Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.04.2002, Blaðsíða 10
10 FRÉTTABLAÐIÐ 5. apríl 2002 FÖSTUPAGUR Sjálfstæði og vaxtaverkir Seðlabankans FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egílsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvasðinu. Fyrirtæki gela fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Kambaskriður Guðjón Sveinsson skrifar frá Breiðdalsvík: g hef undanfarin misseri orðið var við, að í fréttaflutningi af svæðinu milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, gætir meinlegrar missagnar. Svæði þetta er bratt, þrjár skriður með stuttu millibili, sem ná frá Kambanesi inn að svo nefndri Hökulvík. í fréttum dags- ins er ávallt talað um Kamba- nesskriður!!! Þetta gengur ekki. Skal nú leitast við að koma þessu í rétt horf: Ef komið er að austan (frá Stöðvarfirði og beygt er fyrir fjallsendann upp af Kambanesi er komið að bröttustu skriðunum. Þær heita KAMBA-SKRIÐUR, kenndar við eyðibýlið Kamba sem stóð á ofanverðu Kambanesi. Hef- ur býlið vafalaust dregið nafn sitt af stílfögrum berggöngum (kömb- um) er standa í sjó niður af bæn- um. Innan við Kambaskriður tek- ur við graslendi, Hvammar. Innan við þá eru lengstu skriðurnar, Hvalnesskriður, um 0,6 km á lengd. Þá taka við Færivellir, síð- an Færivallaskriður, sem láta lítið yfir sér, og er þá komið að Hökul- vík. Að kalla allt þetta svæði Kambanesskriður nær auðvitað engri átt. Vér íslendingar flestir, vonandi allir, viljum hafa það er sannara reynist. Viljum að gömul örnefni haldi sér, viljum ferðast um landið með þau að leiðarljósi. Viljum taka undir með þjóðskáld- inu að „..Landslag yrði lítils virði, / ef það héti ekki neitt.“ ■ '2 IBBEhhBR JÉttk MARS 2001 í lok mánaðarins er ársfundur Seðlabankans haldinn. Háværum röddum um að lækka beri vexti er svarað með 0.5% lækkun stýri- vaxta. Davíð Oddsson forsætisráð- herra kynnti breytingar á fyrir- komulagi við stjórn peningamála. Verðbólgumarkmið eru tekin upp og vikmörk krónu afnumin. Davíð kynnir einnig frumvarp sem auka á sjálfstæði Seðlabankans. Forsætis- ráðherra telur að ekki sé hægt að túlka vaxtalækkun Seðlabankans öðruvísi en svo að bankinn meti það svo að þensla fari minnkandi. MAÍ 2001 í áliti Alþjóða gjaldeyrissjóðsins kemur fram að vaxtalækkun Seðla- bankans í mars hafi verið ótíma- bær. Hún sé ekki til þess fallin að treysta nýsett verðbólgumarkmið Seðlabankans í sessi. Birgir ísleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri, lýs- ir sig ósammála áliti sjóðsins. Hann telur skýr dæmi um samdrátt og stöðnun í efnahagslífinu. ÁGÚST 2001 Davíð Oddsson telur fullvíst að vextir muni fara lækkandi á næstu mánuðum. Halldór Ásgrímsson tekur í sama streng og lætur að því liggja undir lok sama mánaðar að háir vextir séu mesta mein ís- lensks efnahagslífs. Þessu mót- mælir aðalhagfræðingur Seðla- bankans og telur spennu og of- þenslu í hagkerfinu. lÓNAS SKRIFAR: .....................Eorsaga Vextir hafa verið lækkaðir í þrígang undan- gengið ár. Ráðamenn, verkalýðshreyfing og fulltrúar atvinnulífsins hafa ítrekað beint því til bankans að lækka vexti. Alþjóða gjaideyrissjóðurinn hefur hins vegar tvíveg- is talið vaxtalækkanir bankans ótímabærar. OKTÓBER 2001 Davíð Oddsson tjáir sig um vaxta- mál og sjálfstæði Seðlabankans á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Þar sagði hann að þótt verðbólgu- markmið væru aðalmarkmið bank- ans, þyrfti hann einnig að huga að öðrum þáttum. „Og svo þarf hann að huga að því hvort háir vextir séu örugglega til þess fallnir að lækka verðbólgu." I byrjun nóvember lækkaði