Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 10
FÓTBOLTI FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí2002 FIMMTUDACUR Fjórir leikir í gærkvöldi: Hart barist í Síma- deildinni MUNKABOLTI Ungur munkur stoppar hér skot frá japönskum mótherja sínum í Dongjasung knattspyrnuleiknum á miðvikudag. Dongja- sung þýðir litli munkur. Leikurinn var spil- aður á miðvikudaginn til að heiðra Búdda sjálfan. Munkarnir sigruðu leikinn með tveimur mörkum gegn einu. knattspyrna Fjórir leikir fóru fram í Símadeild kvenna í knatt- spyrnunni í gærkvöldi. KR sigraði Þór/KA/KS með sex mörkum gegn engu á Akureyri. Olga Færseth skoraði fjögur markanna. Breiða- blik lagði - ÍBV með þremur mörkum gegn tveimur í hörkuleik á Kópavogsvelli. Stjarnan vann Grindavík á heimavelli, 3-0 og Valsstúlkur sigruðu FH með þremur mörkum gegn einu á Hlíð- arenda. ■ HART BARIST UM BOLTANN Leikur Breiðabliks og ÍBV á Kópavogsvelli var jafn og skemmtilegur. Blikastúlkur höfðu þó betur á endanum og unnu leikinn 3-2. Vináttulandsleikur: Jafntefli í Bodö knattspyrna Vináttulandsleikur ís- lands og Noregs í knattspyrnu í Bodö í Noregi síðla dags í gær lauk með jafntefli. Hvort lið skoraði eitt mark í tiitölulega rólegum leik. Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði mark íslands í upp- hafi leiks, beint úr aukaspyrnu af 45 metra færi. Markið þótti sérlega glæsi- legt. Ole Gunnar Solskjær jafnaði svo metin fyrir Norðmenn þegar 15 mínútur voru liðnar af seinni hálf- leik, með marki af 20 metra færi. ■ JÓHANNES KARL GUÐ- JÓNSSON HM MOLAR Nokkrir öflugir leikmenn hafa ekki komist í nígeríska lands- liðshópinn fyrir HM í knatt- spyrnu. Þeirra á meðal eru Finidi George framlínu- maður, sem átt hefur við meiðsli að stríða með Ipswich á Englandi, Sunday Oliseh og Victor Agali sem hafa lent upp á kant við nígeríska knattspyrnusambandið og Wilson Oruma sem var fyrirliði í leik á dögunum. Máltiing fyr/ralla ■ arveland1 i V*G.n08UST S f %'•] vægoe MÁLARINNlÍt Bivjdiliijd. 2» Kópavogi * Simi: 581 3500 ÍPRÓTTIR í DAC l 1.8.00 Sýn Heklusport 18.30 Sýn NBA-tilþrif 19.00 Sýn Heimsfótbolti með West Union 19.50 Svn Golfmót i Bandaríkjunum (Verizon Byron Nelson Classic) 20.00 Fótbolti Coca-Cola bikar karla Fifan HK U23 - HSH Leiknir R. - Fjölnir Skallagrímsvöllur Skallagrímur - Njarðvík Siglufjarðarvöllur KS - Neisti H. Sauðárkróksvöllur Tindastóll - Smári Garðsvöllur Víðir - Deiglan Tungubakkavöllur Afturelding - Haukar U23 Grindavikurvöllur Grindavik U23 - Úlfarnir Akranesvöllur Bruni - Léttir 20.30 Sýn Leiðin á HM 21.00 Sýn Saga HM (ítalia) 22.30 Sýn Heklusport 23.00 Sýn Gillette-sportpakkínn HM2002 Svarta Pannan opnuð á ný! Opnunartilboð Tilboð 1 Ostborgari, franskar og Coke kr. 595,- Tilboð 2 2 Kjúklingarbitar, franskar og Coke (læri og leggur) kr. 595,- Tilboð 3 1/2 grillaður Pönnukjúklíngur, franskar og Coke kr. 750,- Tilboð 4 Djúpsteiktur fiskur, franskar og Coke kr. 650,- Tilboð 5 Fjölskyldupakki Heill grillaður pönnukjúklingur stór franskar og 2 It Coke kr. 1.590,- Tilboð í lúgu og sal SvARTA PANNAN Sundagarðar 2 (áður Sundanesti) Fjöldi kylfinga hefur tvöfaldast á tíu árum Toyota mótarödin hefst um helgina. Mikil ásókn í golfíþróttina. Fullt á völlum á höfuðborgarsvæðinu. Tíu þúsund meðlimir. „Nóg pláss fyrir nýja velli/‘ segir framkvæmdastjóri GSI. golf Toyota mótaröðin í golfi hefst á laugardaginn á golfvellin- um í Herjólfsdal í Vestmannaeyj- um. Mótin verða sex talsins og verður leikið á völlum víða um land. Hörður Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Golfsamband ís- lands, telur að mótaröðin verði sterk í ár. „Það vantar tvo af sterkustu kylfingum landsins, þá Birgi Leif Hafþórsson og Björgvin Sigur- bergsson, sem eru orðnir atvinnu- menn. Það eru ungir og sterkir spilarar að koma upp og ég tel að mótaröðin verði sterk.