Fréttablaðið - 06.05.2002, Qupperneq 7
4RA HERBERGJA
BÓLSTAÐARHLÍÐ
4ra herb. 101,4 fm. íbúð á 2. h. í
fjölbýlis húsi. 3 svefnherb., rúmgóð
stofa með parketi á gólfi, vestur-
svalir og baðherbergi með glugga.
Húsið steypuviðgert og málað í
fyrra. V. 11,4 m.
EYJABAKKI
Góð 95 fm. íbúða á fyrstu hæð í vel
útlítandi fjölbýli. Þrjú svefnherb.,
rúmgóð stofa með suðursvölum út
af, þvottaherbergi og búr í íbúð.
Búið að klæða húsið að mestu leyti
að utan og verður því verki lokið
sumar 2002. Áhv. 6,0 m. V. 11,3 m.
KAMBASEL - BÍLSKÚR
Góð 93 fm 3-4ra herb. íbúð ásamt
26 fm bílskúr. Þrjú svefnherb., rúm-
gott eldhús, parketlögð stofa með
suðvestur svölum út af, nýlega end-
urnýjað baðherb. og þvottaherb. í
íbúð. Bílskúr með geymslulofti. Áhv.
5,8 m. V. 12,9 m.
LÆKJASMÁRI - LYFTUHÚS
Mjög falleg 4ra herb. 112 fm. endai-
búð á 2. hæðí lyftuhúsi. Þrjú park-
etlögð svefnherb. með skápum,
flísalagt baðherb. með baðkari og
sturtuklefa, fallegt eldhús og rúm-
góð parketlögö stofa með suður-
svölum út af og þvottaherbergi í
íbúð. Áhv. 6,8 m. V. 14,9 m.
ÆGISÍÐA
4ra herb. íbúð á 1. hæð á þessum
vinsæla stað í Vesturbænum. íbúðin
er tvær samliggjandi stofur með
suðursv., tvö svefnherb., nýlegt eld-
hús, nýlegt flísalagt bað. Hús ný-
málað að utan. Áhv. 6,0 m. húsbréf
og veðdeild.
3JA HERBERGJA
FURUGRUND
Falleg 3ja-4ra herb. íbúð á annari
hæð í litlu fjölbýli. Tvö rúmgóð
svefnherb. og 12 fm herb. í kjallara
sem má leigja út. Rúmgóð stofa
með parketi á gólfi og suður-svöl-
um út af. Eldhús með ágætri inn-
réttingu. Stutt í alla þjónustu og
skóla. Áhv. 9,2 m. V. 12,3 m.
HRAUNBÆR
Góð 3ja herb. 90 fm íbúð á annari
hæð. Tvö rúmgóð svefnherb., flísa-
lagt baðherb., eldhús með snyrti-
legri innréttingu og góðum tækjum
og rúmgóð stofa með suðursvölum
út af. Áhv. 4,2 m. V. 10,8 m.
HRÍSMÓAR
Vorum að fá í sölu til okkar stór-
glæsilega 100 fm, nýinnréttaða 3ja
(4) herb. íbúð á 2 hæöum. Allar inn-
réttingar eru nýjar, m.a. ný eld-
húsinnrétting úr gegnheilu ma-
hogny, ný vönduð tæki, allt nýtt á
baði, fallegar flísar, ný tæki og inn-
réttingar, loft klædd með kirsuberja-
viði, nýtt parket á gólfum og nýir
fataskápar úr kirsuberjaviði. Stórar
suðursvalir. Getur losnað strax. Sjá
nánar myndir á vefsíðu okkar. HAG-
STÆÐ LÁN!
KLEPPSVEGUR
Mjög falleg og vel skipulögð 3ja
herb. 91 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjöl-
býli við sundin blá. Nýlegt parket er
á gangi og í stofu og nýleg eld-
húsinnrétting. Svefnherbergin eru
mjög rúmgóð. Stofan er stór og
björt með vestursvölum. Baðher-
bergið er snyrtilegt, mósaík á veggj-
um, góð innrétting og tæki og tengt
fyrir þvottavél. 30 fm herbergi sem
leigt er út en leigutekjur renna í
hússjóð fyrir stigaganginn. Skoðið
nánar myndir á vefnum. Áhv. 3.1 m.
