Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
23. maí 2002 FIMMTUDAGUR
HASKOLABIO
HACtTOROI • SÍMI S30 1919 • STÆRSTA $♦ NINOARTJAID LAHOSIHS
smúnn^ bíó
^H^HUSSAOU STÓHT
AlfAÖAKK
rxwmxixmmmrm
porír [)ij?
Resioew
xevn.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 vrr 377
Sýnd kl. 5.45, 8.30 og 10 vrr seo
Sýnd kl. 3.15, 6.15 og 10 vrr 380 \
I [SHOWTIME
kl. 6 og 8 [
jjlMMY NEUTRON m/isl tali M.4HS3
[bUBBLE BOY kl. 4, 6, 8~og löl RS ÍPÍTURPAN m/ísl. tali kl. 4 )
ITHE SCORPION KING 4, 6,8 og 10113 [mONSTER m/ísi. tali.kl. 4
FRÉTTIR AF FÓLKI
undirfataverslun
Síðumúla 3-5
Sími 553 7355
Opið mán.-föst. kl. 11-18
laugard. kl. 11-15
Sala útgáfurisans EMI fór nið-
ur um 40% á síðasta ári,
þrátt fyrir vaxandi vinsældir
Kylie Minogue
og Robbie Willi-
ams. Ólöglegri
dreifingu á Net-
inu hefur verið
kennt um. Einnig
hlýtur að hafa
áhrif að fyrir-
tækið borgaði
Mariuh Carey 38
milljónir punda til
undan samningi.
Gítarleikarinn Brian May ætl-
ar að leika á þaki Bucking-
hamhallar á 50 ára krýningaraf-
mæli Bretlands-
drottningar. Hann
mun byrja hátíð-
arhöldin með því
að spila þjóðsöng
Breta ofan á þak-
inu. Hljómsveit
hans, Queen, mun
svo leika ásamt
sinfóníusveit síð-
ar um daginn. Það verður enginn
annar en söngvarinn Phil Collins
sem fer í hlutverk hins látna
Freddie Mercury.
Heimsending og sótt
Áiltof spennandi
tilbod!
Frábœr hóptilbod
fyrir afmœlisveislur!
Nú hefur verið staðfest að
væntanleg plata Eminem,
„The Eminem Show“, kemur út
viku fyrr en til
stóð. Þið megið
því búast við
henni í búðir á
þriðjudag, 28.
maí. Þetta var
ákveðið eftir að
hægt var að
nálgast alla plöt-
una á Netinu.
Eminem ætlar að taka lagið á
MTV verðlaunhátíðinni í Los
Angeles, 1. júní. Hljómsveitin
White Stripes kemur einnig þar
fram.
i-. , s
Síðasti nektardansinn
Allt verdur að taka enda og í kvöld fer fram síðasti nektardansinn.
Hljómsveitin Stripshow heldur lokatónleika sína á Gauki á Stöng.
Vonandi endar þetta ekki subbulega.
tónlist Hljómsveitin Stripshow
gaf einungis út eina plötu á ferli
sínum, „Late Nite Cult Show“,
sem kom út 1996. Hljómsveitin
var þá þegar orðin vel þekkt á
meðal íslenskra rokkáhuga-
manna enda voru tónleikar
þeirra fullir af sprengjum, sápu-
kúlum og skrautlegum sviðsbún-
ingum.
„Við stofnuðum hljómsveitina
fyrir 11 árum, 23.maí 1991,“ seg-
ir Ingólfur Geirdal gítarleikari.
„Það var mjög mikið að gerast
hjá okkur fyrstu fimm árin. Þá
hættum við að spila og ég og Silli
bróður minn erum búnir að vera
úti um allar trissur að spila með
upprunalegu meðlimum Alice
Cooper hljómsveitarinnar. Ég
held að margir geri sér ekki
grein fyrir því að eins og Marilyn
Manson var Alice Cooper einu
sinni hljómsveit. Þeir sömdu alla
mestu slagaranna með honum."
Eina plata Stripshow seldist
kannski ekki eins og heitar
lummur hér á landi. Hún fékk þó
siðanefnd ríkisins í Suður-Kóreu
til þess að roðna og var upphaf-
lega bönnuð. „Það var eitthvað í
textunum sem þeir vildu að við
breyttum. í einu textabroti koma
Lenín og Jesús Kristur fyrir í
sömu setningunni. Þeir sáu okkur
sem kommúnista, nasista, dópista
og perverta. Við máttum ekki
gefa út plötuna nema að syngja
nokkra texta aftur og breyta
nafninu á hljómsveitinni. Við
vildum það ekki út af því að okk-
ur líkaði ekki við að einhver
nefnd með gömlum köllum í Suð-
ur-Kóreu gæti ákveðið hvað við
ættum og hvað við ættum ekki að
gera.“
Platan fékk loks undanþágu
fyrir tveimur árum og var gefin
út í Suður-Kóreu með því skilyrði
að ekkert lag sveitarinnar fengi
nokkurn tímann spilun í útvarpi
eða sjónvarpi. Japanarnir voru
þó afslappaðri og kom platan út
þar árið eftir útgáfuna hér. Allt
þetta útgáfumála vesen hélt lífi í
sveitinni þrátt fyrir að hún væri
lítið starfandi. Samkvæmt Ingólfi
hefði sveitin í raun átt að leggja
árar 1 bát árið 1996. En af hverju
eru þeir þá að halda tónleika í
kvöld?
