringjarann þar. Svo er mér sagt að þeir séu að brjóta bein og berja fólk til óbóta fyrir utan Fæðingarkirkjuna. „ Samkvæmt fréttaskeyti frá Al- kirkjuráðinu í gær staðfestu prestar grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar, sem staddir eru í Fæðing- arkirkjunni, að ísraelski herinn hefði ráðist inn í kirkjuna, náð hluta hennar á sitt vald og væru að leita þar að Palestínumönnum. ísraelsher neitaði því. ■ Háskólabíó og Hótel Saga girt af vorfundur Háskólabíó og Hótel Saga verða girt af meðan á vor- fundi Atlantshafsbandalagsins stendur í maí. Ríkiskaup hafa ósk- að eftir tilboðum í leigu á 900 metra langri girðingu vegna þessa. í útboðslýsingu segir að girðingin skuli vera 160 sentí- metrar á hæð og hvoru tveggja mannheld og bílheld. ÖryggiSráðstafanir í kringum NATO-fundinn eru miklar. Til marks um það er þess krafist í út- boðslýsingunni að þeir sem gera tilboð skili inn lista með nöfnum þeirra manna sem eiga að vinna að uppsetningu girðingarinnar. ■ ’ I PETTA HELST | Notkun á ritalíni hefur tvöfald- ast frá því eftirliti með því var hætt. bls. 2 '—♦— Stefnt er að byggingu hótels við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. bls. 2 —♦— . Olga er innan Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins eftir að áform um að koma til móts við ofur skuld- sett ríki var skotin í kaf af Bandaríkjunum. bls. 4 —♦— Landbúnaðarráðherra hafnar innflutningi á norskum fóstur- vísum. bls. 6 MISSTU EKKIAF FRÁBÆRRI DACSKRÁ í APRÍL 8oo 6161 / stod2.is / Skífan Góða skemmtun! HÓTEL SAGA OG HÁSKÓLABIÓ 900 metra löng girðing verður girt utan um Hótel Sögu og Háskólabíó meðan á vorfundi NATÓ stendur. NATÓ-fundur í maí: Ríkið skoðar Qár- mögnun deCODE Stjórnvöld taka ákvörðun í þessum mánuði um hvort þau komi að fjár- mögnun lyíjaþróunarfyrirtækis sem deCODE hyggst byggja. Sóknarfæri fyrirtækisins eru hér. Þarf á stuðningi að halda. STiÓRNVÖLD Ríkisstjórn íslands tekur ákvörðun í þessum mánuði hvort stjórnvöld komi að fjár- mögnun á lyfjaþróunarfyrirtæki, sem deCODE hyggst reisa á ís- landi. Ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar hefur lykiláhrif á hvort lyfja- þróunarfyrirtækið rísi hér á landi eða í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins felst aðkoma stjórnvalda í því að tryggja lán til uppbyggingarinnar með ríkisábyrgð. Kostnaður við að koma lyfjaþróunarfyrirtækinu á legg er talinn vera um 20 millj- arðar íslenskra króna. Páll Magnússon, framkvæmda- stjóri upplýsingasviðs deCODE, staðfesti að málið hefði verið kynnt stjórnvöldum. Niðurstaða um hvort fyrirtækið rísi hér eða í Bandaríkjunum fæst í lok þessa mánaðar. Frumkvæði í málinu kemur úr forsætisráðuneytinu. „Ríkisstjórn hefur nú til skoðunar ný áform fyrirtækisins og þann atbeina sem hún kann að þurfa hafa að því máli,“ sagði Davíð Oddsson í febr- úar um áætlanir deCODE. Málið hefur ekki enn verið tekið form- lega fyrir hjá ríkisstjórninni. For- ystumönnum stjórnarandstöðunn- ar hafa verið gefnar tilteknar upp- lýsingar. Reynt er að afla málinu stuðnings út fyrir raðir stjórnar- flokkanna. Yfirmenn deCODE nálguðust íslenskar fjármálastofnanir fyrir nokkrum mánuðum og kynntu möguleika sem felast í uppbygg- ingu lyfjaþróunarfyrirtækis. Gríðarlegir tekjumöguleikar eru fyrir hendi með ný lyf sem þróuð eru á grundvelli erfðarannsókna. Ný kynslóð slíkra lyfja myndi bylta kostnaði við lyfjagjöf á vest- urlöndum. Fyrirtækið myndi skapa hér 250 til 300 ný störf. Nánar bls. 8 og 9 bjorgvin@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.