Fréttablaðið - 24.06.2002, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2002, Blaðsíða 6
6 FRETTABLAÐIÐ 24, júní 2002 MÁNUDAGUR SPURNINC DACSINS Ætlar þú að kaupa þér hvalkjöt þegar það kemur til landsins? Já, það ætla ég sannarlega að gera. Mér finnst hvalkjöt mjög gott og mun kaupa það þrátt fyrir hátt verð. Kjartan Kjartansson, prentari. Litlar breytingar á stjórn Byggðastofnunar: Jón Sigurðs- son stjórnar- formaður BYCCÐA5TOFNUN Valgerður Sverris- dóttir, iðnaðarráðherra skipaði Jón Sigurðsson, rekstrarhagfræð- ing og fyrrverandi rektor Sam- vinnuháskólans á Bifröst, stjórn- arformann Byggðastofnunar. Iðn- aðarráðherra tilkynnti þessa ákvörðun á ársfundi stofnunar- innar fyrir helgi. Jón tekur sæti Kristins H. Gunnarssonar. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á stjórn Byggða- stofnunar. Þá hefur Aðalsteinn Þorsteinsson, forstöðumaður lög- fræðisviðs Byggðastofnunar ver- ið settur forstjóri stofnunarinnar tímabundið. Aðalsteinn tekur við af Theodóri Agnari Bjarnasyni sem baðst lausnar í síðustu viku, í kjölfar deilna við fyrrverandi stjórnarformann. Staða forstjóra verður auglýst til umsóknar fljót- lega. ■ ‘101 Reykjavík’ fær góða dóma í Der Spiegel: Einsog goshver kvikmyndir Kvikmyndin 101 Reykjavík eftir Baltasar Kormák virkar „eins og spænski leikstjór- inn Pedro Almadóvar væri milli- lentur í Reykjavík og setti þar á svið vonlausan misskilningsfarsa um kynferðismál.“ Svo segir í nýjasta hefti þýska vikuritsins Der Spiegel, þar sem lesa má lof- samlega umfjöllun um myndina. „Ást í sífrera" er yfirskrift greinarinnar og verður höfundi hennar tíðrætt um ástríðurnar sem leynast undir köldu yfirborð- inu á íslandi. „Annars virkar speki myndarinnar frekar dæmi- gerð fyrir landið, þar sem aðal- boðskapurinn gæti hljóðað svo: Maðurinn er eins og goshver - hann gæti hvenær sem er brotist út úr skápnum með látum.“ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Brotist var inn í söluturn í Hraunbergi í gærmorgun og rótað í hirslum. Þjófarnir voru á brott þegar lögreglan kom á stað- inn en við nánari eftirgrenslan kom í ljós að eitthvað af sígarett- um og sælæti hafði horfið. Ekki er vitað hverjir þarna voru að verki. Bíll með japönskum ferða- mönnum fór út af veginum sunnan við Höfn í Hornarfirði um hádegisbilið í gær. Tveir voru í bílnum og munu ekki hafa slasast alvarlega. Ekki er vitað hvað olli óhappinu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn er vegurinn malbikaður á þessum slóðum. Farið var með fólkið til aðhlynningar á Heilsu- gæslustöðina í Höfn og meiðsl þeirra könnuð. Flugmálastjórn væntir tvöföldunar á flugi á 15 árum: Batamerki í flugi eftir kreppu og hryðjuverk flucsamcöncur Flugmálastjórn ís- lands segir að talið sé að alþjóðaflug sé að aukast eftir efnahagssamdrátt á Vesturlöndum undanfarið rúmt ár og hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Spár geri ráð fyrir að flugumferð í heiminum tvöfaldist á næstu 15 árum. Þá muni tæplega 200 þúsund flugvélar fara um íslenska úthafs- flugstjórnarsvæðið á ári. í fyrra voru vélarnar 87 þúsund. Mikill samdráttur varð í Atlants- hafsflugi um íslenska úthafsflug- stjórnarsvæðið á haustmánuðum síðasta árs, í framhaldi af hryðju- verkaárásunum. Strax í september dróst umferð á flugstjórnarsvæðinu saman um 16,8% frá fyrra ári. í október var umferðin 29,5 pró- sentustigum minni en í sama mán- uði árið 2000. Samdrátturinn var minni í nóv- ember, desember og