Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 23.05.2002, Blaðsíða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 23. maí 2002 FIMMTUDAGUR rRETTABI AÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Simbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Slmbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: fP-prentþjónustan ehf. Prentun: (sáfoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. | BRÉF TIL BLAÐSINS \ Undarleg viðbrögð Framsóknarmaður skrifar g er afar hissa á því hvernig forystumenn samstarfsflokks okkar haga sér gagnvart Jóni Kristjánssyni, heilbrigðisráðh- erra. Jón er ein- hver vandaðasti og farsælasti ___ stjórnmálamaður okkar íslendinga. Það er fráleitt að láta eins og hann sé eitthvert viljalaust verkfæri sem hægt sé að egna til að hlaupa upp fyrir kosningar. Hann sýndi það í starfi sínu sem formaður fjárlaganefnd- ar hversu staðfastur hann er og að hann lætur ekki teyma sig eitt né neitt. Ég efast ekki eitt augnablik um að vilji fylgir verki hjá Jóni varð- andi þessa yfirlýsingu sem hann undirritaði með borgarstjóra. Það er öllum ljóst að menn eiga að fagna slíku frumkvæði ráðherra. Því eru viðbrögð framámanna í Sjálfstæðisflokknum óskiljanleg. Við framsóknarmenn höfum oft þurft að þreyja þorrann og góuna í þessu ríkisstjórnarsamstarfi. Haldi samstarfsflokkurinn upp- teknum hætti er eins líklegt að við látum þetta samstarf lönd og leið. Heimurinn stendur hvort eð er ekki og fellur með þessari ríkis- stjórn. Ég ráðlegg sjálfstæðis- mönnum að hugsa sinn gang, ef ekki á illa að fara. ■ Alið á grunsemdum og ótta eíjc JícUr Jjork Siincö Thomas L. Friedman, dálkahöf- undur hjá New York Times, spyr hvað Bandaríkjamenn eigi að gera í framhaldi af almennum við- vörunum síðustu daga. Eiga menn að hætta að fara út fyrir hússins dyr, hætta að koma nálægt minn- ismerkjum, og gæta þess að klappa á maga allra óléttra kvenna til að ganga úr skugga um að þær séu ekki í sjálfsmorðsárás- arhug? „Við skulum gera samn- ing: Við hættum að gagnrýna stjórnina fyrir að sjá ekki 11. september fyrir, ef hún hættir að skelfa landsmenn með því að spá öllum hugsanlegum martröðum, en engum ákveðnum, eftir 11. september." washinqfonpost George F. Will, dálkahöfundur hjá Washington Post, segir klípuna, sem stjórnin er komin í, vera að hluta til sjálfskaparvíti. Eina leið- in út úr henni sé að stjórnin gangi í gegnum rannsókn, sem óháð nefnd verði látin gera á starfsemi leyniþjónustunnar og viðbrögðum stjórnvalda. Will segist reyndar sannfærður um að sú rannsókn myndi hreinsa Bush Bandaríkja- forseta og þingið af grun um að hafa gert óafsakanleg mistök. „Leynimakk gerir það að verkum að faraldur grunsemda getur Úr leiðurum heimsblaða Bandarískir ráðamenn hafa verið gagnrýndir: • fyrir að bregðast ekki við viðvörunum um yfirvofandi hryðjuverk fyrir 11. september.; Óljósar viðvaranir þeirra nú um yfirvofandi hættu hafa einnig sætt gagnrýni. brotist út í samfélaginu,“ segir hann. „Rannsóknarnefnd yrði bólusetning gegn slíkum faraldri og forvarnarmeðal gegn frekari mistökum í framtíðinni." Leiðarhöfundur dagblaðsins Hou- ston Chronicle segir vissulega rétt, að hættan sé ekki liðin hjá. Hins vegar sé engin þörf að fyll- ast skelfingu. „Óljósar ógnir erú hluti af vopnabúri hryðjuverka- mannsins." Þótt