„Við gátum ekkert farið á
fyllirí án þess að einhver væri að
spyrja hvenær við ætluðum að
spila aftur. Þetta var orðið það
óþolandi að við ákváðum að gera
eitthvað," útskýrir Ingólfur og
lofar að hvergi verði sparað á
sýningu kvöldsins. Tónleikarnir
verða á Gauki á Stöng og hefjast
kl. 23. Aðgangseyrir er 800 kr.
biggi@frettabladid.is
v,. braQð~
bu?ð’
Æ
rri
■ 1
HÚSIÐ
Grensásvegl 12 < Siml: l
Kennarar og foreldrar
aðstoð sem hentar öllum börnum.
Mikilvæg m.a. við athyglisbresti,
misþroska, ofvirkni, tourette og
sértækum námsörðugleikum. um-
sagnir og netverð á ofvirkni-
bókin.is Pöntunarsími: 895-0300
TÓNLIST
Urr-a-bíta
Breiðskífan „Blood Money“ er
önnur tveggja sem Tom Waits
gaf út í síðustu viku. Á hinni plöt-
unni, „Alice", er maðurinn með
sandpappírsröddina í heildina
frekar rólegur. Þar kynnti hann
okkur fyrir ýmsum skemmtileg-
um persónum og virtist hinn
hressasti. Þessu er eiginlega öf-
ugt farið á „Blood Money“. Hér
virðist Waits fullur af efasemd-
um um ágæti mannkynsins, sbr.
opnunarlagið „Misery is the river
of the world“ þar sem hann syng-
ur línuna; „If there is one thing
you can say about mankind,
there’s nothing kind about man“.
Textarnir eru bölsýnir og um leið
fullir kaldhæðni.
Á þessari plötu leyfir Waits sér
líka að ferðast dýpra í skuggahlið
sína. Lögin eru tilraunaglaðari,
frjálsari og háværari. Þau ná þó
aldrei ofsa plötunnar „Black
Rider“, en sum komast nálægt
TOMWAUS:____________BLOOP MONEY
því. Ástæðan fyrir líkri áferð
þessara platna gæti verið sú að
tónlist þeirra beggja var upphaf-
lega gerð fyrir leiksýningar.
Það er erfitt að segja hvor
platan er betri. Djassáhrifin eru
ríkari en oft áður á báðum plöt-
um. Waits virðist skipta lögunum
á milli platna eftir textainnihaldi
og áferð laganna. Þessi urrar
meira en hin og á því eftir að
lenda oftar í geislaspilaranum
mínum.
Birgir örn Steinarsson
KVIKMYNDIR
Vel að
lofinu komin
Iupphafi mexíkósku myndar-
innar Amores Perros, sem
væri hægt að þýða Hundaást, er
áhorfendum tilkynnt að engin
dýr hafi meiðst við gerð mynd-
arinnar. Það er ekki skrýtið af
aðstandendum myndarinnar að
taka þetta fram þar sem mikið
er um hundaöt og slys á hund-
um. Snyrtilega er farið fram hjá
of miklu blóðsulli en mörgum
hundaeigendum reynist eflaust
erfitt að horfa á verstu atriðin.
Myndin byrjar á æsilegum elt-
ingaleik um Mexíkóborg, sem
endar með árekstrinum sem
tengir myndina saman. Hún
skiptist í þrjár sögur. Allar
fjalla þær um ást milli manns og
konu og mannlegan breyskleika
og í öllum eru hundar, sem verða
jafn mikilvægir og aðrar per-
sónur. Amores Perros er 154
AMORES PERROS:
mínútur að lengd, sem er full-
mikið. Sagan er umfangsmikil,
persónur áhugaverðar og mynd-
in kemur sífellt á óvart. Alej-
andro González Inárritu leik-
stjóri skiptir haganlega milli
þriggja þjóðfélagsstétta aðal-
persónanna, ríka og fræga fólks-
ins, verkamannastéttar og heim-
ilislausra. Þetta er fyrsta mynd
Inárritu í fullri lengd. Hún hlaut
BAFTA verðlaunin, tilnefningu
til Óskarsverðlauna og vann
fjölda kvikmyndahátíða. Þetta
er mynd sem er vel að lofinu
komin.
Halldór V. Sveinsson