REYKJAVÍKURVEGUR - HF
Góð 2ja til 3ja herb. íbúð í tvíbýli
rétt við miðbæ Hafnarfjarðar. 1 til 2
svefnherb, rúmgott eldhús með
góðu borðplássi, 1 til 2 stofur. íbúð-
inni fylgir hálfur kjallari sem ekki er
inn í fermetratölu eignar. V. 9,2
MIÐBÆR - LAUGAVEGUR
Snotur 3ja herb. íbúð í miðbænum
61,2 fm ásamt góðum geymslum.
Sérinngangur er fyrir íbúðina, stof-
an er stór með nýjum flísum á gólfi,
þá eru 2 herbergi og eldhús með
nýlegri innréttingu. Baðherbergi er
með sturtuklefa, tæki upprunaleg.
Sameiginlegt þvottaherbergi er í
húsinu. Áhvílandi lán ca. 5,4 m. þar
af 4,2 m. húsbréf og í viðb. láni 1,2
m. Kjörið fyrir fjárfesta til að leigja
út. TILBOÐ ÓSKAST!
VESTURBÆR - ÚTSÝNI
3ja - 4ra herb. íbúð (106 fm gólfflöt-
ur) á efstu hæð og risi ásamt stæði
í bílskýli á þessum vinsæla stað á
Grandanum. Mikið útsýni. Gengið
er inn í húsið á 2. hæð frá bílaplani.
Áhv. 5,5 m. byggsj. og húsbréf.
Verð 12,9 m.
NJÁLSGATA
Góð 3ja herb. 67 fm. íbúð á þriðju
hæð í snyrtilegu fjölbýli. Tvö park-
etlögð svefnherb., parketlögð stofa
með vestursvölum út af, rúmgott
eldhús og baðherb. með flísum á
gólfi. Nýtt þak á húsi og nýtt gler í
íbúð. Áhv. 4,7 m. V. 8,9 m.
2JA HERBERGJA
GRANDAVEGUR - VEST-
URBÆR
2ja herb. íbúð á 1. hæð með sér-
inngangi. fbúðin er m.a. stofa,
svefnherb,. eldhús, bað o.fl. Áhv.
3.5 m. húsbréf. Verð 5,6 m.
KRUMMAHÓLAR - BÍL-
SKÝLI
Góð tæplega 50 fm. íbúð á 2.h. í
lyftuhúsi. Parketlögð stofa með út-
sýni, rúmgott svefnherb. með norð-
ursvölum út af og stæði í bíla-
geymslu. Hús og sameign í góðu
viðhaldi. Húsvörður. Áhv. 1,1 m. V.
7.5 m.
NÝBYGGINGAR
Heimilisblaðið
7
Gerir allt í
rúminu nema læra
Mér líður best í rúminu mínu
það er ekki spurning," segir
Anna Katrín Þórarinsdóttir. Hún
segist eiga þar góðar stundir og
það fari afskaplega vel um hana
þar. „Ég geri allt í rúminu mínu
nema læra því þangað fer ég til að
komast hjá því að læra. Eg les
stundum aðrar bókmenntir þar og
Önnu Katrínu líður
best í rúminu.
HHHBBHBBOaHnHM
horfi á sjónvarp.“ Anna Katrín
segist þó ekki borða þar en henni
finnst óskaplega gott að kúra. „Ég
horfi á sjónvarp frammi líka en ef
ég vil láta fara vel um mig geri
það inni hjá mér. Friends er mitt
uppáhalds sjónvarpsefni og ég
reyni að missa ekki af þeim
þætti." ■
ANNA KATRIN
ÞÓRARINSDÓTTIR
Skríóur upp i rúm til dó kom
dst hjá því að loera.
tísftes-'ííðsí'
OLGA FÆRSETH
Olgu finnst gott að fara heim í bað eftir æfingar.
GLÓSALIR 7 í KÓPAVOGI
Til sölu vandaðar og rúmgóðar 3ja
og 4ra herbergja íbúðir með sér-
þvottaherbergi, í 8 hæða álklæddu
29 íbúða fjölbýlishúsi ásamt stæði í
bílgeymsluhúsi. í húsinu eru tvær
lyftur. Stórar suður- og vestursvalir.
Glæsilegt útsýni. Góð staðsetning
og stutt í alla þjónustu. Ein, 3ja
herb. á jarðhæð á kr. 12,6 m. án
stæðis í bílgeymsluhúsi, óseld og
fimm, 4ra herb. á 2. til 6. hæð frá
kr. 15,9 m., með stæði í bíl-
geymsluhúsi, óseldar. Innangengt
er úr bílgeymsluhúsi. Afhending í
júní 2002. Byggingaraðili er Bygg-
ing ehf.