nauðsynlegt sé að minna Bandaríkjamenn á hætt- una, þá sé erfitt að finna rétta jafnvægið á milli þess að gera fólk „næmt fyrir hættu án þess að gera það ónæmt“. En þegar stjórnvöld eru í vafa um hvað gera skuli, þá „bæði geta þau og eiga þau að treysta Bandaríkja- mönnum fyrir upplýsingum." ■ KVIÐDÓMUR Viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra Viljayfirlýsing Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra, og borgaryfirvalda um átak í bygg- ingu hjúkrunarheimila olli fjaðrafoki. Fjármálaráðherra gagnrýndi yfirlýsinguna. Viðbrögð hafa markast af því að stutt er til kosninga. STEFÁN JÓN HAFSTEIN Hrukku í skotgrafirnar „Þessi viljayfirlýsing Jóns kom eftir langt vinnuferli og er í samræmi við stefnuyfirlýs- ingu Alþingis. Ég tel að hann hafi gert þetta í fyllstu ein- lægni, vegna þess að hann telji að þessi málaflokkur þurfi á stór- átaki. Það var hins vegar athyglisvert að sjá að 2. þingmaður Reykvíkinga, fjármálaráðherra, og þriðji þingmaður þeirra, Björn Bjarnason, réðu ekki við pólitíska eðlis- hvöt sína. í stað þess að fagna þessu fyrir hönd aldraðra og rísa upp sem forystumenn, hrukku þeir ofan í gömlu skotgrafirnar sínar. Þeir sýndu sitt rétta andlit og ég held að fólki hafi blöskrað mjög. Þessi viðbrögð minntu óþægi- lega á viðbrögð við ör- yrkjadómnum og öðrum slíkum málum.“ ■ GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON Gagnrýnum vinnubrögðin „Við fögnum að sjálfsögðu því að aukin áhersla sé lögð á þennan málaflokk. Maður áttar sig hins vegar ekki á ný- kviknuðum áhuga R-list- ans á þessum málum. Við höfum lagt áherslu á málaflokkinn alla kosningabaráttuna og í borgarstjórn. Borgar- stjóri hefur ekkert viljað gera með þetta. Lítið ber á málaflokknum í stefnus- krá R-listans. Þar á bæ gerðu menn lítið úr þessu þegar við lögðum áherslu á þessi mál. Síðan allt í einu fá menn mikinn áhuga og skrifa upp á viljayfirlýsingu við Frum- afl. Henni er hins vegar kastað fyrir róða vegna innri ágreinings. Nú er allt í einu komin ný vilja- yfirlýsing. Þetta er vilja- yfirlýsing, en ekki sam- komulag. Við fögnum henni, en okkar gagnrýni beinist að vinnubrögðun- um. ■ GUNNAR HELGI KRISTINSSON Yfirlýsingin ekki marklaus „Nú er það þannig að fjár- lagagerðin fer þannig fram að ráðherrarnir hafa töluvert svig- rúm hvernig þeir forgangs- raða innan síns mála- flokks í stefnumótunarvinnu ríkis- stjórnarinnar. Ríkisstjórn- in þarf að samþykkja þennan ramma og síðan Alþingi einnig. Ég býst því við að athugasemdir sjálf- stæðismanna séu að form- inu til réttar. Það breytir ekki því að viljayfirlýsing ráðherrans er ekki mark- laust plagg. Hún er vilja- yfirlýsing. Hann hefur töluvert svigrúm til að koma sínum málum fram eins og verklagið er. Þetta er mál sem ég geri ráð fyrir að hefði ekki orðið að stórmáli í annars konar að- stæðum. Ég geri ekki ráð fyrir að menn hefðu sagt mikið við þessu ef ekki væru kosningar í nánd.