janúar. í febrú- ar snerist dæmið við því þá var meiri umferð um svæðið en í sama mánuði í fyrra. í apríl kom síðan aftur bakslag. Þá var 30% minni umferð en árið undan. Flugmálastjórn segir umferð um íslenska úthafsflugstjórnarsvæðið FLUGMÁLASTJÓRN Þess er vænst að eftir fimmtán ár fari 200 þúsund flugvélar árlega um íslenskt flug- stjórnarsvæði. ráðast töluvert af því hvernig há- loftavindar liggi frá degi til dags. „Þegar munurinn skiptir aftur á móti tugum prósentustiga, verður að leita skýringa annars staðar," segir stofnunin þó. ■ Hlutur íslands stórlega ýktur Asgeir Þór Davíðsson á Maxim’s segist ekki kannast við mansal frá Eist- landi til Islands. Hann segir skýrslu til Bandaríkjaþings nefna flestar þjóðir innan Sameinuðu þjóðanna varðandi mansal. ....♦.... Ég get skilið að einhvejrír séu á móti rekstri nektar- dansstaða. mansal „Það eru aðeins tvö fyrir- tæki sem fá atvinnuleyfi fyrir dansstúlkur. Það er Maxim’s og Óðal. Ég fullyrði að aldrei hefur farið fram neitt sem getur kallast mansal varðandi starfsemi míns fyrirtækis," sagði Ásgeir Þór Davíðsson á Maxim¥s. Hann seg- ist einnig sannfærður að sama sé að segja um Óðal. ísland er eitt þeirra landa sem nefnd eru varðandi mansal í skýrslu sem lögð var fyrir Banda- ríkjaþing. Ásgeir segist hafa lesið skýrsluna og ser þyki hlutur ís- lands gerður meiri en efna standa til. „Það er verið að ....... rugla fólk í ríminu. Umræðan um farin langt fram úr sjálfri sér. íslendingar verða að horfa til þess að Vinnumálastofnun kannar gaumgæfilega hvort stúlk- unum sé ekki greidd laun sam- kvæmt þeim lögum sem gilda. Þær verða sjálfar að taka við launa- greiðslunum. Það getur enginn annar gert. Ég held að það sé ástæðulaust fyrir fólk að halda að hér séu stúlkur sem þannig er ástatt um eins og segir í skýrsl- unni. Ég legg áherslu á að við rek- um löglega starfsemi og höfum ekkert til að skammast okkar fyrir. Vegna þeirra laga sem gilda hér ættu íslendingar frekar að vera stolltir að því hvenrig málum er háttað hérá landi frekar en hitt.“ Ásgeir segir að erlendar stúlk- ur sem hann hafi ráðið til starfa ÁSGEIR ÞÓR DAVÍÐSSON Hafnar segir að dansarar frá Eystrasaltslöndunum fari allar í lækmisskoðun. Eins kallar hann eftir auknu eftirliti með nektardansstöðunum. bíði nú eftir að fá afgreidd at- vinnuleyfi hér á landi. Enginn sé að þrýsta þær. Þær séu frjálsar gerða sinna og bíða eftir að koma til íslands þar sem atvinna þeirra er öruggari en víðast annars stað- ar. „Ég get skilið að einhvejrir séu á móti rekstri nektardansstaða. Það má samt ekki gleymast að við erum með löglegan rekstur, för- um að lögum og hjá okkur starfar fólk sem verður að sýna sömu nærgætni og framkomu og öðru fólki. Því er vont að sitja undir því að á okkur sé borið að við stund- um vændi og annað sem er bann- að með lögum. Það er ekki rétt. Vegna þeirrar gangrýni sem við sætum verð ég að gæta þess að ekkert ólöglegt fari fram í mínum húsum og það geri ég.