bankinn stýrivexti um 0,8%. JANÚAR 2002 „Ég tel að vaxtalækkanir séu ekki langt undan heldur skammt undan. Ég tel að við munum sjá fram á vaxtalækkanir þegar í næsta mán- uði,“ segir Davíð Oddsson í umræð- um á Alþingi. Lækkunin lét á sér standa. Lækkun stýrivaxta um 0,5% er tilkynnt á ársfundi Seðla- bankans 26. mars. Davíð fagnar því í ræðu á ársfundinum að bankinn meti það svo að vaxtalækkunarferli geti nú hafist. ■ I ORÐRÉTT I HEIMA ER BEST „Allir sém fara út eiga á hættu að vera skotnir." Aðalsteinn Þorvalds- son sem er á vegum ís- lensku þjóðkirkjunnar í Palestínu. Fréttablaðið, 3. apríl. VELDUR HVER Á HELDUR | „Eins og kom fram í þættinum hjá mér fyrir rúmu ári kýs Davíð að hafa þann háttinn á að vera einn í sjónvarpsvið- tölum. Það er náttúrlega umdeil- anlegt. En þetta er ákvörðun hans og ekki í valdi mínu eða annarra fjölmiðlunga að breyta því. Ef i menn eru óánægðir með þetta fyrirkomulag, er nærtækast að stjórnarandstaðan herji á forsæt- j isráðherrann og heimti að hann ! ræði við andstæðinga sína í sjón- ! varpi." Egill Helgason á heimasíðu sinni að ræða vanmátt sinn gegn vilja stjórnmála- manna um að ráða dagskrá sjónvarsþátta. I ' , ÞAÐ ER EINS GOTT „Menn eru ekki í fangelsi fyrir tilviljun." Þorsteinn A. Jónsson fangelsismála- stjóri. Fréttablaðið, 3. apríl. KALEIKUR EKKI BIKAR I „Þetta er ánægjulegur árangur j en ég vil ekki snerta þessi verð- ! laun.“ Gary Megson, þjálfari Lárusar Orra Sig- urðssonar og annara leikmanna WBA, eft- ir að hann var valinn þjálfari marsmánað- ar í ensku fyrstu deildinni. Höfuðborgarsamtökin áforma að bjóða fram í borgarstjórnar- kosningum i Reykjavík. Full- trúar framboðsins vilja leggja höfuðáherslu á skipulagsmál. Mál sem þeir segja að hafi ver- ið vanrækt frá lokum síðari heimsstyrjaldar. urinn á horninu miðpunktur hverfisins. Hann er horfinn núna. Þétting byggðar í miðborginni eins og hún er í dag hefur lítið að segja. Við erum ekki farin að nálgast það að verða borg. Það er ekki fyrr en eftir lengri tíma sem við getum farið að velja hvort við viljum vera þétt borg eða ekki.“ ■ Gi \ So Gengur betur næst APRIL Mikið hefur verið reynt að ljúga að Islendingum í vetur. Hvert vandræðamálið hefur rekið annað, svo sem bygginganefnd Þjóðleikhússins, einka- yæðing Símans og aðild Norsk Hydro að Reyðaráli. í sumum tilvikum hafa áhrifamenn á flótta látið hrekja sig úr einni lyginni yfir í aðra. Misjafnt er, hvort menn láta vandræðin sér að kenningu verða. Því miður er siðleysi í umgengni við sannleikann svo útbreitt meðal ráðamanna í stjórnmáium og viðskiptum, að sumir líta á það sem óheppni, þegar svik komast upp um síðir, og hvatningu um að vanda lygina betur næst. Lygin rennur fram í breiðum straumi, allt frá misbeitingu spakmælisins um, að oft megi satt kyrrt liggja, yfir í rangar fullyrðingar gegn betri vitund. Hemlar á upplýsingum um breytt viðhorf Norsk Hydro til Reyðaráls sýna ýmis form lyginnar með aðild ýmissa lygalaupa. 14. febrúar veit framkvæmdastjóri Reyðaráls um stefnubreytingu Norsk Hydro, en lætur ekki ráðherra vita, þótt hún sé að flytja málið fyrir Alþingi. Tveim vikum síðar fær ráðherrann að vita um málið, en lætur sem ekkert sé. Að fimm vikum liðnum er breytingin loks viðurkennd. Fjölmiðlar eiga erfitt um vik við þessar að- stæður, því að mest er að þeim logið. Óhjákvæmi- lega síast mörg lygin í gegn, enda tala lygalaupar með heiðríkjusvip oft beint í fjölmiðlum til fólks. Oft eru þeir hinir hortugustu, þegar kemur í ljós, að þeir hafa verið að reyna að blekkja fólk. Það eru ekki bara valdamenn í stjórnmálum og viðskiptum, sem