Fréttablaðið - 06.05.2002, Side 2
Heimilisblaðið
6. til 12. maí 2002
UNDIR KERTI
Pær eru komnar
til ára sinna
þessar blekbyttur.
Eitt sinn
blekbyttur
Þessar blekbyttur höfðu í eina
tíð það hlutverk eitt að geyma
blek. Nú hefur þeim verið fundið
annað og ekki síður merkilegt
hlutverk. Þær koma vel út sem
kertastjakar en án efa mætti nota
þær undir það sem hugmynda-
flugið býður upp á. Bytturnar
fást í versluninni Sterling. ■
Sófínní
stofunni bestur
Mér líður best í sófanum mín-
um í stofunni á spjalli við
dóttur mína. Ef ég vil láta mér
líða sérstaklega vel þá næ ég í
Ruðrúnu Rögnvars-
dóttur finnst gott að
hafa sængina sína í
sófanum.
teppi og laga gott kaffi og svo
kem ég mér notalega fyrir,“ segir
Guðrún Rögnvarsdóttir verslun-
armaður. Hún segist eiga mjög
góðan sófa sem hún keypti fyrir
nokkrum árum. „Þetta er hvítt
leðursófasett sem er mjög mjúkt
og þægilegt. Ég horfi líka á sjón-
varp úr sófanum og mitt uppá-
halds sjónvarpsefni er sextíu mín-
útur. Það er notaleg stund að hafa
þann þátt með gott kaffi í bolla og
sængina mína.“ ■
GUÐRÚN RÖGNVARSDÓTTIR
Finnst best að deila sófanum með dóttur sinni.
Húsbóndinn hefur forgcing
í hægindastólinn
Ellert B. Schram, forseti íþrótta
og ólympíusambands íslands,
segist eiga þrjá uppáhaldsstaði á
heimilinu. „Það má kannski segja
að ég eyði mestum tíma við tölv-
una eða í rúminu, en eftirlætis-
staðurinn minn er hægindastóll-
inn í stofunni. Þar sest ég til að
hvíla lúin bein eða hugann og til
að lesa. Stóllinn er þægilegur og
er líka á svo góðum stað, þar sem
hann stendur við gluggann. Ég bý
á horninu á Faxaskjóli og Sörla-
skjóli, rétt fyrir neðan Ægisíðuna
og snýr glugginn út að firðinum.
Ég get því fylgst vel með flóði og
fjöru, fuglalífi og bátsferðum.
Þarna er oft iðandi mannlíf, fólk
að ganga, hlaupa, línuskauta eða
að viðra hundinn og er ég í góðri
Ellert B. Schram lídur
einna best í hæginda-
stól sem stendur við
gluggann.
aðstöðu til að virða þetta allsaman
fyrir mér úr stólnum. Svo get ég
séð Reykjanesfjallgarðinn og yfir
til Bessastaða, þannig að það er
ekki hægt að hugsa sér betri út-
sýnisstað," segir Ellert.
Fyrir nokkrum árum gafst Ell-
erti kostur á að kaupa hús for-
eldra sinna, þar sem hann ólst
upp. Þegar hann síðan flutti á
æskustöðvarnar, var stóllinn góði
meðal þess sem keypt var inn á
nýja heimilið. En skyldi einhver g
annar fjölskyldumeðlimur fá að “
setjast í þennan forláta stól? „Já, |
já, ég hef nú ekki einkarétt á hon- |
um. Kötturinn fær að sofa þarna S
stundum, en menn virða þann for-
gang sem húsbóndinn hefur.“ seg-
ir Ellert að lokum. ■
ELLERT B. SCHRAM
Útsýnið er ekki amalegt úr
uppáhaldshorninu hans Ellerts.
LOGA FALLEGA
Það logar án efa fallega f kertunum á
þessum skemmtilega stjaka
Veglegur
kertastjaki
Þessi stóri og stæðilegi kerta-
stjaki er úr málmi. Efri hlutinn
er gylltur og hann tekur sig vel út
á gólfi. Hann fæst í versluninni
Sterling í Hafnarstræti. ■
Sófagarmur
af Króknum
Uppáhaldssófann sinn keypti
Anna S. Sigurðardóttir, sál-
fræðingur, á Sauðárkróki þegar
hún vann þar fyrir nokkrum
árum. „Þetta er svona gamaldags
svefnsófi, með skúffu fyrir rúm-
fötin sem hægt er að draga út.
Sófinn var í vægast sagt lélegu
ástandi þegar ég keypti hanni,“
segir Anna, „Hann var með gráu
Það voru margir for-
viða þegar Anna
keypti sér gamlan og
ógirnilegan sófa, en
nú hefur hann
breyst í gersemi.
og vínrauðu ullaráklæði og leit
ekki beint girnilega út.“ Anna seg-
ist samt hafa fallið fyrir útskurð-
inum og forminu. „Fólki þótti
þetta nú ekki viturleg fjárfesting
hjá mér,“ segir Anna hlæjandi,
sem borgaði þó ekki nema 4.000
krónur fyrir gripinn. Þegar Anna
flutti suður til Reykjavíkur ákvað
hún að flytja sófann með. „Krakk-
arnir mínir áttu ekki orð yfir að
ég væri að þvæla sófaræksninu
suður, en ég þrjóskaðist við og
geymdi hann í skúrnum til að
byrja með.“ Þegar Anna taldi sig
hafa ráð á að láta yfirdekkja
sófann fór hún með hann í bólstr-
un Ásgríms á Bergstaðastætinu
og þar var ræflinum breytt í
FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR
Anna notar sófann á sálfræðistofunni sem hún rekur.
djásn. Egill, starfsmaður í bólstr-
uninni, kom með sófann heim til
Önnu þegar hann var tilbúinn.
„Það var svo gaman hvað hann
var sjálfur ánægður með útkom-
una,“ segir Anna. „Hann gekk í
kringum sófann og var alveg
heillaður. Nú þykir líka öllum
þessi sófi algjör gersemi."
Anna er sálfræðingur og rekur
sálfræðistofuna Akk heima hjá
sér. Gamli sófinn hefur fengið
nýtt hlutverk því skjólstæðingar
Önnu sitja á þessum sófa þegar
þeir koma í viðtöl. „Það hafa flest-
ir orð á því hvað það er þægilegt
og gott að sitja í honum,“ segir
Anna, ánægð með að geta boðið
skjólstæðingum sínum svo nota-
legt sæti. ■