Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 2
II KJÖRKASSJNN FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí 2002 FIIVIIVITUDACUR HUNGURí HVALKJÖT íslendingar vilja veiða hval þótt alþjóðasam- félagið sé því andsnúið. Eiga íslendingar að hefja hvalveiðar í trássi við bann Alþjóða hvalveiðiráðsins? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spuming dagsins í dag: Á lögregla að fá að halda eftirlitslausar skrár um einstaklinga? Farðu inn é vísi.is og segðu þína skoðun Félag íslenskra bóka- útgefenda: Formanns- skipti fyrir dyrum bókaútgáfa Óvissa er um hvort Sig- urður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, gefi kost á sér til áframhaldandi formanns- setu í félaginu á aðalfundi þess sem fram fer í dag. Sig- urður að upphaf- lega hafi hann bara ætlað að vera 3 ár í embætti, en væri nú búinn að vera í 4. „Þetta er bara stór ákvörðun, þar sem þetta er tíma- frekt starf með öðru,“ sagði hann. Aðspurður um hvort tengja mætti ákvörðun hans hrærinum hjá Eddu miðlun, þar sem hann er fram- kvæmdarstjóri sölu- og starfs- mannasviðs, sagði hann óvarlegt að draga slíkar ályktanir, ákvörðunin væri fyrst og fremst hans eigin og tengdist ekki fyrirtækinu sem hann ynni hjá. Heimildir blaðsins herma að óvissa sé um hvort nýir fjárfest- ar sem kunni að koma að Eddu miðlun fari fram á breytingar á mannahaldi. Fleiri gróin útgáfufyr- irtæki eru sögð eiga í viðræðum við fjárfesta um þessar mundir um endurfjármögnun og aðkomu að út- gáfumálum. ■ i KÖNNUN I EDDA MIÐLUN Sigurður Svavars- son ákveður í dag hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formannssetu. Samfylkingin fær hreinan meiri- hluta í Hafnarfirði samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Gallup. Samfylkingin mælist með 49,9% fylgi og fengi því sex menn. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 41,9% og fimm menn. Bilið milli fylking- anna hefur breikkað örlítið frá því í síðustu könnun. Tæp 20% að- spurðra höfðu ekki gert upp hug sinn. Könnunin var gerð 16.-21. maí í Hafnarfirði og var úrtakið 1200 manns. Gagnabanki lögreglunnar: Persónuvernd bægt frá skránum persónuupplýsingar Nýlegar laga- breytingar setja Persónuvernd þröngar skorður um aðgang að upp- lýsingum um einstaklinga sem eru skráðir í gagnabanka lögreglunnar. Hver og einn getur leitað til emb- ættist ríkislögregustjóra eftir vit- neskju um það sem skráð er um hann. Telji menn upplýsingarnar ekki tæmandi geta þeir nú skotið máli sínu til dómsmálaráðherra í stað Persónuverndar eins og áður var. Lögregla heldur ýmsar skrár um einstaklinga sem hún byggir á afbrotum þeirra og samskiptum við lögreglu. Jónmundur Kjartansson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislög- kosningar Eftir tólf ára samstarf í bæjarstjórn virðist nokkuð spen- na hlaupin í samskipti Sjálfstæð- ismanna og Framsóknarmanna í Kópavogi fyrir kosningarnar. „Framsóknarmenn hafa verið með vafasama kosningabaráttu gagnvart okkur,“ segir Gunnar I. Birgisson, leiðtogi Sjálfstæðis- manna. Honum þykir Framsókn- armenn of duglegir við að eigna sér verk meirihlutans og gremst að Sigurður Geirdal, bæjarstjóri og efsti maður Framsóknar, hafi varað kjósendur við því að svo gæti farið að