reyna að leyna almenning sann- leikanum og koma rangfærslum á framfæri við hann. Víða eru hliðverðir, sem hafa lært að líta á það sem skyldu sína að koma í veg fyrir, að fjöl- miðlar geti birt fólki réttar upplýsingar. Á fjölmiðlum er oft kvartað um, að ýmsum hlið- vörðum lögreglustöðva sé ekki treystandi. Þeir hafi látið kenna sér að leyna upplýsingum og séu bara nokkuð ánægðir með sig, þegar þeim tekst „...lœtur ekki ráðherra vita, þótt hún sé aðflytja málið fyrir Alþingi. Tveim vikum síðarfœr ráðherrann að vita um málið, en lætur sem ekkert sé. Aðfimm vikum liðnum er breytingin loks viðurkennd. “ þetta hlutverk. Þeir hafi enga tilfinningu fyrir því, að þeir séu að gera sig að siðleysingjum. Illræmdir eru sumir blaðurfulltrúar og spuna- meistarar stjórnmála og viðskiptalífs, aldir upp við vísindalegar aðferðir við blekkingar. í mörgum tilvikum hafa slíkir aðilar nánast óheftan aðgang að sumum fjölmiðlum til að koma á framfæri þægilegum og hentugum rangfærslum. Viðhorf almennings eru tvíeggjuð. Sumum finnst bara gott á fjölmiðla, að þeir skuli láta ljúga að sér og vera hafðir að fíflum. Þetta fólk áttar sig ekki á, að það er almenningur sjálfur, sem er skotmarkið, en ekki fjölmiðillinn. Flestir eru þó hneykslaðir og sumir leka réttum fréttum. Lygin er skaðleg þjóðskipulaginu, af því að hún dregur úr trausti manna milli, þungamiðju vest- ræns þjóðfélags. Traustið er smurningin á snerti- flötunum og leyfir hjólum efnahags og viðskipta að snúast hratt. Traust verður ekki framleitt, heldur verður það til á löngum tíma sannleiksástar. Aukið gegnsæi í þjóðfélaginu er bezta leiðin til að draga úr lífslíkum lyginnar og efla traust manna milli. Þess vegna er almennt verið að auka gegnsæi á Vesturlöndum og lýsa inn í skúmaskotin, þar sem ákvarðanir eru teknar. íslenzku upplýsingalögin eru,skref í þessa átt að gegnsæi og trausti. Ástandið fer svo að skána fyrir alvöru, þegar ráðamenn í stjórnmálum og viðskiptum hætta að hugsa: „Það gengur betur næst“, þegar þeir verða uppvísir að fyrirlitningu á sannleikanum. Jónas Kristjánsson ÖNNUR SJÓNARMIÐ Hefðbundinn borgardauði Góða skemmtun! „Þessi fullyrðing um að skipulags- mál hafi verið vanrækt frá stríðslokum byggir á því að í lok stríðsins er kominn flugvöllur í Vatnsmýrina,“ segir Örn Sigurðs- son, arkitekt og talsmaður Höfuð- borgarsamtakanna. „Árið 1946 var flugvöllurinn afhentur ís- lenskum yfirvöldum. Þá vildi bæj- arstjórn Reykjavíkur að flugvöll- urinn yrði rifinn sem auðvitað hefði verið eðlilegt, eins og önnur stríðsmannvirki. Jónas Jónsson frá Hriflu lagði fram þingsálykt- unartillögu þess efnis að völlurinn yrði lagður niður, vegna þess hve landið væri verðmætt. Önnur rök- semd var sú að flugvellir væru skotmörk á stríðstímum. Við það að flugvöllurinn var kyrr var miðborgin einangruð. Hún er með höfnina í bakið. Borg- in missti allt land fyrir framan sig og alla lofthelgina fyrir ofan sig. Þar með var miðborgin ónýt. Frá þeim degi hefur hún hrörnað. í gangi er hefðbundið ferli á borgardauða, þótt yfirvöld séu að láta líta út eins og það sé áherslu- breyting í notkun á svæðinu. Mið- borgin átti að geta stækkað. Af því hún gat það ekki hefur hún splundrast út um allt. Það er búió að byggja úthverfabyggð allan þennan tíma. Við segjum að það sé nóg komið. Við viljum miðborgar- byggð. Þá verður til ferli þar sem fólk flyst til miðborgar. Þá gefst tími til að gera við úthverfin. Þau eru mörg illa farin og uppbygging þeirra miðaðist við annars konar þjónustukjarna. Þá var kaupmað-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.