Fréttablaðið - 06.05.2002, Síða 4
4
Heimilisblaðið
6. ti! 12. maí 2002
Andans þjónn
sem elskar efhið
fógeta forföður hennar. Biblíu-
myndabókin hefur skipað stórar
sess í uppeldi barna hennar tveg-
gja, Önnu Maríu sem er 8 ára og
Isaks sem er 11 ára.
Gítarinn er Helgu sérlega kær,
en við hvers kyns flutninga og til-
færingar hefur hann hlotið með-
höndlun líkt og hann væri úr
postulíni. Loks er saumavélin orð-
in mikilvægur þáttur í lífuHelgu.
„Það er vegna bútasaumsins. Þeg-
ar ég var í stjórn prestafélagsins
árið 1997 var ég farin að finna
fyrir leiða á kirkjupólitíkinni og
langaði til að hleypa einhverri
sköpun út á nýjum vettvangi, gera
eitthvað ólíkt því vafstri sem ég
hafði lifað og hrærst í svo lengi,
og finna nýja vídd í sjálfri mér. Eg
fór því á námskeið í bútasaumi og
GÍTARINN I UPPÁHALDI
Helga Soffía grípur i gítarinn.
egar komið er á heimili sr.
Helgu Soffíu Konráðsdóttur er
bersýnilegt að hún hefur auga
fyrir fögrum hlutum og litum.
Þegar blaðamaður þiggur hjá
henni grænt te að hætti Japana
kemur í ljós að tesettið meðal
þessara fögru hluta og virðist sem
mikið hafi verið nostrað við að
mála það. „Það sem ég tók sér-
staklega eftir þegar ég bjó í Japan
var að í mati þeirra, til dæmis á
mat, var fegurð sett í öndvegi.
Síðan kom hollusta og í þriðja lagi
að maturinn var líka góður. Hérna
á íslandi byrjum við yfirleitt á að
dásama bragðið, og tala um hve
maturinn sé góður.“ En sú til-
hneiging Helgu að raða í kringum
sig fallegum munum kann ein-
hverjum að finnast undarleg, í
ljósi þess að vera svokallaður and-
ans þjónn, sem prestur.
Sr. Helga Soffía
Konráðsdóttir segir
hið efnislega vera
Guði þóknanlegt.
Innlit í
Vesturfoænum
„Mér þykir bara svo vænt um
hlutina mína. Ég skammast mín
ekkert fyrir að viðurkenna það að
ég er hálfgerður materíalisti. Og
sem prestur hef ég fundið réttlæt-
ingu á þessu viðhorfi í trúnni. I-Iið
materíaliska er nefnilega Guði
þóknanlegt. Það er rangtúlkun á
hinni biblíulegu trú aö ætla að hún
geri lítið úr efninu. Þvert á móti
gerir Guð efnið virkt þegar hann
skapar í upphafi," segir Helga.
Helga segist tvívegis hafa flutt
búferlum um ævina og í bæði
skiptin hafi hún þurft að skilja
eftir megnið af sínum persónu-
legu munum. „Mér fannst það
mjög erfitt bæði þegar ég fór að
búa í Svíþjóð og í Japan að hafa
þurft að yfirgefa hlutina mína. Ég
saknaði þess að hafa ekki dótið
mitt hjá mér. Mér fannst eins og
ég hefði tengst þessum hlutum til-
finningalega og þar af leiðandi
vantaði eitthvað upp á sjálfa mig.“
Helga segist halda sérstaklega
upp á nokkra hluti á heimilinu.
Einn þeirra er forn, fallega blár
blómavasi. Hann kemur frá Skúla
FORN OG LÚIN BÓK
Biblíumyndabókin hefur skipað stóran
sess í uppeldi barna Helgu Soffíu.
ég fann strax hvað það átti vel við
mig.“
Helga segir bútasauminn vera
afar ólíkan prestsstörfunum þar
sem allur dagurinn er á andlegum
og félagslegum nótum. Hún hafi
lagt áherslu á að geta skilið vinn-
una eftir í lok dags, hengt hemp-
una, í víðum skilningi, á snagann
og haldið heim í eitthvað allt ann-
ars eðlis. „Þar þarf maður að ein-
beita sér að efninu, mynstrinu, lit-
unum, sníða þetta allt til og vera
með þetta í höndunum. Ég er svo
heilluð af litadýrðinni og efninu
og fæ mikið út úr því að búa til
hinar ýmsu litasamsetningar. Það
má því segja að jafnframt því að
vera afslappandi sé bútasaumur-
inn krefjandi því maður kappkost-
ar að láta tiltekna hugmynd verða
að veruleika. Það er mjög jákvæð
upplifun að efla á þennan hátt
samstarf hugar og handar.“ Enn
sem komið er saumar Helga mest
dúka og teppi sem hún notar
gjarnan í gjafir. Hún segir þó ekki
loku fyrir það skotið að þegar hún
hafi náð betri tökum á saumavél-
inni fari hún að búa til myndir.
Helga segir nokkrar bútasaums-
konur hittast reglulega og miðla
kunnáttu hver til annarrar. „Ég
læri heilmikið af þeim. Það sem
þær læra kannski helst af mér er
djörfung í litavali, því ég kem
stundum auga á samsetningar
sem fyrirfram hefðu ekki virst
ganga upp. Ég held þessi ánægja
mín af litadýrð geti annarsvegar
verið meðfædd og hins vegar geti
hún stafað af því hversu prests-
störfin setja okkur litaskorður,
maður er alltaf í svörtu og hvítu."
segir Helga að lokum. ■
LAGERRÝMING!
Vegna lagerrýmingar fyrir þessum nýju vörum, bjóðum við
á næstu dögum eldhúsofna, helluborð, viftur og háfa á
stórlækkuðu verði.
____v&RA
.stórlak1^0
VER*>!