“ fslenska karlalandsliðið hefur verið á mikilli uppleið og gekk til að mynda mjög vel á Evrópumóta- röðinni í fyrra. Þá slógu þeir með- al annars út Svía í átta liða úrslit- um. „Við lögðum þessa frægu Svía- grýlu og það var mjög gott afrek hjá liðinu. Ég held að þessi árang- ur hafi komið öllum á óvart,“ seg- ir Hörður. „Við förum á heims- meistaramótið í Malasíu í haust og Staffan Johannsson, landsliðs- þjálfari, hefur sett stefnuna á 15. sætið. Eg held að það sýni hvaða styrkleika karlagolfið er komið í. HÖRÐUR ÞORSTEINSSON Framkvæmdastjóri GSl segir nóg pláss fyrir golfvelli á höfuðborgarsvæðinu. Við eigum samt aðeins lengra í land í kvennagolfinu en vonandi náum við árangri með meiri fjöl- da þar.“ Mikil fjölgun hefur verið í golf- íþróttinni á síðustu árum og nú eru rúmlega 10.000 kylfingar meðlimir í klúbbum GSÍ. Fyrir tíu árum voru um 5000 manns svo meðlimir eru orðnir tvöfalt fleiri. Á höfuðborgarsvæðinu er ástand- ið þannig að erfitt er að koma fleiri félögum að. Hörður segir að enn sé pláss í klúbbum nálægt höfuðborgarsvæðinu, svo sem í Keflavík, Hveragerði, Mosfells- bæ og á Akranesi. Hann segir að GOLFVÖLLURINN í GRAFARHOLTI Toyotamótaröðin verður leikin á sex völl- um viðsvegar um land. Golfklúbbur Reykjavíkur er stærsti klúbbur landsins. nóg pláss sé fyrir nýja golfvelli á íslandi. „Það er möguleiki á að byggja 18 holu völl í Brautarholtinu á Kjalarnesi, Hafnfirðingar eru með á sínu skipulagi hugmyndir um 18 holu golfvöll við Krísurvíkurveg- inn, Mosfellingar eru með hug- myndir um að stækka sinn völl úr níu í átján, einnig Bakkakotsmenn. Það er nóg rými en menn fara stundum bara seint af stað.“ kristjan@frettabladid.ís Landsliðið á leið á æfingamót: Duranona í hópnum handbolti íslenska landsliðið í handknattleik tekur þátt í Flanders Antwerp Handball Cup, fjögurra liða móti í Belgíu, um helgina ásamt Svíþjóð, Júgóslavíu og Dönum. Guð- mundur Guðmundsson hefur valið 18 manna hóp til verkefn- isins en eftir mótið mun hann tilkynna endanlegan hóp fyrir leiki við Makedóníu í und- ankeppni heimsmeistaramóts- ins. Áthygli vekur að Julian Ró- bert Duranona er aftur kominn í landsliðshópinn en Guðmundur JULIAN RÓBERT DURANONA Er kominn aftur í íslenska landsliðshópinn. ætlar að skoða leikmanninn með von um að hann geti tekið þátt í leikjunum gegn Makedónum. ■ Franska landsliðið í vanda: Óvíst með Henry fótbolti Óvíst er hvort framherj- inn Thierry Henry geti leikið með franska landsliðinu á heimsmeist- aramótinu í Japan og Kóreu vegna hnémeiðsla. Roger Lemerre, landsliðsþjálfari, hefur gefið Henry frest fram á sunnudag en þá þarf hann að gangast undir læknisskoðun og þolprófa. Ef hann stenst skoðunina ekki er HM-draumur hans úti. Framherj- inn hefur ekki getað æft undan- farnar viku og sleppti meðal ann- ars æfingaleik við japanska liðið Urawa Red Diamonds. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.