LÖGBÝLI
MÚLAKOT - LUNDA-
REYKJADAL
Til sölu er jörðin Múlakot í Lunda-
reykjadal. Jörðin er í um klukku-
stundar akstursleið frá Reykjavík.
Landið er 330 hektarar og eru 43
hektarar af ræktuðum túnum.
Grímsá sker landið til suðurs
(bakkalengd 3 km.) og eru af henni
góðar veiðitekjur. (búðarhús er
byggt 1997 og er um 150 fm. Úti-
hús eru rúmlega 1.000 fm og eru
þau almennt í góðu ástandi. Jörð-
inni fylgir 2,27% hlutur í jörðinni
Gullberastaðir. Þarna eru miklir
möguleikar fyrir rétta aðila. Áhvíl-
andi hagstæð lán. Allar nánari upp-
lýsingar á skrifstofu
Unir sér vel í baðkarinu
að má segja að baðkarið sé
bæði uppáhaldshluturinn og
uppáhaldsstaðurinn minn á heim-
ilinu,“ segir Olga Færseth knatt-
spyrnukona úr KR. Olga, sem
starfar hjá Dreifingarmiðstöð-
inni, segist alltaf velja baðið frek-
Olga Færseth knatt-
spyrnukona velur
baðkarið einatt fram-
yfir sturtuna.
ar en sturtuna sem er þó til staðar
líka. En varla gefst mikill tími til
að slaka á í baði áður en haldið er
til vinnu á morgnana; fara ekki
flestir í sturtu þá? „Nei, ég fer
aldrei í bað á morgnana því ég er
alltaf á æfingum á kvöldin. Síðan
fer ég heim í bað eftir æfingu, því
mér finnst það miklu meira af-
slappandi að geta bara legið í ró-
legheitunum og lokað augunum.
Baðherbergið mitt er líka svo
„kósý“, úr baðkarinu blasir við
glerveggur sem hálf-sést í gegn-
um. Þegar dimmt er úti er svo
notalegt að kveikja þar á kertum,“
segir Olga.
Blaðamaður undrar sig á að
stelpurnar fari ekki saman í
sturtu eftir æfingar. Er „sturtu-
stemningin" í búningsherbergjun-
um að líða undir lok? „Já, kannski
að einhverju leyti. Nú orðið er það
bara mjög einstaklingsbundið
hvort fólk fer í sturtu á staðnum
eða fer heim til að þvo sér,“ segir
Olga að lokum. ■
Euronics opnar verslun í Kringlunni:
60 daga skilaréttur á vörum
Síðastliðinn fimmtudag opnaði
Euronics á íslandi nýja verslun
í Kringlunni. Euronics sem er
stærsta verslunarkeðja með raf-
tæki í Evrópu rekur yfir 9000
verslanir í 18 löndum og sameig-
inleg innkaup upp á
870.000.000.000 kr. Að sögn for-
ráðamanna verslunarinnar er
þetta ein ástæða þess að hægt er
að bjóða góðar vörur á lágu verði,
í þægilegu umhverfi, ásamt því að
tefla fram starfsfólki sem hlotið
hefur þjálfun og fræðslu sem
nauðsynleg er til að sinna við-
skiptavinum á sem bestan hátt.
„Með sameiginlegum magninn-
kaupum rúmlega 9000 verslana
náum við að hjálpa þér að lækka
rekstrarkostnað heimilisins án
þess að kvika frá gæðum,“ segir í
fréttatilkynningu frá versluninni.
Euronics hafa rekið verslun í
Smáralind frá upphafi. í verslun-
inni í Kringlunni verður áhersla
lögð á sölu heimilisraftækja og
smátækja, auk mynd- og hljóm-
tækja. Áherslan verður einnig á
að bjóða bestu verðin, þægilegt
umhverfi og fagkunnáttu starfs-
fólks, eins og í öðrum Euronics
verslunum. Ein af þeim nýjungum
sem Euronicsverslanirnar bjóða
upp á er 60 daga skilaréttur. „Við-
skiptavinurinn getur því alltaf
verið viss um að varan sem hann
í KRINGLUNNI
Euronics hefur verið með verslun í
Smáralind en opnar nú einnig
i Kringlunni.
kaupir standist gæðakröfur," seg-
ir í fréttatilkynningunni.
Euronics verslunin í Kringl-
unni er staðsett þar sem
Heimskringlan var áður. ■