Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 24
FRÉTTABLAÐ SfMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20, dreifing@frettabladid.is VlÐ SECiUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á WÍSÍR’-ÍS Fyrstur með fréttirnar Þráins Bertelssonar Rauða strikið Nú berast þær merkilegu fréttir að pláneturnar Júpíter, Mars og Satúrnus raði sér sem óðast upp í nokkurn veginn beina línu á vestur- himni, og að bæði Merkúr og Venus sigli hraðbyri um geiminn til að bæt- ast í þennan öfluga hóp fyrir mán- aðamótin. Eins og fyrri daginn eru deildar meiningar um það í hvaða tilefni þessar ágætu pánetur hafa tekið það upp hjá sér að mynda þetta rauða strik úti í geimnum. —♦— SUMIR segja að þarna séu geim- verur eða alheimsöfl að verki sem vilji stuðla að því að draga úr fá- tæktarbasli, vaxtaokri, hjónaskilnuð- um, siðleysi og græðgi hérna á þessu litla landi. En aðrir trúa því í einlægni að plánetunum sé ætlað að mynda bakvarðasveit fyrir athafna- skáld eins og Kára, Björgólf, Jón Ás- geir, Þorstein Má, Jón í Skífunni, Hagkaupsfamilíuna og Nóatúnsfólk- ið sem toga okkur hin upp úr skítn- um, skaffa okkur vinnu, og fæða okkur og klæða. —— SJÁLFUR held ég að þessi staða himintungla bendi til þess að nú fari í hönd gott berjasumar og Argent- ínumenn verði heimsmeistarar í fót- bolta. En fyrst og fremst er þetta þó himnesk ábending til íslensku þjóð- arinnar og þeirra sem gegna trúnað- arembættum á hennar vegum að sjá sóma sinn í því að uppfæra skil- greiningu á því hvað fátækt er til samræmis við gildismat okkar tíma og hætta að miða fátæktarmörk nú- tímans við íslenskt þjóðfélag á miðri 20. öld. ' _♦— ÖRYRKJAR, ellilífeyrisþegar og láglaunafólk á íslandi í dag búa við kjör sem ekki eru mannsæmandi. Það er flestum ofviða að lifa og við- halda sinni mannlegu reisn í samfé- laginu á 70 þúsund krónum á mán- uði. Það er skammarlegt að refsa fólki efnahagslega fyrir að skrá sig formlega í sambúð eða hjónaband. Það er skammarlegt að halda ís- lensku þjóðinni í verðtryggingar- ánauð áratugum saman, ánauð sem á sér enga hliðstæðu á Vesturlöndum. Og það er til marks um yfirgrips- mikið þekkingarleysi á bæði mann- lífi og gangi himintungla ef menn sjá ekki að hið raunverulega rauða strik sem samfélag okkar hvílir á er mælikvarði á samábyrgð þjóðarinn- ar og vilja til að byggja upp réttlátt og mannúðlegt þjóðfélag. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.