Fréttablaðið - 24.06.2002, Blaðsíða 24
Stóratáin
áGuði
Nú er komið annað hljóð í skrokk-
inn,“ argaði annar þulurinn æst-
ur þegar Tyrkir og Senegalar keppt-
ust um að komast í undanúrslit
heimsmeistaramótsins í knattspymu.
„Já, það er skammt milli hláturs og
gráturs," botnaði hinn þulurinn heim-
spekilega og það voru orð að sönnu
því að andartaki síðar lá við að salt-
kringlan stæði í mér þegar Ihlan
Mansiz skoraði gullmarkið eins og
Bússa Bandaríkjaforseta forðum.
Klukkan var orðin tvö eftir hádegi á
laugardegi og sólin skein í heiði. Sem
sagt: fótaferðartími, mál að tína á sig
spjarirnar og fara út að finna ein-
hvern sem nennir að tala við mann
um fótbolta.
—♦—
FYRRI LEIKUR dagsins milli Spán-
verja og Suðurkóreumanna byrjaði
eldsnemma klukkan hálfsjö um
morguninn. Það krefst mikils sjálfs-
aga í sumarleyfinu að stilla vekjar-
ann á 06:28 sem gefur manni tvær
mínútur til koma sér fyrir við sjón-
varpið áður en bláókunnugur maður
blæs í flautu einhvers staðar í Asíu
að áliðnum degi og bolti skoppar af
stað um leið og myndlampinn er orð-
inn heitur, en góðu fréttirnar eru þær
að fyrri leiknum lýkur um 9-leytið og
sá síðari hefst ekki fyrr en hálftólf og
þá getur maður dúrað á milli.
-.♦—
FYRIR ÞREM VIKUM hafðiég
aldrei heyrt minnst á knattspyrnu-
mennina Hasan Sas frá Tyrklandi,
Ronaldinho frá Brasilíu, Junichi Ina-
moto frá Japan, E1 Hadji Diouf frá
Senegal, ellegar Miroslav Klose frá
Þýskalandi og þaðan síður kannaðist
ég við þjálfarana Bruno Metsu, „Big
Phil“, ellegar Camacho, en nú eru
þetta allt saman góðvinir mínir og ég
hef fylgst spenntur með líðan þeirra
og heilsu og haft þungar áhyggjur af
meltingartruflunum eða tognuðum
hásinum.
--♦— '
HEIMSBYGGÐIN er eins og ein
þjóð sem fylgist með liðunum sínum
og knattspyrnan endurspeglar lífið
sjálft með hetjur og skúrka og mis-
vitra dómara og spannar allt frá and-
lausu streði til innblásinnar snilldar -
og svo gerast jafnvel kraftaverk fyr-
ir augum manns. „Hönd Guðs,“ sagði
Maradona einusinni um frægt mark
sem honum var þakkað. En ég er
sannfærður um að þegar Ronaldinho
skoraði úr frísparkinu gegn Englend-
ingum var það stóratáin á Guði sem
var þar að verki. Kraftaverk var það!
RS. Lifi Ro-Ri-Ro! ■
BM°WA UA
Fúsir til framkvæmda meö þér
ISTISO 9DDI
Sumar hugmyndir
byrja smátt
Sígildur og virðuiegur
Söludeild í Fornalundi
Breiöhöfða 3
Sími 585 5050 Fax 585 5051
sala@bmvalla.is
Opin virka daga frá kl. 8 -18
laugardaga frá kl. 10 -14
www.bmvalia.is
orðinn að veruleika
ítilefni af80 ára afmceli Brceöranna Ormsson hafa þýsku
AEG verksmiÖjurnar hafið framleiðslu á nýrri AEG þvottavél
fýrir hinn kröfuharða íslenska markað
Umboósmenn um land allt
Þessi fullkomna þvottavél er mí
á sérstöku afmcelistilboói
kr. 80.000
■Q/)
1922 (' /( / 2002
BRÆOURNIR