Sjálfstæðismenn fengju meirihluta. Sjálfur segir hann fjarstætt að líta svo á málin. Sjálfstæðismenn vilji halda sínum fimm mönnum, tapi þeir einum þýði það talsverðar líkur á vinstri- stjórn. „Þetta er nokkuð sem ég hef gert frá upphafi. Það er ekkert launungarmál," segir Sigurður. Hann hafi bent á að Sjálfstæðis- menn eigi möguleika samkvæmt sumum könnunum á að vinna meirihluta í bæjarstjórn. Eins- flokksstjórn hafi ekki þekkst í Kópavogi í 40 ár. Eðlilegt sé að spyrja fólk hvort það vilji slíkt, enda mikill munur á núverandi meirihluta og þeim sem Sjálf- stæðisflokkur kynni að mynda einn. Helstu mál kosningabaráttunn- ar eru hraði uppbyggingar bæjar- ins og bætt þjónusta við íbúa. „Sjálfstæðismenn ætlum að halda áfram á sömu braut,“ segir Gunn- ar. Halda áfram uppbyggingu en efla enn frekar þjónustu við bæj- reglustjóra, segir svokallaða mála- skrá vera helstu uppsprettu upplýs- inga lögreglu um fólk. Þar er til dæmis getið um umferðarlagabrot, fjársvik, þjófnað, vitnaleiðslur og kærur. Það voru upplýsingar frá lög- reglu sem réðu því að nokkrum ein- staklingum var meinað að stunda vinnu meðan á Nató-fundinum stóð um miðjan mánuðinn. Sigrún Jóhannesdóttir hjá Per- sónuvernd segir að þegar Tölvu- nefnd var lögð niður og Persónu- vernd tók við hlutverki hennar hafi verið gerð lagabreyting sem þreng- ir möguleikana á eftirliti með per- sónuupplýsingum hjá lögreglu. Sig- arbúa. Ólafur Þór Gunnarsson, efsti maður Vinstri-grænna, segir að leggja þurfi aukna áherslu á þjónustu við íbúa, sérstaklega eldri borgara. Til að gera það mögulegt verði að draga úr hraða uppbyggingar í bænum. „Þjónusta við íbúa hefur setið á hakanum í tíð núverandi meiri- hluta,“ segir Flosi Eiríksson, odd- viti Samfylkingar. Mikið þurfi að gera í fjölskyldumálum og þjón- ustu við aldraðra. Þá sé stjórn- RÍKISLÖGREGLU- STJÓRI Jónmundur Kjartans- son hjá embættí ríkis- lögreglustjóra segir upplýsingar í málaskrá aldrei fyrnast. rún segir standa til að vekja athygli dómsmálaráðherra á þeim skorðum sem Persónuvernd séu settar. „Sér- staklega í ljósi þess að mannrétt- indasáttamálinn tekur með sama hætti til lögregluskráa og annarra," segir hún. Aðspurður segist Jónmundur Kjartansson ekki vita um fjölda þeirra einstaklinga sem upplýsing- kerfi Kópavogs gamaldags og seinvirkt með engin viðmið um hvernig eigi að þjónusta Kópa- vogsbúa. „Við munum halda uppbygging- unni áfram,“ segir Sigurður um áform Framsóknarmanna. Lögð verði áhersla á að hafa stjórn á fjármálum bæjarins. Sjálfur ætli hann ekki í neina uppboðapólitík við önnur framboð heldur leggja verk sín í dóm kjósenda. brynjolfur@frettabladid.is ar eru vistaðar um. Slík samantekt hafi að hans vitund ekki verið gerð. Jónmundur segir embættinu hafa borist nokkrar beiðnir einstak- linga um upplýsingar og öllum ver- ið svarað skilmerkilega. Hann segir aðgang vera takmarkaðan að eldri málum en fimm ára. Hins vegar eigi það sama við um málaskránna og upplýsingar í sakaskrá; hún fyrnist aldrei. kolbrun@frettabladid.is Fjölnir vill skila Gylfaflöt: Vilja andvirði sölu bygging- arréttarins grafarvogur Stjórn Ungmennafé- lagsins Fjölnis hefur óskað eftir því að borgaryfirvöld leysi aftur til sín lóð við Gylfaflöt, sem