“ ■ PÉTUR BLÖNDAL Alþingi eitt skuldbindur „Menn geta náttúrlega haft vilja til ýmissa hluta. Á endanum er það Alþingi íslendinga eitt sem hef- ur fjárveit- , , ,í mp ingarvald og I getur skuld- k__ bundið ríkis- sjóð samkvæmt stjórnar- skrá. Þannig að viljayfir- lýsing er ekkert annað en viljayfirlýsing, þangað til búið er að samþykkja f járlög fyrir viðkomandi fjárveitingu. Það er ljóst að það eru mörg brýn verkefni í þjóðfélaginu og menn þurfa að vega og meta. Það er hlutverk Al- þingis að setja ramma um það. Menn þurfa að skilja slíkar yfirlýsingar rétt. Ráðherra er að segja að hann langi til að gera það sem segir í yfirlýsing- unni, en í henni felst eng- in skuldbinding." ■ JÓNÍNA BJARTMARZ Samkvæmt vilja Alþingis Viljayfirlýsing ráðherrans lýsir áhuga hans á að ráðast í ákveðnar framkvæmdir. Frá sjónarhóli R-listans má hins vegar seg- ja að þeir hafi skuldbundið sig til að legg- ja fram fjármuni í þessi verkefni. Frá því sjónarhorni er um sam- komulag að ræða. Borgar- yfirvöld heita að leggja meira fé í þessi verkefni en þau þurfa samkvæmt lög- um. Þeir heita að leggja 30% í málið, en sveitar- stjórnarlög kveða á um 15% framlag. Jón er að lýsa pólitískum vilja sínum til að ríkið leggi fram fjár- muni á móti. Ég styð þessar áherslur Jóns heils hugar, vegna þeirrar brýnu þarfar sem er á að taka á þessum málum. Þessi yfirlýsing er í fullu samræmi við mark- mið sem sett voru fram í heilbrigðisáætlun Alþingis. Hún var samþykkt og það mátti öllum vera ljóst að þeirri samþykkt fylgdu aukin útgjöld. ■ Húsgögn eftir þínum þörfum ORÐRÉTT hornsófar ' stakir sófar ! stólar : hvíldarstólar Isvefnsófar I veggeiningar i borðstofuhúsgögn og fl. húsgðgn Höfðatúni 12 105 Reykjavík Sími 552 5757 www.serhusgögn.is Sumarskólinn ehf. starfar í Háskóla íslands www.sumarskolinn.is Stærstir (70 áfangar) og reynslumestir! Nám fyrir framhaldsskóla- og grunnskólanemendur. Kennsla hefst 27. maí. Skráning í símum 565-6429 og 565-9500 VANHÆFUR VEGNA ÁSTAR Guðni Ágústsson lá heldur ekki á því að hann tæki ákvörðun sína ekki síður af tilfinninga- semi og notaði tækifærið á áður- nefndum blaðamannafundi til að ítreka ást sína á íslensku kúnni, þótt ekki væri stórgripur innan seilingar svo smellt yrði kossi á granir. Rúnar Ármann Arthúrsson. Morgunblaðið, 22. maí. ÞAÐ DATT HELDUR ENGUM í HUG Það er ekki neinn dans á rósum að vera unglingur í Árborg eins og staðan er í dag. , Már Ingólfur Másson. Morgunblaðið, 22. maí. KOSNINGARNAR BÚNAR FYRIR NORÐAN? Allir sem einn hafa unnið vel þannig að það er fyrst og fremst barátta fólksins sem er að skila þessu Oddur Helgi Halldórsson, oddviti lista fólksins á Akureyri, um skoðanakönnun. DV, 22. maí. ÞANNIG LÆRIR MAÐUR Sumt af því sem ég lærði þarna hafði ég ekki hugmynd um áður. Guðni Ágústsson. Fréttablaðið, 22. maí. ERU AÐ KOMA KOSNINGAR? Geir H. Haarde er ekki að níðast á veik- um og gömlum, en það hefur Ingibjörg Sólrún gert og hagar______ sér raunar eins og hreppstjóri við niðursetninga hér áður fyrr á öldum. Andrés Magnússon. Frelsi.is, 22. maí. ÉG ER SUMIR Sumir vilja túlka þróun síðustu daga á þann veg að herferð Sjálfstæðismanna hefði toppað of snemma ög er það trúlega hárrétt greining. Ásgeir Friðgeirsson um stöðuna í skoðanakönnunum. Strik.is, 22. maí. NY FISKVEIÐI- STJÓRNUN Að fiska á línu og veiða í net á sama tíma er kannski held- ur mikið af því góða. Baldvin Jónsson leggur út af ummæl- um Alfreðs Þorsteinssonar: „Þeir fiska sem róa". DV, 22. maí. ENDA KOMIÐ VOR Með þeim í för var stúlka, topp- laus, en hún var ekki handtekin. Lögreglan tók slagsmálahunda. DV, 22. maí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.