“ ■ Tugþúsundir árlega í tilkynningar- oggreiðslugjöld: Seðilgjöldin vega þungt neytenpasamtökin Einstaklingur eða fjölskylda sem greiðir af þremur bankalánum og bílaláni, og borgar hefðbundna reikninga fyrir síma, rafmagn, hita, náms- lán og svo framvegis getur ver- ið að borga á milli 20 og 30 þús- und krónur á ári í seðilgjöld. Neytendasamtökin hafa kannað seðilgjöld hjá nokkrum stofnunum og fyrir- tækjum og eru þau mjög mis- munandi. Nokkur fyrirtæki taka engin tilkynningar- og greiðslugjöld. Flestir þurfa að greiða nokkra reikninga í hverjum mánuði og því getur verið um verulega upphæð að ræða yfir árið. Oftast er hægt að lækka þennan kostnað eða sleppa alveg við hann. Með beingreiðslum er reikn- ingur skuldfærður beint í banka, tilkynningargjaldið lækkar þá eða fellur niður en á móti kemur í sumum tilfellum kostnaður vegna millifærslunn- ar. Með boðgreiðslum eða skuld- færslu af kreidtkorti er sama uppi á teningnum. Netskil er svo enn ein leið til að greiða reikninga. Þá er reikn- ingur á rafrænu formi og er ekki sendur heim. Reikningur- inn er þá sóttur og greiddur á Netinu. ■ STOFNUN SEDILCIALD KR. Sparisjóðirnir 430 Landsbankinn 430 Búnaðarbankinn 410 (slandsbanki 410 Lánasj. fsl. náms. 350 Sjóvá-Almennar 275 Tryggingamiðstöð 275 v(s 275 Orkuveita Reykjavíkur 249 RARIK 125 Hitaveita Suðurnesja O Orkubú Vestfjarða 0 Norðurorka O Landssíminn 95 (slandsslmi 85 Halló O Tal 0 Forsætisráðherra Malasíu: Hættir við að hætta erlent „Ég tilkynni hér með að ég er hættur að sinna flokkstarfi innan stjórnarflokksins og segi mig hér með úr öllum stöðum innan ríkis- stjórnarinnar," sagði Mahathir Mo- hamad, forsætisráðherra Malasíu, á flokksþingi á laugardag. Tilkynn- ingin kom eins og þruma úr heið- skíru loft en Mohamad hefur verið forsætisráðherra í 21 ár. Stuðnings- mönnum hans brá mjög mikið við tilkynninguna og lögðu hart að hon- um að halda áfram. Féllst hann á það að lokum. Nú velta menn fyrir sér að kosningar verði boðaðar á næstu mánuðum. ■ ÍSAL Sjöunda hver króna sem fæst fyrir útflutn- ing er vegna starfsemi ÍSALs ÍSAL: Metár í álinu iðnaður Árið í fyrra var afar hag- stætt fyrir ísalverksmiðjuna í Straumsvík. Hagnaður af rekstr- inum nam 2,6 milljörðum króna sem er ein besta afkoma fyrirtæk- isins frá upphafi. Skattgreiðslur ísals námu 900 milljónum króna í fyrra. Veltan var 26,6 milljarðar. Útflutnings- verðmætið nam 13,5% af útflutn- ingstekjum landsins. Ástæður þessarar góðu niður- stöðu eru m.a. þær að starfsmönn- um tókst að framleiða 4% meira ál en talið var að hægt að gera í verksmiðjunni. Þá var gengisþró- un krónunnar hagstæð fyrir rekstur félagsins. Félagið sem rekur ísal-álverk- smiðjuna heitir nú Alcoa á íslandi í stað íslenska álfélagsins. ■ ..♦.- Tilraunir með rottur: Með sykur á heilanum mataræði Nýjar rannsóknir þykja staðfesta það, sem marga hefur grunað, að líkaminn geti myndað með sér fíkn í sykur. Vísindamenn við háskólann í Princeton í Banda- ríkjunum gerðu tilraunir með rott- ur, létu þær gleypa í sig ógrynnin öll af sykri en sviptu þær síðan sætmetinu. Greinileg merki mátti þá sjá um fráhvarfseinkenni, þar á meðal skjálfta, streitumerki og breytingar á efnastarfsemi í heila. Taugafræðingurinn Bart Hoebel, sem stjórnaði rannsókninni, segir að frekari rannsókna sé þó enn þörf. ■ ..♦..- Lítill munur á kynjum: Feður sækja í fæðingar- orlof félacsmál Ekki munar miklu á fjölda feðra og mæðra sem sækja um fæðingarorlof. Á síðasta ári voru umsóknir feðra 80% af fjöl- da umsókna mæðra að því er fram kemur á vef Samtaka at- vinnulífsins. Feður í fæðingarorlofi tóku á síðasta ári 39 daga í orlof að með- altali. Mæður tóku hins vegar 185 daga. Sjálfstæður réttur feðra var þá 30 dagar, rnæðra 90 dagar og sameiginlegur réttur foreldra til 90 daga orlofs. Talsverður munur er á greiðsl- um til foreldra eftir kyni. Mæður fengu að meðaltali 123.000 krónur á mánuði en feður 212.000. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.