íþróttafélagið fékk úthlutað árið 1994. Snorri Hjaltason, formaður Fjölnis, sagði að íþróttafélagið he- fði ekki fengið fjármuni til að byggja svæðið upp og því hefði stjórnin viðrað það við borgaryf- irvöld að þau myndu taka svæðið aftur. „Við munum auðvitað ekki láta Gylfaflötina af hendi nema við fáum eitthvað í staðin," sagði Snorri. Hann segir að hugmynd- ina vera að Fjölnir fengi andivirði þess sem borgin myndi fá fyrir sölu á byggingarrétti á staðnum. Félagið myndi síðan nota þá fjár- muni til að hraða uppbyggingu við Dalshús og Egilshöllina og jafnvel byggja upp aðstöðu við Rimaskóla fyrir yngstu börnin. ■ —♦— Mál Valgeirs Víðissonar: Yfírheyrsl- ur hafnar LÖGREGLA Tæplega fertugur karl- maður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. júní vegna gruns um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar árið 1994. Maðurinn var framseldur frá Hollandi á þriðjudaginn. Þar afplánaði hann fjögurra ára dóm fyrir fíkniefna- smygl. Lögreglan reyndi fyrst að yfir- heyra manninn ytra í byrjun árs- ins, en þá neitaði hann að svara spurningum. Að sögn lögreglu hófust yfirheyrslur á ný á þriðju- daginn. Hún vildi ekkert tjá sig um það hvernig maðurinn tengdist hvarfi Valgeirs né hvort þeir hefðu verið vinir. ■ Deilt um þjónustu og hraða uppbyggingar Sjálfstæðismenn eru ósáttir við baráttuaðferðir framsóknarmanna. Efla þarf þjónustu við íbúa segja oddvitar minnihlutans. Höldum áfram á sömu braut segja leiðtogar meirihlutans í Kópavogi. KÓPAVOGUR Samkvæmt nýrri könnun Gallup hefur Framsókn bætt við sig einum manni. Sjálfstæðis- menn halda sínum fimm en hafa samkvæmt sumum könnunum náð meirihluta. Samfylk- ing tapar tveimur af fjórum. Öðrum þeirra til VG sem koma nýir inn. WWW.XR.IS-XR@XR.IS REYKJAVÍKURLISTINN Utankjörfundar atkvæða- greiðsla fer fram í Fjölbrautaskólanum í Ármúlakl. 10-22 alla daga. Atkvæði þitt skiptir máli fyrirframtíð borgarinnar! Israelsmenn skipta Gazasvæðinu í tvennt: Utlagarnir farnir frá Kýpur ÚTLAGARNIR KVADDIR Samir abu Ghazali, sendiherra Palestínu á Kýpur, sem er annar frá hægri á myndinni, kveður Palestínumennina áður en þeir héldu þaðan brott I gær. ÍSRAEL Mahmoud Titi, leiðtogi A1 Aksa herdeildanna, sem lýst hafa ábyrgð á sumum sjálfs- morðsárásum Palestínumanna í ísrael, lést í gær þegar skotið var úr ísraelskum skriðdreka á flótta- mannabúðirnar Balata á Vestur- bakkanum. Tveir aðrir Palestínu- menn létu sömuleiðis lífið. ísraelski herinn réðst einnig inn á Gazasvæðið í gær og skipti því í tvennt með því að loka um- ferð um aðalveginn frá norðri til suðurs. Þá fóru ísraelskir her- menn hús úr húsi í þorpinu Salfit á Vesturbakkanum og leituðu þar uppi vopnaða Palestínumenn. Palestínskir embættismenn sögðu ísraelsmenn hafa handtek- ið þar 13 lögreglumenn. í gær voru tólf af þrettán út- lægum Palestínumönnum fluttir frá Kýpur til sex Evrópulanda, samkvæmt samkomulaginu sem gert var við bæði ísraelsmenn og Palestínumenn til að ljúka um- sátri um Fæðingarkirkjuna í Bet- lehem. Þrír þeirra fóru til Spán- ar, þrír til Ítalíu, tveir til Grikk- lands, tveir til írlands, einn til Belgíu og einn til Portúgals. Sá þrettándi verður enn um hríð á Kípur. ■ T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.